NT


NT - 22.12.1984, Side 25

NT - 22.12.1984, Side 25
Laugardagur 22. desember 1984 25 ■ Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að með tiltölulega ódýrum aðgerðum megi bjarga lífi allt að 20.000 barna á dag. Útlönd Barnahjálp Sþ: Auðvelt að bjarga milljónum ungbarna London-Reuler ■ Aðalframkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna James Grant, segir að ný ódýr blanda af sykri, salti og vatni bjargi nú daglega lífi meira en þúsund ungbarna í þróunarlöndunum. Það er talið að árlega deyi um fjórar milljónir barna í Þriðja heiminum vegna vatnstaps og almenns slappleika sem fylgir niðurgangi. Þessi nýja blanda getur auðveldlega bjargað lífi flestra þessara barna. Framkvæmdastjórinn nefndi þrjár aðrar einfaldar og tiltölu- lega ódýrar aðgerðir sem hann taldi að gætu bjargað allt að 20.000 lífum á dag. í fyrsta lagi sagði hann að það væri nauðsyn- legt að fylgjast með vexti barn- anna með því að vigta þau reglulega á ódýrum vigtum. Hægt væri að kenna mæðrum barnanna að fylgjast þannig með vexti barna sinna. Þannig myndu þær strax verða varar við það ef börnin væru vannærð. I öðru lagi sagði frant- kvæmdastjórinn að það yrði að fá mæður barna í Þriðja heimin- um til að hafa börn sín á brjósti. Og í þriðja lagi væri nauðsynlegt að sprauta þau við sex algengum sjúkdómum sem væru sérstak- lega hættulegir börnum. Þetta kom fram á blaða- mannafundi sem haldinn var í London fyrr í þessari viku til að kvnna nýja skýrslu sem Barna- hjálpin hefur látið semja. Skýrslan fjallar unt það hvernig hægt sé að bjarga lífi barna í jafnvel fátækustu löndum heims á tiltölulega einfaldan og ódýran hátt. Framkvæmdastjóri Barna- hjálparinnar talaöi um „Millj- arðs dollara kostakjör" þar sem það væri nóg að bæta einurn milljarð dollara við þá upphæð sem nú er ætluð til barnahjálpar og þá mætti bjarga lífi rnargra barna á hverju ári. Bandarísk tæki í sovésku geimfari Chicago-Reuter ■ Um borð í sovéska könnunargeimfar- inu, sem ætlað er að rannsaka halastjörnu Halleys, eru m.a. bandarísk vísindatæki sem senda upplýsingar til Chicago-há- skóla í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta skipti sem slík sam- vinna á sviði geimrannsókna hefur tekist á milli sovéskra og bandarískra aðila svo að vitað sé. Geimfarið gengur undir nafninu Vega 1 og er bandaríska tækinu ætlað að rannsaka halastjörnuryk. Því var skotið á loft á laugardag í seinustu viku. Annað sovéskt geimfar sem var skotið á loft í gær hefur einnig svipaðan búnað. Bandarískir vísindamenn vonast til að tækin veiti þeim ýmsar upplýsingar um halastjörnu Halleys. Sjálfir munu Banda- ríkjamenn ekki senda sérstakar könnun- arflaugar til að rannsaka halastjörnuna. Hungrið í Eþíópíu: 50 ríki lofa aðstoð Sameinuðu þjóðirnar-Reuter ■ Háttsettur cmbættismaður hjá Sameinuðu þjóðunum segir að 45 til 50 ríki hafi lofað að leggja sitt af mörkum vegna hungursneyðarinnar í Eþíópíu. píu. Hann sagði frá þessu eftir lokaðan fund fulltrúa ýmissa ríkja sem Javier Perez de Cuell- ar, aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, kallaði saman til að ræða hjálparstarfið við Eþíópíu. Lof- orð ríkjanna voru ekki bindandi en James Baker, sem er yfir- maður neyðaraðstoðar Samein- uðu þjóðanna sagðist vona að þau myndu standa við loforð sín. Hann sagði að á fundinum hefði samt komið í ljós að töluvert vantaði upp á að þörf Eþíópíumanna fyrir aðstoð næstu tólf mánuði væri fullnægt. 3000 dollara páfagauk stolið Varsjá-Reuter ■ Starfsmenn hjá Wroclaw- dýragarðinum í Suðvestur-Pól- landi segja að fágætum páfa- gauki, sem er ættaður frá Born- eo, hafi verið stolið frá dýra- garðinum. Þeir sögðu páfagauk- inn metinn á meira en 3000 dollara. Forystumenn dýragarðsins sögðu að tvö ungmenni hefðu brotist inn í dýragarðinn og stolið páfagauknum sem er sá eini sinnar tegundar í Póllandi. Þeir sögðust óttast að páfa- gauknum yrði smyglað úr landi. Uruguay: án póli- tískrafanga? Montevideo-Reuter ■ Tugir þúsunda gengu um götur Montevideo í fyrrakvöid og kröfðust þess að herstjórnin í Uruguay léti lausa um 500 pólitíska fanga. Mótmælaaðgerðirnar voru haldnar undir vígorðinu „Jól án pólitískra fanga“. Verkalýðsfélögin í Uruguay skipulögðu aðgerðirnar og tveir stærstu stjórnarand- stöðuflokkarnir, Blanco-flokkurinn og samfylking vinstri manna, studdu þær. Colorado-flokkurinn. scm sigraði í kosningunum í Uruguay í síðasta mán- uði, tók ekki þátt í mótmælaaðgcrðunum en hann er talinn frekar hægrisinnaður miðjuflokkur. Þótt Colorado-flokkurinn hafi sigrað í kosningunum tekur hann samt ekki við stjórn landsins fyrr en í mars á næsta ári. Þangað til mun her- stjórnin sitja. Herdómstólar í Uruguay hafa gefið fyrirmæli um að rúmlega hundrað póli- tískum föngum verði sleppt í smáhópum frá því á aðfangadagskvöld til loka janú- ar. En samkvæmt því verða á fjórða hundrað pólistískra fanga enn í haldi í ársbyrjun 1985. Sovésk jólagjöf: Til breskra námumanna Moskva-Reuter ■ Kolanámumcnn í Ukraínu í Sovét- ríkjunum hafa sent sein svarar um 130.000 dollurum til hreskra stéttarbræðra sinna sem hafa verið í verkfalli í fjörutíu vikur. Sovésku námumennirnir héldu fundi í fimmtán námum í Ukraínu til að sýna stuðning við bresku verkfallsmennina. Á þessum fundum var ákveðið að styðja verkfallsbaráttu bresku kolanámumann- anna með fjárgjöfum. ""T» VA % 1 \ v. •:! ifjs:- *■ 1 , 0-' ' tj M í 'Hk TfLMt i | 1 M ^ L kM V ÆÉÍSSÍŒm V frá Iznma ^ bV* p J. I óvart ***** BóKinerP^60' 60 rríyndum iKKert^ onar Helga Ha

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.