NT - 22.01.1985, Side 10
Þriðjudagur 22. janúar 1984 10
Stórgróði í Noregi,
en tap í Straumsvík
- um 17 milljónir fyrir skatta
■ Hagnaður álvera í Noregi
varð á síðasta ári meiri en
nokkurn tíma fyrr, eða tæplega
9 milljarðar íslenskra króna.
Ársframleiðsla þessara álvera
varð um 750 þúsund tonn,hafði
aukist um 6% frá 1983.
Aftur á móti varð enn talsvert
tap hjá álverinu í Straumsvík á
nýliðnu ári. Samkvæmt upplýs-
ingum Ragnars Halldórssonar,
forstjóra, er áætlað tap íslenska
álfélagsins árið 1984, fyrir
skatta, 17 milljónir króna, tapið
verður um 190 milljónir króna
eftir greiðslu framleiðslugjalds
og umsamins sáttafjár fyrir-
tækisins til íslenska ríkisins.
ÍSAL framleiddi rúmlega tí-
unda hluta þess magns sem
framleitt var í Noregi í fyrra eða
82.300 tonn 5% meira en árið
áður, og það mesta sem verk-
smiðjan hefur framleitt á einu
ári til þessa.
Afskriftir og vextir
Hverjar eru svo ástæðurnar
fyrir þessum mikla mun á af-
komunni hér og í Noregi? „Ég
geri ráð fyrir að í Noregi séu
þeir búnir að afskrifa sínar
verksmiðjur fyrir löngu, en við
erum ennþá að því,“ sagði
Ragnar Halldórsson, þegar NT
leitaði skýringa hjá honum.
Afskriftir ÍSAL á árinu 1984,
námu 492 milljónum króna.
Önnur mikil ástæða fyrir
tapinu er vaxtabyrðin sem
álfélagið ber vegna skulda
sinna frá liðnum árum.
Vaxtagreiðslur fyrirtækisins á
síðasta ári námu 259 milljón-
um króna. Heildarskuldir
ÍSAL eru nú rúmlega 5 mill-
jarðar króna, en að sögn Ragn-
ars Halldórssonar voru eignir
þess um áramótin bókfærðar á
aðeins 4.4 milljarða króna.
Sem hlutfall af 3588 milljón
króna veltu 1984 voru afskriftir
því 13,7% en vaxtagreiðslur
7,2%.
„Þetta teljum við nú sæmi-
lega afkomu, vegna þess að við
höfum verið með langtum
hrikalegri afkomu undanfarin
ár“, sagði Ragnar Halldórs-
son, forstjóri ÍSAL.
Horfur á
nýju ári
■ Víða um heim eru horfur í
efnahagsmálum taldar góðar á þessu
nýbyrjaða ári, 1985.
Asía
Bestu horfurnar eru
taldar vera í Asíu. I nýrri
skýrslu Bank of America
er því spáð að þjóðar-
framleiðsla Asíu-
ríkja vaxi samanlagt um
5% á árinu. Mestum vexti
er spáð í Singapore,
7,5%, en lítið eitt minni í
Suður-Kóreu og Kína,
7%.
Talið er að verðbólga í
Asíu verði 4,9% á þessu
Metframleiðsla var hjá ÍSAL í fyrra, en áfram tap á rekstrinum,
hagslífi. Hagfræðingarnir
fimm spá lítilsháttar
aukningu atvinnuleysis á
þessu ári, en fjöldi at-
vinnuleysingja í Bretlandi
er nú um 3 milljónir sem
samsvarar 13% af mann-
afla í landinu.
Bandaríkin
Spáin fyrir Bandaríkin
ber svip af Bretlands-
spánni. Yfir tuttugu sér-
fræðingar komust nýlega
að þeirri meðaltalsniður-
stöðu f tímaritinu
Business Week, að þjóð-
arframleiðslan myndi
aukast um 3,2% á árinu.
Ennfremur spáðu þeir
4,5% verðbólgu, frá upp-
hafi til loks ársins.
Sérfræðingarnir töldu
ekki að atvinnuleysi
myndi minnka verulega í
Bandaríkjunum á árinu
1985. Meðaltalsspá þeirra
hljóðaði upp á 7,2% at-
vinnuleysi í lok ársins.
Dæmi um nýju vörumerkinguna.
„Mannlegi þátturinn
er mikilvægastur“
- segir Bjarni Ingvarsson hjá Hagræðingu
EAN merkingar á
íslenskum vörum
■ Um síöustu áramót gerðust
íslendingar aðilar að alþjóðlegu
merkingakerfi á umbúðir,
EAN. Er stefnt að því að allar
vörur sem framleiddar verða
eða seldar hér á landi verði
einkenndar með eigin merki,
úthlutuðu af Iðntæknistofnun
íslands í samvinnu við EAN
samtökin í Brussel.
Merkin eru eins konar nafn-
númer varanna. Þrettán stafa
númer gefa meðal annars til
kynna í hvaða landi varan er
framleidd, og hver framleiðand-
inn er. Mismunandi breiðar
rendur í merkjunum eru tákn
fyrir tölustafina.
EAN merkingin er heilsteypt
merkingakerfi, sem fram-
leiðendur, heildsalar og smásal-
ar geta notað til nákvæmari
vélskráningar á birgðum, og til
betra eftirlits með einstökum
vörutegundum.
Sérstök EAN-nefnd er hand-
hafi merkingarinnar hér á landi,
en að nefndinni standa samtök
iðnrekenda, kaupmanna, stór-
kaupmanna, og ennfremur
Sambandið og Verslunarráð.
■ „Oft er það svo, að í skýrslum ráðgjafastofa til
fyrirtækja er manniega þættinum algerlega sleppt. Þar er
eingöngu fjallað um formlega rekstrarþætti, tækni, skipu-
lag og fleira, sem hefur bein áhrif á framleiðslu og afkomu
fyrirtækjanna. Hins vegar gleymist að athuga hvort
óformlegu þættirnir, sem snerta samvinnu, þarflr, og áhuga
starfsmanna, falli saman við formlegu þættina. En þessir
óformlegu þættir hafa ekki síður áhrif þegar allt kemur til
alls á afkomu fyrirtækjanna heldur en hinir".
Þetta segir Bjarni Ingvarsson
MA í samtali við NT, en Bjarni
stendur í ströngu þessa dagana
við að koma á laggirnar nýju
ráðgjafafyrirtæki, Hagræðingu
hf. Hagræðing er mjög óvenju-
legt íyrirtæki í sinni grein hér á
landi, vegna þeirrar áherslu sem
það leggur í ráðgjöf sinni á
mannlega þáttinn í starfi fyrir-
tækja og stofnana, og vegna
EBE tvöfaldar síldarkvóta
■ Efnahagsbandalagið
hefur ákveðið áð tvöfalda
■veiðikvóta á síld í Norðursjó
frá árinu í fyrra. í ár verður
leyft að veiða 299 þúsund
tonn, en var í fyrra 155
þúsund tonn.
Hollendingar fá að veiða
mest, 75 þúsund tonn, Dan-
ir næst mest, 71 þúsund, en
síðan koma Bretar, 64 þús-
und tonn, og Vestur-Þjóð-
verjar, 45 þúsund tonn.
þeirra nota sem það hefur af
sálfræðiaðferðum í þessu
sambandi. Bjarni er einmitt
menntaður í sálfræði, frá Bret-
landi. Við gefum honum orðið:
„Erlendis hefur rekstrar- og
stjórnunarráðgjöf mikið breyst
á síðustu árum, einmitt vegna
þess að menn hafa uppgötvað
mikilvægi mannlega þáttarins.
Þessi þróun hefur komið fram í!
bókum, t.d. In Search ofExcell-
ence, eftir Peters og Waterman.
Menn hafa kannski að sumu
leyti komist að hinu augljósa:
að það þurfi að skapa áhuga
hjá starfsmönnum til að ná góð-
um árangri.
Ráðgjöf þarf líka að vera
tengd þeim hugmyndum og
þeirri þekkingu sem starfsfólkið
hefur. Breytingar sem eru
þvingaðar fram verða sjaldan
langvarandi eða til hagsbóta."
Sumir eiga eflaust erfitt með
að skilja hvaða erindi sálfræði-
aðferðir eiga við fyrirtæki?
„Þeim getum við bent á að
skipulags- og vinnusálfræðin
hvílir á gömlum merg og styðst
við áratugarannsóknir í við-
skiptalífinu víða um heim.“
Fyrirtækið Hagræðing hf.
býður ekki eingöngu upp á ráð-
gjöf til fyrirtækja, heldur stend-
ur einnig fyrir sex mismunandi
námskeiðum fyrir stjórnendur
og starfsfólk fyrirtækja og stofn-
ana.
■ Sálfræðin á eríndi við fyrír-
tækin: Bjarni Ingvarsson MA.
ITF með sjávar-
útvegssýningar
- þ.á m. hér á landi
■ Breska auglýsingafyrir-
tækið ITF, Industrial and
Trade Fairs International
Ltd., sem stóð fyrir sjávarút-
vegssýningunni í Laugardals-
höll s.l. haust, ætlar ekki að
láta sjávarútvegsmál afskipta-
laus á þessu og næsta ári.
Eins og kunnugt er þá mun
fyrirtækið setja upp sýningu
um fiskibúskap í Reykjavík í
september undir heitinu
„Icelandic Fish Farming 85“.
En fyrirtækið lætur ekki þar
við sitja. í nóvember verður
ITF með kaupsýningu um
fryst matvæli í Bangkok, og
aðra í maf 1986 um sama efni
í Lausanne. í júní 1986 efnir
fyrirtækið síðan til „World
Fishing 86“ sýningar í Kaup-
mannahöfn.