NT - 11.01.1985, Qupperneq 10
I Happdrætti
t
VINNINGAR
í 9. FLOKKI 1984—1985
Vinningur til íbúðarkaupa, kr. 500.000
727
Bifreióavinningar eftir vali, kr. 100.000
4563 8333 23815 38397 76086
6696 19466 32429 67075
Utanlandsferðir eftir vali, kr. 35.000
3664 15860 33169 43139 57248
3683 21182 35185 46991 59637
4422 21604 37833 47452 62751
5737 26805 39204 47776 70292
7158 27187 40912 50707 72474
8558 27940 41308 52315 74009
9614 28266 41362 54702 74385
15021 32345 42635 54925 78853
Húsbúnaður eftir vali, kr. 10.000
77 14202 34618 57098 67689
423 16102 36297 58449 69010
2747 16702 37193 58509 70018
3053 19747 39818 58608 73105
4482 21664 40796 59008 73298
7753 22587 44840 61320 73846
7859 23126 46533 61792 75525
8131 26054 49188 63042 76304
8797 27841 50053 63479 76659
8883 28520 51007 64793 77883
10597 29573 51617 65028 78441
10658 30803 53804 65173 78488
11956 30952 56773 66590 78784
13691 32595 56846 67172 79553
Húsbúnaður eftir vali, kr. 2.500
82 7943 16271 23041 32182 41612 48324 56113 63795 71250
221. 7948 16452 23057 32302 41.669 48544 56156 64047 71513
274 8007 16466 23071 32928 41892 ' 48553 56193 64192 71767
553 8185 16476 23237 33427 41946 48807 56240 64195 72107
607 8490 16479 23684 33433 41984 48911 56247 64212 72526
696 8783 16731 24571 33490 42077 49073 56369 64228 72695
806 8888 16733 25108 33518 42081 49089 56647 64296 72990
879 9145 16869 25200 33635 42168 49189 56732 64337 73017
950 9218 17087 25508 33690 42574 49287 57033 65037 73168
1132 9317 17105 25602 33691 42607 49478 57113 65047 73206
1169 9451 17610 25815 34173 42958 49489 57365 65421 73232
1362 9456 17637 25955 34387 42982 49561 57572 65496 73248
1653 9897 17747 26005 34394 43104 49901 57576 65535 73386
1877 9909 17915 26161 34519 43388 49961 57642 65564 73555
1998 10023 17976 26199 34598 43391 50279 57794 65616 73889
2155 10440 17992 26483 34745 43557 50298 57970 65623 73959
2268 10570 18311 26553 34884 43671 50834 58147 65872 74205
2570 10664 18934 26727 35108 43672 51036 58176 65905 74223
2851 10726 18974 26785 35334 43680 51211 58218 66077 74233
3023 11134 19045 26809 35430 43792 51265 58380 66133 74837
3106 11344 19108 26949 35877 44098 51406 58494 66310 74985
3308 11394 19114 27061 36216 44236 51483 58647 66494 75101
3454 11445 19119 27142 36857 44359 51763 58658 66636 75168
3600 11475 19424 27323 37105 44551 52174 58889 66699 75513
3652 11722 19804 27450 37107 44760 52440 58921 67027 75565
3823 12297 20204 27586 37182 44770 52462 59096 67700 75644
4094 12355 20237 28004 37252 44801 52868 59535 67743 75742
4175 12582 20411 28014 37264 44886 52924 59990 68182 75908
4316 12672 20526 28172 37348 44891 53014 60098 68377 75997
4373 12817 20573 28384 37876 45110 53067 60104 68404 76046
4787 12843 20739 28438 37940 45611 53086 60247 68490 76150
4938 13141 20961 28661 38183 45961 53134 60448 68664 76377
5533 13455 21072 28861 39077 46179 53203 60501 68719 76471
5597 13528 21082 29308 39082 46225 53214 61031 68990 76635
5700 13936 21122 29457 39094 46406 53273 61499 69041 76923
6049 14077 21377 29724 39404 46421 53296 61727 69112 77019
6238 14156 21379 29808 39451 46586 53554 61967 69121 77104
6353 14164 21598 29825 39463 46624 53671 62002 69228 77298
6355 14554 21638 29893 39528 46667 53955 62049 69329 77345
6365 14592 21671 30075 39861 46847 54051 62168 69618 77458
6400 14772 21807 30465 39968 47083 54114 62681 70279 78774
6873 14891 21953 30495 40504 47407 54436 62741 70378 78895
7328 15584 21966 30841 40679 47555 54628 62814 70499 78981
7522 15622 22120 31344 40826 47650 54659 62932 70600 79020
7642 15932 22617 31399 40928 47677 55065 62941 70627 79145
7733 15996 22740 31536 41252 47927 55116 62991 70657 79161
7778 16146 22741 31732 41360 48080 55680 63254 70752 79173
7825 16261 22831 32079 41508 48279 55987 63575 71047 79550
Afgreiðsla húsbúnaðarvinninga hefst 15. hvers mánaðar
og stendur til mánaðamóta.
Föstudagur 11. janúar 1985 10
Guðrún Stefanía
Guðjónsdóttir
Fædd 4. ágúst 1891.
Dáin 19. nóvember 1984.
Nú hefurein af hetjum hvers-
dagslífsins kvatt þennan heim
eftir langt æviskeið. Hinn 19.
þessa mánaðar lést á Hrafnistu
tengdamóðir mín, Guðrún Stef-
anía Guðjónsdóttir, 93 ára að
aldri. Hún var fædd 4. ágúst
1891 að Álftavatni í Staðarsveit.
Foreldrar hennar voru Guðjón
Jónsson og Guðbjörg Jónsdótt-
ir. Hún varelstafáttasystkinum
og eru nú tvö þeirra á lífi,
Styrkár Már og Sæunn Sigríður.
bæði búsett í Reykjavík.
Þegar Stefanía er átta ára
gömul flytja foreldrar hennar
búferlum að Galtárhöfða í
Norðurárdal og er hún þar hjá
þeim til 11 ára aldurs, er hún fer
að Sveinatungu til sæmdarhjón-
anna Ingibjargar Sigurðardótt-
ur og Jóhanns Eyjólfssonar. í
Sveinatungu er hún til 17 ára
aldurs, er hún leggur land undir
fót í fylgd föður síns, fótgang-
andi yfir heiðar og fjöll að
Fellsenda í Miðdölum, en þar
bjuggu þá stórbúi Guðrún Tóm-
asdóttir og Ólafur Finnsson.
Hún ræður sig þar í vinnu-
mennsku og er þar samfleytt í
12 ár. Þar kynnist hún eigin-
manni sínum, Hannesi Gunn-
laugssyni, sem var þar vinnu-
maður. Hann var fæddur á
Litla-Vatnshorni í Haukadal 30.
sept. 1891. Stefanía átti góðar
minningar frá dvöl sinni á þess-
um heimilum og minntist alltaf
fólksins þar með hlýjum huga
og hélt vináttu og tryggð við það
fólk alla tíð.
Árið 1921 þann 29. október
gengu þau Stefanía og Hannes í
hjónaband og hófu búskap á
föðurleifð hans að Litla-Vatns-
horni og bjuggu þar til ársins
1949 er Hannes lést 5. septem-
ber það ár.
Eigi munu efnin hafa verið
mikil þegar þau hófu búskap að
Litla-Vatnshorni, lítilli jörð
með þýfðu túni. En þau voru
ung og samhent og bæði dugn-
aðarforkar til allra verka og
hlífðu sér hvergi. Það var hand-
aflið eitt sem á varð að treysta á
þeim tímum. Þau hófu strax að
slétta túnið og á næstu árum að
endurbyggja húsakostinn af
miklum dugnaði. En aldrei voru
þau svo önnum kafin að þau
hefðu ekki tíma til að gera
öðrum greiða, eða taka á móti
gestum og gangandi, enda
þeirra mesta ánægja í lífinu að
gera öðrum gott.
Þau Stefanía og Hannes eign-
uðust þrjú börn. Elstur þeirra
var Gunnlaugur Eysteinn, f. 19.
nóv. 1921, d. 25. júlí 1975.
Gunnlaugur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Guðrún
Sigurðardóttir frá Lundi í
Fljótum, þau eignuðust þrjá
syni. Þau slitu samvistum.
Seinni kona Gunnlaugs og eftir-
lifandi ekkja er Ása Gísladóttir
frá Pálsseli í Laxárdal, eignuð-
ust þau fimm börn. Næst elst er
Ragnheiður Hildigerður gift
Víglundi Sigurjónssyni og þau
eiga þrjú börn. Yngsturer Ólaf-
ur kvæntur Nönnu Jónsdóttur
og eiga þau fjögur börn. Barna-
börnin eru því 15 og barna-
barnabörnin eru orðin 12.
Það skiptust á skin og skúrir í
lífi Stefáníu. Henni var það
mikið áfall að missa eiginmann-
inn á miðjum aldri. Hún gat þó
ekki til þess hugsað að vera
annars staðar en á Litla-Vatns-
horni. Árið eftir að hún missti
eiginmanninn var erfiður tími í
lífi hennar. Naut hún þá
ómetanlegrar aðstoðar ná-
granna sína er seint verður full-
þökkuð.
Árið 1951 hóf Gunnlaugur
búskap á Litla-Vatnshorni með
fyrri konu sinni, Guðrúnu. Tím-
inn græddi sárin og Stefanía
vann af lífi og sál að búi þeirra
og sá myndarlegan barnahóp
vaxa úr grasi, býlið breytast í
betri jörð með nýrri tækni og
dugnaði sonarins. Enn dró ský
fyrir sólu er Gunnlaugur veiktist
og lést 25. júlí 1975 frá fimm
ungum börnum og konu sinni,
Ásu Gísladóttur, dugnaðar-
konu, sem hefur brotist áfram
að koma upp barnahópnum
með aðstoð móður sinnar og
tengdamóður.
Eg dáist oft að því hvað
þessar öldruðu mætu konur
voru samtaka við að hlynna að
heimili og börnum, sívinnandi
frá morgni til kvölds. Það var
auðséð að þær mátu livor aðra
rnikils, enda var samkomulagið
gott. Þannig starfaði Stefanía
meðan kraftar entust og hennar
ánægja og sólargeisli voru börn-
in á heimilinu.
Fyrir fimm árum tók heilsu
hennar að hraka. Hún varð fyrir
því áfalli að lærbrotna og leggj-
ast í sjúkrahús. Þar með mátti
heita að dvöl hennar fyrir vestan
væri lokið, og var hún til heimil-
is og umönnunar hjá Ragnheiði
dóttur sinni og þess á milli á
hjúkrunarheimilum, þar til hún
fór á sjúkradeild Hrafnistu í
desember á síðastliðnu ári og
dvaldi þar til hinstu stundar.
Fyrir hönd systkina og ann-
arra ættingja vil ég færa starfs-
fólki sjúkradeildar Hrafnistu
innilegustu þakkir fyrir góða
ummönnun.
Stefanía var sérstakur per-
sónuleiki, sem aldrei kvartaði
yfir hlutskipti sínu í lífinu, gerði
engar kröfur til annarra, en því
meiri til sjálfrar sín. Aldrei
heyrðist æðruorð af hennar
vörum. Hún var stálminnug og
greinargóð og hafði gaman af
þjóðlegum fróðleik, og mundi
gamla daga til síðustu stundar.
Ég og fjölskylda mín dvöld-
um oft í sumarleyfum á Litla-
Vatnshorni og eigum þaðan
góðar minningar við veiðar í
vatninu og sveitastörf. Aldrei sá
ég Stefaníu glaðari en á þeim
stundum.
Nú að leiðarlokum þakka ég
henni alla vináttu og tryggð.
Miklu ástfóstri tóku þau Hannes
við sveitina sína og Litla-Vatns-
horn og þar vildu þau bera
beinin. Lét Hannesgera heima-
grafreit á gamla túninu, þar
scm vítt sér um sumarfagran
dalinn. Þar verður nú 35 árum
síðar hin trúfasta eiginkona
hans lögð til hinstu hvílu við
hlið hans.
„Far þú í fridi,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta
skalt. “
(V.Briem)
Víglundur Sigurjónsson.
„Ég minnist tveggja handa er
hár milt struku einn horfinn
dag“. (St. Steinarr.)
Fyrsti dagurinn í sveitinni var
erfiður fyrir ungan og óframfær-
inn borgardrenginn. Nýtt fólk
og nýr framandi heimur. Þegar
pabbi var farinn suður aftur um
kvöldið yfirbugaðist sá litli sem
snöggvast af heimþrá og feimni.
Þá tók amma hann sér í fang og
bægði burt öllum kvíða. Síðan
var hún óhagganlegur mið-
punktur tilverunnar í sveitinni.
Þó amma væri sívinnandi,
innan húss sem utan, bar hún
hag okkar barnanna stöðugt
fyrir brjósti. Og gaman var að
hlusta á hana segja sögur frá
gamalli tíð af fólki og veraldar-
vafstri þess í Haukadalnum. Enn
man ég hvað hún var dreymin á
svipinn er hún sagði frá því
hvernig hún veiddi silung til
matar í svuntuna sína að loknu
dagsverki við heyskapinn. „Þá
var fiskur í hverjum polli,“
sagði hún.
Amma var kona gamla tím-
ans á íslandi. Nægjusemi, dugn-
aður, æðruleysi, kímni og trú-
festa voru hennar traustu
dyggðir. Og þó henni þætti
stundum nóg um lífsgæða-
kapphlaupið hjá okkur fyrir
sunnan stóð hún ekki í neinu
ævarandi stríði við nýja tímann.
Aldrei kvaddi hún sveitargest-
ina að hausti án þess að læða
vænum seðli í lítinn lófa. Þegar
hún háöldruð gisti hjá okkur í
Keflavík um tíma sprangaði hún
oftlega ein og óstudd bæinn á
enda til að heimsækja Guðlaugu
systur sína eða sinna öðrum
erindum - rétt eins og hún hefði
búið þar alla tíð. Lítil og veik-
burða var hún Jafn kvik og
örugg með sig í umferðinni og
þegar hún mundaði prjónana
sína í sveitinni.
Nú er þagnað glamrið í prjón-
unum hennar ömmu, en áfram
lifir hin ljúfa minning. Guð
blessi hana.
Stefán, Ómar, Jónína,
Atli og fjölskyldur.
í dag er til moldar borin
sæmdarkonan Guðrún Stefanía
Guðjónsdóttir, fyrrum húsfrú
að Litla-Vatnshorni, Haukadal,
Dalasýslu, en hún andaðist á
Hrafnistu í Reykjavík 92 ára að
aldri, þar sem hún dvaldist síð-
asta æviár sitt.
Þegar við barnabörnin og
barnabarnabörnin kveðjum
ömmu og langömmu horfum
við aftur til þeirra ára þegar við
dvöldum hjá henni að Litla-
Vatnshorni sem börn og ung-
lingar. Við rifjum upp góðar og
ljúfar minningar frá þeim tíma,
sem ekkert okkar vildi vera án.
Tilhlökkunin var alltaf jafn mik-
il yfir því að heimsækja ömmu í
dalina, þar sem sólin og fjöllin
spegluðust í vatninu á góðviðris-
dögum og nýveiddur silungur-
inn beið okkar í pottinum.
Amma bar ekki tilfinningar
sínar á torg. Hún var hörð af
sér, enda hafði hún reynt mikið
á sinni löngu ævi, en aldrei
heyrðist hún kvarta. Hún var
sérstaklega hreinskilin kona og
var vön að segja skoðanir sínar
hispurslaust. Amma var vinnu-
samasta kona sem við höfum
kynnst, áreiðanleg, gestrisin og
hlý heim að sækja. En hún átti
það sem okkur er öllum svo
mikilvægt að eiga, en það er
trúin á algóðan Guð.
Við þökkum henni samfylgd-
ina og þá umhyggju sem hún
sýndi okkur í gegnum árin. Við
biðjum Guð að blessa minningu
hennar.
„En ástin er björt sem barnsins
trú,
hún blikar í Ijóssins geimi,
og fjarlægð og nálægð, fyrr
og nú,
oss finnst þar í eining streymi.
Frá heli til lífs hún byggir brú
og bindur oss öðrum heimi.
Af eilífðar Ijósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult
er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri'en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir. “
(Einar Bcncdiktsson.)
Trausti og fjölskylda,
Stefanía og fjölskylda.