NT - 28.12.1984, Page 20

NT - 28.12.1984, Page 20
HRINGDU ÞÁ f SÍIVIA 68-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krónurfyrirábendingu sem leiðirtil bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT Síðumúli 15, Reykjavik, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 Samtök íþróttafréttamanna útnefna hann 4. janúar 1985 HYIR VERBDR WilNX ttjRÓTWJSWfR VTKULðlíN. 0Y1W5TAR 3VIG5Kt'lH OENSflft ÍÞRÓTTAOÖU' Pétur Guðmundsson með pressuliðinu í kvöld: Jólamót ÍR í frjálsíþróttum: Bryndís stökk best ’wfS ■ Bryndís Hólm, stökk lengst ■ Bryndís Hólm ÍR var aðsópsmikil á Jólamóti ÍR í atrennulausum stökkum sem haldið var á annan í jólum. Bryndís vann í öllum kvennagreinunum þremur, eftir hörkukeppni við Hel- enu Jónsdóttur .í Aftureld- ingu. Bryndís sigraði í þrí- stökki, stökk 7,20 metra, önnur varð Helena með 6,81 Og hæst. NT-mjnd Ari metra pg þriðja Una Vals- dóttir ÍR mcð 6,73 metra. Bryndís stökk 1,21 metra í hástökki, Helena varðönnur með sömu hæð, og setti þar héraðsmet UMSK. Loks stökk Bryndís 2,54 metra í langstökki, Helena önnur með 2,51 metra og Súsanna Helgadóttir FH þriðja með 2,40 metra. Það voru reyndir íþrótta- menn sem áttust við á toppn- um í hástökki karla. Friðrik Þór Óskarsson ÍR 32 ára og í fullu fjöri sigraði, stökk langt yfir 1,58 metra, en hætti svo keppni vegna smá- vægilegra meiðsla. Valbjörn Þorláksson KR 54 ára gömul kempa varð annar með 1,55 metra og Elías Sveinsson KR, jafnaldri Friðriks, þriðji með 1,50 metra. Einar Gunnarsson Breiða- bliki sigraði í þrístökki, stökk 9,03 metra, Gunnlaug- ur Grettisson ÍR varð annar með 8,90 metra og Jóhann Jóhannsson ÍR þriðji með 8,55 metra. Gunnlaugur sigraði svo í langstökki, stökk 3,02 metra, Einar ann- ar með 3,00 metra og Sigurð- ur Haraldsson FH þriðji með 2,93 metra. - Einar valdi fimm nýliða í landsliðið - margir reyndir í pressuliðinu ■ Verdlaunagripurinn eftirsótti sem hlotnast íþróttamanni ársins ár hvert á stalli sínum í Miklagarði. Samtök íþróttafréttamanna liafa í tilefni af uppsetningunni efnt til getraunar eins og sjá má, þar sem Henson og Mikligarður gefa verðlaunin. NT.mu,d s,emr Nú geta fleiri séð gripinn... - Samtök íþróttafréttamanna og Mikligarður hafa stillt upp til sýnis verðlaunagripnum sem veitist íþróttamanni ársins ■ í kvöld klukkan 20.00 hefst í Keflavík pressuleikur í körfu- knattleik, þar sem eigast við nývalið landslið íslands og liö valið af íþróttafréttamönnum. Áreiðanlegt er að um mikinn hörkuleik verður að ræða, því þarna verða mættir nær allir bestu kröfuknattleiksmenn landsins. í landsliðinu eru fimm nýliðar, og í pressuliðinu eru ungir efnilegir leikmenn ásamt „gömlum jöxlum", sem margir gáfu ekki kost á sér í landsliðið, að ógleymdum Pétri Guð- mundssyni sem nú er hér heima í jólaleyfi. Einar Bollason landsliðsþjálf- ari tilkynnti lið sitt í fyrradag. Það er skipað tíu mönnum, og mun keppa við Norðmenn ytra eftir áramótin. Eftirtaldir leik- menn eru i liðinu: Jón Kr. Gíslason Keflavík, Pálmar Sigurðsson Haukum, Henning Henningsson Haukum, Ólafur Rafnsson Haukum, ívar Webster Haukum, Birgir Mikaelsson KR, Guðni Guðnason KR, Valur Ingimundarson Njarðvík, Hreinn Þorkelsson ÍR, Torfi Magnússon Val. Fimm þessara, helmingurinn, hafa ekki leikið í landsliðinu áður, þeir Guðni, Birgir, ívar, Ólafur og Henning. Fjórir þess- ara eru ungir og upprennandi, en ívar varð íslenskur ríkisborg- ar í vor. Margir frægir kappar leika með pressuliðinu. Þarskal fyrst- an nefna Pétur Guðmundsson, sem er eini íslendingurinn sem leikið hefur sem atvinnumaður í NBA atvinnumannadeildinni í Bandaríkjunum. Pétur er nú hér í jólaleyfi, en hann leikur með enska liðinu Southampton í vetur. Þá er í liðinu Páll Kolbeinsson, sem einnig er í jólaleyfi, en hann stundar nám í Bandaríkjunum. ■ Einneftirsóttastiverðlauna- gripur á íslandi, gripurinn fagri sem veittur er íþróttamanni árs- ins ár hvert, er nú sýndur opin- berlega í fyrsta skipti. Verð- launagripurinn hefur verið veittur íþróttamanni ársins síð- an árið 1957, en þá var hann veittur í fyrsta skipti Vilhjálmi Einarssyni sem kjörinn var íþróttamaður ársins 1956. Grip- urinn er til sýnis í Miklagarði, þar sem að auki eru sýndar nokkrar myndir af íþrótta- mönnum ársins á ýmsum tímum frá 1956, sögð saga bikarsins og kjörið kynnt. Verðlaunagripurinn er geysi- stór, og enn mjög glæsilegur þrátt fyrir að vera nær þrítugur. Hann var pantaður frá Banda- ríkjunum árið 1956, af Samtök- um íþróttafréttamanna, og hef- ur verið afhentur 28 sinnum. Hann hefur aldrei verið sýndur opinberlega, aðeins sést á myndum einu sinni á ári þegar hann hefur verið afhentur. Samtök íþróttafréttamanna voru stofnuð 14. febrúar árið 1956 og hafa staðið að kjörinu síðan. Samtökin í samvinnu við Miklagarð sf. stilltu verðlauna- gripnum upp í versluninni í gær. Mun hann standa þar til 4. febrúar, en þá verður íþrótta- maður ársins 1984 útnefndur. Mikligarður og Samtök íþrótta- fréttamanna hafa í tilefni þessa efnt til getraunar sem þeim sem skoða verölaunagripinn er frjálst að taka þátt í. Spurt er: Hver verður íþróttamaður ársins 1984? og dregin verða úr réttum lausnum tvenn glæsileg verð- laun, íþróttagalli að eigin vali frá Henson, og Dynastar -svig- skíði frá Miklagarði. Þessir eru í liðinu: Páll Kolbeinsson, Pétur Guðmundsson, Árni Lárusson Njarðvík, Þorsteinn Gunnarsson KR, Jón Steingrímsson Val, Jónas Jóhannesson Njarðvík, Gylfi Þorkelsson ÍR, Kristján Ágústsson Val, Sturla Örlygsson Reyni, Björn Steffensen ÍR, Þeir Jónas og Kristján gáfu ekki kost á sér í landsliðið. ■ Pétur Guðmundsson í leik í Bandaríkjunum. Nú leikur Pétur í Englandi við góðan orðstír, en leikur þó á íslandi í kvöld. Stenst landsliðið pressuna?

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.