NT - 02.02.1985, Blaðsíða 21
Laugardagur 2. febrúar 1985 21
Vestur-Þýskaland:
Skæruliðar myrða
hergagnaforstjóra
Aftökusveitir Rauðu herdeildanna að verki
Múnchen-Beja-Reuter
m—
Grænlend-
ingarúrEBE
Kaupmannahöfn-Reuter.
■ Grænlendingar gengu
formlega úr Efnahags-
bandalagi Evrópu í gær.
Eeir eru fyrsta þjóðin sem
gengur úr bandalaginu
síðan það var stofnað 1.
janúar 1958.
Upprunalega var gert
ráð fyrir að úrsögnin yrði
formleg 1. janúár en henni
var frestað vegna deilna
um fiskveiðiréttindi og
vegna þess að írska þing-
inu tókst ekki að staðfesta
úrsögnina í tæka tíð.
Efnahagsbandalagið
hefur gert samning við
Grænlendinga um fisk-
veiðiréttindi bandalags-
ríkja á miðum Grænlend-
inga. Bandalagsríkin
munu greiða 20 milljónir
dollara árlega næstu fimm
árin fyrir fiskveiðiheimild-
ir.
■ Framkvæmdastjóri her-
gagnaframleiðslufyrirtækis í V-
Þýskalandi var skotinn í höfuðið
í gær á heimili sínu í nágrenni
Múnchen. Hann lést á sjúkra-
húsi nokkrum klukkustundum
síðar. Rauðu herdeildirnar hafa
lýst yfir ábyrgð á verknaðinum.
Talsmaður iögreglunnar í Ba-
varíu sagði Ernst Zimmerman,
55 ára, hafa verið skotinn einu
skoti í höfuðið með vélbyssu af
manni sem ruddist inn á heimili
hans er hann sat að morgun-
verðarsnæðingi. Kona hans
hafði opnað bakdyr hússins fyrir
konu sem sagðist vera með
bréfasendingu.
Árásarhjúin bundu Zim-
merman og konu hans, kefluðu
hana og færðu Zimmerman síð-
an inn í svefnherbergi þar sem
hann var skotinn.
Rauðu herdeildirnar hringdu
nokkru síðar í dagblað í Múnc-
hen og tilkynntu að „hersveit
0‘Hara" hefði framkvæmt árás-
ina.
Zimmerman var formaður
samtaka fyrirtækja í flug- og
hergagnaiðnaði. Hann var for-
stjóri MTU fyrirtækisins sem
framleiðir hreyfla íTornado-or-
ustuþotuna og vélar í Leopard-
skriðdreka. Þotur þessar og
skriðdrekar eru framleidd fyrir
NATO.
Sprengjutilræði
í Portúgal
Átta sprengjur ollu skemmd-
um á bílum og heimilum v-
þýskra herflugmanna í gær í
Portúgal. Portúgölsk yfirvöld
segja sprengjuaðgerðir þessar
vera hluta af samræmdum að-
gerðum evrópskra borgar-
skæruliða gegn herstöðvum og
mannvirkjum NATO.
Skæruliðasamtökin FP-25
hafa lýst yfir ábyrgð á spreng-
ingunum en í þeim særðist ein
v-þýsk kona óverulega. 18 bílar
skemmdust og rúður í íbúðar-
húsum hermannanna brotnuðu.
Fyrir fimm dögum síðan skutu
FP-25 skæruliðar sprengjum að
sex herskipum NATO sem lágu
við akkeri í höfninni í Lissabon.
Engar skemmdir urðu á skipun-
um. _
Árásin á Zimmerman kemur
í kjölfarið á aftöku frönsku
skæruliðasamtakanna „Bein
aðgerð“ (Action Directe) á
háttsettum embættismanni í
franska varnar- og hermála-
ráðuneytinu.
Rauðu herdeildirnar og Bein-
ar aðgerðir hafa lýst yfir sameig-
inlegri herferð gegn NATO og
„heimsvaldasinnum".
■ Ernst Zimmerman. Rauðu
herdeildirnar tóku hann af lífi í
gær. Hann var forstjóri verk-
smiðju sem framleiðir hreyfla í
herþotur og vélar í skriðdreka
NATO.
FalsaðirNígeríu-
seðlar erlendis
Lagos-Reuler.
■ í yfirlýsingusemherstjórnin
í Nígeríu hefur gefið frá sér
segir að falsaðir nígerskir pen- i
ingaseðlar séu í umferð í Banda-
ríkjunum og Evrópu.
Herstjórnin segir að leyni-
þjónustumenn frá Nígeríu hafi i
lagt hald á falsaða tíu og tuttugu i
naira seðla (1 naira samsvarar j
rúmum 5 ísl. kr.) sem hafi verið j
í umferð erlendis.
í Nígeríu liggur dauðarefsing
við peningafölsun og peninga-
smyglarar geta fengið allt að tíu
ára fangelsisdóm. Stjórnvöld í
Nígeríu segja að peningafalsinu
sé ætlað að eyðileggja efnahag
landsins.
BardagaríSídon
Sídon-Reuler
■ Hópur óþekktra byssu-
manna réðist í gær á hermenn
Suður-Líbanonshersins í Sídon
en hann er talinn hliðhollur
ísraelsmönnum.
Israelsmenn eru nú að undir-
búa brottför sína frá Sídon, sem
er í Suður-Líbanon. Ákvörðun
þeirra um að draga lið sitt til
baka hefur leitt til aukinna
átaka frekar en hitt.
í átökunum í Sídon í gær
voru bæði notaðar vélbyssur og
litlar flugsprengjur.
■ Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Perez De Cuellar (t.v.) ræðir við forsætisráðherra Víetnama,
Pham Van Dong (t.h.) á Hanoi fyrr í þessari viku. Aðalritarinn hefur hvatt deiluaðila í Kambódíu til
að semja frið en á sama tíma og hann ræddi við víetnamska ráðamenn í Hanoi voru Víetnamar að hefja
stórsókn gegn skæruiiðum Rauðra Khmera. símamynd-FOLFOTO
Kambódía:
Víetnamar reyna að útrýma
skæruliðum Rauðra Khmera
Bangkok-Reuter
■ Víetnamski herinn í Kam-
bódíu hefur hafið umfangsmestu
herferð sína til þessa gegn skæru-
liðum Rauðra Khmera sem hafa
haldið uppi skæruhernaði gegn
víetnamska setuliðinu í Kambódíu
síðastliðin sex ár.
Tilraunir aðalritara Sameinuðu
þjóðanna, Javier Perez De Cuell-
ar, til að fá stríðsaðila í Kambódíu
til friðarviðræðna að undanförnu
hafa skilað takmörkuðum árangri.
Á einni viku hefur hann bæði
heimsólt Víetnam og Laos og rætt
við ráðamenn þar auk þess sem
hann hefur hitt Sihanouk og rætt
við hann í Thailandi en Sihanouk
er einn helsti leiðtogi kambódískra
stjórnarandstæðinga. Áfundi með
fréttamönnum í Thailandi sagði
aðalritarinn að ákveðnar upplýs-
ingar, sem hann hefði fengið í
Víetnam, hvettu til áframhaldandi
friðarumleitana. En hann vildi
ekki lýsa því nánar hvers eðlis
þessar upplýsingar hefðu verið.
Það er áætlað að í Kambódíu
séu um 160.000 víetnamskir
hermenn. Þeir eiga í höggi við um
50.000 manna skæruliðaher stjórn-
arandstæðinga sem hafa haldið
uppi árásum á víetnamska setulið-
ið frá því að það kom til Kambódíu
fyrir sex árum.
Víetnamar sækja nú fram gegn
skæruliðum Rauðra Khmera í
Battambanghéraði nálægt thai-
lensku landamærunum. Áð sögn
hafa þeir aldrei kallað til jafn
fjölmennt herlið til að berjast
gegn skæruliðunum á þessu svæði.
Um fjórar herdeildir víet-
namskra fótgönguiiða njóta stuðn-
ings skriðdreka og stórskotaliðs
við sóknina. Skæruliðar Rauðra
Khmera halda uppi stöðugum ár-
ásum á birgðalínut Víetnama en
Víetnamar hafa svarað með stór-
skotahn'ð á bækistöðvar skæru-
liða.
Vilja stríð
við ísrael
Kairó-Reuter.
■ Um 300 ntanns tóku
þátt í mótmælaaðgerðum
á alþjóðlegri bókasýningu
í Kaíró, höfuðborg Eg-
yptalands, í gær. Mótmæl-
endur kröfðust þess að
Egyptar hæfu stríð við ís-
raej.
Á bókasýningunni voru
m.a. ísraelskar bækur í
fyrsta skipti frá því 1982.
Lögreglumenn voru í við-
bragðsstöðu í nágrenni
sýningarstaðarins en ekki
korn til átaka við mótmæl-
endur.
Aðalritari OECD:
Atvinnuleysið mesta
vandamál iðnríkjanna
- siðferðislega óréttlætanlegt
Strassbourg-Reuter.
■ Atvinnuleysi er mesta vandamál
iðnríkjanna í dag, sagði aðalritari
OECD, Jean-Claude Paye, í gær.
Atvinnuleysið er ekki í beinum
tengslum við þróun hagvaxtar. „Það
er Ijóst að sköpun atvinnutækifæra
er ekki í réttu hlutfalli við aukinn
hagvöxt OECD-ríkja á síðustu
tveim árum,“ sagði Paye á Evrópu-
þinginu í gær.
Atvinnuleysi hefur ekki minnkað
í Evrópu þrátt fyrir að hagvöxtur
hafi að meðaltali verið 2,25%.
Bandaríkjamönnum hefur hins veg-
ar tekist að minnka atvinnuleysið úr
9,7% í 7,25%.
Meginmarkmið efnahagsstarf-
seminnar er að „auka almenna
velferð" sagði Paye og varaði
við að hagvöxtur sem kæmi aðeins
hluta þjóðarinnar til góða væri „...fé-
lagslega, stjórnmálalega og siðferð-
islega óréttlátur“.
En þrátt fyrir atvinnuleysið sagði.
Paye að í löndum OECD (Éfnahags
og þróunarstofnunarinnar) hefðu
framleiðni og viðskipti aukist og
verðbólga minnkað.
Bjóðum upp á 5ÓI, 5auna og
vatnsnudd í hrelnlegu og
þægllegu umhverfí. ___