NT - 08.02.1985, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. febrúar 1985 3 Blaðll
Ltl ÁBÓT Ferðamál
Hópferðir til Mallorka í vor
Paradís eldri borgara
■ Ferðaskrifstofan Atlantik
verður með sérstakar hóp-
ferðir fyrir eldri borgara til
Mallorka, nú í vor.
Fyrri ferðin verður þann
17. apríl og sú seinni 6. maí.
Flogið verður í beinu leigu-
flugi til Mallorka og verður
það þægilegt dagflug. Tvenns-
konar gististaðir eru í boði,
íbúðahótelið Royal Playa de
Palma, en þaðan er stutt í
verslanir, veitinga og skemmti-
staði, og íbúðahótelið Roy-
al Jardin del Mar í bænum
Santa Ponsa, sem er 20 km
vestan við Palma. Santa
'Ponsa er mörgum eldri borg-
urum kunnur, því þangað
hefur verið farið áður í hóp-
ferðir.
Petta er friðsæll staður, en
þó ekki langt að sækja lífsins
lystisemdir.
Með í þessum ferðum verð-
ur hjúkrunarfræðingur og
sérstakur fararstjóri verður
hinn góðkunni og vinsæli
Hermann Ragnar Stefáns-
son.
Auk þess verða fararstjór-
ar Atlantik á Mallorka hópn-
um til aðstoðar og munu þeir
skipuleggja ferðir um eyjuna.
dvelja :í lierherginu lengur lirotll'arardaginn.
Að þreyja þorrann
reynist mörgum erfitt -
en hægt er aö gera sér dagamun í Blómasalnum
á Hótel Loftleiðum.
Kalda borðið býður ávallt upp á úrvals þorramat í hádeginu.
Þar að auki er fjölbreyttur matseðill og hlýlegur bar.
Opið 12 - 14.30 og 19 - 22.30.
Borðapantanir í síma 22322 - 22321.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
FLUGLEIDA /V HÓTEL