NT - 22.01.1985, Page 6

NT - 22.01.1985, Page 6
Einar Hannesson: Fiskeldi í sókn á Suðurlandi ■ Umsvif í fiskeldi hafa vax- iö mjög á Suðurlandj seinustu árin. Reistar hafa verið fjórar nýjar fiskcldisstöðvar. Þær eru í Limdssveit, Ölfusi, Laugar- díil og á Stokkseyri. Þá má vænta vaxandi grósku á þessu sviöi á næstu árum. I undir- búningi er nú bygging stórrar laxcldisstöðvar í Ölfusi og sömuleiðis rnunu í deiglu eldis- mál tengd Þorlákshöfn. Klakstarfsemi Viðeigandi er að minna á, að annað elsta laxaklak hcr á landi var á Þingvöllum og hófst þar árið 1885. Er því á þessu ári liðin öld frá því að sú fiskræktarframkvæmd var inn- leidd á Suðurland. Á þriðja áratugi aldarinnar voru byggö mörg klakhús á ýmsum stöð- um á Suðurlandi, scm klöktu út laxi, göngusilungi og vatna- silungi. Þessi starfsemi fór fram í lengri eða skemmri tíma. Samfelldast og lengst var klakreksturinn í Alviðru í Ölfusi og síðar að Laugabökk- um í sömu sveit. Á síðar- nefnda staðnum reisti Veiöifé- lag Árnesinga stórt klakhús og hefur starfrækt þar laxaklak í nokkuð stórum stíl. Auk þess má nefna klak, sem rekið var um skeið við vatnasvæði Rang- ánna, en það var í klakhúsinu að Stokkalæk á Rangárvöll- um. Þar var lengst af klakið út silungshrognum og síðar laxa- hrognum. Tröppugangur í fiskeldi Snemma á sjötta áratugnum hófst uppbygging klak- og eldisstöðvar að Tungu í Land- broti í Vestur-Skaftafellssýslu. Um áratug seinna reis önnur fiskeldisstöð á vegum Tungu- lax h.f að Öxnalæk í Ölfusi. Báðar þessar stöðvar störfuðu um tíma og klöktu út og ólu upp göngusilung, bleikju og lax, en síðar lagðist starfsemin að mestu leyti niður. Hins vegar hefur Tungulax h.f. staðið fyrir umsvifamiklu lax- eldi í Lóni í Kelduhverfi sein- ustu árin í samvinnu við Þriðjudagur 22. janúar 1984 6 stærsta fyrirtæki á þessu sviði í Noregi, eins og kunnugt er. í undirbúningi mun vera að hefja álaeldi í Öxnalækjarstöð- inni. Auk þessa, sem nefnt hefur verið, hefur utn árabil verið rekin lítil og skemmtileg klak- og eldisstöð í Vík í Mýrdal, sem sinnt hefur eldi á laxi og göngusilungi. Hið sama má segja um laxaseiðaeldi, sem hófst að Tungufelli í Hruna- mannahreppi 1977. Þar hafa verið alin sumarseiði, sem dreift hefur verið á vatnasvæði Öflusár-Hvítár. Þá hefur um hríð átt sér stað cldi í smáum stíl í klakstöðinni að Þurá í Ölfusi. Fjórar nýjar fiskeldisstöðvar Byggðar hafa verið fjórar nýjar eldisstöðvar fyrir lax og silung seinustu tvö til þrjú ár. Elst þeirra er klak- og eldis- stöð, sem reist var við Fclls- múla í Landssveit, þá eldisstöð Fiskalóns h.f. að Þóroddsstöð- um í Ölfusi, síðan Laugarlax h.f., sem reisti sína stöð í Laugardal og að síðustu lax- eldisstöðin á Stokkseyri. Þrjár hinna nýju stöðva nota eingöngu ferskt vatn sem eldis- vatn, en sú fjórða og nýjasta, sem er á Stokkseyri, notar sjó. Rekstur hennar hófst s.l. sum- ar þegar komið var fyrir tveim- ur netkvíum á lóni í sjó innan við skerjagarðinn hjá Stokks- eyri. í netkvíarnar voru sett laxaseiði og þau fóðruð þar til í nóvember að búnaður þessi var tekinn upp. Fiskurinn var fluttur í nýbyggingu stöðvar- innar, hús, sem er tæplega 400 fermetrar að flatarmáli, en þar er komið fyrir sex stórum eld- ■ Klak- og eldisstöðin í Fcllsniúla. ■ Fiskeldisstöðin í Tungu, Vestur-Skaftafellssýslu. Fjölmiðlarisinn ógnar frelsinu ■ „Hið stóra blað“ Morgun- blaðið fer hamförum í Reykja- víkurbréfi um helgina. Við- fangsefnið er frumvarpið um ný útvarpslög og greinilegt er að fjölmiðlarisinn ísfilm hefur tekið ritstjórann á hné sér og lagt honum línurnar. Tónninn í skrifunum er sá að óeðlilegar takmarkanir og hömlur séu í frumvarpinu og með frum- varpinu sé einkaútvarpsstöðv- um boðið upp á óviðunandi skilyrði til rekstrar. Bent er á þá óhuggulegu staðreynd að rekstur einkaútvarpsstöðva verði enginn dans á rósum og það sem verra er, enginn aug- ljós gróðavegur og bent á þann voðalega hlut að það þurfi mikið til þess að fá fólk til að hlusta á aðrar útvarpsstöðvar en ríkisútvarpið. Auglýsingum settar skorður í frumvarpinu eins og það liggur fyrir er gert ráð fyrir því að sérstök nefnd „Utvarpsrétt- arnefnd" gefi út reglur um auglýsingarm.a. meðhliðsjón af lengd dagskrár viðkomandi stöðvar og samanburði við hlut auglýsinga og reglur um flutn- ing á dagskrá Ríkisútvarps- ins . „Þettafyrirkomulagsetur flutningi auglýsinga í útvarpi óviðunandi skorður fyrir einkarekstur" er dómur Morg- unblaðsins. „Þar sem auglýs- ingar verða eina tekjulind út- varpsstöðvar kann það^ekki góðri luklcu að stýra að opinber aðili ákveði hve magn þeirra megi vera mikið." Steininn tekur þó úr að dómi Morgun- blaðsins þegar þessi sama nefnd á að hafa eftirlit með verði auglýsinga. Ef pólitískir vindar blása þannig... Morgunblaðið viðurkennir hreinlega að spurningin um það hverjir fá leyfi til þess að reka útvarpsstöðvar sé hápóli- tísk og segir hreint út að það teflji að pólitískt litróf muni ráða leyfisveitingum. Það gerir það með því að ráðast að því ákvæði í frumvarpinu þar sem gert er ráð fyrir því að leyf- isveiting verði aðeins til þriggja ára í upphafi. Blaðið segir: „Þetta þýðir, að aðili, sem leggur nokkrar milljónir í að hefja útvarpsstarfsemi, getur búist við því að verða sviftur leyfinu eftir þrjú ár, ef pólitísk- ir vindar blása þannig...“ ■ Við það eykst ekki l'relsi nokkurs manns, en frelsi l)V og Morgunblaðsins til þess að stjórna viðhorfuni þjóðarinn- ar, l'relsi þeirra til að niaka auglýsingakrókinn enn betur, eykst. Svo, þannig skín það í gegn- um alla umfjöllun blaðsins að möguleikarnir til að græða eigi að verða sem mestir og að Sjálfstæðisflokkurinn fái að ráða því til frambúðar hverjir reki hér útvarp. Öll frelsis-rök- in gleymast í skrifum blaðsins. Gróðahagsmunir og pólitískir hagsmunir þeirra sem nú hafa lagt fram milljónir til að vera í startholunum stýra hinum frjálsa penna.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.