NT - 22.01.1985, Side 8

NT - 22.01.1985, Side 8
Margir þekktir leikstjórar, þar á meðal Fassbinder hafa safnast til feðra sinna að undanförnu. Hvenær kemur Don Giovanni? ■ Pótt af og til sé boðið upp á góðar og jafnvel frábærar myndir í kvikmyndahúsum borgarinnar, getur þó undirrit- aður ekki látið hjá líða að lýsa þeirri skoðun sinni að ládeyð- an sé ofáberandi. Löngtímabil koma án þess að kvikmynda- húsin sýni myndir sem standa undir því að geta kallast lista- verk. Þetta er reyndar þeim mun undarlegra sem myndir sem framleiddar eru fyrir svo- kallaða vandláta áhorfendur fá hér yfirleitt góða aðsókn. Einhverra hluta vegna hefur það líka alveg fallið niður hjá íslensku kvikmyndahúsunum að sýna klassískar myndir, meistaranna eða raðir mynda hinna stóru núlifandi kvik- myndaleikstjóra. Að undanförnu hafa margir þekktir leikstjórar, ungir sem aldnir safnast til feðra sinna. 'Fassbinder, Bunuel, Truffaut og Joseph Loosey svo ein- hverjir séu nefndir. Hvernig væri að eitthvert bíóið eða fleiri tækju sig til og efndu til sýninga á helstu verkum þess- ara manna. Ég býð spenntur. Þessir höfundar eru yfirleitt vel kynntirá íslandi. Égget þó ekki látið hjá líða að benda á að ein af síðustu myndum Loosey's hefur ekki verið sýnd hér enn á almennum sýning- um. Það er Don Giovanni, óviðjafnanleg mynd, gerð eftir óviðjafnanlegri óperu Mozarts. íslendingar eru þekktir fyrir að sækja tónleika og kvik- myndahús betur en flestir aðrir. Þeir eiga ekki skilið að missa af þeirri veislu fyrir augu og eyru sem þessi mynd er. Það kvikmyndahús sem býð- ur upp á hana þarf ekki að óttast tap. Þar að auki er það skylda kvikmyndahúsanna að sýna brcitt úrval mynda. Því spyr ég bíóstjórana. Hvenær kemur Don Gi- ovanni? Skrifið til: Lesendasíðan Síðumúla 15 108 Reykjavík ... eða hringið í síma 686300 milli kl. 13 og 14 _________________________ Þriðjudagur 22. janúar 1984 8 Lesendur hafa orðið! Afmæli ■ Ólafur Magnússon bóndi og hreppstjóri á Sveinsstöðum Sveinsstaðahreppi A.-Hún. er sjötíu ára í dag. Hann fæddist á Sveinsstöðum, sonur hjón- anna Magnúsar Jónssonar bónda og hreppstjóra þar og konu hans Jónssínu Jónsdótt- ur. Ólafur varð búfræðingur frá Hvanneyri 1937 og bóndi á Sveinsstöðum hefur hann verið síðan 1943. Áður vann hann að búi föður síns þar. Ólafur hefur gengt fjölmörg- um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og sýslu. M.a. var Itann í hreppsnefnd frá 1938-1958 og hreppstjóri hefur hann verið frá 1942. Hann var í stjórn sölufélags A.-Húnvetninga 1972-1981. Hann hefur lengi setið í sóknarnefnd Þingeyra - kirkju og sóknarnefndarfor- rnaður síðustu árin. Þá hefur Ólafur verið í stjórn Veiðifé- lags Vatnsdalsár síðan 1944 og formaðurfélagsinssíðan 1978. Ólafur kvæntist 24. apríl 1943. Kona hans var Hallbera Eiríksdóttir f. 9.júní 1919,d. 9. des. 1971. Þau eignuðust sex börn sem öll eru á lífi. Ólafur tekur á móti gestum í Flóðvangi á bóndadaginn, föstudagskvöldið 25. jan. frá kl. 20.00, en hann fæddist á bóndadaginn fyrir 70 árum. Pennavinir Dominic P. Old. 6, Lingwood Walk, Bassett, Southampton, SOl7GL United Kingdom. Dominic er 21 árs, nemi í ljósmyndun. Hann langar að skrifast á við einhvern sem hefur áhuga fyrir ljósmyndun og væri jafnframt til í gagn- kvæmar heimsóknir. Hann skrifar á ensku. Quab Amoah P.O. Box 209. Cape Coast Ghana W/Africa Ouab er 28 ára og hefur áhuga fyrir matseld, dansi, kvik- myndum og íþróttum. Hún skrifar á ensku. Isaac Amoah P.O. Box 209. Cape Coast Ghana W/Africa ísaac er tvítugur og segir helstu áhugamál sín vera að skiptast á gjöfum, ferðast og eignast vini. Hann skrifar á ensku. Pino Lovely P.O. Box 209 Cape Coast Ghana W/Africa Pino er 24 ára. Hún segist hafa áhuga fyrir ástum, vináttu, dansi og eldamennsku. Hún skrifar á ensku. Yaw Esuah P.O. Box 209 Cape Coast Ghana W/Africa Yaw er 24 ára, hefur áhuga fyrir sundi, lestri, ferðalögum og vináttu. Hún skrifar á ensku. rdið Afram Bryndís! - og tvo mynd af Joan Coflint, takk ■ Hjónin Hallbera Eiríks- dóttir og Olafur Magnússon á Sveinsstöðum. Takk, Stefán! Áfram Bryndís og áfram Ragnhildur Lára skrifar: ■ Ég vil taka undir með Sámi, sem skrifaði í lesenda- dálk NT, s.l. föstudag að þáttur Bryndísar Schram, í sjónvarpinu sé mjög góður. Hún hefur góða innsýn á fólk og nær oft ýmislegu upp úr því sem aðrir gætu ekki. En ég vil mótmæla því sem stendur í bréfi Sáms að Bryn- dís hafi sagt að Ragnhildur Gísladóttir væri ósmekklega klædd. Það voru ekki hennar orð heldur talaði hún um hvað Ragnhildur væri skrítilega klædd og sagði svo að í saman- burði við Ragnhildi væri hún sjálf alger drusla. Ég segi ekki aðeins: áfram Bryndís, heldur einnig: áfram Ragnhildur. HúsiðAFsléttunni! Vitrænn lesandi hringdi. ■ Það er auðvitað mjög misjafnt efni sem sjónvarpið býður áhorfendum st'num upp á. Sumt er ágætt en annað misjafnt að gæðum cing og gengur. Þctta væri í sjálfu sér allt í lagi, því auð- vitað er ekki hægt að ætlast til að sjónvarpið sýni einungis efni í háum gæðaflokki, en útyfir tekur þó þegar verið er að sýna jafn afspyrnu lélegt sjónvarpsefni ár eftir ár eins og Húsið á sléttunni er. Það gefur augaleið að þar sem ég er ekki sérstakur aðdá- andi þessa þáttar, að ég horfi ekki oft á hann. Þó kemur það fyrir að ég sé þetta með öðru auganu, ef svo vill til að ég er staddur meðal áhang- enda þáttarins. Einhvern tíma fyrir nokkru bar svo við að ég lenti í þvílíkri aðstöðu og viti menn; efnið gekk að þessu sinni út á það að stelpu- krakki sem hafi verið kol- blind frá tveggja ára aldri, tók upp á því að mála feg- urstu myndir í víðri veröld. Svona vitlausir eru nú satt að segja ekki einu sinni Dal- las-framleiðendurnir sem þó hafa gengið útrúlega langt í lágkúrunni, - en íslenska sjónvarpið getur þó fengið sig til að bjóða áhorfendum sínum upp á þetta. Við verð- um að gera þá kröfu til sjón- varpsins að vitleysan sé a.m.k. að einhverju leyti vitræn. Sem sagt: Húsið af sléttunni! Það er krafa dagsins. ■ Nóg komið af Húsinu á sléttunni? Valli hringdi: ■ Eins og þúsundir annarra vinnandi manna á íslandi, vakna ég fyrir kl. sjö, fimm daga vikunnar og er lífið þá oft ansi grátt. Ég segi ykkur það satt, að ég veit ekki hvort sumir morgnar væru þess virði að lifa, ef ég hefði ekki hann Stefán Jökulsson í morgunút- varpinu á þessum dögum. Með skemmtilegu vali á tónlist og þægilegri rödd sinni, hefur Stefáni hingað til tekist að bjarga morgnunum mínum. Og svo sakar ekki að hann lumar alltaf skemmtilega gagn- legum fróðleik til hlustenda sinna svona á milli laga. Svona fjölmiðlun kann ég vel að meta.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.