NT - 11.01.1985, Side 12
■■•::
"■ ■ ■.:
iiíss
7.
Steven Spielberg
Kathleen Kennedy
Frank Marshall:
„Sigursæla þrenningin“ á
bak við E.T., Indiana Jones og
fleiri myndir - og nú koma
■ Kathleen Kennedy hefur
unniö í nokkur ár sem með-
stjórnandi og framleiðandi
mcð hinum fræga kvikmynda-
manni Spielberg að mörgum
myndum, sem ailar hafa orðið
heimsfrægar á stuttum tíma.
Má þar nefna fyrst og fremst
myndina E.T. um geimveruna
elskulegu, sem allir hrifust af
svo E.T. brúður, búningar,
bækur og leikföng fóru sem
eldur í sinu um heiminn. Pá
þykja þær ekki slorlcgar mynd-
irnar „Raiders Of The Lost
Ark“ og Indiana Jones, sem
einnig eru þeirra verk, og svo
eru það „GREMLINS“, sem
eru að verða uppáhald barna
„á öllum aldri“ í Ameríku.
Gremlins er ævintýramynd um
litlar verur, fyrst og fremst
Gizmo, sem er sætur, brún-
eygður og góðlegur, - en ýmis-
legt getur skeð - og svo verða
Gremlinarnir til og þcir eru
ógnverkjandi, en þessi ævin-
týri eru rakin í myndinni.
Kathleen Kennedy hefur nú
orðið mikil fjárráð og mikil
völd í kvikmyndafyrirtækinu.
Sjáif segist hún varla trúa hin-
um mikla framgangi sínum, en
segist hafa byrjað fyrir tilviljun
að vinna með Spieíberg í E.T.
Hún segir um Spielberg:
„Hann er sá besti kennari, sem
hægt er að hugsa sér, og algjör
snillingur. Hugvitsamur og
snjall að útfæra hugmyndirnar
tæknilega og listrænt".
Sagt hefur verið um Spiel-
berg, að hann hafi lifað mikiö
í sínum eigin ímyndunarheimi
sem barn, og nú sjái hann
marga af draumum sínum ræt-
ast í myndunum. Pað sama
mætti segja um Kathleen, hún
segist hafa verið afar upptekin
af ýmsum ævintýralegum
sögum, sem hún bjó sjálf og
hana dreymdi alltaf um að
vinna við kvikmyndir. Hún
vann að því markvisst að kom-
ast að hjá góðuni leikstjóra og
var svo heppin að fá vinnu hjá
Spielberg, - sem svo aftur á
móti hrósar happi yfir að hafa
hreppt þessa dugmiklu og hug-
myndaríku konu sér til aðstoð-
ar.
Kathleen var nýlega spurð
að því í blaðaviðtali, hvort hún
hefði ekki hug á því að fara að
leika sjálf og vera fyrir framan
myndavélina í stað þess að
kíkja á hlutina á bak við hana.
„Nei, áreiðanlega ekki. Ég er
feimin og gæti ekki hugsað
mér að leika. Aðeins tilhugs-
unin um að þurfa að segja
nokkur orð í margmenni, t.d.
á fundi, fyllir mig hræðslu og
taugatitringi, “ sagði hún og
bætti svo við, að hún hræddist
það meira að standa upp og
halda ræðu en þótt hún þyrfti
að standa gegn öllum snákum
og kvikindunum í ntyndinni
Raiders Of The Lost Ark.
„Petta er kannski barnalega
sagt, en ég - og reyndar líka
Steven Spielberg - erum svo
barnaleg í okkur. Við erum
enn á „Pétur Pan-stiginu“,
sagði Kathleen og hló.
■ Elvis Presley hefði orðið
fimmtugur 8. janúar sl.
Milljónir manna hugsuðu til rokkkóngsins
ELVIS PRESLEY
þriðjud. 8. jan. sl. en þá
hefði Presley orðið fimmtugur
■ Búist var við miklum há-
tíðahöldum í Memphis,
heimabæ Elvis Presley, sl.
þriðjudag 8. jan. en þá hefði
hann orðið fimmtugur ef hann
hefði lifað. Hátíðin varð þó
ekki eins fjölmenn og búist var
við, en veðrið hefur verið
leiðinlegt að undanfömu á
þessum slóðum. Búist var við
að um 20 þúsund manns kæmi
til borgarinnar og margir Iagt
að, en aðkomufólk varð víst
ekki nema 5000.
Þó er víst að mörgum hefur
verið hugsað til Memphis og
minnst í huganum Presley, sem
kallaður var „konungur
rokksins". Og aldrei munu
„konurnar fjórar í lífi hans“
gleyma honum. Þær Priscilla
Presley, sem giftist honum
barnung og átti með honum
dótturina Lisu Marie, Linda
sem bjó með söngvaranum
nokkur ár eftir að þau Priscilla
skildu, Ginger, sem var með
Elvis síðustu mánuðina og var
trúlofuð honum þegar hann
lést. Sama mun gilda um dótt-
urina Lisu Marie, sem hann
dáði mjög og arfleiddi að öllum
sínum miklu auðæfum.
■ Kathleen Kennedy og maður hennar Frank
Marshall, sem líka vinnur í kvikmvndaframleiðsl-
unni með Spielberg. „Okkur kemur verst saman
þegar við erum ekki að vinna saman! Sem sagt -
þaö á vel við okkur að vinna saman, þrátt fyrir að
allir hafí spáð hinu gagnstæða.
—-
jí,
■ Kathleen Kennedy
(ekki þó af Kennedy-
forseta-ættinni) „ung
kona á uppleiö"
í kvikmynda- .
bransanum Æ
■ Litli Gizmo með
fallcgu brúnu augun -
og svo hið hræðilega
afkvæmi hans
ófreskjan GREMLIN!
11. janúar 1985 12