NT - 02.02.1985, Blaðsíða 6

NT - 02.02.1985, Blaðsíða 6
Laugardagur 2. febrúar 1985 6 Bjarni Bragi Jónsson: Nútímalegir vaxtaverkir ■ Blaðamenn Nútímans hafa stundum sýnt lofsverða við- leitni til þess að grafast fyrir um eðli og áhrif vaxta. Hafa þeir af góðsemi sinni kryddað skrif sín hnittiyrðum mínum, sögðum á knappri stund milli anna, og milli vita um, hvort ég sé að veita blaðaviðtal. Þannig eru ummæli mín nánast látin reka lest umsagna blaða- manns og þriggja annarra heið- ursmanna í NT í dag (29. janúar). Það mun þó hafa verið í mjög almennu sam- hengi, sem blaðamaðurinn, Jónas Guðmundsson, ámálg- aði efnið við mig. Mundi ég ekki hafa látið hjá líöa að bregðast við veilum í túlkun og upplýsingum í samantektinni, hcfði þær borið á góma. Víkur nú að því. I inngangi blaðamannsins, undir lok kaflans „Viðunandi innlán?“, birtist að því er virð- ist mjög veigamikil ályktun, er svo hljóðar: „Seinna atriðiö snertir samanburð við áriö I983. Þó að innlán hafi aukist um 6.6 milljarða árið 1984, þá jukust þau um heila 8.5 milljarða árið áður og var verðlag þó lægra þá. Þetta geröist þrátt fyrir að raunvextir væru svo miklu hærri seinna árið, eins og fyrr er getið. Hvað sem valdið hefur innlánaaukningunni 1983 þá voru það a.m.k. ekki háir vextir." Þessi klausa sýnir glöggt, hve hált er á verðbóígusvell- inu. Hún byggir á þeirri al- gengu ímynd eöa skilningi hins almenna borgara, að innlán eða útlán breytist við það eitt, að fólk hlaupi meö peningana inn í eða út úr bönkunum. Þetta streymi standi því í eðli- legu samhengi við verðlagið eða tekjustigiö á hverjum tíma. Það vekur því blaða- manni forundran, að 29% hærra verðlag, eða 27% hærri þjóðartekjur 1984 Iteldur en 1983 skuli geta af sér aðeins um þrjá fjórðu, 6.6 á móti 8-5 milljarða í auknum innlánum. nýjum á móti úttekt hinna eldri. Og hann verður eðlilega vonsvikinn. Vextirnir hafa eft- ir allt ekki haft neitt að segja. Nú munu margir lesenda hans og mínir kinka kolli til sam- þykkis: Þetta er þá loksins sannað mál. En svona einföld er veröldin ckki. Þessi ímynd bankainn- lána í huga fólks er nefnilega arfur frá nokkurn veginn verð- bólgulausum tíma, þegar breytingar á stöðu innlána eða útlána gátu vart af öðru stafað en raunverulegum hreyfingum eða greiðslum, þ.e. hlaupið inn og út með peningana eins og ég sagði áðan. Þá giltu vextir sem raunvextir, þ.c. raunverulegar tekjur, og máttu sem slíkir teljast ný innlán, ef þeir voru látnir leggjast við höfuðstólinn. Þá ber þess sér- staklega að gæta, að heildar- stofn innlána með þróuðum þjóðum hefur safnast fyrir yfir áratugi eða kynslóðir. Ný raunvcruleg viðbót getur því tæpast orðið nema nokkur prósent, svarandi annars vegar til vaxtar þjóðartekna eða hins vegar til raunvaxta sparifjár- ins, en vöxtur og vextir eru oft áþekkar stærðir. Nú er verðbólguófreskjan kynnt til leiksins, og fer eyð- andi eldi um seðla jafnt sem sparibækur og önnur inn- og útlán. Rýrnun innlána gerist nú ekki við það, að fólk taki út, það rembist jafnvel í fyrstu við að bæta upp sparifé sitt, sparar án þess að eignast. Rýrnunin gerist við það, að hækkun verölags er ekki bætt upp, svo að raunvirði innlána skreppur saman og hlutfall þeirra af þjóðartekjum lækkar. Löng rcynsla af þessu setur svo ganglimina af stað. Hlaupið er burt með innlánin, svo að tvenns konar skerðing á sér stað. Þegar þessum reynsluskóla lýkur með vcrðtryggingu spari- fjár, eða vöxtum sem miðast við að bæta upp verðbólgu, skipta raunbreytingar aítur ntinna máli, enda fjárflótti ástæðulaus. Innlán sem útlán aukast þá að krónutölu einkum sem svarar uppfærslu eða endurmati vegna verðbólgu, þ.e. skv. lánskjaravísitölu eða verðbótavöxtum. Sést þá glöggt veilan í dæmi blaða- mannsins, þar sem innlánin vaxa í aðalatriðum með hxkk- un verðlagsins yfir hvert ár, ekki að réttu hlutfalli við hæð verðlagsins á hverju ári. Með 50% verðbólgu innan árs og 5% raunsparnaði mundu inn- lán þannig hækka um 57,5% að nafnvirði (1,50 x 1.05 -1). Næsta ár á hinu nýja verðlagi og að stækkuðum stofni, en án verðhækkunar yfir árið, mundu innlán hins vegar að- eins hækka um 7,9% að tiltölu við grunn fyrra árs (1.575 x l. 05 -1.575). Bæði árin væri hlutfallslegur raunsparnaður hinn sami. 5%. Meiningarlaust er að reikna hver aukningin ætti að verða skv. viðmiðun blaðamannsins við verðlag hvers árs. í grófum dráttum og að nokkru með lauslega áætluð- um tölum má reikna samanburð af þessu tagi ntilli áranna 1983 og 1984. Staða heildarinnlána í ársbyrjun 1983 nam 10.634 m. kr. Meðalávöxtun þeirra er metin 48,4% yfir árið. Kyrr- stæð innlán hefðu þannig vaxið um5.147m.kr. ogorðið 15.781 m.kr. En þau gerðu gott betur, jukust um 8.530 m.kr. og urðu 19.164 m.kr. kemur þar margt til: peningaleg þensla af er- lendum lántökum og greiðslu- hallá ríkissjóðs, og ekki síst það að ávöxtun stefndi í stór- um betra horf, er á árið leið, og möguleikar til góðrar raun- ávöxtunar voru fyrir hendi. Sparendur höfðu því bæði getu og hvatningu til þess að bæta eitthvað nálægt 3.380 m.kr. við í nýjum sparnaði. Mikið vantaði hins vegar á, að ávöxt- un heildar innlána um 48.4% næði hækkun lánskjaravísitölu um 73.4% yfir árið. Innlánin í árslok hefðu þannig þurft að nema 18.439 m.kr. til óskerts raunvirðis frá upphafi árs og jukust að raunvirði aðeins um 725 mkr., eða um 3.9%, en 2.655 m.kr. af sparnaðarátak- inu höfðu farið í glatkistuna og þannig ekki myndað það mót- vægi, sem nauðsynlegt var gegn peningaútstreyminu. Raunvextir 1983 voru -H4.4% á heildarinnlánum, -t-10.3% á spariinnlánum og 4-20% á al- mennunt sparibókum, en nei- kvæðu áhrifin féllu að mestu á fyrri hluta ársins, en þá voru raunvextir sparibóka -t-29% á móti -t-9.9% á síðara árshelm- ingi. Yfir árið 1984 er ávöxtun heildarinnlána gróft áætluð 16.5% og raunvextir 4-1.9. Mestan hluta ársins ríktu þó 4-5% raunvextir, en voru nokkuð neikvæðir á 2. fjórð- ungi og í miklum mæli síðustu 2 mánuðina. Kyrrstæð innlán hefðu aukist úr 19.164 m.kr. um 3.162 m.kr. upp í 22.326 m.kr. Reyndin varð þó sú, að aukningin varð meira en tvö- föld við þetta, 6.517 rn.kr. upp í 25.681 m.kr. Svipuð þenslu- öfl og áður stöfuðu frá erlend- um lánum og að auki veruleg frá útlánum bankanna umfram innlán, en telja má, að fjár- hagsafkoma ríkissjóðs liafi fyllilega vegið upp útstreymi spariskírteinafjár. Hækkun lánskjaravísitölu yfir árið nam nú aðeins 18.9%. Raungildi innlána í ársbyrjun nam þannig 22.786 m.kr. í árslok, svo að raunvöxtur innlána telst 2.895 m.kr. eða 12.7%,rúmlega þre- föld á við árið áöur. Þessu til áréttingar má setja fram hlutföll innlána af þjóð- arframleiðslu. Miðað er við ársmeðaltöl innlána, sem þannig eru tímasett hálfu ári á undan breytingunni yfir árið, en samtíma þjóðarframleiðslu: „Smakki nú fleiri, hvort ekki er...“ eins og sagt var. í þessu dæmi hafa vextir og verðtrygg- ing meginþýðingu til skamnts og langs tíma, þótt fleiri þættir komi til, og árið 1984 er lýsandi dæmi um gildi raunvaxtastefnu við erfiðar aðstæður. Þróunin frá upphafi raunvaxtastefnu sýnir, að markviss endurreisn bankakerfisins fer fram eftir þessari leið, þveröfugt við niðurrifshjal úrtölumanna og nöldurseggja. Birgir Björn Sigurjónsson bakar upp hina gömlu lummu, sem má orða svo, að úr því þjóðarhúið er tröllriðið vanda- málum, sem stafa af ófullnægj- andi vaxtastjórn og annarri stjórn á eftirspurninni, eigi þau tæki ekki við hér á landi, séu hreiniega úr lcik. Þetta svarar sér sjálft. I leiðinni lætur hann sig ekki'muna um að ganga frá sjávarútveginum sem gjald- ■ Þá ber þess sérstaklega að gæta, að heildarstofn innlána með þróuðum þjóðum hefur safnast fyrir yfir áratugi eða kynslóðir. Ný raunveruleg viðbót getur því tæpast orðið nema nokkur prósent, svarandi annars vegar til vaxtar þjóðartekna eða hins vegar til raunvaxta sparif jársins, en vöxtur og vextir eru oft áþekkar stærðir Hlutfall Breyting afVÞF% frá f. ári 1963, hámark 40.7 1970 36.8 1978,lágmark 21.5 1982 27.7 1.1 1983 28.8 1.1 1984 33.2 4.4 Húsnæðisfáránleikinn verð á kaffi hækkar upp úr öllu valdi að þá hækki skuldir þeirra sem skulda á íslandi og tekjur fjármagnseigenda vaxi í samræmi við það. Skuldirnar eru nefnilega tengdar þeirri sömu vísitölu og aftengd var frá kaupinu. Þegar kaffi hækk- ar í Brasilíu þá hækka sem sagt skuldir okkar, en kaupið stendur í stað. Þetta er bæði gáfulegt, greindarlegt, stjórn- viskulegt, heiðarlegt, rétt og sjálfsagt. Ekki verðu annað séð. ■ Ungir frantsóknarmenn héldu opinn fund á fimmtu- dagskvöldið um húsnæðismál og var það gott framtak af þeirra hálfu. Framsögumaður á fundinum var Alexander Ste- fánsson félagsmálaráðherra og flutti hann mjög greinargott yfirlit um stöðuna í húsnæðis- málum, en óhætt er að segja að ófremdar ástand í þeim málum sé einn helsti þrándur í götu þess að fólk hér á landi geti lifað bærilegu lífi. Greinilega vantar þó ekki viljann hjá ráð- herranunt en staðan er erfiö. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á séreignakerfinu í húsnæðis- málum eins og hundur á roði, en án þess að viðurkenndar séu aðrar leiðir en þær að fólk eignist sínar íbúðir verður seint gerð almennileg bragar- bót á þessum málunt. Lánskjaravísitalan Það gerir ntálin hrikalega erfið fyrir þá sem hafa farið út í húsbyggingar og kaup síðustu fimm árin, að árið 1979 var tekin upp svokölluð verðtrygg- ing á öll möguleg og ómöguleg útlán. í verðtryggingunni er ntiðað viö svokallaða lánskjaravísitölu en hún er að 2/3 hlutum framfærsluvísitala og að 1/3 hluta byggingarvísi- tala. Fáránleiki þessa er hins- vegar sá að kaup var á þessum tíma tryggt með svonefndri kaupgjaldsvísitölu sem hækkar ekki jafn ört og framfærsluvísi- tala þó að lán sé byggt á henni. Stjórnmálamenn ög aðrir voru þó ósparir á yfirlýsingar unt að það myndi aldrei koma til að skuldir hækkuðu meira en kaupið. í fyrsta lagi yrðu grunnkaupshækkanir og í öðru lagi yrði þetta leiðrétt ef mis- vægi kæmi í Ijós. Vítahringur Fólk fór því af stað í góðri trú og stofnaði til skulda í því skyni að koniast að lokunt yfir íbúð. Hægt er að nefna dæmi um fólk sem reiknaði það út að 18% af árstekjunum færi i það að greiða niður verðtryggðar skuldir, en strax eftir þrjú ár hafði þessi prósenta snarlega hækkað vegna þess að verð- tryggðar skuldirnar uxu miklu hraðar en kaupið. Þetta fólk lenti flest hvað í vítahring því eins og Þorgils Axelsson tæknifræðingur benti á þá er eina svar fólks við þessu mis- ræmi að bæta við sig vinnu, en vegna þess að enginn skatta- frádráttur fæst vegna verðbóta sem falla á skuldir verður þessi vinna ekki til þess að skuldir greiðist niður heldur færast til. Þ.e. aukin vinna til að greiða niður hratt vaxandi skuldir hef- ur þau áhrif að skattar og útsvör vaxa árið eftir. Menn geta því ekki greitt niður skuld- ir sínar með heiðarlegri vinnu ■ Sfefán Ingólfsson. íslend- ingar byggja yfir sem samsvar- ar 20 Laugardalsvöllum á ári... heldur aðeins breytt þeim í skatta og útsvör. Snyrtilegt ekki satt. Kaupgjaldsvísitala afnumin Steininn tekur þó úr 1983, en þá er kaupgjaldsvísitölunni kippt úr sambandi með lögum og næstu misseri hækkar kaup nær ekkert meðan lánskjara- vísitalan rýkur upp úr öllu valdi og þar með skuldirnar. Bjarni Pálsson kennari tók þetta snyrtilega fyrir á fundin- um. Hann rninnti á þær rök- semdir þeirra sem vildu taka kaupgjaldsvísitöluna úr sam- bandi, að það væri ekkert vit í því að þótt verð á kaffi hækk- aði vegna uppskerubrests í Brasilíu að kaup hækkaði þess vegna á íslandi. Bjarni sagðist skilja þessi rök. Þau væru réttmæt. Þess vegna hefði kaupið verið aftengt öllum vísitölum. En þessum sömu mönnum og notuðu þessi rök finnst sjálfsagt að ef uppskeru- brestur verður í Brasilíu og Að skríða ffyrir bankastjórum Nú bið ég Bjarna og þá velvirðingar á því að ég skuli vera að tíunda hvað þeir sögðu svona eftir minni. en ég get ekki stillt mig um að taka mér það bessaleyfi. Bjarni sagði frá kunningja sínum sem var að bíða eftir húsnæðisstjórnarláni

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.