NT - 22.01.1985, Síða 9

NT - 22.01.1985, Síða 9
 Þriðjudagur 22. janúar 1984 9 Mitterrand Frakklands- forseti minnkar í áliti hjá ■ í Moskvuför sinni á síðasta ári talaði Mitterrand enga tæpitungu við höföingjana í Kreml þegar hann ásakaði þá um mannréttindabrot. Óx forsetinn í áliti heima fyrir vegna þeirrar frammistöðu sinnar. En síðan hefur hann verið heldur óheppinn í viðskiptum við önnur ríki. ■ Mikill fögnuður og eftirvænting ríkti í Frakk- 'landi þegar sósíalistinn Mitterrand tók við forsetaembættinu, en í dag á þessi mannvinur og oft fráhrindandi gáfumaður við sívaxandi gagn- rýni að stríða, sem ekki er alltaf byggð á gjörðum hans. Ummæli Mitterrands sjálfs í franska sjónvarp- inu fyrir skömmu eru lýsandi fyrir vandamál hans: „Ef ég segist vera sósíalisti, sem er jú sannleikurinn, þá er ég sagður vera kreddufullur æsingamaður. Og ef ég segist ekki vera sósíalisti, þá er ég kallaður tækifærissinni.“ í þessum orðum Mitterrand felst að litlu máli skiptir hvað hann gerir eða segir, allt er talið vera ótækt. Vinsældir Mitterr- ands eru nú í algjöru lágmarki og eru nú einungis 25% franskra kjósenda honum fylgjandi. f dag sér meiri hluti franskra kjósenda Mitterrand sem þögul- an og hæðnislegan, stundum jafnvel aumkunarverðan mann, sem í besta falli hljómar eins og predikari þegar hann flytur stór- ræðurnar, en þær þykir skorta algerlega þann sannfæringar- kraft sem einkenndi ræður DeGaulle heitins. Ekki bætir úr, að franskir kjósendur gera Mitterrand alfarið ábyrgan fyrir versnandi stöðu Frakklands á flestum sviðum. Spurningar vakna: Hver er þessi maður? Og hvaða breytingar hefur valdataka sósíalista 1981, fyrsta vinstristjórnin síðan breiðfylk- ing alþýðu var við völd á fjórða áratugnum, haft í för með sér fyrir Frakkland? Saga um metorðagirnd S.l. haust gaf franskur blaða- maður. Catherine Nay, út bók um Mitterrand, sem varð mjög vinsæl. Titiil bókarinnar var „Svart og rautt. saga af met- orðagirnd". „Rautt" íbókartitl- inum táknar að sjálfsögðu sósía- lismann, en „svart" stendur aft- ur á móti fyrir hið leyndardóms- fulla í fari Mitterrands, en ekki stjórnleysi eins og venjan er. Nay rekur æviferil Mitterrands allt frá því að hann, sem ungur maður á þriðja áratugnum, hafði samúð með málstað frönsku fasistasamtakanna Action Francaise og skrifaði greinar undir áhrifum frá Pétain marskálki, samstarfsmanns nas- ista í Frakklandi, og gekk síðan til liðs við andspyrnuhreyfing- una á stríðsárunum. Fjallar bókin einnig um feril Mitterr- ands á fjórða og fimmta ára- tugnum, þegar hann var nokkr- um sinum ráðherra og þá ætíð á öndverðum meiði við De- Gauile, Enda á DeGaulle að hafa sagt í geðvonskulegum tón er hann sá Mitterrand: „Er hann nú kominn aftur.“ Áhrif eiginkonunnar Það er einkum þrennt sem talið er hafa komið Mitterrand í forsetaembættið; persónuleg- ur metnaður, djúpstæð andúð á DeGaulle og loks sósíalísk sannfæring hans, sem sam- kvæmt Ney má rekja til áhrifa frá eiginkonu hans, Danielle. Er hún t.a.m. talin vera aðal- hvatamaður þeirrar gagnrýni sem franska ríkisstjórnin hefur haft uppi á stefnu Bandaríkj- anna í Rómönsku Ameríku, og má m.a. rekja þá afstöðu henn- ar til vinskapar við ekkju Al- lende fyrrverandi forseta Chile. Einnig neitaði Danielle að fara með Mitterrand í opinbera heimsókn til Zaire í boði Mo- butos, einvalds þar í landi, og var fjarvist hennar sögð vera af heilsufarsástæðum. Snýr forsetinn taflinu við? Kosningasigur Mitterrands ■ Danielle, eiginkona forsetans hefur mikil pólitísk áhrif á mann sinn, en hún er ákafur vinstrisinni. skiptum ríkisvaldsins af uppeld- is- og skólamálum. Sært þjóðarstolt Til þessa hafa utanríkismál einkum orðið Mitterrand til framdráttar á stjórnmálasviðinu og er í því sambandi helst að minnast beinskeyttra ummæla hans um mannréttindamál í Moskvu. Afturkippur virðist þó vera kominn í velgengnina á því sviði sem öðrum. Samningur Mitterrands og Khaddafi Líbýu- forseta um að kalla samtímis heri sína heim frá Afríkuríkinu Tsjad til að forða styrjöld var honum til lítils vegsauka, sér- staklega eftir að upplýst varð að Líbýa hefði ekki staðið við samninginn. Særði þetta mál mjög þjóðarstolt Frakka. Sívax- andi viðsjár í nýlendu Frakka, Nýju Kaledóníuauka ennfrem- ur á erfiðleika forsetans. Franska hægri pressan hefur gert Mitterrand lífið sérstaklega leitt með heiftarlegri gagnrýni á allar ákvarðanir hans. Til dæmis, þegar hann dró til baka lögin um skólamálin var hann sagður búinn að vera í blöðum hægri aflanna. Sömu blöð út- hrópuðu hann sem ragan leið- toga þegar hann dró herinn til baka frá Tsjad. Þegar hann hækkar skatta er bent á að hann sé nú einu sinni sósíalisti og þegar hann lækkar skatta ásakar hægri pressan hann fyrir að þora ekki að sýna sig sem sósía- lista. Frosetinn á því við ramm- an reip að draga í samskiptum sínum við dagblöðin. Átakatímar framundan Getgátur hafa verið uppi um að í raun kæri Frakkar sig ekki um lýðræðislegan sósíalisma, heldur liafi þeir einungis kosið yfirvegun Mitterrands fram yfir hroka Giscard d’Estaings, engin þriðja leið hafi þar komið til greina. Brotthvarf kommúnista úr ríkisstjórninni opni því í raun leiðina til baka, til hins gamia franska kerfis þar sem hægri öflin stjórna og vinstri öflin gagnrýna. Hvað sem öllum slíkum bollaleggingum líður, þá er ljóst að átakatímar eru fram- undan fyrir Mitterrand og þó hann hafi sýnt og sannað að í stjórnmálabaráttunni séu fáir honum fremri, þá þarf hann að sýna mun betri árangur á næst- unni ef hann ætlar að gera sér vonir um að almenningur greiði stefnu hans atkvæði í þingkosn- ingunum næsta ár. ■ Mitterrand er harður í hom að taka og hann nýtur sín best þegar andstaðan er hörð og nú em átakatímar framundan. 1981 gaf honum tækifæri til að setja mark sitt á spjöld sögunn- ar. Mitterrand var ímynd alls hins besta úr frönskum sósíal- isma og ferskir vindar léku um forsetabústaðinn, Elysee höll. En ekki gafst langur tími til að njóta sigursins, því vandamálin hrönnuðust upp og gera enn. Því er það svo í dag að það, sem Frakkar kunna einna best að meta við Mitterrand, er fjarvera hans. Á móti kemur að Mitter- rand hefur ætíð notið sín best í mótbyr og telja því hörðustu fylgismenn hans að það sé að- eins tímaspursmál hvenær hann snúi taflinu við og sanni sig sem mikilhæfur forseti. Þó er erfitt að sjá hvernig það má verða, því skrautfjaðrir stjórnar Mitt- errands eru fáar. Að vísu hefur verðbólga ekki verið jafn lítil þar í landi um árabil og nokkrir hagfræðingar gefa honum gott orð fyrir þokkalega stjórn efna- hagsmála. En það dugar honum lítt til að auka vinsældir sínar, því meðalið, sem notað hefur verið, er hin hefðbundna niður- skurðarleið íhaldsins, sem á ekkert skylt við sósíalisma. Fátæktin sækir á Afleiðingin er sú, að fátækt hefur aukist mjög í Frakklandi og nú búa sex milljónir Frakka við minni tekjur en þær, sem Efnahagsbandalagið telur al- gjört lágmark til að draga fram lífið á og nema um 2000 krónum á mánuði. í París einni saman er áætlað að um 22.000 manns séu heimilislausir og geri götur og undirgöng að bústað sínum. Er þetta aukning heimilislausra um 8000 frá 1982. Atvinnuleysi er nú ríkjandi um allt Frakkland og eru 10% vinnufærra án at- vinnu. Stór hluti atvinnuleys- ingjanna er ungt fólk. Hæpi öflin í Frakklandi hafa gagnrynt Mitterrand kröftuglega fyrir að innleiða fátækt á ný í Frakk- landi. Svar sósíalistanna, um að ástandið sé þó betra en í Bandaríkjunum og á Bretlandi, hljómar falskt þegar haft er í huga hverjir eru við völd í þeim löndum. Vaxandi hljómgrunnur fasista undir forystu Jean-Marie Le Pen er enn einn vitnisburður- inn um slæmt ástand innan- landsmála. Ekki jók Mitterrand hróður sinn s.l. sumar þegar hann þurfti að draga til baka áform sín um að efla ríkisrekna skóla, en feikileg andstaða al- mennings kæfði það mál, enda eru Frakkar lítt hrifnir af af-

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.