NT - 11.01.1985, Qupperneq 1
| Framhald á þrettándanum|
■
■
Reynt að sprengja lög-
reglustöð Seyðfirðinga!
■ Sprengja var sprerígd viö
lögreglustööina á Seyðisfirði að-
faranótt miðvikudags. Sprengj-
an var all öflug en skemmdir
vegna hennar voru óverulegar;
þrjár litlar rúður í húsinu brotn-
uöu. Sprengjumenn komust
undan.
Talið er að sprengingin teng-
ist rannsókn á ólátum og rúðu-
broturn sem urðu í bænum á
þrettándanótt. Fólk á aldrinum
um og yfir tvítugt hefur nú játað
þau rúðubrot á sig. Sprengju-
málið er í rannsókn.
„Það voru þessi rúðubrot á
þrettándanum og rannsókn á lögreglunnar áfram og rnenn
þeim málurn er langt komin. álíta það sjálfsagt meinlaust
Svo lieldur þessi kerksni í garð gaman. En við lítum ekki á
STÁLU SMÁMYNT
OG BRENNIVINI
■ Tveir tvítugir piltar voru geymt var á verkstæðinu.
handteknir í fyrrinótt fyrir Skömmu síðar var lögreglu
innbrot og þjófnað í Bandag tilkynnt um piltana, þar sem
í Súðavogi. Piltarnir höfðu þeir voru á ferli í miðbænum
stolið skiptimynt og víni er með mikið af skiptimyntr
þessa sprengju, sem var allöfl-
ug, sem neitt meinlaust gaman",
sagði Sigurður Helgason sýslu-
rnaður í samtali við NT. „En
annars má ekki ætla að hér ríki
nein óöld á staðnum".
Vakthafandi lögreglumenn
þustu út þegar sprengjan sprakk
á fjórða tímanum í fyrrinótt en
sprengjumenn voru þá á braut.
Alllangur sprengjuþráður var
að sprengjunni sem var heima-
tilbúin gassprengja. Að sögn
Sigurðar hefur komið í ljós að
gasið komust mennirnir yfir í
einni af síldarverksmiðjum
staðarins. Málið er óupplýst.
3 árekstrar
■ Banaslys varð í Elliðavogi, rétt norðan við brúna á
Miklubraut í gær kl. 17.25 er fertugur maður varð fyrir
bíl sem kom norður Breiðholtsbrautina. Maðurinn var
látinn þegar komið var með hann á slysadeild Borgarspítal-
ans. Ekiö var á gangandi vegfaranda á Kleppsvegi um sex
leytið og fótbrotnaði hann.
Laust fyrir kvöldmat valt
bifreið á Miklubrautinni, á móts
við Kringlumýrarbraut, og kast-
aðist fólk út úr bílnurn. Voru
þrír fluttir á slysavarðstofuna.
Annasamt var hjá lögreglunni
í gær og sagði lögreglumaður
sem NT talaði við að svo virtist
sem óhöppum og slysum fjölg-
aði þcgar veðrið skánaði. Virtist
sem fólk mæti ekki aðstæður
rétt. Vitað var um 13 árekstra í
höfuðborginni á ellefta tíman-
um ígærkvöldi. NT-mynd: Sverrir
Offjárfesting Landsvirkjunar:
Veldur 40% álagi á orku-
verð til almenningsveitna
- að áliti Finnboga Jónssonar varamanns í stjórn Landsvirkjunar
■ Finnbogi Jónsson varamaður Ólafs Ragnars Grímssonarí stjórn
Landsvirkjunar og framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjaf jarðar
hefur sent greinargerð til stjórnar Landsvirkjunar þar sem hann
lætur í Ijós þá skoðun að offjárfesting Landsvirkjunar að undan-
förnu kosti það að verð á raforku til almenningsveitna hérlendis sé
mun hærri en vera þyrfti.
Finnbogi segir í greinargerð
sinni að tæplega þriðjung af
erlendíim skuldum þjóðarinnar
megi rekja til framkvæmda á
vcgum Landsvirkjunar og hvet-
ur til þess að hægt verði á
framkvæmdahraða og Lands-
virkjun leggi þannig sitt af
mörkum til að takmarka er-
lenda skuldasöfnun og stuðli að
þv.í að það fjármagn, sem á
annað borð verði tekið að láni.
nýtist til nýsköpunar atvinnu-
lífsins í landinu.
í greinargerð Finnboga kem-
ur fram að umframorkugeta
Landsvirkjunar er nú 55% af
orkuþörfinni vegna almennings-
veitna. Fjáfestingarkostnaður
vegna umframorkunnar telur
Finnbogi að nemi 4-4.5 millj-
örðum króna, eða um 10% af
öllum erlendum skuldum þjóð-
arinnar. Vaxtakosínaður vegna
þessarar umframorkugetu
veldur 40% álagi á orkuverð til
almenningsveitna að áliti Finn-
boga.
Finnbogi segist hafa reynt að
fá upp umræður um þessi mál í
stjórn Landsvirkjunar í 18 mán-
uði án árangurs og því taki hann
þann kost að senda stjórninni
skriflega greinargerð. Ekki stóð
þó á svari við greinargerðinni;
það barst fjölmiðlum í gær nær
samtímis og greinargerð Finn-
boga undirritað af Halldóri
Jónatanssyni forstjóra og Jó-
hanni Má Maríussyni aðstoðar-
forstjóra.
Nánar verður gerð grein fyrir
tilskrifi Finnboga og svari
Landsvirkjunar í NT.
Jóhann
efstur
■ Jóhann Hjartarson er nú
einn efstur á svæðamótinu í
Gausdal með 3 Vi vinning, en
hann gerði jafntefli við Finn-
ann Yrjolá í 5. umferð sem
tefld var í gær. Margeir Pét-
ursson gerði jafntefli við
Curt Hansen frá Danmörku,
en Helgi Ólafsson tapaði fyr-
ir Svíanum Ernst eftir að
hafa leikið ónákvæmt í mun
betrí stöðu.
Bent Larsen vann þriðju
skákina í röð,- að þessu sinni
var Simen Agdestein fórnar-
lambið. Schússler vann Ost-
enstadt og Vesterinen vann
Moen.
Margeir Pétursson er í
öðru til sjötta sæti með 3
vinninga, ásamt Agdestein,
Bent Larsen, Ernst og
Schússler, í sjöunda til tí-
unda sæti eru Helgi Ólafs-
son, Vesterinen og Curt
Hansen með 2 'A vinning,
Yrjolá er í ellefta sæti með
einn vinning og lestina rekur
Moen, sem ekki hefur enn
komist á blað.
Sjötta umferð verður tefld
í dag og þá teflir Helgi við
Agdestein, Margeir Péturs-
son við Yrjolá og Jóhann
Hjartarson við Ernst.
Nýr forstjóri Flug-
leiða með fylgi
allra í stjórn
-sjá bls.3
Videógláp leiðir til
sjálfsmorðs fimm
ára drengs í Noregi
- sjá erlendar fréttir bls. 19.
Dópsmyglarar
ætluðu að græða
2.1 milljón
- sjá baksíðu