NT - 11.01.1985, Page 20
Föstudagur 11. janúar 1985 20
—
Sri Lanka:
Skæru-
liða
foringi
felldur
Colombo-Keuler
■ Öryggissveitum á Sri
Lanka hefur tekist art fella
leiötoga ötlugasta skæru-
liöalióps Tamila, og |irett-
án liösmenn hans.
Skæruliðaforinginn féll
í árás stjórnarliöa á leyni-
bækistöö skæruliöa fyrr í
þessuni mánuði. í sömu
árás voru 44 skæruliðar
handteknir og í búöunum
fannst ótrúlega mikiö af
vopnum og þurfti tvo vöru-
bíla til að flytja þau í
burtu.
Skæruliðarnir kalla
samtök sín „Frelsistígra
Tamil-Ealam". Feir berj-
ast fyrir sjálfstæði þjóðar-
brots Tamila.
Aðalritari SÞ:
Sameinuðu þjóðirnar hafi
eftirlit með vopnabúnaði
- og tryggi að afvopnunarsamningar verði virtir
Sameinuðu
þjóðimar-Reuter
■ Javier Perez De Cuellar,
aðalritari Sameinuöu þjóðanna,
segir að Sameinuðu þjóðirnar
gætu tekið að sér eftirlit með
svæðisbundnum afvopnunar-
samningum m.a. með notkun
gervihnatta og jarðskjálfta-
stöðva á jörðu niðri.
Hann sagði þetta í fyrirlestri
sem hann hélt í Harvardháskóla
í Bandaríkjunum undirtitlinum
„Möguleikar Sameinuðu þjóð-
anna á að móta heim framtíðar-
innar“. Perez benti á mikilvægi
stöðugs eftirlits með því að
afvopnunarsamningum verði
framfylgt. Hann taldi að vísu
ólíklegt að Sovétmenn eða
Bandaríkjamenn fallist á að
■ Þessi mynd var tekin úr gervihnetti í fyrra af smíði sovésks
risaflugmóðurskips. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna telur að SÞ
geti haft eftirlit með takmörkun vígbúnaðar með því að nota m.a.
gervihnetti til þess að fylgjast með hvort samningar um afvopnun
séu haldnir.
Sameinuðu þjóðrinar sjái um
eftirlit með samningum sem þeir
kunni að gera um að takmarka
kjarnorkuvígbúnað. En Sam-
einuðu þjóðirnar gætu hæglega
fundið leiðir til að sjá um slíkt
eftirlit með því að svæðisbundn-
um afvopnunarsamningum
verði framfylgt.
Perez sagði að áður hefðu
komið fram tillögur um að SÞ
notuðu gervihnetti, jarð-
skjálftastöðvar og radsjárstöðv-
ar til að fylgjast nreð því hvort
samningum um vopnabúnað
væri framfylgt. Hann hvatti
þjóðir heims til að nota heims-
samtökin til að aðstoða við
afvopnun. Það væri ekki nóg að
nota Sameinuðu þjóðirnar til
gagnslausra ásakana eða enda-
lausra ályktana sem ekki leystu
nein vandamál.
Portúgal:
Sprengt við
auðmanns-
heimili
Barcelos-Reuter
■ Sprengja sprakk fyrir
utan heimili eiganda vefn-
aðarverksmiðju í Barce-
losborg í Norður-Portúg-
al. Nokkrar skemmdir
urðu en engan sakaði.
Hópur vinstri sinnaðra
borgarskæruliða, sem
kalla sig FP-25, hefur lýst
ábyrgð á sprengjutilræð-
inu á hendursér. Óþekkt-
ur maður hringdi í ríkis-
fréttastofuna í Portúgal og
sagði að skæruliöarnir
hefðu ráðist á heintili Al-
bertos Macedo De Sousa
vegna þess að hann hefði
sagt verkamönnum upp
störfum án gildra ástæðna.
FP-25 hópurinn hefur
staðið að fjölda sprengju-
tilræða, bankaránum og
nrorðum á undanförnum
fjórum árum. Lögreglan
hefur handtekið 51 ntann
en þessi skæruliðasamtök
hafa samt ekkert linnt á
starfsemi sinni.
Allsherjarverkfallið í Ecuador
Fimm létust á fyrsta degi
mörg hundruð handtekin
Quifo-Reuter
■ Finim dóu á miðvikudag er
allsherjarvcrkfalliö í Ecuador
hófst. Verkalýðshreyfíngin
hafði boðaö tveggja daga verk-
fall til að inótinæla verðhækk-
unum á bensíni og olíu uni allt
að 90%.
Innanríkisráðherra landsins,
Luis Robles. sagði fréttamönn-
um að tveir af hinum látnu
hefðu farist er þeir voru að
konra fyrir dýnamíti.
Atvinnumálaráðherra lands-
ins sagði aö nteira en 50 hefðu
særst og 300 til 600 hefðu veriö
handsamaðir í mótmælagöng-
um verkafólks í borgunt Ecua-
dor.
Leiðtogar stjórnarandstöð-
unnar sögðu að verðhækkanirn-
ar megi rekja til krafna Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins. Stjórn lands-
ins hefur sóst eftir 43 milljarða
dollara lár.i frá sjóðnum til að
bæta greiðslustööu ríkisins
gagnvart opinberum erlendum
lánum.
Jose Chavez, leiðtogi Verka-
mannasambandsins, sagði að
mjög góður árangur hefði náðst
Londun-Reulcr
■ Einn at' hverjum fímmtíu
Bretum mun þjást af áunninni
ónæniisbæklun (AIDS) um
1991 að öllu óbreyttu segja
sérfræðingar.
Ef ekki verða geröar sérstak-
ar ráðstafanir til að kanna út-
breiðslu og koma í veg fyrir
hana verður afleiðingin alvar-
á fyrsta degi verkfallsins og
fulltrúar verkalýðsfélaganna
myndu hittast unt helgina og
ræða áframhaldandi ótíma-
bundin verkföll.
Flestar verslanir og verk-
leg segir Konunglegi hjúkrunar-
háskólinn á Bretlandi.
Þessi háskóli spáir því að
þrátt fyrir að aðeins 108 dæmi
væru staðfest um sjúkdóminn á
Bretlandi muni ein milljón
Breta hafa sýkst af honum um
1991.
Sjúkdómurinn veldur því að
ónæmisvarnir líkamans
smiðjur voru lokaðar á miðviku-
dag og kennsla féll niður í
skólum. Olíuframleiðslan í
landinu stöðvaðist þó ekki því
olíuverkamenn efndu aðeins til
táknrænna verkfallsaðgerða.
bregðast.
Sjúkdónturinn hefur einkum
verið áberandi meöal kyn-
hverfra, en færist í vöxt meðal
kynvísra, þeirra sem hafa kyn-
hneigð til beggja kynja, eitur-
lyfjaneytenda o.fl.
40hafa látist af völdum sjúk-
dómsins á Bretlandi en um 3000
í Bandaríkjunum.
AIDS á Bretlandi:
Ein milljón sýkt 1991?
Garðabær -
Grindavík
Umboðsmenn vantar
fyrir NT í Grindavík,
Hveragerði og Garða-
bæ.
Upplýsingar gefur
dreifingarstjóri
(Kjartan Asmundsson)
í síma 686300.
Austur-Þjóðverjar
missa sundmeistara
til Bandaríkjanna
Oklahoma-Rcuttfr
■ Austur-þýski sundmeist-
arinn Jens-Peter Berndt hef-
ur flúið landa sína og sótt uni
landvistarleyfí í Bandaríkj-
unum.
Berndt, sem átti um tíma
heimsmet í 400 metra boð-
sundi, yfirgaf félaga sína síð-
astliðinn mánudag þegar þeir
bjuggu sig undir að fara um
borð í flugvél á Oklahoma-
flugvelli. Hann bað emb-
ættismenn á flugvellinum um
að hjálpa sér að sækja um
hæli í Bandaríkjunum en fór
jafnframt fram á að flótti
hans yrði ekki gerður opin-
ber.
Bandarískir embættis-
menn segja að Berndt hafi
óttast að flótti hans myndi
koma niður á fjölskyldu sinni
í Austur-Þýskalandi. Starfs-
menn á flugvellinum segja
að Berndt hafi kvartað sáran
yfir að hafa ekki fengið að
keppa á Ólympíuleikunum í
Los Angeles síðastliðið sum-
ar vegna þess að Austur-Evr-
ópuríkin tóku ekki þátt í
þeint.
Thailand-Víetnam:
Hvar liggja
landamærin?
Thailand-Rcutcr
■ Fidel Castro, forseti Kú
manna.
■ Thailendingar og Víetnam-
ar komu sér saman um það í gær
hvar merkja skyldi landamærin
á milli Thailands og Kambodíu
við Ampil-skæruliðastöðina þar
sem hörð átök hafa átt sér stað
að undanförnu.
Fulltrúar frá báðum aðilum
hittust við landamærin og
sömdu um það hvar skyldi láta
landamærastaura á tveggja kíló-
metra löngum spotta til þess að
landamærin yrðu nægjanlega
skýrt afmörkuð. Thailenskir og
víetnamskir hermenn skiptust á
skotum á þessum stað í fyrra-
dag. Er það von manna að nú
verði auðveldara að forðast
átök eftir að landamærin hafa
verið rækilega merkt.
Fidel Castro heim-
sækir Nicaragua
Managua-Reuter
■ Fidel Castro, forseti
Kúbu, kom í gær til Nicara-
gua til að vera viðstaddur
þegar Daniel Ortega tekur
við embætti sínu sem forseti
landsins.
Heimsókn Castros var
haldið leyndri allt þar til
nokkrum klukkustundum
áður en flugvél hans lenti í
Nicaragua. Embættismenn
segja að með heimsókn
sinni vilji Castro leggja
áherslu á stuðning Kúbu-
manna við stjórn Sandinista
í Nicaragua.
Bandaríkjastjórn segir að
náin tengsl Nicaraguastjórn-
ar við Kúbumenn sé ein sönnun
þess að Sandinistar hyggist
flytja byltingu sína út til annarra
landa í Mið-Ameríku.
Þetta er í annað skiptið sem
Castro heimsækir Nicaragua.
Hann kom þangað í fyrsta skipti
árið 1979 þegar ár var liðið frá
því að Sandinistar steyptu Som-
oza einræðisherra af stóli.
London:
Gassprenging
í lúxushúsi
London-Rcuter
■ Að minnsta kosti sex
manns létu lífið þegar
mikil gassprenging lagði
lúxushús í rúst í úthverfi
Lundúna í gærmorgun.
Brunaliðsmenn fundu
sex lík í rústunum og eina
alvarlega slasaða konu.
Konan, sem er 35 ára
gömul, fannst ekki fyrr en
eftir sjö tíma.
Seint í gærkvöldi hafði
leit ekki enn verið hætt í
rústunum að fólki sem
hugsanlega kynni að leyn-
ast í þeim.