NT - 11.01.1985, Page 6

NT - 11.01.1985, Page 6
 Hi' Föstudagur 11. janúar 1985 6 LlL Vettvangur Angantýr H. Hjálmarsson: Stytting eða afnám skólaskyldu ■ Föstudaginn 4. janúar s.l. birtist grein í NT eftir Þóri Jónsson kennara í Ólafsfirði. Greinina nefnir hann: Lenging skólaskyldu. ( þessari grein bendir Þórir réttilega á að sum lög og reglu- gerðir, sem nauðsynleg voru á upphafstíma sínum, hafa tap- að sínu gildi og eru nú jafnvel farin að hafa neikvæð áhrif. Þarna á Þórir fyrst og fremst við skólaskylduna, sem hann telur orðna óþarfa. Ég hygg að Þórir hafi fleiri skoðanabræður og-systur í þessu máli en hann gerir sér sjálfur grein fyrir. Fólk hefur verið hrætt við að ganga fram fyrir skjöldu til að rífa niður hið gamla kerfi þótt það hafi séð gallana á því. í einkasamræðum þorir það fremur að tjá skoðanir sínar og þannig hef ég komist að því að ýmsir eru nú mótfallnir því að skylda unglinga til að vera í skóla gegn vilja sínum. Ég rökræði þetta ekki frekar í bili en vísa fólki á að lesa grein Þóris. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að skólaskyldu ætti að stytta, en ekki að lengja eins og oft hefur verið rætt um. Ég hef ekki viljað gera þetta að blaðamáli fyrr en sýnt væri að stjórn fræðslumála vildi ekki sinna vinsamlegum ábendingum. Til að koma skoðunum mínum beint til þeirra, sem mest hafa að segja í fræðslu- málum, hef ég skrifað þremur menntamálaráðherrum strax og þeir voru sestir í ráðherra- stólana og bent þeim á að skólaskyldu ætti fremur að stytta en lengja. Ég byrjaði að skrifa Ragnari Arnalds úr Al- þýðubandalaginu, svo skrifaði ég Ingvari Gíslasyni úr Fram- sóknarflokknum og að lokum Ragnhildi Helgadóttur úr Sjálfstæðisflokknum. Égvænti ekki svars nd neinna beinna aðgerða hjá hinum háttvirtu ráðherrum en vonaði hins veg- ar að orð mín gætu tafið fyrir lengingu skólaskyldunnar eða í besta tilfelli komið í veg fyrir hana. Hvort svo hefur verið veit ég ekkert um, en aðalatr- iðið er að skólaskyldan hefur enn ekki verið lengd. Bréfið sem ég sendi Ragnari Arnalds er svohljóðandi: Hrafnagilsskóla, 4. des. 1978. Menntamálaráðherra Ragn- ar Arnalds. Við lifum á tímum örra breytinga og stórstígrar fram- þróunar. Þessar breytingar eru svo örar, að oftast ættu gild- andi reglugerðir betur við liðna tíð en líðandi stund og því síður eiga þær við framtíðina. Þetta á við næstum allar grein- ar í okkar nútímaþjóðfélagi. Ég sem roskinn og reyndur kennari hef þó mestan áhuga á að lagfæringar fáist á mestu göllum fræðslulaganna. Það má kannske lengi deila um hverjir séu aðalgallarnir á okkar ágætu fræðslulögum, en það er aðeins tvennt, sem mér virðist brýn nauðsyn að taka til athugunar, en það er: 1. Að stytta skólaskyldu nemenda um tvö ár - eða úr átta árum niður í sex ár. 2. Að fræðsluskyldan verði víkkuð út. Ég ætla nú að leitast við að rökstyðja, hvers vegna ég tel styttingu skólaskyldunnar nauðsynlega, en á eftir mun ég leggja fram tillögur um það, hvað hægt sé að gera fyrir þá unglinga, sem vilja hætta skólanámi um 13 ára aldur. Allir kannast við hinn svo- kallaða námsleiða. Fæstir vita af hverju hann stafar, en ýmsar kenningar eru til um orsök hans. Eg ætla mér ekki að reyna að finna þá orsök, enda þótt besta lækning allra meina sé að komast að orsök þeirra og fjarlægja hana. Námsleiðinn er staðreynd og hann þekkja allir kennarar og flestir foreldrar. Hann leggst svo þungt á sum börn og suma unglinga, að skólagangan er þeim hreinasta þrautaganga. Þessir unglingar neyta allra bragða til að losna undan því ógnar fargi, sem skólinn er þeim. Flest er fundið upp í því augnamiði, stundum með vit- und foreldra, en oftar án þeirr- ar vitundar. Þegar svo er komið, er skólinn raunveru- lega farinn að kenna ung- lingunum undanbrögð og klæki, enda þótt honum sé ætlað annað og virðulegra hlutverk. í flestum tilfellum er skólinn líka trúr sínu, hlut- verki, en við námsleiðann og afleiðingar hans ræður hann ekki. Orsökin leynist einhvers staðar í skipulagningu þjóðfé- Angantýr H. Hjálmarsson. lagsins. Nú eru börnin lög- skylduð til að mæta í kennslu- stundum til 15 ára aldurs ef ekkert hamlar þeim við að Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að skólaskyldu ætti að stytta, ekki lengja eins og oft hefur verið rætt um. Ég hef ekki viljað gera þetta að blaðamáli fyrr en sýnt væri að stjórn fræðslumála vildi ekki sinna vinsamlegum ábendingum. Ragnar Arnalds. ■ Ingvar Gíslason. ■ Ragnhildur Helgadóttir. Þrem menntamálaráðherrum hefur verið bent á að skólaskylduna ætti fremur að stytta en lengja. mæta. Skólinn er skyldugur að sjá um að þeirri lögskyldu sé framfylgt. Þetta skapar ákveðna spennu milli sumra nemenda og skólans. Þessi spenna getur vaxið upp í það, að nemandinn fari að hata skólann og skólagönguna. Þetta hatur færist svo yfir á ýmislegt annað og að lokum getur það færst yfir á allt og alla. Ég hef dregið hér fram dökka mynd úr skólalífinu. Hún er kannske ekki algeng, en því miður samt allt of algeng. Mér er ljóst, að skólinn er ekki eina orsökin í þessari þróun, en hann getur verið stór þáttur í henni. Ég vil taka það fram, til að fyrirbyggja misskilning, að skóli sá, er ég kenni við núna, er á engan hátt tilefni þessara orða minna nema þá síður sé. Það mundi hjálpa þeim ung- lingum mikið, sem hafa lent í andstöðu við skólakerfið, ef hægt væri að stytta þrauta- göngu þeirra um tvö ár. Það mundi líka létta mörgum kenn- aranum sitt erfiða og vanþakk- aða starf að losna við þessa nemendur úr skólanum. Að síðustu og ekki hvað síst mundi þetta auðvelda hinum nem- endunum að stunda námið með árangri. Það liggja fleiri rök til þess- arar tillögu minnar, sem ég hirði ekki um að telja fram hér. Mér finnst. að það sem nú hefur verið talið fram, ætti að nægja til þess að kostir og gallar á styttingu skólaskyld- unnar verði athugaðir ræki- lega. Þá er hitt. Hvað á að gera við þá unglinga, sem kjósa að hætta skólanámi að loknum 6. bekk? Þar er komið að útvíkkun fræðsluskyldunnar. Þetta unga fólk þarf að kom- ast beint inn í atvinnulífið á einhvern hátt. Til þess þarf þó sennilega að breyta vinnulög- gjöfinni. Landbúnaðurinn getur vel tekið við hluta þeirra nem- enda, sem vilja hætta skóla- Það kostar vinnu að vera íslendingur! - Lengi að vinna fyrir matnum Á neytendasíðu NT í gær kom fram að við íslendingar erum hartnær þrisvar sinnum lengur að vinna fyrir matnum en Hollendingar. Beinar or- sakir þessa eru fyrst og fremst þær að verð matvöru er allt annað og miklu lægra í Hol- landi heldur en gerist hér upp á skerinu auk þess sem Hol- lendingar fá miklum mun betur borgað fyrir vinnu sína. Þau samtals 15 kg af mat- vöru sem gengið var út frá við þessa útreikninga kostuðu 1280 ísl. kr. úti í Hollandi en 2307 kr. hér. Meðallaun iðn- verkamanns í Hollandi að við- bættum launatengdum gjöld- um, sem tekin voru með í út- reikningana, voru síðan 337 ísl. kr. í Hollandi en aðeins 215 kr. hér heima. Tölur þær sem þessar niður- stöður byggja á eru teknar úr könnun sem sænska vikublaðið Land hefur gert árlega í átta Evrópulöndum sl. átta ár og íslandi var síðan bætt í hópinn til að fá samanburð - Vinnudagur þriggja Evrópubúa Samkvæmt niðurstöðunum var töluverður munur á því í hinum ýmsum löndum hversu langan tíma það tók að vinna fyrir þessum 15 kg af matvæl- um. Við íslendingar erum þó svo óhugnanlega langt á eftir öllum öðrum að það er þyngra en tárum taki. Finnar sem að okkur frátöldum eru lengst að vinna fyrir matnum ofan í sig, eru meira en tveimur og hálfri klukkustund fljótari að því en við. Ef Hollendingur, Finni og íslendingur mæta saman í vinnuna kl. átta að morgni dags, þá getur Hollendingurinn farið í mat laust fyrir kl. tólf á hádegi og þarf eícki að mæta meira í vinnuna þann daginn. ísland 10kltt44mín. HeHand 3 kist 47 mín. íslendingar eru nær þrisvar sinnum lengur að vinna fyrir mat sínum en Hnllendingar. Þegar klukkan er orðin þrjú, hendir Finninn frá sér hakan- um og leggst í hóglífi það sem eftir lifir dags. íslendingurinn verður að gera sér það að góðu að strita einn þangað til laust fyrir kl. 7 um kvöldið. - Latir íslendingar? Hin raunverulega skýring liggur auðvitað ekki í því að við Islendingar séum latir að eðlisfari og ekki nógu duglegir í vinnunni. Fjöldi íslendinga vinnur mikið og af fádæma dugnaði. Átta stunda vinnu- dagur er óþekkt fyrirbrigði hjá stórum hópum íslendinga löngu eftir að yfirvinna er mik- ið til horfin úr þjóðlífinu í nágrannalöndum okkar. Það er út af fyrir sig löngu þekkt staðreynd að fólk afkast- ar hlutfallslega mun meiru á styttri vinnudegi og ekki er að efa að ugglaust vildu flestir íslendingar fegnir stytta dag- legan vinnutíma sinn og af- kasta heldur meiru í staðinn. Gallinn er bara sá að kaup þeirra Islendinga sem mesta yfirvinnu leggja á sig er allt of lágt til að þeir geti veitt sér þennan lúxus. - Minni verðmætasköpun Aðalástæðan fyrir því hversu langan tíma það tekur okkur að vinna fyrir matnum miðað við nágrannaþjóðirnar er þó óhjákvæmilega sú, að við sköpum minni verðmæti í krónum talið með vinnu okkar heldur en nágrannaþjóðirnar gera. Þrátt fyrir vissa framleiðni- aukningu undanfarna áratugi, hefur leiða til að auka þjóðar- tekjur alltaf fremur verið leitað í aukinni framleiðslu sem oft hefur kostað enn aukið vinnu- álag. Ýmsaróhagkvæmarfjár- festingar hafa líka haft sitt að

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.