NT - 08.02.1985, Blaðsíða 8
ÁBOT
Föstudagur 8. febrúar 1985 8 Blað II
Útvarp — SJónvarp
Utvarp föstudag kl. 20:40
„Kýrin hennar Jóu“
Álda Snæhólm Einarsson segir f rá
■ „Ég hef aö undanförnu
lesiö nokkrum sinnum í kvöld-
vöku útvparsins þætti úr
endurminningum móður
minnar, en þessi frásagnarþátt-
ur „Kýrin hennar Jóu" er mín
endurminning og skrifuð af
mér,“ sagöi Alda Snæhólm
Einarsson, er blaðamaður NT
ræddi viö hana í síma um
dagskráratriði það sem nefnist
þessu nafni, og verður í kvöld-
vöku útvarpsins kl. 20.40 í
kvöld.
„Við bjuggum uppi í sveit á
Laxárdal í A-Húnavatnssýlu,
en faðir minn þoldi ekki hey-
ryk, svo hann varð að hætta
búskap. Þá fluttum viö búferl-
um. Viðvorum mörg systkinin
og ég var 8 ára gömui, þegar
þetta var. Fjölskyldan fluttist
þá á Blönduós. Farið var á
hestum um skarð í fjallaskag-
ann milli Laxárdals og Langa-
dals og hét skarðið Geitaskarð,
en komið var niður að sam-
nefndum bæ. Þar var höfuöból
og er enn, og þar stoppuðum
við og var vel tekið. Húsmóðir-
in fór framá að fá að hafa mig
um sumarið, og það varð úr.
Varégþarsvo í nokkursumur.
Stuttu eftir að ég kom aö
Geitaskaröi gerist atburður sá
sem ég ætla að segja frá í
kvöld. Yngsta dóttirin á Geita-
skarði Jóhanna gifti sig um
sumarið og flutti sig til Sauðár-
króks, og henni var gefin
snemmbæra í brúðargjöf, - en
það er „Kýrin hennar Jóu”,sem
hér segir frá og ferðalagi því.
■ Alda Snæhólm Einarsson
var búsett nærri 20 ár erlendis,
en Hermann Einarsson fiski-
fræðingur (d. 1966), maöur
hennar, vann á vegum FAO í
ýmsum heimshlutum. Þaö er
þó atburöur úr íslensku sveita-
líli, scm Alda ætlar aö rilja
upp nú, en hún var 8 ára þegar
þetta gerðist.
NT-mynd: Arni Bjarna.
sem við lentum í saman, kýrin
og ég,“ sagði Alda.
ijónvarp föstudag kl. 21.25;
Með grimmdina í klónum:
Haukur getur veitt bráð sem
er þyngri en hann sjálfur
■ Með grimmdina í klónum
heitir þáttur um ránfugla sem
sýndur er í sjónvarpinu um
þessar mundir. Þátturinn í
kvöld, föstudagskvöld, er um
haukategundir í Astralíu.
Þetta er áströlsk náttúrulífs-
mynd gerð af sömu aðilum og
mynd um fálka, sem sýnd var
nýlega í sjónvarpinu.
í myndinni í kvöld er sýnt
hvaða aöferðum kvikmynda-
tökumennirnir beita til að ná
jafngóðum nærmyndum af
ránfuglum og raun ber vitni
Við sjáum hvernig haukar
geta jafnvel' ráðið við bráð
sem er þyngri en þeir sjálfir
og gripið fugla á flugi með
stórum klóm sínum. Þýðandi
og þulur er Óskar Ingimars-
son.
■ Haukur rennir sér á kan-
ínu, en af þcim er nóg í
Ástralíu. Þær voru fluttar inn
í landið og fjölgaöi svo ört að
þær urðu að plágu.
Sjónvarp föstudag kl. 21.55:
Vinnan er leið-
inleg og hjóna-
bandið líka!
■ Föstudagsmynd sjónvarps-
ins nefnist Við frcistingum gæt
þín og er bandarísk bíómynd
frá 1971. Á frummálinu heitir
hún The Marriagc of a Young
Stockbroker. Sýning hefst kl.
21.55.
Þar segir frá ungum, aðlað-
andi að aðgerðalitlum manni
William Alren, sem á eitthvað
erfitt með aö koma lífi sínu í
ákveðinn farveg. Honum leið-
ist starf sitt sem vcrðbréfasali,
ekki síst þegar yfirmaður hans
minnir hann á þá gullvægu
reglu að „verðbrefasali sem
ekki sýnir ágengni, er á rangri
hillu”. Og hjónabandið gerir
honum ekki lífið léttara. Að
vísu elskar hann konu sína,
Lísu, en honum erfyrirmunað
að láta í Ijós ást sína. Hann er
sagður dæmigcrt fórnarlamb
siðfræði miðstéttarmanns nú-
tímans, sem býr við vinnuálag
og þjóðfélagslega firringu.
Hans flóttaaðferð er að láta
sig dreyma kynferðislega
drauma og flestum tómstund-
urn sínum ver hann í að „skoða
stúlkur".
Líklega hefði líf hans haldið
áfram að líða svona áfram, ef
ekki hefðu orðið tveir atburð-
ir, sem snertu hann og leiddu
til að hann fór alvarlega að
íhuga hvar hann væri staddur.
Starfsfélagi hans deyr af
hjartaáfalli, afleiðingu hinnar
„gullvægu reglu“, og kona
lians stendur hann að verki þar
sem hann sinnir helsta áhuga-
máli sínu. Hún ákveður að
yfirgefa liann í kjölfarið.
Leikstjóri er Lawrence
Turman. Þýðandi er Björn
Baldursson.
■ Hjónaband þeirra Williams
og Lisu Alren er ekki upp á
marga liskana, aðallega vegna
deyfðar eiginmannsins. Þau
Richard Benjamin og Johanna
Shimkus fara með hlutverk
þeirra.
Sjónvarp laugardag kl. 21.
Sumir ættu
ekki að
gerast þjófar!
■ Fyrri laugardagsmynd
sjónvarpsins hefst kl. 21. Hún
hetir Demantaránið (Hot
Rock) og er bandarísk bíó-
mynd frá 1972. Leikstjóri er
Peter Yates og með aðalhlut-
verk fara Robert Redford,
George Segal, Zero Mostel,
Ron Leibman, Paul Sand,
Moses Gunn og Charlotte
Rae.
Þar segir frá því, þegar
John Archibald Dortmunder
(Robert Redford), sem setið
hefur í fangelsi í fjögur ár og
reyndar lært þar pípulagning-
ar, er látinn laus og á móti
honum tekur mágur hans
Andrew Kelp (George
Segal), sem hefur fengið dá-
indis góða hugmynd. Það er
hinn fullkontni og einfaldi
glæpur að ræna ófnetanlega
dýrmætum afrískum demanti
af safni einu. Þegar Dort-
munder hefur verið fræddur
um það að öruggur kaupandi
sé þegar fundinn að dernant-
inum, slær hann til.
Mágarnir tveir ásamt tveim
samverkamönnum hefjast
handa og með ágætum árangri
tekst þeim hið erfiða verk
að komast höndum undir
demantinn. Til að vera örugg-
ir unt að glata ekki dýrgripn-
um á einhvern hátt, grípa
þeir til þess ráðs að einn
þeirra gleypir demtantinn, en
sá er óðar handtekinn af lög-
reglunni!
Þaðan í frá snýst hugur
félaganna þriggja auðvitað
ekki um annað en að endur-
heimta félagann, og þó um-
frant allt demantinn, áður en
einhverannar verðurfyrri til.
Föstudagur
8. febrúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55
Daglegt mál. Endurt. þáttur Sig-
urðar G. Tómassonar frá kvöldinu
áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð - Kristján Þor-
geirsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Perla“ eftlr Sigrúnu Björgvins-
dóttur Ragnheiður Steindórsdóttir
les (5).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Mér eru fornu minnin kær“
Einar Kristjánsson frá Hermundar-
felli sér um þáttinn. (RÚVAK).
11.15 Morguntónleikar
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Blessuð skepnan“ eftir
James Herriot Bryndís Viglunds-
dóttir les þýðingu sína (2).
14.30 Á léttu nótunum Tónlist úr
ýmsum áttum.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar
17.10 Siðdegisutvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál Valdimar Gunn-
arsson flytur þáttinn.
20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg
Thoroddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. Af Árna Grims-
syni Benedikt Sigurðsson lýkur
frásögn sinni. b. M.A. kvartettinn
syngur. Undirleikari: Bjarni Þórð-
arson. c. Kýrin hennar Jóu Alda
Snæhólm Einarsson flytur frum-
saminn frásöguþátt. Umsjón:
Helga Ágústsdóttir.
21.30 Hljómbotn Tónlistarþáttur i
umsjón Páls Hannessonar og Vals
Pálssonar.
22.00 Lestur Passíusálma (5)
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Ur blöndukútnum - Sverrir
Páll Erlendsson (RÚVAK)
23.15 Á sveitalínunni: Umsjón:
Hilda Torfadóttir. (RÚVAK).
24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Nætur-
útvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00
Laugardagur
9. febrúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
7.25 Leikfimi. Tónleikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð -
Hrefna Tynes talar.
8.15 Veðurfregnir.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón-
leikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt.
þáttur Valdimars Gunnarssonarfrá
kvöldinu áður.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ.
Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.) Óskalög
sjúklinga, frh.
11.20 Eitthvað fyrir alla Sigurður
Helgason stjórnar þætti fyrir börn.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 Hér og nú Fréttaþáttur í viku-
lokin,
15.15 Listapopp - Gunnar Salvars-
son
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 íslenskt mál Guðrún Kvaran
flytur þáttinn
16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður
P. Njarðvík.
17.10 Alban Berg(100 áraminning)
a. Atli Heimir Sveinsson flytur inn-
gangsorð. b. „Sieben frúhe Lieder"
c. Pianósónata op. 1 d. Fjórir
þættir op. 5 Elisabet Erlingsdóttir
syngur, Kristinn Gestsson leikur á
píanó og Kjartan Óskarsson á
klarinettu.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Úr vöndu að ráða Hlustendur
leita til útvarpsins með vandamál.
20.00 Útvarpssaga barnanna:
„Ævintýri úr Eyjum“ eftir Jón
Sveinsson Gunnar Stefansson
endar lestur þýðingar Freysteins
Gunnarssonar (23).
20.20 Harmonikuþáttur Umsjón:
Bjarni Marteinsson
20.50 Björn Jónsson ritstjóri og
barátta hans í bindindismalum
Halldór Kristjánsson tók saman
dagskrána. Lesarar með með
honum. Ásgerður Ingimarsdóttir,
Jón F. Hjartar, Gunnar Þorláksson,
Sigurlaug Sævarsdóttir og Sigrún
Gissurardóttir.
21.35 Kvöldtónleikar Þættir ur sí-
gildum tónverkum.
22.00 Lestur Passiusálma (6).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá’
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Þriðji heimurinn Þáttur i umsjá
Jóns Orms Halldórssonar.
23.15 Hljómskálamúsík Guðmund-
ur Gilsson kynnir.
24.00 Miðnæturtónleikar Umsjón:
Jón örn Marinósson.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá RÁS 2 til kl.
03.00.
Sunnudagur
10. febrúar.
8.00 Morgunandakt Séra Hjálmar
Jónsson flytur ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
8.35 Létt morgunlög. Hljómsveit
Wal Bergs leikur.
9.00 Fréttir.
9.05 Morguntónleikar a. „Eins og
snjór og regn”, kantata nr. 18 eftir
Johann Sebastian Bach á 2.
sunnudegi í 9 vikna töstu. Kurt
Equiluz, Max van Egmond og Vín-
ardrengjakórinn syngja með Con-
centus musicus-kammersveitinni i
Vín; Nikolaus Harnoncourt stj. b.
Hornkonsert í Es-dúr eftir Christ-
oph Förster. Barry Tuckwell og St.
Martin-in-the- Fields hljómsveitin
leika; Neville Marriner stj. c. Sin-
fónia nr. 29 i A-dúr K. 201 eftir
Wolfgang Amadeus Mozart. Fil-
harmoniusveitin í Berlín leikur;
Karl Böhm stj.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir.
10.25 Stefnumót við Sturlunga Ein-
ar Karl Haraldsson sér um þáttinn.
11.00 Messa i Hallgrimskirkju á
Biblíudegi Séra Kjartan Jónsson
predikar. Organleikari: Hörður
Áskelsson.
Hádegistónleikar.
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Þuriður formaður og Kambs-
ránsmenn Fyrsti þáttur. Klemens
Jónsson tók saman, að mestu eftir
bók Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-
Núpi, og stjórnar jafnframt flutn-
ingi. Sögumaður: Hjörtur Pálsson.
Lesarar: Sigurður Karlsson, Þor-
steinn Gunnarsson, Hjalti Rögn-
valdsson, Steindór Hjörleifsson,
Guðrún Stephensen, Andrés Þor-
steinsson, Margrét Ólafsdóttir,
Guðmundur Pálsson og Þórhallur
Sigurðsson.
14.40 Frá tónleikum Kammersveit-
ar Reykjavikur i Áskirkju 4. des.
s.l. Flytjendur: Rut Ingólfsdóttir,
Szymon Kuran, Helga Þórarins-
dóttir, Robert Gibbons, Inga Rós
Ingólfsdóttir og Arnþór Jónsson.
„Uppljómuð nótt" op. 4 eftir Arnold
Schönberg.
15.10 Með bros á vör Svavar Gests
velur og kynnir efni úr gömlum
spurninga- og skemmtiþáttum út-
varpsins.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Um visindi og fræði Laga-
setning til forna. Sigurður Líndal
prófessor flytur sunnudagserindi.
17.00 Frá tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands í Háskóla-
bíói 7. þ.m. (fyrri hluti). Stjórnandi:
Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari:
Þorsteinn Gauti Sigurðsson. a.
„Saga", tónaljóð op. 9 eftir Jean
Sibelius. b. Pianókonsert nr. 2 í
g-moll eftir Prokofieff. Kynnir: Jón
Múli Árnason.
17.45 „Frásögnin um lestina" eftir
Evu Moberg Hanna Lára
Gunnarsd. les þýðingu sína.
18.00 Vetrardagar Jónas Guð-
mundsson rithöfundur spjallar við
hlustendur.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Fjölmiðlaþátturinn Viðtals- og
umræðuþáttur um fréttamennsku
og fjölmiðlastörf. Umsjón: Halldór
Halldórsson.