NT - 22.01.1985, Síða 21
Þriðjudagur 22. janúar 1984 21
Utlönd
65 menn létu lífið í
spilavítisflugslysi
■ 65 fórust þegar flugvél,
seni fjárhættuspilarar
höfðu á leigu, hrapaöi í
Reno í Nevada í Bandaríkj-
unum í gær.
Aöeins þrír af 68, sem
voru um borö í vélinni,
sluppu lifandi þegar hún
hrapaði skömmu eftir flug-
tak í Reno þar sem ineiri-
hluti farþeganna hafði eytt
helginni í spilavítum. Talið
er aö eldur hafi komið upp
í vélinni og eftir að hún
hafði hrapað var hún um-
lukin eldhafí.
Auk þeirra þriggja sem lifðu
flugslysið af slösuðust einnig
fjórir menn sem voru staddir í
nágrenni við staðinn þar sem
vélin skall til jarðar. Fáum sek-
úndum fyrir slysið hafði flug-
maðurinn samband við flugturn
og sagðist myndu snúa við vegna
titrings sem hann hefði orðið
var við í vélinni.
Unt hverja helgi fljúga leigu-
flugvélar meö rnörg þúsund
mannstil Reno ogTahoe-vatns,
sem er skammt frá, þar sem
mikið er um spilavíti.
Nú á laugardaginn varð líka
annað flugslys í Ameríku. 40
fórust þegar sovésk flugvél í
eigu kúbansks flugfélags hrap-
aði skömmu eftir flugtak á
Kúbu.
Verðlag
hækkar í
Ungverja-
landi
Hudapest-Kcutcr
■ Nú um síðustu helgi
skýrðu stjórnvöld í Ung-
verjalandi frá miklum
verðhækkunum á matvæl-
um, olíu til húshitunar,
rafmagni og fargjöldum.
Mjólk mun til dæmis
hækíca um 27 prósent, raf-
magn um 18 prósent og
olía til húshitunar um 30
prósent, svo að eitthvað
sé nefnt.
Stjórnvöld segja að
verðhækkanirnar stafi
meðal annars af því að nú
sé verið að minnka niður-
greiðslur og einnig sé þeim
ætlað að hvetja til orku-
sparnaðar.
■ Svona var umhorfs eftir að flugvél fjárhættuspilara hrapaði niður við spilavítisborgina Reno í Nevadaeyðimörkinni í gær. 65 létu lífið 1
í flugslysinu og það varð að kalla 30 brunaliðsbíla út til að hindra að eldur úr flugvélabrakinu hreiddist út. símamynd-i’Oi.Koro
Bandaríkin:
Óvíst um
aukna
aðstoð
við El
Salvador
Washinglon-Kcutcr.
■ Robert McFarlane,
varnármálaráðgjafi
Bandaríkjastjórnar, sagð-
ist í gær ekki vita hvort
stjórn Reagans myndi
reyna að auka hernaðar-
legan og fjárhagslegan
stuðning við El Salvador.
Hann útilokaði slíka að-
stoð þó ekki.
„Þaðeroffljóttaðsegja
til um það á þessu stígi
málsins," sagði McFárlanc
í sjónvarpsviðtali. Hann
er nýkominn úr 'ferð til
fimm landa í Mið-Ame-
ríku. Ummæli hans benda
til þess að afstaða Banda-
ríkjastjórnar til hernaðar-
legs stuðnings við El Salv-
ador sé ekki eins skýr og
kom fram nýlcga hjá tals-
manni Hvíta hússins.
Larrv Speakes,
Larry fullyrti að stjórn
Reagans myndi t'ara fram
á við Bandaríkjaþing aö
aðstoðin við El Salvador
yrði aukin. Bandaríkja-
mcnn veita El Salvador nú
I 326 milljóna dollara efna-
I hagsaðstoð og 128 millj-
I óna hernaðaraðstoð.
Robert McFarlane
sagði aö Duarte, forseti El
Salvador, hafi ekki farið
fram á aukna aðstoð á
fundum með sér.
Líbanon:
Fimm hæða fjölbýlishús
rústað I sprengjuárás
Fundað um stjörnu
stríð í Vatikaninu
Sidon-Kcutcf
■ Geysimikil sprenging rúst-
aði í gær fjölbýlishús í Sidon i
Líbanon þar sem einn helsti
andstæðingur ísraelsmanna,
Mustafa Saad, átti heima, en
hann er leiðtogi sunni-múham-
eðstrúarmanna.
Sprengingin varð einmilt þeg-
ar ísraelski herinn var að undir-
búa brottför sína úr borginni.
Ekki var enn orðið ljóst í gær-
kvöldi hvað margir hefðu farist
í sprengihgunni. Utvarpið í
Vatikanid-Reuter
■ 25 vísindamenn frá Banda-
ríkjunum, Sovétríkjunum og
öðrunt löndum sitja nú á fjög-
urra daga fundi í Vatikaninu
ásamt fjórunr kaþólskum prest-
um og ræða stjörnustríð.
Að fundinum loknum munu
vísindamennirnir semja skýrslu
urn vígbúnað úti í geimnum
fyrir páfastól. Formaður páfa-
akademíunnar, sem hefur að-
setur í Vatikaninu í Rónt, segir
að þessi fundur hafi verið í
undirbúningi frá þvt í byrjun
nóvember á síðasta ári.
Carlos Chagas, fornraður
akademíunnar. segir að aka-
demían fylgi engri sérstakri
stjórnmálastefnu heldur sé
áhersla lögð á að afla sem bestra
upplýsinga um vísindi og
vandamál sem snerta mannkyn-
ið.
Portúgal:
Mun Soares
segja af sér?
Lögfræðingar krefjast
lýðræðis í Bangladesh
Dhaka-Rcuter
■ Lögfræðingar í Bangladesh
lýstu því yfir nú um helgina að þeir
myndu ekki mæta í réttarsali um
óákveðinn tíma. Með þessu vilja
þeir sýna stuðning við kröfur
stjórnarandstöðunnar um lýðræði
í Bangladesh.
Stjórnarandstæðingar krefjast
þess að herlög verði afnumin í
Bangladesh fyrir kosningarnar
sem á að halda þann 6. apríl
næstkomandi. Hossain Mohamm-
ad Ershad forsætisráðherra hefur
nú þegar lagt niður herdómstóla,
endurreist grundvallarmannrétt-
indi og komið á fót sérstakri stjórn
utanflokksafla sem á að sjá um
framkvæmd kosninganna.
Stærstu stjórnarandstöðuflokk-
arnir í Bangladesh segjast samt
ekki munu taka þátt í kosningun-
um nema Ershad forsætisráðherra
lýsi yfir hlutleysi sínu og tryggi að
yfirvöldin og leyniþjónustan hafi
ekki áhrif á framgang kosning-
anna.
Lögfræðingar taka undir kröfur
stjórnarandstæðinga og hvetja
stjórnmálaflokka til að taka ekki
þátt í kosningunum í apríl nema
lýðræði verði fyrst endurreist þar
sem annars verði kosningarnar
skrípaleikur sem aðeins sé ætlað
að gefa stjórn Ershad lagalegt
gildi.
Lissabon-Rcutcr
■ Á ríkisráðsfundi í Portú-
gal var í gær rædd gagnrýni
Eanes forseta á ríkisstjórn
Mario Soares.
Eanes hershöföingi sagði í
áramótaræðu sinni að stjórn
Soares, sem er samsteypu-
stjórn sósíalista og sósíal-
demókrata, væri ófær um að
samstilla mannleg og nátt-
úruleg auðæfí landsins.
Utanríkisráðherrann, Ja-
ime Gama spáði því í blaða-
viðtali að árið 1985 yrði ár
stjórnmálalegra ólgu.
Ríkisstjórnin lýsti því yfir
að ef Eanes teldi að lýðræðið
virkaði ekki undir stjórn So-
ares bæri honum að vísa
henni frá.
í miðri efnahagskreppu
eiga forsetakosningar og
sveitarstjórnakosningar að
eiga sér stað skömmu fvrir
næstu áramót, en þingkosn-
ingar verða 1987.
Gert er ráð fyrir að Soares
verði forsetaframbjóðandi
sósíalista. Samkvæmt stjórn-
arskrá Portúgals getur Eanes
ekki boðið sig fram þar sem
hann hefur setið tvö kjör-
tímabil sem forseti. Stuðn-
ingsmenn hans hafa hins veg-
ar stofnað flokk og munu
bjóða fram.
Portúgal mun ganga í
Efnahagsbandalag Evrópu á
næsta ári en á meðan samn-
ingaviðræður um inngöng-
una standa yfir og vegna
efnahagskreppunnar í land-
inu gera fréttaskýrendur ráð
fyrir mikilli ólgu í stjórnmál-
unum og að Soares muni
jafnvel segja af sér í júlí og
bjóða sig fram í forsetakosn-
ingunum.
Beirút segir að Mustafa Saad
hafi slasast alvarlega og hann
hafi verið fluttur á sjúkrahús í
Sidon. Sjúkrabílar óku um með
gjallarhorn og útvörpuðu áskor-
un til fólks að gefa Saad og
börnum hans blóð.
Læknavísindi:
Malaríumót-
efni úr öpum?
Sundakan-Kcutcr
■ Orangutan-apar, sem eru
gæfír og svipar mjög til manna,
gætu orðið til gagns við að þróa
lyf gegn malaríu. Um milljón
manns deyr úr malaríu í heim-
inuin árlega.
Vísindamenn í Sabah-ríki á
Borneo hafa rannsakað apa sem
virðast hafa öðlast ónæmi fyrir
malaríu. Þetta er haft eftir
breskum lækni sem rannsakað
hefur apana í yfir 10 ár.
Malaríu-sníklar, sem lifa
bæði í mönnum og orangutan-
öpum hafa viss sameiginleg ein-
kenni en aðeins öpunum tekst
að vinna á þeim.
„Orangutanirnir virðast hafa
myndað mótefni sem ekki finnst
í mönnum," sagði Paddy Kehoe,
breski rannsakandinn.
Rannsóknarfólk frá Banda-
ríkjunum, Kanada, Japan og
Malasíu vinnur að rannsóknun-
um en það segir að það geti
tekið mörg ár að fá niðurstöður
úr þeim.