NT - 08.02.1985, Blaðsíða 7

NT - 08.02.1985, Blaðsíða 7
■ Þaö er vissara að hátt sé til lofts þar sem Richard dansar. Þau voru bæði sammála um það að ágætis félagsskapur væri þeirra á milli, og Helen sagði: „Það er hreinlega ekki tími til annars en að vera vinir og aðstoða livort annað, Hcr á Islandi búum við saman í íbúð, og það gengur ágætlega." Eruð þið bindindismenn á vín og tóbak? í ljós kom að Richard reykir, en ekki Helen, en hvað áfengi snertir virðist sent þau geri lítið af þvi. Að lokum, hvernig hafa mót- tökurnar verið hér á landi? Þær hafa verið góðar sagði Hel- en sem greinilega var málgefnari. Hinsvegar undraðist Richard hversu fáir áhorfendur hefðu verið fyrsta kvöldið sem þau skemmtu í Hollywood. ■ Skötuhjúin Richard og Hel- en í Hollywood á æfingu, og virðist greinilega fara vel á með þeim. - — Selfoss: Tveir nýir skemmtistaðir opna með stuttu millibili ■ Guðjón Guðlaugsson framkvæmdastjóri Inghóls á einum af börum staðarins. Eins og sjá má á myndinni, er bjórlíki til sölu í Inghól, eins og vel flestum skemmtistöðum í dag. ■ Skemmtanalíf á Selfossi virð- ist vera í miklum uppgangi, cf marka má þá staðreynd að nú með stuttu millibili, hafa tveir nýir staðir litið dagsins Ijós. Það er Gjáin, sem er til húsa í gamla kaupfélagshúsinu. Eigendur Gjárinnar eru sex: Örn Grétars- son, Sesselja Sigurðardóttir, Sig- urður Þór Sigurðsson, Kristín Gunnarsdóttir, Guðmundur Jónsson og Sigrid Foss. Staðurinn selur bjórlíki og létt- an málsverð. Gjáin er hugsuð með svipuðu fyrirkomulagi og margir staðir sem hafa risið á höfuðborgarsvæðinu, og ganga undir nafninu bjórstaðir. Gjáin er skemmtilegur staður þar sem innréttingar eru látlausar, en jafnframt sérstakar. Einn er sá galli, að mati Sel- fyssinga, sem setur þá ekki við sama borð og bjórlíkisunnendur á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hef- ur fengist leyfi til þess að hafa staðinn opinn lengur en til klukk- an 23:30, að sögn eigenda staðar- ins, er ástæðan sú að Jón Helga- son dómsmálaráðherra telur að einungis sé um að ræða matsölu- stað, og ekki sé ástæða til að ætla annað en að menn hafi lokið því að seðja hungur sitt fyrir mið- nætti. Hinsvegar virðist Jón telja að Reykvíkingar þurfi lengri tíma til þess að skola niður samlokunni sinni, ef marka má opnunartíma samskonar staða í Reykjavík. Þetta horfir þó allt til bóta, þar sem að bæjarráð hefur samþykkt breytingartillögu á lög- reglusamþykkt staðarins, sem gerir það að verkum að mögulegt verður að hafa Gjána opna jafn lengi, án þess að um ólöglegt athæfi sé að ræða. Enn er þó eftir að samþykkja breytinguna í bæjarstjórn, en að sögn bæjar- stjórans Stefáns Jónssonar eru litlar líkur til þess að tillagan verði felld. Inghóll er nýr staður sem var formlega tekinn í notkun síðast- liðinn föstudag, með opnunar- hófi. Staðurinn tekur um þrjú hundruð manns, og er kærkomin nýjung fyrir Selfossbúa, þar sem þeir hafa ekki haft almennilega aðstöðu fyrir sínar skemmtanir svo sem þorrablót, og sagði Guð- Föstudagur 8. febrúar 1985 7 Blsð II „Long drink“ eftir Símon í Naustinu - hristur árið 1967 ■ Aftur birtum við íslenskan verðlauna-kokkteil, og ekki að ástæðulausu. Kokkteillinn Stranger eftir Símon Sigurðarson sem vinnur í Naustinu er einn af þekktustu íslensku kokkteilunum sem hafa unnið til verðlauna.í síðasta þætti var drykkurinn Appolo 13 birtur, og fellur hann í flokk „Long drink“. „Stranger" er hinsvegar kokkteill, og eins og útskýrt var síðast, felst munurinn fyrst og fremst í magninu sem er í drykknum. Símon Sigurjónsson er einn af þeim fáu sem hafa veriö með í nær öllum kokkteiikeppnum sem haldnar hafa verið á vegum barþjónaklúbbs íslands frá stofnun hans, en klúbburinn varstofnaðurárið 1964. Þessi tiltekni kokkteill sem birtur er í Hanastéli helgarinnar vann til verðlauna árið 1967. Stranger 2 cl. Cacao Marfe Brizard 2. cl. Cointreau 2 cl. Sítrónusafi Hristist vel saman með ís, og er síðan hellt i kokkteilglas. Skreyting er ekki tiltekin og því ekki hægt að leiðbeina í þvi tilfelli. Stranger er kokkteill sem I íkar vel hvort sem er fyrireða eftir mat, og hefur notið vinsælda allt frá því að Símon hristi hann í keppni. Þetta er ekki fyrsta uppskriftin sem birt er eftir Símon, því birt var áramótabolla Símonar, í jólamatargerðarblaði, sem kom út þann 18. desember síðastliðinn. Barþjónaklúbbur íslands, efnir til „Long drink“ keppni í vor, nánar tiltekið þann 21. apríl, og í þetta skiptið verður keppt í „Long drink“, þar sem síðasta keppni sem fram fór var helguð kokkteilum. Þá var keppí bæði í sætum og þurrum kokkteilum á Hótel Sögu. Sigurvegarar úr hverri keppni fara síðan erlendis, og etja kappi við bragðlauka evrópskra fagbræðra sinna. Barþjónakeppni getur verið spennandi, og oft er mjótt á mununum í stigagjöf, sem dómarar veita. Veitt eru stig, bæði fyrir bragð og útlit drykksins, og reynir því bæði á augu keppandans jafnt sem bragðlauka. Síðan leggur keppandinn drykkinn undir mat dómara, sem valdir eru úr gestum sem mættireru til þess að horfa á keppnina. Komi til að tveir eða fleiri keppendur séu jafnir að stigum, fer fram endurhristing á kokkteilunum, eða eins og barþjónar kalla það „reshake", og er síðan úrskurðað endanlega um hvor þykir betri og ásjálegri. Keppendur sem lenda í endurhristingu, vita ekki hvort þeir eru að hrista drykkinn upp í efsta sætið, eða að keppa um þriðja sætið. Þetta m.a. er það sem gerir keppnina spennandi. Keppnin nærsíðan hámarki sínu, þegar dómarar hafa lokið við að gefa drykkjunum einkunn, og dómnefnd hefur farió yfir niðurstöðurnar, og keppendur bíða spenntir eftir úrslitum keppninnar, sem tilkynnt eru undir lok kvöldsins. ■ Inghóll er á tveimur efstu hæðunum í Fossnesti. mundur Guðlaugsson fram- kvæmdastjóri bifreiðastöðvar Selfoss að staður sem þessi hefði lengi verið draumur, og væri nú orðinn að veruleika. Inghóll er mikið bókaður fyrir einkasamkvæmi næstu vikur, en reynt verður að halda almenn böll inn á milli. Nafnið Inghóll er orðið til í samkeppni sem efnt var til áður en staðurinn opnaði, og þótti nafnið vel við hæfi, þar sem Ingólfsfjall er í nálægð Selfoss, og hæsti toppur þess ber nafnið Inghóll. Innréttingar í Inghól eru hinar skemmtilegustu, og staðurinn er á tveimur hæðum. Inghóll er til húsa í Fossnesti á tveimur efstu hæðunum, og er rekið af Bif- reiðastöð Selfoss hf.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.