NT - 08.02.1985, Page 2
2
■ Flugfélagið Amarflug kynnti
sl. mánudag nýtt fargjald,
sem kallast annafargjald og
felur það í sér 38% lækkun
fyrir þá sem þurfa að fara í
stuttar ferðir til útlanda í
miðri viku.
Nýja fargjaldið er 20.435
krónur báðar leiðir, þ.e. frá
Reykjavík til Amsterdam og
til baka. Það kemur í mörgum
tilvikum í stað svokallaðs
normalfargjalds sem er
32.984 krónur.
Arnarflugsmenn hafa stað-
ið í löngum samningaviðræð-
um við flugmálayfirvöld bæði
hér og í Hollandi til að fá
samþykki fyrir þessu nýja far-
gjaldi og er þetta í fyrsta
skipti sem fargjald er í gildi
hérlendis, aðeins hjá öðru
flugfélaginu, að sögn Magnús-
ar Oddssonar hjá Arnarflugi.
Fram að þessu hafa þeir
farþegar, sem vildu njóta
lægri fargjalda en normal-
fargjaldsins, alltaf þurft að
dvelja erlendis yfir helgi, en
með annafargjaldinu er unnt
að fara í stutta utanferð og
koma aftur heim án helgar-
dvalar erlendis og fá samt
verulega lækkun frá normal-
fargjaldi.
Helstu reglur um þetta nýja
fargjald eru þær að lág-
marksdvöl erlendis er ein nótt
og hámarksdvöl fimm nætur.
það gildir aðeins a flugleið-
inni milli Reykjavíkur og
Amsterdam, eins og áður
sagði.
Farseðilinn má kaupa frani
að brottför og farpöntun er
heimil hvenær sem farþegan-
um hentaroghenni mábrevta
eftir hentugleikum og farseð-
illinn fæst endurgreiddur ef
hann er ekki notaður.
Með annafargjaldi Arnar-
flugs er farþegum kleift
að fara í stuttar ferðir til
fjölmargra annarra staða í
Evrópu og víðar á verulega
lægra heildarverði en fram til
þessa hefur verið unnt.
Arnarflug hefur aðalum-
boð fyrir hollenska flugfélag-
ið KLM á íslandi og getur því
selt farþegum framhaldsfar-
seðla út um allan heim frá
Amsterdam. Með því að
tengja slíka farseðla anna-
fargjaldinu er t.d. unnt
að ferðast til neðangreindra
staða í Evrópu í miðri viku og
spara samt verulegar fjárhæð ir:
Staður: Normal-fargjald
Frankfurt 37.714
Genf 40.808
Vín 47.556
Róm 55.864
París 38.460
Madrid 55.290
Það skal þó haft í huga í
samanburði á normal-far-
gjaldi og samsettu fargjaldi
eins og að ofan er sýnt, að
farþeginn afsalar sér vissum
sveigjanleika, þ.e. gildistími
er styttur og flugið milli Is-
lands og meginlandsins verð-
ur að vera í gegnum Amster-
dam. Því er þess að vænta að
í mörgum tilvikum kjósi far-
þegar eftir sem áður að greiða
normal-fargjaldið. Fyrir þá
Samsett fargjald Sparnaður
27.534 10.180
31.894 8.914
36.414 11.142
38.833 17.031
27.922 10.538
38.811 16.479
sem þurfa að fara á marga
staði í sömu ferðinni og vilja
hafa sem mestan sveigjan-
leika er normal-fargjaldið
enn sem fyrr besti kosturinn.
Annafargjaldið hentar vel
þeim sem eru tímabundnir,
þeir þurfa ekki að dvelja yfir
helgi til að komast hjá því að
borga normalfargjald og
spara sér um leið hótelkostn-
að og uppihald. Fyrirtæki
sem notfæra sér þetta nýja
Umsjón:
Ásta R. Jóhannesdóttir
fargjald spara sér einnig
auknar dagpeningagreiðslur
til starfsmanna sinna.
Nýtt fargjald - Stand by
Það kom fram í máli Magn-
úsar Oddssonar er hann kynnti
annafargjaldið að í vormyndi
bæði Arnarflug og Flugleiðir
bjóða nýtt fargjald svokallað
„stand by“ fargjald sem verð-
ur mun lægra en fargjöld sem
nú giltu. Þau yrðu háð aldurs-
ákvæðum þ. e. aðeins fyrir
26 ára og yngri. Ekki verður
unnt að bóka far fyrirfram á
þessu fargjaldi, en farþeginn
verður látinn vita með sól-
arhrings fyrirvara hvort hann
kemst með því flugi sem hann
hefur keypt farseðil með,
þannig að rnenn eru á nokk-
urskonar biðlista.
Föstudagur 8. febrúar 1985
ÁBÓT
Arnarflugsklúbburinn
Nýjung í þjónustu flugfarþega
■ Arnarflughefurstofnaðfé-
lag fyrir þá farþega sína, sem
greiða hæst fargjöld.
Félagið nefna þeir Arnar-
flugsklúbbinn eða Eagle Club
og geta allir sem greiða svo-
kallað „annafargjald" eða
hærra orðið félagar.
Hver félagi fær félagskort,
sem skráð er á nafn, og fær
eigandi kortsins aukna þjón-
ustu, s.s. afslátt með því að
sýna það. Kortið gildir í eitt ár
frá útgáfu.
Farþegar Arnarflugs sem
kjósa að verða félagar sækja
um það á sérstökum umsókn-
areyðublöðum og verða félag-
ar til eins árs. Hafi þeir síðan
ekki ferðast með Arnarflugi í
12 mánuði rennur aðild þeirra
sjálfkrafa út.
Þessi háttur á að veita far-
þeguni, sem greiða hæst
fargjöld, aukna þjónustu, er
algjör nýjung hér á landi og
þekkist varla i Evrópu, enda
mun hugmyndin fengin frá
Bandaríkjunum.
Hingað til har'a flugfélög í
Evrópu boðið þessum farþeg-
um sérstaka þjónustu um borð
í flugvélunum. samanber Saga
Class farrýmið hjá Flugleiðum,
og oft betri þjónustu á flug-
velli.
Á þessum sérstöku farrým-
um fá farþegar fría drykki og
meiraer lagt í matogþjónustu.
FAGIEGWB
FÁGWŒ B
AftNAXP'.UG r<«lvf 9kvf'S:« At tluhv. <*l«g twivrj |«r-
(Inftt, x«:n 'Jreií;. largj«i<li:; &g v«i!a |»im
sukn* j>i(.nu>l:: ■ wnrtm: vii f-tl Akv*ftia h«!u' v«::t
h'jo'i Minið CCUB og Iok! ti: olsrtn ;
januw 1 Mi. rálagkr i EAtííf. CLUO g«U allir ptu otKt.
«•«•, yro:6* cvukx:i.v» . Sutlnwa- la'g:»ul «4a h*"a.
FarpvftKr v»ria Mayjr t:i «:»* x.-« i «««::. HxN p*» **<:
> V»gum AiuarKug* t :<J: a»r-aða lunaMli ttimtt
aiSld l»:cr» *t tAUlf. CIUB «:a:tl<r*:» Mag:nhug
nv/na:r' .V'«. xtofnon |.<:ssa <«:«<.< «: •« y.>iu þ«lm !»i •
t'Kgum A'nxrtlujj*. m graiða h»xlu l*iyj::M:r. v»ru-
lo:ja xukna t.jhnu.tu. E. þ*i . swu/aimt ¥t» |u t«-oun.
xorn »n hxtvi »*r «:»í llja friaotlvir. (!ugl*lóg'.:n> a
yon S.«lo' FcUXjar: EACU CLUB n>:i'nir«r**!>»*Vm :>0ta
m«:yhxa*i'o: »i:Urm»r þk..im K*n*r v«rður «xrlð u<
i lio i;.V h*r o «-<i:r. Hir. oukna ^jonuxU oy Iriðinri:. x«:r.
'elayar i CAGUt CLUB monu r.|Ol» vciður : •tO.'lvyrl
•nriursKoðvn og nxin vttia euknlng g þxgxvm px>n:n> r
lr»ml:A<i!r.i.
■ Svona líta félagskort Arn-
arflugsklúbbsins út, þau eru
gcfin út á nafn og opna leiðir
til aukinnar þjónustu og af-
sláttar fyrir eigandann.
Betri aðstaða
á Schiphol
Aukin þjónusta félaga Arn-
arflugsklúbbsins, er ekki um
borð í flugvélunum, heldur er
hún frekar í formi afsláttar hjá
hótelum og bílaleigum og betri
þjónustu á flugvelli.
Sem dænii um betri þjónustu
má nefna að félögum klúbbsins
stendur til boða aðgangur að
sérstakri setustofu á Schiphol-
flugvelli í Amsterdam, sem
kallast „Executive Lounge"
þar geta farþegar dvalið í næði,
og lesið tímarit og blöð. Enn-
freniur er þar í boði vinnuað-
staða til minni verkefna.
í setustofu þessari er boðið
upp á veitingar endurgjalds-
laust, eins og te, kaffi og
vínföng, svo eitthvað sé nefnt.
Félagar klúbbsins fá aðgang
að sérstökum innskráningár-
boröum á Schiphol-flugvelli,
þar sem afgreiðsla er hraðari.
Verulegur
afsláttur
Allir félagar fá 35% afslátt
af bílaleigubílum hjá IR, Inter
Rent, í Amstcrdam gegn fram-
vísun meðlimakorts. I Zúrich
fá félagar 30% afslátt af bíla-
leigubílum IR.
Þá njóta félagar sérstakra
vildarkjara á hinu rómaða lúx-
ushóteli Pulitzer í Amsterdam.
Félagarfá45% afslátt afverði,
auk þess sem boðið er upp á
sérstakt val á herbergjum.
Ennfremur er félögunt Eagle
Club boðiö upp á að afhenda
herbergi síðar, en jafnan
gerist, Er það með sérstöku
tilliti til brottfarar Arnarflugs
fá Amsterdam, en það er
klukkan 18.00.
Margir furða sig e.t.v. á því
hvað átt sé við með því að
Eagle Club-félagar geti valið
úr herbergjum á Pulitzer hótel-
inu. Þetta lúxus hótel, sem
margir íslendingar þekkja er í
hjarta Amsterdam og er til
húsa í nítján sambyggðum
sautjándualdar byggingum við
Princengract og eru engin tvö
herbergi eins.
Félagar klúbbsins fá einnig
afslátt af gistingu á lúxushótel-
inu Appollo, sem er í aðalvið-
skiptahverfi Amsterdam.
Állir félagar munu fá sent
sérstakt fréttabréf félagsins,
þar sem greint er frá því, sem
er á döfinni hverju sinni. Til
dæmis verður greint frá nýjuni
fargjöldum einnig ferðamögu-
leikum frá þeini borgum, sem
Arnarflug flýgur til, sem eru
Amsterdam, Zúrich og Dúss-
eldorf.
Stefnt er að því að fá enn
frekari afslætti fyrir félags-
ntenn af ýmiskonar þjónustu í
framtíðinni og verður þá greint
frá því í fréttabréfinu.
Félagar í Arnarflugsklúbbn-
unt hafa einnig aðgang að
sínta- og telexþjónustu á skrif-
stofum Arnarflugs erlendis.