NT - 08.02.1985, Qupperneq 4
ÁBÓT
Föstudagur 8. febrúar 1985 4 Blaðll
Vinsældalistinn
1. 1 Mistral’s Daughter (3 spólur)
2. 4 48 hours
3. - Silent Partner
4. 8 Maður, kona og barn
5. 3 Mistral’s Daughter (3 spólur)
6. 6 Ninja Master (4.-6. spóla)
7. 2 Educating Rita
8. 5 Angelique (5 spólur)
9. - Deadly encounter
10. 7 Celebrity (2 spólur)
11. 10 1922 (3 spólur)
12. 16 Winter of discontent
13. 15 Changeling
14. 12 Whywouldllie?
15. - Stríðsins blóðuga helvíti
16. - Evil that man do
17. - TheThing
18. 13 Augu Láru Mars
19. 16 Mr. Patman
20. - Paris, Texas
Framhaldsþættir, sjá undir:
Hvað er vinsælast?
Þeirsemdæma:
Studio, Keflavik
Myndbandaleiga kvikmyndahusanna, Hafnarfirði
Videokjallarinn Óðinsgötu 5
Nesvideo. Melabraut 57
Video-Markaðurinn, Hamraborg 10
Grensasvideo Grensasvegi 24
Myndbandalagið, Mosfellssveit
Video Björninn, Hringbraut 119D
Videoklubburinn, Störholti 1
Tröllavideo, Eiðistorgi 17
Wesl End video, Vesfurgötu 53.
Hvað er vinsælast?
■ Framhaldsþættirnir Dynasty og Falcon Crest njóta mikilla
vinsælda, nýjustu Dynasty þættina er ekki hægt aö fá nema því'
aðeins með því að láta skrá sig á hina löngu biðlista sem eru á
leigunum sem bjóða upp á þættina á annað borö, Falcon Crest
nýtur ekki jafnniikilla vinsælda og er það miður því persónulega
finnst mér þeir þættir, mun betri, því þeir fjalla meira um
venjulegt fólk, eins og þig og mig!
Eins og flestir sjá er mikil hreyfing á listanum fyrir þessa viku.
Chiefs er búinn að tryggja sér fyrsta sætið og ólíklegt að þeir gefi
það eftir á næstunni. Ég fjalla um þá hér fyrir neðan. Nú í 2. sæti
er myndin 48 hours sem er topp hasar- og grínmynd sem allir ættu
að geta haft gaman af. í 3. sæti er mynd sem sýnd var í Tónabíói,
þeir sem misstu af henni fá því tækifæri á að sjá þessa góðu
spennumynd nú.
I 4. 5. 6. 7. og 8. sæti eru myndir sem búnar eru að vera lengi
á listanum, sumar frá byrjun (14.12.’84). í 9. sæti er Deadly
encounter og eflaust stafa vinsældir þessarar spólu af einni
persónu, blíðmenninu Larry Hagman. í 15. sæti er athyglisverð
stríðsmynd, góðar hrollvekjur eru í 13. og 17. sæti og í 20.sæti er
mynd sem á skilið að vera mikið ofar, svo góð er myndin en fólk
virðist hika við að taka hana. Amma sagði alltaf að hika væri
sama og tapa. Ekkert hik, áfram Breiðablik! Myndir sem voru
nálægt því að fara inn á listann voru: Með allt á hreinu, Húsið,
Sara Dane, Silkwood, Flóttinn frá New York, Lady from
yesterday, Venon, Cujo, Mommie dearest, Only one winner,
Hearts of the west o.fl. góðar myndir. Ég óska ykkur lesenduni
myndbandasíðunnar góðrar helgi og farið nú varlega í umferð-
inni. J.Þór
Deadly Encounter
Leikstjóri: William A.
Graham
Aðalleikarar: Larry
HagmanogSusanAn-
spach
■ Hinn líflegi og fjölhæfi
Larry Hagman (Sam Hooten)
leikur hér þyrluflugmann.
Larry er auðvitað hörkutól
sem flaug áður fyrr í Vietnam-
stríðinu en nú starfar hann
sem þyrluflugmaður í Mexikó
fyrir eitthvert skranfyrirtæki
sem er alveg að fara á hausinn.
Einn góðan (slæman!) veður-
dag fær Larry heimsókn, þar
er koniin gömul kærasta hans
frá því í Víetnam. Hún starfaði
þar sem hjúkrunarkona og
gerði að sári hans og það var
ást við fyrstu sýn. Hún biður
Larry um hjálp við aö tljúga
sér til ákveðins staðar, en J.R.
á nú erfitt með það að gleyma
því að hún yfirgaf hann og
giftist öðrum. Larry neitar að
hjálpa henni á sinn rómantíska
hátt sem honum einum er
lagið. Henni er síðan rænt, þá
kemur hvíti riddarinn og bjarg-
ar henni úr klóm Mafíunnar.
Þeim tekst að ræna henni enn
einusinni og nota nú þyrlu til
þess og aftur mætir Larry á
svæðið og æsispennandi elt-
ingaleikur hefst. Mörg þyrlu-
atriðin eru hreinasta snilld og
oft unun að horfa á þau. Larry
tekst að ná henni aftur úr klóm
Mafíunnar og hún segir honum
þá frá tveim milljónum dollara
og frá bók seni hafi að geyma
lista yfir meðlimi Mafíunnar.
Að lokum kemur svo uppgjör
þar sem ýmislegt óvænt gerist.
Þeir sem hafa gaman af J.R.
mega ekki missa af þessari
skemmtilegu mynd.
J.Þór
Berlin Tunnel 21
Leikstjóri: Richard
Michaels
Aðalleikarar:Richard
Thomas, Horst Buc-
holz og Jose Ferrer.
■ Sögusviðið er árið 1961.
myndin byrjar í ágústmánuði
en þá skipta Sovétríkin Þýska-
landi í tvennt á einni nóttu
með því að loka landamærun-
um og byggja síðan hinn ill-
ræmda múr. Sá atburður verð-
ur að teljast rneð svörtustu
blettum í mannkynssögunni og
vonandi eiga önnur eins mistök
ekki eftir að eiga sér stað
næstu ókomin ár. Þessi skipt-
ing á Þýskalandi hefur haft í
för með sér aragrúa af vanda-
málum fyrir liina þýsku þjóð. í
þessari mynd er komið inn á
ástina! Sandy Muller, ungur
amerískur liðsforingi og hin
austur-þýska unnusta hans
Else geta allt í einu ekki gift sig
því múrinn aðskilur þau. Við
sjáum tvær flóttatilraunir sem
takast en enga seni mistekst,
en nokkur þúsund liafa látist
við það að reyna að fara yfir
landamærin. Sandy fær í byrj-
un að heimsækja Else einu
sinni í viku, síðan hálfsmánað-
arlega o.s.frv. Sandy reynir að
fara hina pólitísku leið til þess
að fá Else yfir, það reynist ekki
mögulegt þannig að hann fær
nokkra vini sína til þess að
hjálpa sér við að grafa göng
undir múrinn. Eini gallinn er
bara sá að Austur-Þjóðverjar
vita að þeir eru að koma,
vegna þess að það er svikari í
þeirra röðum. Spenna og sorg
í lokin, mynd þessi tekur á
sorglegu málefni á spennandi
hátt og útkoman er góð mynd.
J.Þór
■ Chiefs byggir á sannsögu-
legum atburðum sem gerðust í
Suðurríkjuni Bandaríkjanna.
Myndin er því nokkurskonar
heimildarmynd, þar sem
áhorfandinn kynnist amerísk-
um bæ í Georgíuríki, Delano,
frá stofnun hans 1924 þar til
Kennedy forseti er myrtur á 7.
áratugnum. Charlton Heston
leikur bankamann sem segja
má að eigi Delano. Heston er
rauði söguþráðurinn í mynd-
inni sem sögumaður og sem
slíkur rifjar hann upp sögu
lögreglustjóra staðarins, frá
1924-1965.
f héraðinu er morðingi á
ferli sem misþyrmir ungum
strákum, bæði kynferðislega
og með því að berja þá með
gúmmíkylfum sem lögreglan
notar. Hann lætur þá sitja á
óþægilegum stólum og hlekkj-
ar þá með lögregluhandjárn-
um. Þeir sem verða fyrir barð-
inu á morðingjanum eru ungir
strákar sem flúið hafa að heim-
an, í reiði eða einhverra hluta
vegna og gerst hafa puttafar-
þegar. Morðin hefjast 1924 og
halda áfram ár eftir ár. Þetta
sania ár er stofnað lögreglu-
embætti í Delano. Aðeinstveir
unisækjendur, bóndinn Will
Henry Lee og stríðshetja frá
fyrri heimsstyrjöldinni, náungi
að nafni Foxy Funderburke.
Henry er ráðinn lögreglustjóri,
því allir eru sammála því að
Funderburke sé svolítið
skrýtinn. Sama dag og Henry
tekur við lögreglustjóraem-
bættinu er framið bankarán og
fyrir tilviljun tekst Henry að
handtaka ræningjana á flótta
en Henry hefur eignast óvin,
Funderburke getur nefnilega
ekki sætt sig við það að hafa
ekki fengið starfið. Á þessum
tíma var Ku Kux Klan við lýði
með ofsóknir á hendur negrum
og kynþáttahatur var daglegt
brauð. Við sjáum einn svoleið-
is fund þar sem Ku Kux Klan
eru að húðstrýkja hvítan mann
fyrir að hafa sofið hjá dökkri
stúlku. Akfeitur lögreglustjóri
Justin sýslunnar mætir á vett-
vang og segist ekki skipta sér
af skemmtun ungra stráka og
fær sér svo úr whisky pelanum
sínum.
Henry er aftur á móti heiðar-
legur lögreglustjóri, einn dag
finnst lík af ungum strák, á
líkama hans sjást för eftir pynt-
ingar. Henry er ekki í rónni
þegar hann kemst að því að
mikið hefur verið tilkynnt um
að saknað væri stráka er strok-
ið hefðu að heiman og ekkert
spurst til síðan. Þegar Henry
kemst að því að ákveðinn aðiíi
hefur verið að kaupa helling af
handjárnum vaknar grunur
hans og hann fer í heinisókn til
morðingjans. Þar finnur hann
sönnun en sorglegt slys leiðir
til þess að Henry deyr án þess
að geta nokkurn tímann gefið
upp nafn morðingjans. Fyrsti
lögreglustjórinn er leikinn af
Wayne Rogers.
Nú tekur sagan stórt stökk,
og næst sjáum við þegar verið
er að fagna hermönnunum úr
seinni heimsstyrjöldinni. De-
lano er orðin smáborg og við
sjáum syni aðalpersónanna nú
sem fullorðna menn. Sonur
Henry, er foringi í Uughernum
og Charlton Heston stingur
upp á því við hann að hann
skuli snúa sér að pólitíkinni,
hann muni jú styðja hann.
Sonny sem er sonur fyllibytt-
unnar sem var alltaf að berja
konuna sína, kemur til baka
sem stríðshetja.
Þar af leiðandi er liann sjálf-
skipaður lögreglustjóri í De-
lano, en einn gallinn er sá að
Sonny er hálfpartinn sálsjúkur.
í hlutverki Sonny er enginn
annar en Brad Davis (Mid-
night Express) og hann er
stórkostlegur eins og flest allir
leikararnir er fram koma, nóg
um það. Við fáum fljótt að sjá
að Sonny cr meiriháttar rugl-
aður, hann viðurkennir fyrir
móður sinni að hafa drepið
föður sinn, en lét það auðvitað
líta út sem um slys hefði verið
að ræða! Sonny er litskrúðugur
karakter, seni lögreglustjóri
reynir hann að nauðga falleg-
um stúlkuni. Einnig tekur
hann upp á því að drepa svert-
ingja sem honum var illa við en
segir að svertinginn hafi ráðist
á sig í fangelsinu með hníf og
því hafi slagsmál verið óum-
flýjanleg. Sonny er kærður, en
sýknaður fyrir rétti vegna þess
að enginn var vitni að slagsmál-
unum cr áttu sér stað í fangels-
inu!
Sania dag og réttarhöldin
eru haldin hverfur Sonny og
fólkið í Delano heldur að hann
hafi flúið af hólnii. Hið sanna
er að Sonny hafði komist að
því hver fjöldamorðinginn var
og farið til að handtaka hann.
En morðinginn kálar Sonny og
grefur hann eins og alla þá er
hann hafði áður drepið. Þriðji
Iögreglustjórinn er blökku-
niaður, fyrrverandi major í
flughernum leikinn af Billy
Dee Williams. Hann reynir að
ná fjöldamorðingjanum, en
mörg Ijón eru í veginum. Mikil
spenna í lokin og óvæntir at-
burðir.
Þetta er í alla staði topp-
mynd og hún er aldrei lang-
dregin þó svo að myndin sé á
tveim spólum (3'/6 tíma). Chi-
efs var gerð sem sjónvarps-
mynd í Bandaríkjununi og það
olli mikilli undrun að Charlton
Heston skyldi vilja hlutverk í
sjónvarpsmynd eftir að hafa
staðfastlega sagt nei í 15 ár við
öllum tilboðum í þá veru.
Ein af orsökum fyrir jáyrði
mínu var sú, hversu frábært
handritið er, en það er skrifað
af Robert Lenski og byggir á
skáldsögu Stuart Woods, segir
Heston. Önnur ástæða var sú
að mér gafst tækifæri á að
vinna með leikstjóranum Jerry
London.
Sagan fékk hin eftirsóknar-
verðu Edgar Allan Poe verð-
laun sem besta frumskáldsaga
höfundar.
J.Þór