NT - 22.01.1985, Síða 3
Þriðjudagur 22. janúar 1984 3
Þurfum allt það fé sem renn-
urtil námsmannaíbúðanna
■ „Við óttumst að sú
ákvörðun félagsmálaráð-
herra að gefa Búseta heim-
ild til þess að byggja yfir
námsmenn skerði það fé
sem ella rynni til Félags-
stofnunar stúdenta, en við
höfum sótt um lán til bygg-
ingar 150 námsmanna-
íbúða,“ sagði Finnur Ing-
ólfsson formaður Félags-
stofnunar stúdenta í sam-
tali við NT í gær. „Við
vitum að það er takmark-
að fjármagn til þessara
hluta og horfur eru á því
að námsmannasamtökun-
um veiti ekki af öllu því
fjármagni sem hægt verð-
ur að úthluta í þessu skyni.
Þörfin er mjög brýn þar
sem við getum aðeins séð
5% stúdenta fyrir húsnæði
eins og er.“ Finnur sagði
að Félagsstofnun væri að
efna til samkeppni um
byggingu þessara íbúða og
lóðin væri til staðar við
Suðurgötu.
Finnur benti m.a. á það
að þær íbúðir sem fjár-
magnaðar eru hjá Búseta
vegna námsmanna nýttust
ekki námsmönnum nema
um skeið þar sem þær
fylgdu viðkomandi áfram.
Húsnæði í eigu Félags-
stofnunar væri hins vegar
áfram leigt námsmönnum.
Kjörin væru mjög góð. Nú
væri leiga á hjónagörðum
t.d. 4000 krónur fyrir
stærri íbúðir.
Finnur Ingólfsson tók
fram að hann væri á engan
hátt andsnúinn húsnæðis-
samvinnufélögum. Þetta
væri sjálfsagður valkostur
sem þyrfti að komast inn í
kerfið, en eins og nú horfði
væri rétt að það fé sem
færi til byggingar náms-i
mannaíbúða rynni til
Félagsstofnunar stúdenta. 1
Ný nefnd á vegum borgarinnar:
Elliðaárdalsnefnd
- fjallar um nýtingu Elliðaárdals-
ins til útivistar eftir því að var
frestað að stofna þar fólkvang
■ Stofnun fólkvangs í Elliða-
árdal var frestað að tillögu
meirihluta umhverfismálaráðs á
fundi borgarstjórnar s.l. fimm-
tudag en jafnframt var sam-
þykkt að skipuð verði Elliða-
árdalsnefnd sem fjalli um nýt-
ingu landsvæðisins til útivistar.
Á nefnd þessi að vera um-
hverfismálaráði.borgarráði og
borgarstjórn til ráðuneytis um
Dalvík:
Góðar heimtur
- dýrara vatn!
■ Innheimta gjalda á Dalvík
gekk vel á síðasta ári og náðust inn
92.5% álagðra gjalda. Er það
3.5% betri innheimta en árið 1983.
Gjald fyrir heitt vatn var hækk-
að um 20% hjá Hitaveitu Dalvíkur
1. jan. sl. og 15% hækkun er
áætluð á ný 1. maí næstkomandi.
Vistmanns af
Kleppiennleitað
■ Leit stendur enn yfir að Krist-
jáni Árnasyni, 29 ára gömlum
vistmanni af Kleppi, en hann hvarf
þaðan á laugardagsmorgun. Lög-
reglan hefur reynt að nota hunda
til að rekja spor Kristjáns frá
spítalanum en án árangurs. Sömu-
leiðis hafa kafarar leitað í Reykja-
víkurhöfnum en ekkert fundið.
málefni er snerta nýtingu dalsins
og hafa samráð við framkvæmda-
aðila í dalnum, svo sem Hita-
veitu Reykjavíkur. Vatnsveitu
Reykjavíkur, Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, Landsvirkjun,
Bæjarsíntann í Reykjavík, Ár-
bæjarsafn, Hestamannafélagið
Fák, íþróttafélagið Fylki, Vega-
gerð ríkisins og félag sportbát-
aeigenda „Snarfari" í þeim til-
gangi að umsvif þessara aðila
samræmist sem best útivist í
dalnum. í Elliðarárdalsnefnd
sitja borgarverkfræðingur og
tveir aðilar úr umhverfismála-
ráði.
Stofnun fólkvangs var frestað
með tilvísun í greinargerð frá
borgarverkfræðingi þar sem
kemur fram að athugasemdir
hefðu borist frá 7 aðilum sem
telja fólkvangsstofnun vega að
starfsemi sinni í Elliðaárdaln-
um. Borgarfulltrúi Alb. Adda
Bára Sigfúsdóttir og Kristján
Benediktsson fulltrúi Fram-
sóknarflokks skoruðu á for-
mann umhverfismálaráðs að
halda stofnun fólkvangs í Elliða-
árdal til streitu en borgarstjóri,
Davíð Oddsson sagði að ekki
væru hundrað í hættunni þó af
því yrði ekki. Svæðið væri alfar-
ið í landi borgarinnar og hefði
þegar alla eiginleika fólkvangs
og staðfesting á því með form-
legri stofnun bindi einungis
hendur borgarstjórnar. Borgin
missti við það þann yfirráðarétt
sem hún hefur yfir svæðinu.
Esjan:
Gámarfuku
fyrir borð
■ Tveir gániar fuku fyrir
horð af strandferðaskip-
inu Esju þar sem hún var
stödd úti fyrir ísafjarðar-
djúpi í snarvitlausu veðri í
gærmorgun. Ekki er talið
að neinar skemmdir hafi
orðið á skipinu.
í gámunum voru vöru-
sendingar til fyrirtækja og
átti annar að fara til Dal-
víkur en hinn til Vopna-
fjarðar. Að sögn Guö-
mundar Einarssonar for-
stjóra Skipaútgerðar ríkis-
ins höfðu gámarnir ekki
að geyma mjög verðmætar
vörur og veröur hægt að
bæta það tjón sem þarna
varð.
Esjan er á hringferð,
hún ícom til Sauðárkróks í
gærkvöldi og heldur svo
áfram ferð sinni norður
unt land. Aftakaveður
hefur verið úti fyrir Vest-
fjörðum síðan um helgi og
togarar verið í landlegu
síðan á laugardag.
Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs:
Förutil
Finnlands
■ Finnski rithöfundurinn
Antti Tuuri hlaut bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs í ár.
Dómnefndin kunngerði þessi
úrslit síðdegis í gær á blaða-
mannafundi sem haldinn var í
þinghúsinu í Osló.
Verðlaunabókin, skáldsagan
„Pohjanmaa", erellefta ritsmíð
Tuuris. Sagan gerist í norður-
hluta Finnlands og höfundurinn
fléttar dulúð og forneskju þessa
landshluta inn í söguna. Bókin
fjallar þó fyrst og fremst um
nútímann, að því er segir í
finnskum ritdómi.
■ Verðlaunahafinn: Finnski
rithöfundurinn Antti Tuuri.
Mynd: POLFOTO
Valdimar Indriðason:
Ekki rétt að veita Grund-
firðingum skelfiskleyfi
■ „Ég sagöi að það væri
hægara fyrir Steingrím að
stýra ríkisstjórninni ef for-
maður Sjálfstæðisflokks-
ins væri innan ríkisstjórn-
ar," sagði Valdimar Ind-
riðason í samtali við NT í
gær, en Valdimar og Friö-
jón Þórðarson hafa
undanfariö veriö á ferð
um Vesturlandskjördæmi
og héldu um helgina fund
í Stykkishómi. „Að öðru
leyti sagði ég að stjörnar-
samstarfiö væri traust og
gott og að breytingar á
ríkisstjórninni væri útrætt
mál í bili.“ Valdimar
skýrði jafnframt frá því að
mikil óánægja hefði verið
meðal fundarmanna
vegria skelfiskléyfa sem
s j á va r ú t ve gs ráð h e rra
hefði veitt Grundfiröing-
unt. „Meöan skelfisk-
stofninn er ekki traustari
en hann er er rangt að
bæta við leyfum." sagði
Valdimar, „og þetta mun
ég líka segja þegar ég kem
á Grundarfjörö, að sjálf-
sögðu," sagði Valdimar.
Verkamannasambandið:
Mótmælir öryggisleysi
hjá fiskverkunarfólki
■ Verkamunnasamband íslands
inótmælir því réttindaleysi oc at-
vinnuleysi, sem ilskvinnsliifólk býr
við, og varar viö þeirri þróun, aö
þrautþjálfaö fiskverkunarfólk flýi í
önnur störf vegna öryggisleysis í
atvinnu, og lélegrar afkomu.
I frétt frá VMSI scgir, að ótrú-
legur fjöldi fjölskyldna eigi lífsaf-
komu sína undir því, að vinna við
fiskverkun sé stöðug og traust.
Samkvæmt samningum og lögum,
sern ekki sé hægt að fá breytt. megi
segja þessu fólki upp störfum mcð
viku fyrirvara, hvenær, sem hrá-
efni er ekki til, alveg sarna hvort
viðkomandi hafi unniö í 3 mánuði
eða 30 ár.
Örvggisleysi þctta bitnar fyrst
og fremst á konum, sem cru 75%
vinnuafls í fiskverkuninni. Nú eru
á þriðja hundrað manns atvinnu-
lausir á Akranesi og fjöldinn er
svipaður í Hafnarfirði, og eru kon-
ur þar í meirihluta. Segir í fréttinni
aö án þessarar miklu þátttöku
kvenna í þessari atvinnugrein
myndu útflutningstekjur íslend-
inga hrynja saman.
Nýtt skip:
Jökulfell
■ Hinu nýja flutningaskipi SÍS
var gefið nafn sl. föstudag. Hlaut
það nafnið Jökulfell.
Athöfnin fór fram í Appledor
skipasmíðastöðinni í Devon í
Lnglandi.
Jökulfell mun annast Itutning á
frystivöru og gámum til Noröur-
Ameríku. Hægt er að opna frysti-
geýmslurnar til að auka pláss fvrir
gáma. Heildarburðargeta skipsins
er 3000tonn.