NT - 02.02.1985, Blaðsíða 12

NT - 02.02.1985, Blaðsíða 12
Laugardagur 2. febrúar 1985 12 D á L ^ ^ RI n Rauðu gítararnir með nýjan sðngvara ■ Nýr maður hefur leyst af Jerry Kidd í The Red Guitars, en hann tilkynnti mjög óvænt í síðustu viku að hann væri hættur í sveitinní. Nýi maöurinn heitir Robert Holmes (gæti verið eitthvað skyldur Scherlock?) og hafa staðið yfir langar og strangar æfingar til að setja hann inn í prógrammið. Rauðugítararnirmunu vera með single á leiðinni „Be with Me“. talsmaður hljómsveitarinnar látið hafa eftir sér að þrátt fyrir að yfirleitt sé ekki mikið lagt uppúr lögum á B-hlið þá skipn þau miklu máli fyrir The Smiths og reyni þeir að hafa þau lög jafn góð, þannig að oft og tíðum veiti þau A-hliðinni verulega sam--' keþpni. Friðarhátíð í Japan Stevie Wonder, Duran Duran, Culture Club, Bob Dylan og Voko Ono eru meðal þeirra sem reynt er að fá til þátttöku á mikilli friðarhátíð í Japan á komandi sumri. Á hún að verða jafnstór ef ekki stærri en hátíðin sem fór fram í Ríó de Jeneiro á dögunum. ( ráði er að hátiðin fari fram á tveim stöðum, Tokyo og Hiroshima og tengist 40 ára minningu kjarnorkuárásar Bandaríkjamanna á Japan 1945, þar sem borgirnar Hir- oshima og Nagaski voru lagðar í rúst og tugir þúsunda misstu lífið eða hlutu örkuml. Ráðgert er að ágóðinn af hljóm- leikunum renni til krabbameinsvarna en formælandi þeirra segir að þar verði boðið uppá 20 a< bestu lista- mönnum heimsins og viðræður séu þegar í gangi við marga þeirra. Reiknað er með að yfir 650 milljónir geti fylgst með þessum tónleikum í sjónvarpi á komandi sumri! Meira um fridarhátíðina í Japan Hljómsveitirnar U2, Eurythmicsog Style Council eru að íhugatilboð um að leika á friðarhátíðinni í Japan sem gert er ráð fyrir aö geti dregið að 300 þúsund áhorfendur. Önnur nöfn sem hafa verið nefnd sem hugsanlegir þátttakendur eru Tina Turner, Cindy tauper, Bruce Spring- steen og Lionel Richie. Munu margir listamannanna vera tilbúnir til að halda konsert til að minnast árásar- innar á Hiroshima en eitthvað hefur japanska stjórnin verið treg til samstarfs, en nú mun samþykki vera fengið og verður einn af þjóð- görðunum notaður. Videohjálp! Band Aid meðlimirnir gera það ekki endasleppt við að reyna að safna fé til hjálpar bágstöddum í Eþíópíu. Þeir hafa sett saman 90 mínútna videóspólu með „bestu vid- eóupptökum sem hafa verið gerðar" eins og Bob Geldof orðar það. Meðal þeirra sem þar leggja hönd á plóg eru Elton John, Mick Jagger, David Bowie og Paul McCartney, svo einhverjir séu nefndir. 22 lög eru á spólunni og þar á meðal eru Vienna með Ultravox, You Can't Hurry Love með Phil Collins, Save a Prayer með Duran Duran og Relax með Frankie Goes to Hollywood. Heitt i koiunum hjá Orkubúinu! Tay lorarnir John og Andy úr Duran Duran eru komnir i nýja hljómsveit í hjáverkum sem kallast The Power Station. Með þeim eru Robert Plant sem i eina tíð þandi raddböndin í Led Zeppelin og nú er með í The Honeydroppers, ásamt Tony Thompson trommara í Chic. Frumraun þeirra félaga nefnist „Some Like It Hot“ og er tekin upp af Bernard Edwards í Chic og stór plata. „The Power Station" er vænt- anleg í mars. Gamanið mun hafa byrjað þegar Plant og annar Taylor- inn hittust á bar í Birmingham... Baker biés með Costello Fyrir þá sem ekki vissu það upp- lýsist að Chet Baker sem spilar á hljómleikum hér í kvöld, hefur komið viö sögu í lagi Elvis Costello, „Ship- building" sem hann samdi um æðið sem greip Tjallann í Falklandseyja- stríðinu. Stórgott lag. Hý Bowie plata! David Bowie ætlar ekki að gera það endasleppt í bransanum og byrjar nýja árið með lítilli plötu, „This is not America" sem er tekin af væntanlegri plötu með tónlist úr kvikmyndinni The Falcon and the Snowman sem ku vera nýjasta afurð Johns Schlesinger. New Vork New York New York New York heitir kvartett frá Austur-London sem vann sér það til frægðar á síðasta ári að sitja lengi í efsta sæti óháða listans með fyrstu afurð sína „Rodger Wilson Said". Nú er væntanleg frá þeim fyrsta stóra platan á Izuma merkinu og ætla þeir að leggja land undir fót á Englandi til að fylgja henni eftir. Roy Harper + Jimmy Page * Roy Harper hefur hafið samstarf við Jimmy Page sem gerði garðinn frægan í LedZeppelinogernýkomin út plata sem heitir „What Ever Happ- end to 1214?“ Er platan væntanleg 15. febrúar nk. The Smiths með nýja plötu The Smiths, sem enn sitja sem fastast í fyrsta sæti óháða listans yfir stóru plötur með Hateful of Hollow, eru búnir að gera nýja plötu „Meat Is Murder" og er hún væntanleg’ á markað innan skamms. Þá er verið að gefa út 7 tommu útgáfu af lagi þeirra „How Soon Is Now?“ og á bakhliðinni er lagið „Well I Wonder" sem mun linnast á nýju stóru plötunni. Að auki er eitt instrúmental lag, „Oscillate Wildly". „How Soon Is Now?“ var á sínum tlma B-h'íð á plötunni með „William It Was Heally Nothing" og hefur ■ Paul WelleriStyleCo- uncil er einn þeirra mörgu listamanna sem væntan- lega taka þátt í friöarhatíö inni í Japan. • \f w í I m 1 kvikmji ð í fari ■ Hljómsveitin Óxsmá heldur upp í þriggja vikna tónleika- og sýningaför um Holland í dag þar sem hún leikur á ýmsum stöðum t borgunum Amsterdam, Rotterdam og Maastricht. í farteskinu verður nýjasta afurð Listframleiðsiu- fyrirtækisins Oxsmá, kvik- myndin „Sjúgðu mig Nína“, sem frumsýnd var í gær fyrir vini og vandamenn í MÍR- salnum við Vatnsstíg. Myndin fjallar um „sjóara og eiturlyfjalið í Reykjavík anno 1973 sem stundar tryggingasvindl, spari- merkjagiftingar og annan ósóma til að framfleyta sér og svífst einskis til að kom- ast yfir peninga, til að halda ÓHÁDIVINSÆLDALISTINN ■ Fyrstu sætin eru óbreytt á listanum þessa vikuna og ekki mikið um hreyfingar. Athygli vekur að New Order hafa skotist í 20.sætið á single listanum með gamla góða lagið Blue Monday. Lengi lifir... Litlar plötur: 1 1 Nellie The Elephant...............ToyDolls(Volume) 2 3 Upside Down.......................The Jesus And Mary Chain (Creation) 3 4 Strike.............................Enemy Within (Rough Trade) 4 2 Rats...............................Subhumans(Bluurgh) 5 - Out On The Wasteland...............Anti Nowhere League (ABC) 6 10 Cold Turkey.........................Sid Presley Experience (SPE) 7 7 Police Officer.....................SmileyCulture(Fashion) 8 5 Green Fields Of France............TheMenThey(Couldn’tHang(Demon) 9 6 The Price/1984 ...................New Model Army (Abstract) 10 13 Wash it All Off...................You've Got Foetus On Your Breath (Self Immolation) 11 8 Resurrection Joe..................TheCult(Wonderknob) 12 12 Hollow Eyes.......................Red Lorry,YellowLorry(RedRhino) 13 20 World of Light......................Balaam And The Angel (Chapter 22) 14 11 To The End 01 The Earth............EnglishDogs(Rot) 15 9 Do TheConga.......................BlackLace(Rair) 16 18 Hearts And Minds..................Farm(Skysaw) 17 15 Calamity Crush....................Foetus Art Terrorism (Some Bizzare) 18 27 Cottage Industry EP...............YehYehNoh(lnTape) 19 - Death ToTrad Jazz.................Membranes (Crirainal Damage) 20 26 Blue Monday.......................NewOrder(Factory) Stórar plötur: 1 1 Hatful Of Hollow..................The Smiths (Rough Trade) 2 2 Treasure..........................CocteauTwins(4AD) 3 3 It’ll End In Tears................ThisMortalCoil(4AD) 4 4 Stomping At The Klub Foot.........Various(ABC) : 7 SlowToFade........................RedGuitars(SetfDrive) n 7 Raining Pleasure..................Triífids(Hot) 7 15 Hole..............................Scraping Foetus Off The Wheel (Self Immolation) 6 6 Vengeance.........................New Model Army (Abstract) 9 10 Smell Of Female...................Cramps(BigBeat) 10 9 PayltAIIBackVoll...................Various(OnUSound) 11 13 Zen Arcade.........................HuskerDú(SST) 12 8 Natural History....................MarchViolets(Rebirth) 13 12 Good And Gone......................Screaming Blue Messiahs (BigBeat) 14 30 Murmur............................Hula(RedRhino) 15 24 Dig That Groove Baby..............ToyDolls(Voiume) 16 14 Cop...............................Swans(Kelvin) 17 23 Without Mercy.....................DuruttiColumn(Factory) 18 19 We Hate You South African Bastards.... Microdisney (RoughTrade) 19 18 Stampede..........................Meteors(MadPig) 20 22 Treeless Plain....................Triffids(Hot)

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.