NT - 11.01.1985, Page 22
Fimmtudagur 10. janúar 1985 22
Frjálsar íþróttir:
fara að hefjast
- búist við mikilli keppni - fellur langstökksmetið?
Doina Melinte frá Rúmeníu verdur í eldlínunni í Bandaríkjunum næstu mánuði.
„Masters“-keppnin í tennis:
Þrír Svíar eftir
- og fjórir Bandaríkjamenn - hálfgert einvígi
■ Eins og NT skýrði frá í gær
þá stendur yfir í Bandaríkjun-
um „Masters“-keppni í tennis
þar sem 12 bestu tennisleikarar
heims keppa. Síðastliðna nótt
(ísl.tími) voru tveir leikir í
undankeppninni og nú eru að-
eins 8 kappar eftir í mótinu.
Leikirnir í nótt enduðu þannig
að Joakim Nystrom frá Svíþjóð
sigraði Vitas Gerulaitis frá
Bandaríkjunum 6-3 og 6-4 og
Eliot Teltscher frá Bandaríkj-
unum sigraði Tomas Smid frá
Tékkó 6-3 og 6-4.
Næstu fjórir leikir eru því:
Nystrom-Lendl
Jarryd-McEnroe
Wilander-Kriek
Connors-Teltscher
Hér eru í lokakeppninni fjór-
ir Bandaríkjamenn. þrír Svíar
og Tékkinn Lendl.
■ Það er búist við því á frjáls-
íþróttasviðinu að þessi vetur
verði mun viðburðaríkari en
margir fyrri vetur. Nú er að
hefjast fjöldi innanhúsmóta
um allan heim. Mesta athygli
vekur keppni á milli austan-
tjalds íþóttafólks og keppnis-
fólks frá Vesturlöndum. Eins
og menn muna voru íþrótta-
unnendur sviftir því að fá að sjá
keppni milli þessara tveggja
póia er Sovétmenn og banda-
menn þeirra mættu ekki til
Ólympíuleikanna í Los Angeles
síðastliðið sumar.
Þau mót sem mesta athygli
eiga eftir að vekja eru án efa
keppnirnar í Bandaríkjunum
auk heimsmeistaramótsins í
París. Vitað er að Sovétmenn
ætla að einbeita sér fyrst að
heimsmeistaramótinu en marg-
ir íþróttamenn frá Bandaríkj-
unum hafa ákveðið að sleppa
því móti til að keppa á mótum
í Bandaríkjunum. Eftir heims-
meistaramótið munu allmargir
Sovétmenn fara til Bandaríkj-
anna og keppa þar á mörgum
mótum. Einnig hafa aðrar
þjóðir sem ekki voru á ÓL
tilkynnt að þær muni taka þátt
í mótum í Bandaríkjunum.
Venjulega hefur veturinn á
eftir ÓL verið rólegur og
íþróttamenn tekið sér allt að
því frí eftir erfiði Ólympíuárs.
Ekki verður svo nú. Carl Lewis
hefur ákveðið að taka ekki þátt
í heimsmeistaramótinu heldur
keppa í Los Angeles í staðinn.
Hann er staðráðinn í að r.eyna
að hnekkja heimsmeti Bob
Beamons íí langstökki og mun
hann keppa á nokkrum mótum
í Bandaríkjunum með þetta
takmark að leiðarljósi.
Mary Decker heimsmethafi í
3000m hlaupi mun einnig verða
í baráttunni í Los Angeles og á
fleiri mótum. Hún mun mæta
m.a. rúmensku stúlkunni, sem
sigraði í 3000m hlaupinu á ÓL,
Maricica Puica. Fleiri rúmensk-
ar stúlkur eru ákveðnar í að
taka þátt í mótum í Bandaríkj-
unum. Langstökksmeistarinn
Anisoara Stanciu og stalla
hennar, sem varð í öðru sæti á
Spænska bikarkeppnin:
Ekkert óvænt
■ Seinni leikirnir í spænsku
bikarkeppninni í knattspyrnu,
þriðju umferð voru leiknir í
gær. Úrslitin koma hér aö neð-
an og eru liðin sem komast í
fjórðu umferð fcitletruð:
Boxað
i
Noregi
■ Svo getur fariö aö
norsk yfírvöld aflétti
banni á hncfaleikum sem
staðið hefur síöan 1981..
Hnefaleikar voru bann-
aðir í Noregi eftir aö upp
koinst um fjármálasvindl
í sambandi við atvinnu-
mennsku í hnefaleikum.
En ástæöan fyrir því aö
nú gæti svo farið að
hncfalcikar yrðu leyfðir að
nýju er sú að Norðmenn
hafa eignast Evrópu-
meistara í þungavigt í
hnefaleikum. Steffen
Tangstad heitir sá og
vann Evrópumeistaratit-
ilinn með því að berja á
Frakkanum Rodriguez.
Og nú vilja Norðmenn
óðir fá að sjá hetjuna sína
berjast á heimavelli.
Norsk stjórnvöld virð-
ast vera nokkuö hlynnt
því að taka þessa ákvörð-
un og bendir margt til þess
að Tangstad fái að keppa
í Noregi. Hann hcfur æft
í Bandaríkjunum síðan
bannið var sett en segist
endilega vilja keppa
„heima“ í Noregi.
Estcpona-Hercules.......1-0
Espanol-Vallado. Pro ... 0-1
At. Bilbao-Alcoyano ... 5-0
Valencia-Barcelona At. . . 2-0
Real Betis-Sevilla ......3-0
R.Mallorca-Osasuna ... 3-1
At. Madrid-Malaga .... 1-2
Real Murcia-Barcelona . . 0-1
Sporting-Constancia .... 3-0
Celta-Alaves.............0-2
Real Oviedo-Badajoz ... 1-0
Deportivo-Linares.......1-0
Las Palmas-Vallecano . . 5-0
At. Madrileno-Sestao ... 3-2
Real Vallad-Real Zaragoza
og Real Socicdad-Lorca báðum
frestað vegna snjókomu.
Heimsbikarkeppnin
á skíðum:
Figini fyrst
í bruninu
■ Ólympíumeistarinn Mic-
hela Figini frá Sviss sigraði í
brunkeppni kvenna í heimsbik-
arkeppninni á skiðunt sem fram
fór í Bad Kleinkirchheim í
Austurríki í gær. Hún fór braut-
ina á samanlögðum tíma
1:43,23. Hún varðáundan stöll-
um sínum frá Sviss, sem tóku
annað og þriðja sætið. Birgitte;
Oertli varð önnur á 1:43,83 og
Ariane Ehrat varð þriðja á
1:44,32.
Með þessum sigri skaust
Figini í annað sætið í stiga-
keppninni í heimsbikarkeppn-
inni. Efst er Marianna Kiehl,
sem varð sjötta í bruninu í gær,
með 117 stig en Figini er með
105 stig.
Anders Jarryd
Portúgal:
Benfica sigraði
■ Portúgölsku meistararnir
Benfíca sigruðu Varzim í 1.
deildarkeppninni 1-0 í fyrra-
dag. Leikurinn átti að vera
2. des. en honum var frestaö
vegna þess að áhorfandi
henti fíösku í höfuð annars
línuvarðarins.
Diamantino skoraði eina
mark leiksins beint úr auka-
spyrnu á 7. mínútu. Benfíca
er nú þriðja ■ deildarkeppn-
inni aðeins 2 stigum á eftir
Porto og Sporting sem eru
jöfn að stigum en Porto á
leik til góða.
Carlsberg og knattspyrnan:
Danir fá bjórfé
■ Til að tryggja afkomu
danska landsliðsins í knatt-
spyrnu fram yfir HM í Mexíkó
á næsta ári hefur Carlsberg
bruggfyrirtækið gert auglýs-
ingasamning við landsliðið til
tveggja ára.
Samstarf þessara tveggja að-
ila er ekki nýtt af nálinni, því
Carlsberg hefur verið
„sponsor" danska landsliðsins í
7 ár.
Þessi nýi samningur er til 2
ára og hljóðar upp á 6 milljónir
danskra króna.
Fyrsta afhending fór fram í
nóvember síðastliðnum en þá
fékk landsliðið 2,5 milljónir í
vasann.
Á myndinni sem fylgir má
sjá aðstoðarframkvæmdastjóra
Carlsberg, Roelsen að nafni
taka í hendina á Sepp Piontek,
landsliðsþjálfara Dana en Pre-
ben Elkjær (ekki Ölkær)
markaskorari landsliðsins
stendur á milli þeirra.
ÓL, Vali Ionescu, munu báðar
verða með. Þá mun 800m
hlaupakonan Doina Melinte
verða í fremstu Iínu víða um
Bandaríkin.
Allir þessir keppnismenn
verða með á miklu móti í
Dallas þann 2. febrúar. Þar
munu mæta að minnsta kosti 9
Sovétmenn. Þá er víst að þeir
verða með á móti í Cleveland
þann 17. febrúar og á banda-
ríska meistaramótinu í New
York 22. febrúar. Á þessu
meistaramóti er einnig búist
við mörgum öðrum frægum
nöfnum, svo sem Jose Abascal
frá Spáni og hástökks-Svíanum
Patrik Sjoberg.
Það verður því mikið að
gerast á frjálsíþróttasviðinu á
næstunni.
Knattspyrna:
Chile-búar
fá þjálfara
■ Chile-búar hafa nú
ráðið þjálfara fyrir knatt-
spyrnulandslið sitt. Sá
heitir Pedro Morales og
hefur hann einu sinni
áður þjálfað landsliðið.
Eins og NT skýrði frá í
gær þá voru orðin mikil
vandræöi hjá Chile-búum
með þjálfara eftir að Arg-
entínumaðurinn Canta-
tore gat ekki fallist á til-
boð knattspyrnuyfírvalda
í Chile.
Chile-búar eiga að
leika fyrsta landsleikinn í
undankeppni heims-
meistarakeppninnar
þann 3. mars á móti Eq-
uador.
Szarmach
með 200
■ Pólverjinn Andrzej
Szarmach, framherjinn
sem ekkert fékk að lcika
með Pólverjum í heims-
meistarakeppninni 1982 á
Spáni skoraði sitt 200,
mark á ferli sínum fyrir
stuttu.
Hann hafði skorað 109
mörk er hann lék í Póll-
andi. Síðan hóf hann að
spila með Auxerre í
Frakklandi ogsigurmark-
ið í leik á inóti Metz
reyndist vera hans 91
mark í Frakklandi. Þar
með voru þau samtals
orðin 200 mörkin sem
kappinn hcfur gert.
Þetta er smá liuggun
fyrir karlinn sem var
gjörsamlega látinn af-
skiptalaus á Spáni.
Innanhúsmótin