NT - 28.12.1984, Side 3

NT - 28.12.1984, Side 3
Föstudagur 28. desember 1984 3 ■ Dr. Ólafur Bjarnason tekur við verðlaununum úr hendi dr. Sturlu Friðrikssonar, formanns sjóðsstjórnar. Úthlutun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright: Dr. Olafur Bjarnason hlaut verðlaunin í ár ■ Dr. Ólafur Bjarnason prófess- or fékk í gær 100 þús. króna viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Ásu GuðmundsdótturWright.fyr- ir brautryðjandastarf á sviði krabbameinsrannsókna á Islandi, og að eiga manna drýgstan þátt í því að betri árangur næst nú hér á landi í baráttunni við krabbamein í legi kvenna en víðast hvar. Dánartíðni af völdum þessa sjúk- dóms cr nú lægri hér lendis en víðast annars staðar. Ólafur lauk kandídatsprófi í læknisfræði árið 1940 og stundaði síðan framhaldsnám í meinafræði við Karolinska Instituet og Radio- patologiska Institutionen í Stokk- hólmi. Ólafur lagði grundvöllinn að krabbameinsskrá íslands og hefur verið forstöðumaður hennar frá upphafí. í hana eru færð öll krabba- meinstilfelli sem greinast meðal íslendinga og er hún grundvöllur að faraldsfræðilegum athugunum á krabbameini hérlendis. Fjöldi sérfræðinga hefur nýtt sér skrána við rannsóknir og er hún talin til fullkomnustu gagna á þessu sviði í heiminum. Leitarstöð Krabba- mcinsfélagsins er ávöxtur braut- ryðjandastarfs dr. Ólafs, en hún er orðin öflug og mjög virk rannsókn- arstofnun. Ása Guðmundsdóttir Whright. stofnandi Verðlaunasjóðsins var menntuð hjúkrunarkona og bjó lengst af á Trinidad í Vestur-Indí- um, þar sem hún átti búgarð. Sjóðurinn, sem ber nafn hennar, var gefinn Vísindafélagi íslands fyrir 16 árum og standa vextir af höfuðstólnum undir fjárt'eitingum og árlegum viðurkenningum. Hefur Albert horn í síðu gamalla neftóbakskarla? Neftóbakið hækkar um 128% en vindlar um 48% á sama tíma ■ Líklegt er að neftóbaks- kaupin séu farin að koma nokk- uð illa við létta pyngju margs öldungsins, því þessi eina nautnavara, sem ntargir í þeirra hópi láta eftir sér, hefur hækkað um 128% á rétt rúmu ári, eða frá því í nóvember í fyrra. Þá kostaði dósin tæpar 22 krónur en er nú komin upp í 50 krónur. Á sama tíma hefur verð á vindl- unt aðeins hækkað um 48% og á sígarettum um tæp 80%, sem ýmsum þykir nóg um. Ennþá svartara er þó dæmið hjá pípureykingarmönnnum. Þeir hafa þurft að taka við 177% hækkun á umliðnu ári - bréfið af Prince Albert hefur hækkað úr 32,50 kr. í nóvember í fyrra upp í 89,70 krónur nú við síðustu verðhækkun. Snorri Olsen í tekjudeild fjármálaráðuneytisins sagði skýringuna á þessurn mikla mun vera þá, að fyrir um ári hafi komið nýjar verðlagningarregl- ur sem sett hafi allan fyrri samanburð úr skorðum. Upp hafi verið tekin þau sjónarmið að láta útsöluverð endurspegl- ast af raunverulegu kostnaðar- verði og jafnframt miða við ákveðinn skatt á gramm af tóbakinu, svipað og gert hefur verið við alkóhólprósentuna í áfenginu. Það sé þessi gramma- skattur á tóbakinu sem valdi því að reyktóbakið og neftóbakið hafi hækkað svo miklu meira en annaðtóbak. Þessi skattur er nú sent hér segir á hvert gramm af tóbaki. Sígarettur 88 aurar, vindlar 73 aurar og reyk- og neftóbak 64 aurar. Samkvæmt því fær ríkis- kassinn í skatt 32 krónur eða 64% afhverri 50grammatóbaks- dós, sem kostar nú 50 krónur sem fyrr segir. Snorri sagði stefnt að því að þessi tóbaksskattur verði sá sami á reyktóbaki - ööru en sígarettum - og á vindlunt. Varðandi gömlu neftóbakskarl- ana sagði hann það sjálfsagt spurningu hvort ríkið eigi að halda áfram að halda einhverj- um „óþverra" ódýrum til þess að þeir geti haldið áfram að taka í nefiö án þess að það ríði léttri pyngju þeirra að fullu. ■ Þessi fimmtíu ára gamla þýska Junkerorrustuflugvél var á leiöinni frá Bandaríkjunum til Þýskalands þegar bilun varð í tveim hrevflum hennar skammt undan íslandi. Flugvél Flugmálastjórnar og þyrla frá Varnarliöinu komuá móti vélinniog lóösuðu hana til Rcykjavíkurflugvallar þar sem gert var viö hreyflana. Vélin hélt síðan af staö áleiöis til Þýskalands á annan í jólum. Breyttar niðurgreiðslur hafa haft mikil áhrif á verð: Hafa kartöflur hækk- að um 15% eða um 66%? ■ Lækkun niðurgreiðslna eða afnám þeirra á sumum tegund- um búvara hefur valdið miklum hækkunum á smásöluverði þess- ara vörutegunda umfram það sem verð þeirra hefur í raun hækkað á umliðnu ári, að því er fram kemur í samanburði á vöruverði í nóvember 1983 og svo aftur í nóvembermánuði sl. í þessu tilliti skera þó kart- öflurnar sig úr - frjálsar jafnt sem ófrjálsar. Verð á kartöflum í nóvember sl. var 22,73 kr. kílóið að meðaltali samkvæmt könnun Verðlagsstofnunar, en 13,72 kr. í sama mánuði í fyrra. Það þýðir tæplega66% hækkun. í nóvember í fyrra greiddum við hins vegar 5,98 krónur af hverju kartöflukílói í gegnum skattana okkar, þ.e. með niðurgreiðsl- um. Raunverulegt kartöfluverð var því 19,70 krónur kílóiö og hækkun í 22,73 kr. því aðeins rúm 15%,þarsem kartöflureru nú ekki lengur greiddar niður. Af öðrum mjólkurvörum má nefna skyr sem hækkað hefur um 44% í smásölu. Hefðu niðurgreiðslur haldist hlutfalls- lega þær sömu og fyrir ári væri um tæplega 21% hækkun að ræða. Sömu sögu er að segja af öðrum mjólkurvörum sem verið hafa niðurgreiddar og eru sumar enn, nema hvað niðurgreiðslur hafa lækkað í öllum tilvikum. Raunveruleg hækkun á þessuni vörum; nýmjólk, rjóma, smjöri og mjólkurosti, svo og dilka- og nautakjöti, er á bilinu 17-tæp- lega 20%. Vegna lækkunar eða afnáms niðurgreiðslna hefur hækkunin hins vegar orðið á bilinu 25-35%. Verðhækkun á „frjálsum" mjólkurvörum á þessu ári (nóv- ember-nóvember) hefur hins vegar verið sáralítil, á jógúrt með ávöxtum tæp 4%, á MS-ís rúm 8% og kakómjólkin hefur m.a.s. lækkað um 1% á árinu, nánar tiltekið á sl. sumri. Verkfallið kostaði SVR9 milljónir! ■ Tap Strætisvagna Reykj- avíkur vegna verkfalls borg- arstarfsmanna í vetur nam um níu milljónum króna. Að sögn Sverris Björns- sonar, forstjóra SVR má reikna með því að íyrirtækið hafi misst af 700 þúsund farþegum þann tæpa mánuð sem verkfallið stóð og far- gjaldatekjum upp á níu mill- jónir króna. Alafoss-hlutabréfin renna út eins og heitar lummur Nær 2/3 starfsmanna keypt bréf í fyrirtækinu á einni viku ■ Um 150 manns í starfsliði Álafoss h.f. hefur keypt hluta- bréf í fyrirtækinu á þeirri einu viku sem liðin er síðan þessi hlutabréfasala hófst. Að sögn Péturs Eiríkssonar, fram- kvæmdastjóra hafa um 240 starfsmenn heimild til skulda- bréfakaupa, þannig að hlutfall þeirra sem keypt hafa bréf nú strax fyrstu vikuna er hátt í tveir þriðju. „Já, þetta voru miklu nteiri viðbrögð en við bjuggumst við, ekki síst með tilliti til þess að þetta er vikan fyrir jólin sem er tiestum útgjaldasöm. Maður er því bæði hissa og ánægður." sagði Pétur Eiríksson. Hve rnikið hafi verið selt af því 24 milljón króna hlutafé sem starfsfólkinu er heimilt að kaupa sagði Pétur ekki hafa verið tekið saman ennþá - enda búið að vera svo mikið að gera að ekki hafi unnist tími til þess. Hann taldi hins vegar nokkuð algengt að fólk hafi keypt bréf að nafnverði 10 til 15 þús. krónur í þessum fyrsta umgangi. Starfsfólkið hefur hins vegar 27 mánuði a.m.k. til að gera upp við sig hversu mikið það ætlar að kaupa, þannig að segja má að þessi hlutabréfasala sé rétt að byrja. Ný stjórn Kvikmynda- sjóðs skipuð ■ Menntamálaráðherra hefur skipað nýja stjórn Kvikmyndasjóðs. Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri er formaður, en aðrir stjórnarmenn eru Sigurð- ur Sverrir Pálsson, sant- kvæmt tilnefningu Félags kvikmyndagerðarmanna, Hraln Uunnlaugsson sam- kvæmt tilnefningu Sam- bands íslenskra kvik- myndaframleiðenda, Kristín Jóhannesdóttir, samkvæmt tilnefningu Bandalags íslenskra lista- manna, og Sigurður Guðmundsson samkvæmt tilnefningu Félags kvik- myndahúsaeigenda. Þá hafa eftirtaldir menn verið skipaðir í stjórn sjóðsins, þegar fjallað er um málefni Kvikmynda- safns íslands: Árni Björnsson, samkvæmt til- nefningu Þjóðminjasafns íslands og Karl Jeppesen, samkvæmt tilnefningu Námsgagnastofnunar. Samkvæmt nýjunt lögunt um kvikmyndamál, fer stjórn Kvikmyndasjóðs jafnframt nteð stjórn Kvikmyndasafnsins. Þrír menn hafa veriö skipaðir í úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs. Þeir eru Jón Þórarinsson, sent er formaður hennar, Sveinn Einarsson og Friðbert Pálsson. Umsóknir um úthlutun úr Kvikmyndasjóði verða að hafa borist fyrir 1. janú- ar 1985. Jóhann með fjöltefli ■ Jóhann Hjartarson alþjóða- meistari í skák, teflir fjöltelli við unglinga laugardaginn 29. desember kl. 14.00 í Félags- heimili Taflfélags Reykjavíkur á Grensásvegi 46. Fjöltefli þetta er liður í skákæfingum unglinga sem Jón Pálsson hefur séð um á laugar- dögum, en einnig eru tefld stutt mót að æfingunum loknum og veitt eru bókaverðlaun þeim sem sigra í hvert skipti.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.