NT - 11.01.1985, Page 19
Föstudagur 11. janúar 1985 19
J IlL Útlönd
Bresk rannsókn:
Atvinnuleysi
eykur skilnaði
I.ondon Reyter.
■ Tíðni skilnaða er hærri hjá
fátæklingum á Bretlandi en
þeim sem lifa við efnahagslegt
öryggi. Drykkja fátæklinga og
reykingar eru einnig meiri.
Þetta eru niðurstöður opin-
berrar rannsóknar. Rannsóknin
náði jfir tímabilið 1972'til
1982. í niðurstöðunum segir að
reykingar hafi minnkað í öllum
hópum sem könnunin náði til,
en þó minnst meðal ófaglærðra-
verkakvenna. Hin fátækari
reykja meira en þeir sem tekju-
hærri eru.
Samkvæmt rannsókninni
reyktu um 49% ófaglærðra
karla 1982 en aðeins 25% sér-
menntaðra, atvinnurekenda
eða forstjóra.
Skilnaðir eru jafnvel enn al-
gengari hjá atvinnulausum. Hjá
þeim enda 34 af hverjum þús-
und hjónaböndum með skiln-
aði. í samanburði við sérmennt-
aða er munurinn mikill. Aðeins
7 hjónabönd af hverjum þúsund
enda með skilnaði.
Áhrif vídeómynda:
Fimm ára drengur hengdi sig eft-
ir að hafa horft á ofbeldismyndir
Útleigureglur vídeómynda skortir í Noregi
Frá Amþrúði Karlsdóttur fréttaritara NT í Noregi
■ Fimm ára drengur fannst
látinn þar sem hann hafði
hengt sig í eldhúsdyrunum
heima hjá sér í Amberja í
Norður-Noregi síðastliðinn
þriðjudag. Fyrirmyndina, að
sjálfsmorðinu fékk drengurinn
í ofbeldiskvikmynd sem hann
hafði séð daginn áður í mynd-
bandstæki.
Norsk dagblöð segja að
móðir drengsins hafi fundið
hann látinn í eldhúsdyrunum.
Drengurinn mun hafa spurt
hana daginn áður hvort það
væri vont að hengja sig eins og
í myndinni sem hann hafði þá
nýlokið við að horfa á.
Síðar þegar enginn sá til
festi drengurinn belti í hún
eldhúsdyranna og smeygði því
um hálsinn á sér með fyrr-
greindum afleiðingum.
Móðir drengsins hefur einn-
ig skýrt frá því að um jólin hafi
hann horft á margar glæpa-
myndir, einkum Bruce Lee og
James Bond.
Mál þetta hefur vakið mik-
inn óhug meðal norsks al-
mennings. í Noregi eru engar
reglur um útleigu ofbeldis-
mynda og krefjast nú margir
þess að sh'kar reglur verði
settar.
Magner Runndalen, einn
helsti barnasálfræðingur
Norðmanna, segir að hjá börn-
um sé næstum því ómótstæði-
leg þörf fyrir að leika hlutverk
sem skapi djúpa angist. Hann
segir að þetta tilfelli flokkist
greinilega undir slíkan leik.
Runndalen segist vita mörg
dæmi þess að börn hafi þurft á
sálfræðiaðstoð að halda eftir
að hafa horft á glæpamyndir
um nokkurt skeið. Hann ráð-
leggur foreldrum eindregið að
halda slíkum myndum frá
börnum sínum.
Getur gas úr iðrum jarðar
varað við jarðskjálftum?
San Francisco-Rcuter
■ Bandarískir og japanskir
vísindamenn eru nú að rann-
saka hvort hægt sé að nota
vetnisgufur sem leka úr jarð-
skorpunni til þess að spá fyrir
um jarðskjálfta og eldgos.
Kenneth McGee hjá Banda-
rísku jarðfræðistofnuninni segir
að fyrstu niðurstöður rannsókn-
anna séu mjög uppörfandi.
Nokkrum dögum fyrir jarð-
skjálfta eða eldgos berist vetnis-
gas langt neðan úr iðrum jarðar
upp á yfirborðið.
Vísindamennirnir hafa komið
fyrir 30 mælitækjum á jarð-
skjálftasvæðum í Kaliforníu og
eldfjallasvæðum á Hawai til að
mæla gasleka. Þeir segja að
stundum hafi verið all greinileg
tengsl milli. gasleka og jarð-
skjálfta nokkrum dögum síðar.
Þótt vísindamennirnir telji að
enn skorti mikið á að rannsókn-
irnar séu fullnægjandi binda
menn nú þegar miklar vonir við
þessa nýju spáaðferð. Blöð í
Kaliforníu birtu forsíðufréttir
um gasspárnar en þar óttast
menn mjög jarðskjálfta enda er
talið að mjög stór jarðskjálfti
geti orðiö þar hvenær sem er á
næstunni.
McGee segir að þar sem sýnt
hafi verið fram á að gasspárað-
ferðin hafi staðist í sunium til-
vikum þá sé næsta verkefni að
reyna að mynda sér heilsteypta
mynd um sambandið þarna á
miili.
Vísindamenn í Japan stunda
nú einnig svipaðar rannsóknir.
En bandarísku vísindamennirn-
ir standa betur að vígi þar sem
mælitæki þeirra senda upplýs-
ingar beint um gervihnött þann-
ig að upplýsingar um gasleka
koma strax í hendur vísinda-
mannanna.
Bandaríkjamaðurinn Mot-
oaki Sato, sem fæddist í Japan,
er upphafsmaður hugmyndar-
innar að þessum tilraunum.
Hann fann upp tækin sem notuð
:eru til að mæla gaslekann sem
oft cr mjög lítill þannig að hann
mælist ckki á venjuleg tæki.
Sato segir sjállur að tilraunirnar
séu enn skammt á veg komnar
og mikið starf sé óunnið áður en
hægt verður að nota vetnisleka
til að spá fyrir um styrk og
tímasctningu jarðskjálfta.
V'Þýskaland:
Gert ráð fyrir 2.5% hagvexti
■ Sprunga eftir jarðskjálfta í Þingeyjarsýslu. Hér á landi verða
sjaldan rniklar skemmdir í jarðskjálftum vegna dreifbýlisins og
sterklegra bygginga. Samt væri það mikils virði fyrir okkur
íslendinga jafnt sem aðra ef hægt yrði að spá fyrir um jarðskjálfta
með nokkurri vissu svo ekki sé nú talað um eldfjöllin.
Wicsbadcn-Reuter
■ Hagvöxtur í V-Þýska-
landi var 2.6% á síðasta
ári en það er mesti hag-
vöxtur þar í landi síðan
1979.
Hagvöxturinn á árinu
1983 var aðeins 1.3% en
1982 var hann jafnvel
ennþá minni, eða 1.1%.
Efnahagsspár um fram-
vinduna á þessu ári eru
ósamhljóða. Ýmsar
stofnanir spá um tveggja
prósenta hagvexti, en
bjartsýnni spár hljóða
upp á 3.3%. Ríkisstjórn-
in gerir ráð fyrir 2.5%
hagvexti.
Konurfáaukið
slagsmálahlutverk
Hong Kong-Reutcr
■ Kvikmyndaframleiöendurn-
ir sem framleiddu kung fu
myndirnar meö Bruce Lee ætla
sér að blása nýju lífi í kung fu
myndir meö nýjum slagsmáia-
stjörnum.
Golden Harvest kvikmynda-
fyrirtækiö sem framleiddi mynd-
irnar með Bruce Lee ætlar sér að
skapa nýjar alþjóðastjörnur.
Efniviðurinn verður kvikmynda-
leikarar og kung fu fólk sem nú
þegar eru stórstjörnur í Suðaust-
ur-Asíu.
Louis Sit hjá Golden Harvest
segir að hinar nýju kung fu
myndir muni verða öðru vísi
byggðar upp en hinar eldri,
söguþráðurinn verði skýrari og
konur muni hafa stærra hlutverk
í myndunum. Áhorfendur eru
sagðir síður ginnkeyptir nú á
dögum fyrir kung fu myndum
þar sem karlar eru allsráðandi.
Júgóslavía:
Refsingum hótað
fyrir verðhækkanir
Belgrad-Reutcr
■ Leiðtogar júgóslavneskra
kommúnista segja að nauðsyn-
legt sé að hefja einbeittar að-
gerðir gegn öllum þeim sem
hækki verð á vörum í andstöðu
við verðlagsstefnu stjórnvalda.
Verðbólga í Júgóslavíu var
52,4% á síðasta ári sem er
nokkur lækkun frá því árið 1982
þegar hún var 60%. Stjórnvöld
telja þessa miklu verðbólgu
mjög alvarlegt vandamál fyrir
Júgóslava sem skulda 19 millj-
arða bandaríkjadala erlendis.
Þótt ekki séu nema tæpar
tvær vikur liönar af þessu ári
hafa ýmsar olíuvörur, rafmagn,
matur og margar neysluvörur
hækkað í verði.
Leiðtogar júgóslavneskra
kommúnista segja að ekki sé
lögð nægjanlega mikil áhersla á
að framfylgja verðlagsstefnu
stjórnarinnar. Það verði að
beita efnahagsaðgerðum. laga-
legum refsingum og pólitískum
þvingunum gegn þeim sem
hækki vöruverð í andstöðu við
opinbera verðlagsstefnu.
■ Tito, fyrrverandi einvaldur í Júgóslavíu. Nú ríkir ekki eins mikil
festa í efnahagsmálum landsins og þegar hann hélt um stjórnar-
taumana. Eflaust yröi honum ekki rótt í gröf sinni ef hann vissi að
eftirmcnn hans geta ekki einu sinni fengið opinber fyrirtæki til að
fylgja yfirlýstri verðlagsstefnu stjórnarinnar.