NT - 28.12.1984, Page 16

NT - 28.12.1984, Page 16
1ll Föstudagur 28. desember 1984 16 Til viðskiptavina banka og sparisjóda. Lokun 2. januar og afsagnir víxla. Vegna áramótavinnu veröa afgreiöslur banka og sparisjóða lokaöar miðvikudaginn 2. janúar 1985. Leiðbeiningar um afsagnir víxla um áramót liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, 20. desember 1984. SAMVINNUNEFND BANKA OG SPARISJÓÐA VINNINGSNÚMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins _______________Dregiö 24. desember 1984___________ BMW 520i bifreiö: 22120 PEUGEOT 205 GR bifreið: 6266 BIFREIOAR fyrir 300 þús kr: 153928 154730 159282 APPLE//c tölvur: 19302 100636 107442 110504 150217 SÓLARLANDAFERÐIR með ferðaskrifstofunni Úrval: 7900 15560 24381 56708 89880 91134 104828 124936 130598 132466 136920 138573 139929 151940 160134 SÓLARLANDAFERÐIR meö feröaskrifstofunni Útsýn: 9918 24708 34054 74110 77560 78164 85172 91205 97972 105191 116880 121032 123241 124170 131914 Handhafar vinningsmiöa framvísi þeim áskrifstofu Krabbameinsfélagsins aö Skógarhlíö 8. sími 62 14 14. Krabbameinsfélagiö þakkar landsmönnum veittan stuöning. f KrabbameinsfélagiÖ Chile: Prestar handteknir - Ásakaðir um pólitískan áróður Santiago-Kcuter ■ Tveir erlendir kaþóiskir prestar voru handteknir í Chile á Þorláks- messu vegna þess að þeir útbýttu dreifiblöðum gegn pyntingum. Stjórnvöld í Chile íhuga nú hvað gera eigi við prestana en annar þeirra er bandarískur og hinn írskur. Þeir eru sagðir tengdir Sebastian Acevedo- hreyfingunni gegn pyntingum sem tekur nafn sitt eftir manni sem brenndi sjáifan sig til bana eftir að lögreglan neitaði að gefa honum upp- lýsingar um það hvar börnin hans tvö væru í haldi. Auk þessara tveggja presta voru tvær nunnur handteknar og einn ann- ar Chilemaður fyrir að afhenda kirkjugestum dreifirit að messu lok- inni síðastliðinn sunnudag. Talsmað- ur ríkistjórnarinnar sagði dreifiritin hafa innihaldið pólitískan áróður og að hinir handteknu hefðu áður komið nálægt stjórnmálastarfsemi. Neyðarlög, sem sett voru á fyrir tveim mánuðum, gefa stjórnvöldum vald til að hafa fólk í haldi ótímabund- ið án formlegrar ákæru og senda það í útlegö. Fyrir einu og hálfu ári voru þrír elendir prestar reknir úr landi í Chile fyrir starfsemi sem að mati stjórnvalda var pólitísk. Kólumbía: II Oflug sókn gegn kókaíni Bogota-Reuter: ■ Lögregla og her í Kólumbíu hafa gert upptæk 23 tonn af kókaíni og eyðilagt 268 framleiðslu- og vinnslustaði fyrir kókaín í frumskógum landsins á þessu ári. Þetta kom fram í viðtali, scm kólumbísk útvarpsstöð hafði við Victor Alberto Delg- ado, yfirmann lögreglunnar, fyrr í þessari viku. Hann sagði að uni 2.500 menn væru nú í fangelsum ríkisins vegna tengsla við eiturlyfjaverslun og eiturlyfjaframleiðslu. Stjórnvöld í Kólumbíu hófu herferð gegn kókaínhringunum eftir að dómsmálaráð- herra landsins, Rodrigo Lara Bonilla, var myrtur í apríl á þessu ári. Yfirvöld segja lítinn vafa leika á því að kókaínjarlarstandi á bak viö morðið á ráðherranum. Perú: 24 látast í aurskriðu Lima-Kcuter: ■ Óhugnanlegt slys þar sem 24 létust vnrð til þess að varpa skugga á jo'aglcði Perúbúa. Lög.cgluyfirvöld í Perú hafa skýrt frá því að á jóladag hafi aurskriða að öllum líkindum grandað 24 mönnum í Aynam- ayo sem er 250 km fyrir austan höfuðborgina Lima. ígærhöfðu björgunarmenn aðcins fundið lík fjögurra manna. Þeir höfðu þá fundið lík þriggja ára gamall- ar stúlku, 17 ára gamals drengs og lík tveggja fullorðinna. Frá jólahappdrætti Framsóknarflokksins Dregiö hefur veriö í jólahappdrættinu og eru vinnings- númerin innsigluð hjá borgarfógeta á meðan lokaskil eru að berast. Þeir sem eiga eftir að greiða heimsenda miða geta komið greiðslum í næsta banka eða pósthús samkv. meðfylgjandi gíróseðli. Gjaldþrota hótel- keðja fær jólagjöf Zurich-Rcutcr: ■ Svissneska Nova Park- hótelkeðjan, sern var lýst gjald- þrota fyrir skömrnu, fékk gjald- þrotalýsingunni aflétt eftir að óþekktur hópur bandarískra fjármálamanna greiddi tveggja milljón dollara skuldir fyrir- tækisins. Þótt heildarskuldir hótel- hringsins nemi um 84 milljón dollurum var gjaldþrotakröf- unni aflýst eftir að einum af lánardrottnum hennar höfðu verið greiddar tvær milljónir dollara. Ítalía: Heróín- furstar hand- teknir Mílano-Keuter: ■ Italska lögreglan gerði 15 kíló af heróíni upptæk og handtók tvo Tyrki og einn ítala vegna aðildar að víð- tæku eiturlyfjasmygli á milli Tyrklands, Italíu og Aust- urríkis. Lögreglan sagði að annar Tyrkinn hefði borið fölsuð persónuskilríki og að hann hefði verið eftirlýstur vegna ákæru um eiturlyfjasmygl árið 1983. Lögreglan komst á snoðir um komu mann- anna með símhlerunum. Þannig frétti hún að einn æðsti yfirmaðureiturlyfjahr- ings, sem nær til Tyrklands, Ítalíu og Austurríkis, væri væntanlegur til Ítalíu. Ekki var Ijóst af upplýsingum lög- reglunnar hvort þessi her- óínfursti hafi verið meðal þeirra sem henni tókst að handtaka. VERTU AHYGGJULAUS Sparibók með sérvöxtum aðlagast verðtryggingu. Sama gildir um 18 mánaða sparireikninga. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKl

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.