NT


NT - 11.01.1985, Qupperneq 21

NT - 11.01.1985, Qupperneq 21
 L Evrópa skelfur Reuter ■ Ekkert lát virðist ætla að verða á kuldakastinu í Evrópu ef marka má af veðurspám. Kuldarnir hafa komið verst niður á heimilislaus- um og gamalmennum. í kuldakastinu sem nú hefur staðið í meira en viku er talið að meira en .100 manns hafi dáið úr vosbúð og kulda. í þorpi einu í Austur- Frakklandi mælist frostið mínus 33 gráður celsíus. Á Spáni fraus þjónn nokk- ur til bana á tröppunum heima hjá sér með lykilinn í skráargatinu. Á meðan Evrópubúar skjálfa úr kulda er hið mesta blíðviðri á íslandi og hitinn fer upp í 10 gráður á daginn. Föstudagur 11. janúar 1985 21 Utlönd Piparsveinar drukkna í eiginkvennaumsóknum Plan-Reuter ■ Piparsveinar í spænsku smá- þorpi ( Plan ,eru að drukkna í eiginkvennaumsóknum eftir að þeir birtu hjúskaparauglýsingu í litlu svæðisdagblaði. Einn af upphafsmönnum auglýsingarinnar segir að þeir ■ Bann við notkun freons sem þrýstigass í úðabrúsa var sett víða á Vesturlöndum á síðasta áratug. Freonmengun gæti reynst hættuleg lífí á jörðu en notkun freons hefur aukist á síðari áruni m.a. við framleiðslu ísskápa og frauðplasts. Freonmengun: Eru ísskápar hættu legir lífi á j'örðu? Stokkhólmur-DM ■ Sænsk uinhverfismálajf- irvöld hafa auknar áhyggjur Spánn: Metgróði af vöru* skiptum Madrid-Rcutcr ■ Vöruskiptajöfnuður Spánverja við útlönd var hagstæður um allt að 2 mill- jarða dollara (80 milljarða ísl.kr.) á síðasta ári. Fjármálaráðherra Spán- verja, Miguel Boyer, segir að á einu ári hafi sósíalistum tekistaðbreyta2,l milljarða dollara vöruskiptahalla árið 1983 í 1,6 til tveggja milljarða . dollara hagnað árið 1984. Þetta stafar m.a. af 20% útflutningsaukningu á síð- asta ári. Boyer spáir því að þótt vöruskiptahagnaðurinn komi til með að minnka nokkuð á þessu ári verði hann samt áfram umtals- verður. af freonmengun. Þrátt fyrir að bannað hafi verið 1977 að nota freon í úðabrúsa hefur freonmeng- un í andrúmsloftinu aukist. Talið er að freon eyði ozonlaginu í lofthjúp jarðar. Þessi ahrif freonmengunar hafa verið umdeild meðal sérfræðinga á síðari árum. Freon er efnasamband sem hefur eiginleika sem henta vel sem þrýstigas í úðabrúsa og sem kælingar- refni í kæliskápa og kæliaæl- ur. Um miðjan síðasta áratug varaði bandaríska vísinda- akademían alvarlega við notkun freons því freon- mengun eyði ozonlaginu sem er 20 til 30 kílómetra yfir yfirborði jarðar. Ozonlagið myndar hjúp sem varnar )ví að hættulegustu útfjólub áu geislarnir frá sólinni nái til larðar. Slíkir geislar eru nættulegir lífi á jorðu. Bann við notkun freons var innleitt í Svíþjóð 1977. Bann var einnig sett á í Kanada, Bandartkjunum og Noregi. Efnahagsbandalagio gerði'einnig ráðstafanir til áð takmarka notkun freons. Nú á dögum eru gasteg- undirnar bútan og própan einkum notaðar í úðabrús- um eins og t.d málningar- brúsum. Þrátt fyrir að dregið hafi úr freonmengun á undan- förnum árum er talið að mengunin muni aukast í ná- inni rramtíð. Notkun freons hefur aukist mikið í fram- leiðslu kæli- og hitunartækja og við framleiðslu frauð- plasts. í dæmigerðum ísskáp eru um 50-150 grömm af freon- gasi í kælibunaði skápsins og prisvar til fjórum sinnum meira í frauðplasteinangrun hans. Fyrr eða seinna kemst þetta gas út í andrúmsloftið, að mmnsta kosti þegar ís- skápurinn fer á haugana og lenair í brotajárnspressunni. l'msjón: Ragnar Baldursson og Ivar Jónsson. OECD spáir: Atvinnuleysið á Bret- landi mun ekki minnka Paris-Reuter ■ Efnahags- og þróunarstofn- un Evrópu (OECD) hvatti í gær bresk stjómvöld til að skapa fleiri atvinnutækifæri og sagði að hið mikla atvinnuleysi á Bretlandi muni að öllum líkind- um verða mun varanlegra en stjóm Thatchers gerir ráð fyrir. í árlegri skýrslu stofnunarinn- ar um breskt efnahagslíf segir að efnahagsbatinn á Bretlandi að undanförnu muni ekki gera meira en að halda atvinnuleys- inu á því stigi sem það nú er. Atvinnuleysi muni ekki minnka og áfram muni meira en þrjár milljónir manna vera atvinnu- lausar. Stofnunin spáir áframhald- andi lítilsháttar hagvaxtaraukn- ingu, minni verðbólgu og opin- berum lántökum og aðhalds- stefnu í skatta og peningamál- um. Ef gert er ráð fyrir að kola- námaverkfallið leysist gerir OECD ráð fyrir að á næstu 18 mánuðum muni hagvöxtur verða um 3%. ■ OECD varar við bjartsýni Thatcher-stjórnarinnar. hafi ekki lengur við að svara símafyrirspurnum og þeir geti aðeins sagt konunum, sem hringja, að reyna að skrifa bréf. Ef svo fari sem horfi muni hjúskapartilboðin verða 3000 á þá 140 piparsveina sem búa í þorpinu og nágrenni þess. Kvennafæðin, sem piagaði þorpsbúa, en nú væntanlega á enda en konum hafði fækkað þar mikið á undanförnum árunt. Jose Antonio Lopez, sem er einn piparsveinanna, segir að þeir hafi fengið hugmyndina eftir að horfa á bandaríska kvik- mynd í sjónvarpinu á nýársdag. Myndin heitir „Westward the Women" (Konurnar fara vestur) eftir leikstjórann William Wellman. Myndin segir frá því þegar landnemar í nýju þorpi í Kaliforníu kaupa vagn með tilvonandi eiginkonum til að bæta úr því að engar konur eru komnar til þorpsins. Ræningi fer í jolagjafaleik New York-Reuter ■ Talið er að gjafmildur ,Jólasveinn“, sem dreifði peningum og gjöfum í fá- tækrahverfi í Hartford borg í Connecticut síðastliðinn sunnudag, hafi fengið féð til jólagjafanna með sjö milljón dollara ráni fyrir rúmlega einu ári. Terry Shumard, starfs- maður bandarísku alríkislög- reglunnar, segir að fjórir menn hafi ekið á stórum bláum vagni inn í fátækra- hverfi í Hartford á sunnu- dag. Þrír þeirra voru klæddir eins og vitringarnir þrír frá Austurlöndum og dreifðu þeir leikföngum, mat og 20 dollaraseðlum til barna í hverfinu. Á sunnudaginn var gamall spænskur hátíðisdagur vegna komu vitringanna þriggja til Betlehem, en íbúar hverfis- ins þar sem „vitringarn- ir“dreifðu auðæfum sínum eru margir spænskumælandi og ættaðir frá Puerto R’ico. Daginn eftir hringdi mað- ur nokkur í dagblað í borg- inni og sagði að peningarnir, sem notaðir hefðu verið í þennan síðkomna jólaglaðn- ing, væru afrakstur ránsins á Wells Fargo fyrirtækinu í september 1983. Þá rændi starfsmaður fyrirtækisins, Manuel Gerena, 7 milljón dollurum úr brynvörðum bíl sem hann átti að vinna gæslu- störf við. Hann batt tvo fé- laga sína og hvarf svo spor- laust á braut með peningana. Gerena mun hafa staðið í sambandi við neðanjarðar- samtök Puerto Ricana. BLAÐBERA VANTAR ÆGISIÐA KVISTHAGI FORNHAGI HOFSVALLAGATA EINNIG VANTAR BLAÐBERA A BIÐLISTA í ÖLL HVERFI Síðumúli 15. Sími 686300

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.