NT - 11.01.1985, Qupperneq 16
I
OLL ALMENN PRENTUN
LITPRENTUN
TÖLVUEYÐUBLÖÐ
• Hönnun
• Setning
• Filmu- og plötugerð
• Prentun
• Bókband
PRENTSMIDJAN
ddddí
Cl H F.
SMIÐJUVEGI 3, 200 K0PAVOGUR
— SÍML 45000
Föstudagur 11. janúar 1985 16
■ Þetta er lötec 10-5000 M-F OCR og getur hún lesið meir en 300 vélrituð eða Ijósrituð blöð á
klukkustund. Vélina má tengja við flestar gerðir tölva.
Flöskuháls upplýsingavinnslu
■ Flöskuháls upplýsingaúr-
vinnslu, sem er betur þekkt sem
tölvuskráning, er einn af erfið-
ari andstæðingum tölvualdar.
Okkur verður þó nokkuð fram-
gengt við að vinna á honum. I
stuttu máli má segja að aðal-
kostur tölva sé að þær geta
unnið sama verkið fljótt, villu-
laust og hérumbil endurtekið
það endalaust án þess að þreyt-
ast. En til þess að nýta okkur
þessa hæfileika tölvunnar þá
verðum við að búa til forrit sem
segir henni hvernig hún eigi að
meðhöndla upplýsingarnar og
svo þurfum við að koma upplýs-
ingunum á það form sem hún
getur lesið. Ef við notum letur-
borð og „vélritum“ upplýsing-
anar inn þá vil ég benda á að
góður vélritari getur slegið inn,
eitt blað á 5 mínútum en hann
vinnur ekki nema í átta tíma við
það á dag og hraðinn minnkar
ef hann þarf að vinna stanslaust.
Auðvitað var það Japaninn
sem fyrstur var með þolanlega
lausn á vandamálinu. Ólíkt
„strikalykilletri“ (BarCode) þá
varð ritmálið að vera lesanlegt
og oft þarf að nota eldri upplýs-
ingar, svo sem skjöl og annað
ritað mál. Notuð eru svokölluð
„Optical Character Recognit-
ion“ tæki, og lesa þau inn ritað
mál sem er innan vissra marka.
Yfirleitt lesa þau allt vélritað
mál. Gott dæmi um slíkt tæki er
Totec To-5000 MF OCR en það
les meira en 13 leturgerðir og
með 300 stafa hraða á sekúndu
og sendir frá sér með allt að
9600 bauda hraða. Samkvæmt
upplýsingum frá Mr. Terry Sim-
ons þá eru til lesform fyrir
broddstafina en ekki fyrir þ, æ
ogö.
Aðspurður um hvort hann
teldi hagkvæmt að hanna les-
form fyrir þessa séríslensku
stafi, kvaðst hann telja mark-
aðinn það Iítinn að slíkt væri
hæpið en benti þó á að ósköp
einfalt væri að endurskilgreina
stafina og renna efninu í gegn-
um íslenskt ritvinnsluforrit sem
bætti þeim aftur inn.
Lespennar
Við það að kaupmenn úti í
heimi fengu sér tækjabúnað til
að nýta sér strikalykilsmerking-
ar þá jókst áhugi þeirra fyrir
tækjum sem gætu einnig lesið
nótur og önnur slík form. Þetta
féll í góðan jarðveg hjá sumum
framleiðendum strikalykilsles-
ara og hefur nú einn þeirra
Rocognition Equipment In-
coroporated sett á markaðinn
strikalykillesara sem einnig les
ritað mál. Verðið er nokkru
hærra en fyrir strikalykillesara í
sama gæðaflokki en notagildi
lesarans er margfalt meira.
Tölvuauga
Enn ein hugmyndin til þess
■ Myndin er af lespenna Rec-
ognition Equipment Inc., en
hann les ritað mál. Það fellur
svo í hlut forritarans að hanna
forrit sem getur flokkað niður
orðahrúguna sem ritað mál
er. Við skiljum eftirfarandi:
„Verð 50 kr.“ Tölvan skilur
þetta sem tvö orð: Verð og
orðið: 50 kr. En til innsetningar
á tölvu á löngum textum með
reglulegri uppsetningu, verðlist-
um eða slíku, eru OCR tæki
fljót að vinna fyrir sér.
að vinna á flöskuhálsinum er
Microneye en það er ljósmynd-
arlinsa sem leysir myndina upp
í punkta (bit-maps) eða sendir
á skerm tölvunnar og má fá við
Microneye forrit sem les af
skerminum táknin. Verðið er í
kringum $ 400 og er hægt að fá
augað við flest allar tölvur, svo
sem Apple, IBM PC, Comma-
dore 64 o.s.frv.
Yetrarskoðun
Allir þurfa að hafa bifreiöina sína í lagi, sérstaklega
yfir vetrartímann. Við yfirförum bifreiðina ykkar fyrir
aðeins kr. 1.890,-, og bjóðum eftirfarandi:
1. Kveikjubúnaður. Kerti, þræðir, kveikjulok, kv.hamar, platínur
og blöndungur. (Skipt um ef þarf.)
2. Ventlastilling.
3. Tímakeðjusleðar og tímakeðja ath.
4. Vélastilling
5. Viftureim ath., rafgeymir mældur, geymasambönd hreinsuð
og varin.
6. Frostvari settur á rúðusprautur og rúðuþurrkur ath.
7. Frostvari settur á hurðarcylender fyrir lykil og silikon sett á
hurðar og farangursþéttikanta.
8. Læsingar og lamir smurðar á hurðum, vélarloki og farangurs-
geymslu.
9. Frostlögur mældur og kælikerfi ath.
10. öll Ijós yfirfarin og Ijósastillt ef þarf.
11. Bremsur ath., (Hert út í ef þarf)
12. Stýrisgangur og hjólabúnaður ath.
13. Pústkerfi ath., festingar o.fl.
14. Slit á hjóllegum og hjöruliðum ath.
15. Kúpling stillt.
16. Vélarolía mæld og bætt á stþarf.
17. Olía ath., á drifi og gírkassa.
Ath! Efni er ekki ínnifaiið í verðinu.
Tökum einnig að okkur að tjöruþvo,
þrífa og bóna bifreiðina.
B1FREIÐAVERKSTÆÐIÐ
DVERGUR
Smiðjuvegi E 38 ' Símar: 74488 - 79734.
■ Fundur Iðju í Iðnó um samningamálin vorið 1969.
Iðja, félag verksmiðjufólks 50 ára
■ Iðja, félag verksmiðjufólks, var
stofnuð í Reykjavífk 18. október 1934
og varð því 50 ára þann 18. október
s.l.
Hálf öld er ekki langur tími í sögu
einnar þjóðar eða ýkja hár aldur á
félagssamtökum eins og verkalýðsfé-
lagi. Það er engu að síður staðreynd,
að á því 50 ára tímabili sem liðið er
frá því að Iðja var stofnuð hafa orðið
miklar og róttækar breytingar á öllum
sviðum íslensks samfélags. Þar eru
þeir þættir er varða kjör og aðbúnað
verkafólks engin undantekning.
Iðja er stofnuð í miðri heimskrepp-
unni, þegar stór hluti verkafólks í
landinu hafði verið sviptur réttinum
til vinnu og þar með lífsbjörginni. Á
þessum árum voru atvinnuleysis-
tryggingar ekki til og verkafólk þurfti
jafnvel að sæta því, að fjölskyldum
væri stíað í stundur og fuilorðnir
jafnt sem börn flutt af heimilum
sínum hreppaflutningum til fjarlægra
staða. Og þótt það að hafa atvinnu
væri að vísu mikilsmetið voru aðstæð-
ur þeirra sem vinnuna höfðu langt frá
því að teljst boðlegar. Óttinn við
atvinnumissi var stöðugt fyrir hendi
og ófáir atvinnurekendur nýttu sér
hann til hins ítrasta. Launin voru lág,
vinnudagurinn langur og aðbúnaður
allur lélegur, víðast hvar á vinnustöð-
um. Húsakostur alþýðufólks var
þröngur og lélegur, og víða hreinlega
hættulegur heilsu íbúanna. Og al-
mannatryggingakerfi í nútímaskiln-
ingi var óþekkt fyrirbæri.
Þetta eru í mjög grófum dráttum
þær aðstæður sem blöstu við verka-
fólki og samtökum þess, þegar 24
iðnverkakarlar og konur ákváðu að
stofna sitt eigið verkalýðsfélag í
vetrarbyrjun fyrir 50 árum. Að vísu
höfðu þá þegar verið stofnuð nokkur
verkalýðsfélög sem náð höfðu umtals-
verðum árangri með starfi sínu að
bættum kjörum og réttlátara þjóðfé-
lagi. Þó hafði sá grundvallarréttur
verkafólks, að stofna samtök til að
berjast fyrir hagsmunamálum sínum
ekki enn hlotið almenna viðurkenn-
ingu. Og á þessum tíma var barátta
verkalýðshreyfingarinnar við að
brjóta niður ótta verkafólks við að
ganga í verkalýðsfélögin og að tryggja
að atvinnurekendur viðurkenndu í
reynd þau lágmarkskjör sem þó hafði
verið samið um í fullum gangi.
Það voru því mikilvæg og stór
verkefni sem stofnendur Iðju þurftu
að takast á við. En með miklu starfi
og þrautseigju brautryðjendanna var
einni hindruninni á eftir annarri ýtt úr
vegi og á nokkrum árum tókst þeim
að skapa þá stöðu, að atvinnurekend-
ur komust ekki hjá því að viðurkenna
Iðju sem fullgildan fulltrúa sinna
félagsmanna í átökum um kaup og
kjör. Og það leið ekki á löngu áður
en Iðja varð áhrifamikill þátttakandi
í heildarsamtökum verkafólks og bar-
áttu þeirra fyrir auknum réttindum
verkafólks á öllum sviðum þjóðfé-
lagsins.
Saga Iðju í 50 ár verður ekki rakin
í stuttu máli, né heldur sú þjóðfélags-
bylting sem orðið hefur á þeirn tíma.
Það skal aðeins áréttað, að sá árangur
sem Iðja og verkalýðshreyfingin öll
hafa náð með starfi sínu hefur oft
kostað mikil og grimmileg átök, og
fórnir þess verkafólks sem baráttuna
háði. Og Iðja, sem og verkalýðshreyf-
ingin öll hafa ennþá miklu hlutverki
að gegna, að verja þá sigra sem unnist
hafa jafnframt því að sækja fram til
nýrra sigra.
í tilefni af því að nú eru nýliðin 50
ár frá stofnun Iðju, félags vericsmiðju-
fólks, hefur stjórn félagsins ákveðið
að minnast þessara merku tímamóta
í sögu félagsins, með því að bjóða
öllum Iðjufélögum og velunnurum
félagsins til kaffisamsætis í Súlnasal
Hótel Sögu, sunnudaginn 13,-janúar
n.k., kl. 15.00 til 18.00.