NT - 22.01.1985, Qupperneq 11
Framleitt fyrir
IBM hér á landi?
■ Átta íslensk fyrírtæki, í
plast-, málm-, raf- og pappírsiðn-
aði, hafa lýst áhuga sínum á að
gerast undirverktakar hjá verk-
smiðjum IBM í Evrópu. Munu
Evrópuhöfuðstöðvar IBM í
París á næstunni fá sendar ýtar-
legar upplýsingar um fyrirtæk-
in, og á grundvelli þeirra og
eigin upplýsinga velja þau fyrir-
tæki sem þær telja hæf til fram-
leiðslunnar. Þessi fyrirtæki fá
svo tækifærí til prufufram-
leiðslu. Þau sem skila góðum
árangrí í prufunni komast að
lokum á biðlista verksmiðjanna
yfir undirverktaka, og fá þegar
fram líða stundir tímabundin
verkefni við framleiðslu tækja-
hluta fyrir IBM.
IBM á íslandi og Félag ís-
lenskra iðnrekenda hafa haft
forgöngu um þátttöku íslensku
fyrirtækjanna í þessu erlenda
samstarfi. Reyndar könnuðu
þessir aðilar áhuga íslenskra
fyrirtækja á þessu máli fyrir
tveimur árum, en fengu þá eng-
ar undirtektir. Nú hefur áhug-
inn hins vegar reynst mikill.
Gunnar Hansson, forstjóri
IBM á íslandi, sagði þetta mál
vera á algjöru byrjunarstigi. En
hann taldi mikilvægt að vel
tækist til. „Ég tel ekki óeðlilegt
að við getum framleitt eitthvað
fyrir IMB, þegar 80-100 dönsk
fyrirtæki framleiða ýmsa hluti
fyrir verksmiðjurnar. íslensk
fyrirtæki, sem eru almennt með
mjög vel menntað starfsfólk,
hljóta að geta lagt eitthvað til,"
sagði Gunnar.
Sveiflur vísitölu
■ Þessi tafla sýnir glöggt þær
gífurlegu sveiflur sem orðið
hafa í þróun framfærsluvísitöl-
unnar (verði á vörum og þjón-
ustu) frá ársbyrjun 1983 til byrj-
unar janúarmánaðar s.l.
Fremsti dálkurinn sýnir hækkun
vísitölunnar frá næsta mánuði á
undan. Annar dálkurinn sýnir
hver hækkunin (verðbólgan)
yrði á einu ári ef vísitalan hækk-
aði jafn mikið í hverjum mánuði
- t.d. 229,6% hækkun á ári ef
mánaðarleghækkun væri 10,4%
eins og í mars 1983. Mánaðarleg
hækkun um 1,09%, eins og í
mars 1984 rnundi hins vegar
þýða aðeins 13,9% hækkun
(verðbólgu) á einu ári. Þriðji
dálkurinn sýnir hvað vísitalan
(verð vöru og þjónustu) hefur
hækkað mikið næstu 12 mánuði
á undan. Þannig hefur t.d. verð-
lag hækkað um 102,8% frá ágúst
1982 til ágúst 1983, en aðeins
um 14,7% frá nóvember 1983 til
nóvember 1984.
Breytingar vísitölu framfærslukostnaðar 1983-1985:
Mánaðarlegar Reiknaðtil Hækkunsíðustu
1983 breytingar % árshækkunar % 12mánuði%
Janúar 4,15 62,9 63,6
Febrúar 4,77 74,9 67,7
Mars 10,45 229,6 75,8
Apríl 6,79 120,0 79,7
Maí 4,60 71,5 86,6
Júní 9,60 200,4 93,8
Júlí 3,92 58,6 95,9
Ágúst 6,63 116,0 102,8
September 0,74 9,3 88,2
Október 3,10 44,2 86,3
Nóvember 2,74 38,3 84,1
Desember 1,23 15,8 76,6
1984 Janúar 0,72 9,0 70,8
Febrúar 0,65 8,1 64,1
Mars 1,09 13,9 50,2
Apríl 1,42 18,4 42,6
Maí 0,88 11,1 37,6
Júní 2,33 31,8 28,4
Júlí 0,93 11,7 24,7
Ágúst 1,57 20,6 18,8
September 0,62 7,7 18,7
Október 1,11 14,2 16,4
Nóvember 1,28 16,5 14,7
Desember 4,85 76,5 18,8
1985 Janúar 4,33 66,3 23,1
Verður pundið
jafngilt dollar?
■ Fjármálaspekúlantar víða um heim velta því nú fyrir
sér hvort, og þá hvenær, breskra sterlingspundið muni
verða jafngilt bandaríkjadollar í verði. Pundið hefur fallið
um 10% gagnvart dollaranum frá því í nóvember, og
ýmislegt bendir til að fallið muni halda áfram. Þegar
peningamarkaðir lokuðu á föstudag, þá gekk pundið á
1,12 dollara, og hefur munurinn á verðgildi myntanna
aídrei fyrr verið minni. (Seðlabankinn skráði í gær
söluverð dollara 40,98 krónur, og punds 46,29 krónur).
Hvort pundið fellur niður í Vestur-Þýskalands, Japans og
dollarann fer að nokkru leyti
'■eftir viðbrögðum ríkisstjórna
Bretlands og Bandaríkjanna.
hvorug stjórnin hefur hingað til
viljað grípa verulega inn í þró-
unina, t.d. með aukningu á
framboði dollara á alþjóða-
peningamörkuðum. Breska
stjórnin stóð þó í síðustu viku
fyrir hækkun yfirdráttar vaxta
banka í 12%, sem ætti að styrkja
pundið. Og fjármálaráðherrar
fimm stærstu iðnríkjanna,
Bandaríkjanna, Bretlands,
Frakklands, lýstu sig, að iokn-
um fundi sínum á fimmtudag,
reiðubúna til að lægja öldurnar
á peningamarkaðnum án þess
þó að boða ákveðnar aðgerðir.
Ýmislegt getur enn orðið
pundinu til hjálpar. Olíuverð
gæti styrkst, en á því eru enn
ekki taldar miklar líkur. Þá
gætu vextir í Bandaríkjunum
haldið áfram að lækka. Og dreg-
ið gæti úr peningaþenslunni í
Bretlandi.
**■ vw K; 'Mk
... * _ 1S .vh % Íi.
■ Reagan, Shultz utanríkis-
ráðherra og Bush varaforseti,
Þórarinn
Þórarinsson
skrifar:
Síðara kjörtímabil getur orðið
Reagan erfiðara en hið fyrra
■ REAGAN forseti tók
formlega við forsetaembættinu
í annað sinn á sunnudaginn
var. Þetta gerðist við hátíðlega
athöfn, eins og venja er, þegar
nýkjörinn forseti er settur inn
í embættið.
Síðan Reagan sigraði glæsi-
lega í forsetakosningunum í
nóvember, hefur að vonum
verið mikið um það rætt,
hvernig honum muni vegna á
síðara kjörtímabilinu. Að því
leyti virðist staða hans sterk,
að hann hlaut mikinn stuðning
kjósenda í forsetakosningun-
um.
Hún er einnig traust frá því
sjónarmiði, að hann þarf nú
ekki persónulega að hugsa um
endurkosningu, því að sam-
kvæmt stjórnarskránni getur
hann ekki boðið sig fram að
nýju. Hann getur því án tillits
til næstu forsetakosninga ein-
beitt sér að þeim málum, sem
hann hefur mestan áhuga á að
koma í framkvæmd.
Að vísu verður hann að taka
nokkurt tillit til þingkosning-
anna, sem fara fram haustið
1986. Þá fer fram kosning til
allrar fulltrúadeildarinnar og
til þriðjungs öldungadeildarinn-
ar eða á 33 öldungadeildar-
mönnum. Þarstanda repúblik-
anar öllu verr að vígi, því að
þeir unnu mikinn sigur í öld-
ungadeildarkosningunum
1980. Þá fengu þeir 22 öld-
ungadeildarmenn kosna, en
demókratar ekki nema 11. Það
eru því 22 öldungadeildarþing-
menn repúblikana, sem þurfa
að verja sæti sín haustið 1986.
Sumir þeirra eru taldir í fall-
hættu og mun það vafalítið
hafa áhrif á afstöðu þeirra á
þingi 1985 og 1986.
ÞETTA getur m.a. haft þau
áhrif að öldungadeildin verði
Reagan andsnúnari á síðara
kjörtímabili hans en hinu
fyrra. Flokksbræður hans
höfðu þar meirihluta og studdu
hann yfirleitt dyggilega á fyrra
kjörtímabilinu. Þeir öldunga-
deildarmenn, sem sóttu um
endurkjör á síðastliðnu haust,
töldu sér styrk að því að styðja
Reagan, því að þeir bjuggust
við sigri hans í forsetakosning-
unum og það væri því styrkur
■ Því er spáð að áhrif
forsetafrúarinnar fari vaxandi,
fyrir þá að njóta góðs af vin-
sældum hans. Slíkt sjónarmið
er nú úr sögunni, þar sem
Reagan verður ekki í framboði
aftur.
Þótt Reagan gengi líka vel í
forsetakosningunni í haust,
gilti það ekki um þingkosning-
arnar. Demókratar héldu
áfram meirihluta sínum í full-
trúadeildinni og urðu þar fyrir
minna tapi en spáð hafði verið.
Fulltrúadeildin verður Reagan
því áfram meira og minna
andvíg.
í öldungadeildinni varð
breyting, sem gekk repúblik-
önum í óhag. Þeir eru nú
tveimur færri þar en fyrir kosn-
ingar. Þeir unnu aðeins eitt
sæti þar, en töpuðu þremur.
Það skiptir þó ef til vill
meira máli, að völdin í þing-
flokki repúblikana í öldunga-
deildinni virðast hafa færst frá
hægri til miðju. Hinn nýi for-
maður repúblikana þar, Ro-
bert Dole, þykir líklegri til að
fara meira eigin leiðir en frá-
farandi formaður, Howard
Baker, sem þótti Reagan yfir-
leitt hliðhollur, þótt ekki væru
þeir skoðanabræður nema að
takmörkuðu leyti. Dole er líka
einn þeirra öldungadeildar-
manna, sem þurfa að sækja um
endurkjör 1986. Vafalítið mun
afstaða hans markast af því.
Það hefur líka verið
kunnugt, að þeir Dole og Re-
agan hafa verið ósammála um
afstöðuna til hins mikla rekstr-
arhalla ríkisins og þá gífurlegu
skuldasöfnun, sem hefur leitt
af honum. Dole vill draga úr
rekstrarhallanum, en Reagan
vill litla breytingu á því þar
sem hann trúir á að blómlegra
efnahagslíf muni auka tekjur
ríkisins og þannig lagaðist
tekjuhallinn af sjálfu sér. Dole
er ekki eins trúaður á það.
SENNILEGA verða tvö mál
efst á dagskrá í upphafi síðara
kjörtímabils Reagans. Annað'
er rekstrarhallamálið, sem
áður er vikið að. Margt bendir
til, að þar verði Reagan neydd-
ur til að leita samkomulags við
þingið. Það þykir benda til, að
hann hafi gert sér þetta Ijóst
með því að flytja James Baker
starfsmannastjóra sinn úr
Hvíta húsinu og skipa hann
fjármálaráðherra. Baker hefur
verið talinn laginn í samskipt-
um sínum við þingið.
Hitt málið er afvopnunar-
málin og hinar nýju viðræður
við Sovétríkin um þau. Það er
ávinningur fyrir Reagan að
viðræður um Sovétríkin hefj-
ast að nýju, en þó skiptir enn
meira að þær beri árangur.
Fáir vænta þó skjóts árangurs
og yfirleitt alls ekki á þessu ári.
Sitthvað bendir til þess, að
Reagan hafi á því fullan vilja
að ná samkomulagi við Sovét-
ríkin, en mörg ljón eru í vegin-
um, þótt Sovétmenn hafi einn-
ig svipaðan áhuga. Bæði í
Bandaríkjunum og Sovétríkj-
unum eru áhrifamikil öfl, sem
hafa vantrú á slíkum samning-
um. Þá er hér um mjög flókin
og tæknileg mál að ræða, sem
jafnvel færustu sérfræðingar
eiga erfitt með að koma sér
saman um. Það heyrir í raun
undir kraftaverk að ná sam-
komulagi um þessi mál.
Það þykir sýna vilja Reagans
í þessum efnum, að hann hefur
valið nýja menn til að vera
aðalsamningamenn í við-
ræðunum við Sovétríkin.
Aðalsamningamaðurinn verð-
ur Max Kampelman, sem var
aðalfulltrúi Bandaríkjanna á
Madrid-ráðstefnunni og náði
þar samkomulagi að lokum
eftir langt og mikið þóf. Kam-
pelman er hægri sinnaður
demókrati, en fortíð hans er
þó ýmsum hægri sinnuðum
repúlikönum þyrnir í augum,
því að hann var um langt skeið
samverkamaður Huberts
Humphrey. Styrkur Kam-
pelmans liggur í því, að senni-
lega sættir meginþorri demó-
krata og repúblikana sig við
tilnefningu hans og hann er vel
kunnur Rússum.
Inn í afvopnunarmálin mun
blandast á Bandaríkjaþingi af-
staðan til vígbúnaðarmála. Re-
agan leggur til að framlög til
þeirra verði ekki skert og fram-
fylgt verði fyrirætlunum um
smíði hinn langdrægu MX-
eldflauga. Sennilega setur
hann markið svona hátt, því
að hann reiknar með einhverj-
um niðurskurði hjá þinginu.
Sumir fréttaskýrendur telja,
að viðræðurnar við Rússa
kunni heldur að styrkja stöðu
hans í þessu sambandi, því að
har.n muni halda því fram, að
Rússar verði erfiðari í samn-
ingum, ef Bandaríkin skera
niður vígbúnaðinn meðan á
viðræðunum stendur.
Mikil athygli beinist nú að
því hverjir verði aðalráðunaut-
ar Reagans í Hvíta húsinu, því
að þar verða nú næstum alger
mannaskipti. Þetta þykir
skipta miklu máli, því að Reag-
an hefur þótt háður ráðunaut-
um sínum. Sumir frétta-
skýrendur telja, að hér muni
áhrifa Nancy forsetafrúar gæta
meira en áður.
Amerísk blöð hafa skýrt ný-
lega frá því, að þau hafi átt
stutt samtal hún og Gromyko,
þegar hann heimsótti Reagan í
september. Gromyko hafi þá
allt í einu spurt: Trúir maður
þinn á stríð eða frið? Nancy
svaraði að bragði: Frið. Þegar
samtalinu sleit sagði Grom-
yko: Hvíslaðu orðinu friður í
eyra manns þíns á hverju
kvöldi. Nancy svaraði: Ég ætla
líka að hvísla því í eyrun á þér.
Nancy sagði síðar, að þetta
hefði vart getað gerst fyrir fjór-
um árum.