NT - 02.02.1985, Blaðsíða 8

NT - 02.02.1985, Blaðsíða 8
ur haf Laugardagur 2. febrúar 1985 8 ■ Páll Magnússon. ÁFRAM PÁLL! ■ Isfirðingur hringdi og kvaðst vilja koma því á fram- færi fyrir sína hönd og vinnufc- laga sinna, að þátturinn Sctið fyrir svörum á þriðjudags- kvöldið hefði verið góður. Framkoma Halldórs Ásgríms- sonar, sjávarútvegsráðherra var til fyrirmyndar, þótt við séum reyndar ekki sammála honunt í pólitík. Páll Magnússon er líka greinilega fréttamaður sem er starfi sínu vaxinn og hefur áhuga fyrir því sem hann er að gera. Það hversu vel þessi þátt- ur heppnaðist vekur von um góða þætti af þessu tagi í framtíðinni og við viljum skora á Pál að halda þessu áfram og taka fyrir fleiri mál. Pað er kannski ekki allt merkileg mál sem spurt er unt í þætti sem þessum en það er spurt unt það sem á þessu fólki brennur. Páll er út af fyrir sig kjark- maður að leggja út í þessa tilraun, - en hún tókst og við lýsum stuöningi við Pál og þáttagerð af þessu tagi. Áfrani Páll! ■ Halldór Asgrímsson. Alvöru brennivín fyrir alvörufólk - en ekkert gerlaropvatn ■ Nú get ég ekki lengur orða bundist. Ég hef setið heima í stofu og horft á fréttirnar í sjónvarpinu og yfirleitt í hverj- um fréttatíma stend ég sjálfan mig að því að klökkna fyrir framan sjónvarpið. Nú síðast- liðið miðvikudagskvöld brást ég síðan alfarið í grát, þegar ég heyrði í útvarpinu að við Ís- lendingar höfðum sigrað stór- veldiö Ungverja í handknatt- leik. Ég veit það að ég var ekki cinn um grátinn, því að víða mætti fólk í vinnu á fimmtu- deginum með sælubros á vör og rauðþrútin augu eftir gleði- grátur næturinnar. íslendingar cr fallegt fólk. íslendingar eru sterkastir a.llra í heimi, og hann Jón Páll félagi okkar og vinur, ásamt öðrum vormönnum íslenskrar menningar hefur sýnt heimin- um, að við íslendingar erum hinir einu sönnu afkomendur VÍKINGANNA sem eru há- punktur menningar sem mannkynið þekkir í dag. íslcndingar cru mcð lauslát- ustu þjóðum í heimi og sannar þaö hversu heilbrigt sjónar- horn á liflnu við höfum. Laus- læti ber vott um heilbrigðan líkama og hreystisemi, þar sem bæði kynin mætast á jafnrcttis- grundvelli, en það er sá grund- völlur sem við lslendingar erum hvað þekktastir fyrir meðal útlendinga. Hvernig stendur á þessari hreysti? Þessari spurningu leit- ast menn við að svara víða út um heim. Ég tel að ástæðan liggi fyrst og fremst í því að íslendingar hafa ekki komist í bjór í jafn ríkum mæli og aðrar þjóðir í heiminum. Sem sagt alvöru brennivín fyrir alvöru fólk. Alvörumaður. Ekkert mál! Omurlegir popp- tónlistarþættir Smellur liriugdi: ■ Þetta nær ekki nokkurri átt mcð þessa popptónlist sem sí og æ er spiluð í útvarpsþátt- um og skonrokki sjónvarpsins. Þaö eru alltaf sömu lögin sem. ganga þarna aftur og aftur og aftur og yfirleit einhver bölvuð súkkulaðivella, svo ekki sé nteira sagt. Því í ósköpunum er ekki hægt að bjóða upp á eitthvað annað með, svona í bland. Ég bara spyr. Auövitað er ég ekki að mælast til þess að hætt verði að spila þessi Duran Duran lög og Whamslagara en það mætti halda að enginn annar hefði gcrt neitt af viti í poppi! Ég vil benda á nýja plötu með VanMorrison, Kinks.The Dream Syndicat, REM, Big Country, Red Guitars og fleiri hljómsveitum sem sjaldan eða aldrei heyrast í útvarpi eða sjást í sjónvarpi, bara svo eitthvað sé nefnt. Hvenær á þessari forheimsk- un í poppþáttum ríkisútvarps- ins að linna? ■ Smcllur vill fá að heyra og sjá Kinks. Þeir félagar munu reyndar hvorki hafa heyrst né sést lengi í útvarpi eða sjónvarpi - enda er myndin nokkuð gömul í samræmi viö það. Grammy verðlaunin ■ Mig langar að beina þeirri spurningu til sjónvarpsins, hvort það ætli að sýna frá afhendingu Grammy verð- launanna. í músíkheiminum eru þessi verðlaun á við Óskars- verðlaunin í kvikmyndaheim- inum og þar sent sjónvarpið sýnir frá afhendingu Óskars- verðlauna finnst ntér eðlilegt og sjálfsagt að Grammý verð- launin séu sett á sama pall. Sem mikill Dallas aðdáandi. þætti mér gaman að vita, hvort Dallas sé horfið af skjánum fvrir fullt og allt. Að lokum: Skonrokk er mjög vinsæll þáttur sem mætti vera oftar á dagskrá. Nýir umsjónarmenn eru nú teknir við þættinum og byrjunin var að mínu áliti hreint afleit, vægast sagt. Sem sagt: Söðlið um hið snarasta. Öngull. Guðsþjónustur í Reykjavík- urprófastsdæmi sunnudag- inn 3. febrúar 1985. Kirkja Óháða safnaðarins Barna- og fjölskyldumessa kl. 11. sr. Baldur Kristjáns- son. Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagaskóli kl. 10.30 Guðsþjónusta kl. 14, séra Gunnþór Ingason. Keflavíkurkirkja Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku ferm- ingarbarna og foreldra þeirra. Sóknarprestur. Árbæjarprestakall Barnasamkoma í Safnaðar- heimili Árbæjarsóknar kl. 10.30. Guðsþjónusta í Safn- aðarheimilinu kl. 2.00. Org- anleikari Smári Ólason. Mið- vikudag 6. febr. fyrirbæna- stund í Safnaðarheimilinu kl. 19.30. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. Áskirkja Barnaguðsþjónústa kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 2.00. Kaffisala Safnaðarfé- lagsins eftir messu. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprcstakall Barnasamkoma kl. 11.00. Messa kl. 14.00 í Breiðholts- skóla. Fermíngarbörn að- stoða. Sr. Lárus Halldórs- son. Bústaðakirkja Barnasamkoma kl. 11.00. Sr. Sólveig Lára Guðmunds- dóttir. Guðsþjónusta kl. 2.00 Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Æskulýðs- fundur þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldraðra mið- vikudag kl. 2-5. Aldraðir íbú- ar sóknarinnar sem óska eftir bílfari fyrir messuna láti vita í síma 35507 milli kl. 10 og 12 á sunnudag. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall Barnasamkoma í Safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11.00. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00. Aðalfundur kirkjufélagsins í Safnaðarheimilinu fimmtu- dagskvöld kl. 20.30. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. Dómkirkjan Laugardag:- Bamasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Sr. Hjalti Guðmundsson. Sunnudag: Messa kl. 11.00. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir messar. Sr. Þórir Stephensen. Messa kl. 2.00. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Dómkórinn syngur. Organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. Ellihcimiliö Grund Messa kl. 10.00. Sr. Lárus Halldórsson. Fella- og Hólaprestakall Laugardag: Bamasamkoma í Hólabrekkuskóla kl. 14.00. Sunnudag: Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11.00. Guðs- þjónusta í Menningarmið- stöðinni við Gerðuberg kl. 14.00. Sr. Hreinn Hjartar- son. Fríkirkjan í Reykjavík Almenn guðsþjónusta kl. 14.00. Ræðuefni: Talentur í víngarði. Hjónavígsla verður í messunni og tvö börn skírð. Fríkirkjukórinn syngur, org- anleikari og söngstjóri Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja Barnasamkoma kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Organleikari Árni Arin- bjarnarson. Sóknarnefndar- fundur mánudag kl. 17.30. Æskulýðsstarf föstudag kl. 17-19 Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kvöldmessa með altarisgöngu kl. 17.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30, beðið fyr- ir sjúkum. Fimmtudag: kvenfélagsfundur í safnað- arsal kl. 20.30. Laugardag: Samvera fermingarbarna kl. 9-14. Félagsvist í safnaðarsal kl. 15.00. Landsspítalinn: Guðsþjón- usta kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja Messa kl. 10.00. Barnaguðs- þjónusta kl. 11.00. Sr. Arn- grímur Jónsson. Messa kl. 2.00. Sr. Tómas Sveinsson. Borgarspítalinn Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Tómas Sveinsson. Kársnesprestakall Laugardag: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 árd. Sunnudag: Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 2.00. Miðvikudag: Spila- kvöld á vegum þjónustu- deildar safnaðarins í Borgum kl. 20.30. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja Óskastund barnanna kl. 11.00. Söngur - sögur - myndir. Sögumaður Sigurð- ur Sigurgeirsson. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Prestur sr. Pjetur Maack. Organleikari Jón Stefánsson. Sóknar- nefndin. Laugarneskirkja Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Skólakór Kársnes- skóla syngur. Fermingarbörn aðstoða. Mánudag 4. febr. aðalfundur Kvenfélags Laugarnessóknar kl. 20.00. Þriðjudag, bænaguðsþjón- ustá kl. 18.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Neskirkja Laugardag: Samverustund aldraðra. Heimsókn í athvarf aldraðra í Ármúla 32. Kynnt verða réttindi ellilífeyrisþega á afslætti á ýmis konar þjón- ustu á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Kaffiveitingar. Brottför frá Neskirkju kl. 15.00. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Sunnudag: Barna- samkoma kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Mánudag: Æskulýðsstarf kl. 20.00. Miðvikudag: Fyrir- bænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Fimmtudag: Biblíulest- ur kl. 20.00. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Ath. Opið hús fyrir aldraða þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13-17 (húsiðopnað kl. 12)J<venfé- lagið. Seljasókn Barnaguðsþjónusta í Öldu- selsskóla kl. 10.30. Barna- guðsþjónusta í Seljaskóla, ath. ekki f íþróttahúsinu vegna viðgerðar þar. Guðs- þjónusta í Ölduselsskólanum kl. 14.00. Þriðjudagkl. 20.00 fundur æskulýðsfélagsins í Tindaseli 3. Videókvöld. Fyrirbænasamvera Tindaseli 3, fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sóknarprestur. Seltjarnarnessókn Barnasamkoma í Sal Tón- skólans kl. 11.00. Sóknar- nefndin. Fríkirkjan í Hafnarfirði Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Sr. Einar Eyjólfs- son. Prestar Reykjavíkur- prófastsdæmi: Hádegisfundur í Hallgríms- kirkju mánudag.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.