NT - 11.01.1985, Síða 8
Föstudagur 11. janúar 1985 8
Lesendur hafa ordid
■ Ekki ætlar bilið að minnka
á milli hinna ríku og hinna
fátæku. Kannski ekki nema
von þar sem þeir ríku ákveða
laun þeirra fátæku og sín laun
líka. Sniðugt.
Fyrir rúmum tveimur mán-
uðum stóð verkafólk í verkföll-
um til að fá leiöréttingu á
launum sínum sem höföu verið
skert til muna af þeim ríku;
þetta var mikil barátta sem
skilaði litlum leiðréttingum
sem voru teknar burt svo til
samdægurs. Nú hlógu þeir
ríku. Svo kom að því að þeir
ákváðu sín laun sjálfir og þá
var ekki skorið við nögl. Meira
að segja forsætisráðherra varð
að segja þjóðinni að persónu-
lega fyndist honum hækkunin
full mikil. Ja, dauði og djöfull.
Það bylur liæst í tómri tunnu
segir máltækið og því er lítið
mark takandi á gapinu í stjórn-
armönnum þessara þjóðar er
þeir væla um að allir verði að
herða ólina margslitnu. Nú fer
að verða svo komið að ekki
finnast fleiri göt á ólinni og
hvað verður þá?
Það er greinilegt að það þarf
að stokka upp í þessu gelda
fyrirkomulagi hér á landi sem
kallað er lýðræði. Fram til
þessa hefur verkafólk ekki átt
neina fulltrúa á þingi þjóðar-
innar - þeir eru allir eins þessir
ráðamenn þjóðarinnar. Bara
mismunandi mikið gap og gól
í þeim þegar almenningur
heyrir til. Eina verulega breyt-
ingin í þessu staðnaða flokka-
kerfi sem fram hefur komið að
undanförnu er frá Bandalagf
jafnaðarmanna. Þar eru
menntaðir og skynsamir menn
í forsæti.
Þessa menn ber að styrkja á
allan hátt. Ég á því von á því
að Bandalagið fái atkvæði
hugsandi fólks í næstu kosning-
um - sem verða í vor ef mér
skjátlast ekki.
Tökum okkur nú saman í
andlitinu skynsamt fólk og
reynum að stöðva þessa vit-
leysu sem veður uppi í þessu
landi.
Fátækur
Var oddvitinn að afla fjár
meðan sýslumaðurinn svaf?
■ Annar í jólum rann upp
með fögur íyrirheit um
skemmtilegan endi - það er að
segja ball.
Aö vísu var vestan éljagang-
ur með stormhrinum og
þrælhált, en hvað gerir það til?
Sætaferðirnar sjá um að við
komumst hvernig sem viðrar.
Það verður gaman að hitta
skólafélaga og vini.
Á Hvol skal skella sér!
Ósköp er ég fegin að mín
börn komust í dansskóla, svo
þau geti borið sig að eins og
hinir.
Ekki brást það - 7 eða 8
rútur við Hvol, fyrir utan
einkabílana, sjö eða átta-
hundruð manns inni og ekki
hægt að hreyfa sig fyrir fólks-
fjölda og loftið þannig að mað-
ur varð helst að anda með
nefinu, annars varð reykjar-
svælan kæfandi. Bara 400 kr.
inn, - og hvað fær maður í
staðinn?
Ætli húsið sé ekki ætlað fyrir.
fjögur til fimmhunduð manns.
Því í ósköpunum eru þessi
fjögur til fimmhundruð manns
svikin um þá góðu skemmtun
sem þarna er hægt að fá, með
því að yfirfylla húsið svo eng-
inn geti notið samkomunnar?
Hver stjórnar þessu? Hver
ber ábyrgðina? Eru það dyra-
verðirnir eða lögreglan sem
keypt er til að halda lög og
reglu? Hvað ef kviknar í? -
Eða var oddviti Hvolhrepp-
inga að afla fjár meðan sýslu-
maður þeirra svaf?
Móðir á Suðurlandi
Látið ekki
hugfallast
■ Skelfing er leiðinlegt
hvað fjölmiðlarnir skattyrðast
mikið hver út í annan. Til að
mynda hvernig þið á NT hafið
talað um útvarpið nú upp á
síðkastið. Ekki svo að skilja að
ég skilji ekki tilefni ykkar;
enginn óvitlaus maður myndi
vilja láta bendla sig við for-
sætisráðherra.
Síðan er Þjóðviljinn kominn
í krossferð gegn ykkur og þið
gegn útvarpinu.
Þetta minnir helst á þegar
tvö stórblöð deildu um það svo
vikum skipti hvort einhver
klettur með gati væri Dyrhóla-
ey eða ekki.
Þegar fjölmiðlarnir sjálfir
eru farnir að taka meiriháttar
pláss í sínum eigin umfjöllun-
um, hlýtur það að koma niður
á því plássi sem eftir er til að
fjalla um aðra atburði.
Annars vil ég aðeins hvetja
ykkur NT menn til dáða. Þótt
ykkur takist ekki alltaf jafnvel
upp, er þó gleðilegt til þess að
vita að einhver fjölmiðill hér á
landi sýni burði til að stunda
hlutlausa blaðamennsku. Lát-
ið ekki á ykkur fá athugasemd-
ir annarra fjölmiðla, þær eiga
eflaust rót sína að rekja til
takmarkana sem viðkomandi
aðilum eru settar af flokks-
þrælslund eða öðru.
Aðdáandi sem fyrr
Sámur
Sund Guðlaugs
mesta afrekið
Agæta lesendasíða!
Ég vil ekki láta hjá líða að
taka undir með þeirri ágætu
óánægðu konu sem skrifaði
ykkur í tilefni af kjöri íþrótta-
manns ársins. Ég er henni
hjartanlega sammála um það,
að ran'gur maður var kjörinn
til þessarar sæmdar.
Aftur á móti er ég satt best
að segja alveg yfir mig hissa á
því að allir þessir blessaðir
íþróttafréttaritarar skuli virki-
lega ekki hafa komið auga á
afgerandi langstærsta íþrótta-
afrek ársins 1984. Ég á hér að
sjálfsögöu viö sundafrek Guð-
laugs Friöþórssonar sem sumir
hafa viljað kalla Sundlaug
selskinn, þegar hann synti um
5 kílómetra leið í ísköldum sjó
og hafði betur í kappsundinu
við Dauðann.
Þetta afrek slær svo gjörsam-
lega út þá menn sem eru liprir
að sparka í boltatuðrur eða
lagnir við að koma öðrum
mönnum í gólfið með því að
beita þá fantatökum, aö kjör
íþróttamanns ársins hefði nán-
ast ekki átt að vera nema
formsatriði í ár.
Mér er því spurn; hvað í
ósköpunum kom yfir íþrótta-
fréttamennina okkar? Er sund
hætt að teljast til íþrótta eða
hvað?
Með bestu kveðju
Björn
■ Sundafrek Guðlaugs Frið-
þórssonar var afgerandi lang-
stærsta íþróttaafrek ársins,
skrifar Björn,