NT - 08.02.1985, Page 6
Litið inn á æfingu
hjá heimsmeistara
■ Um síðustu hclgi komu til
landsins þau Richard Mario Jo-
hannsson og Helen Rowley. Ric-
hard er heimsnieistari í diskódansi
eða eins og það er kallað Free
style.
í síðustu föstudagsábót var lít-
ilsháttar greint fráparinu, oglofaö
ítarlegri umfjöllun, í næsta blaði,
sem cr nú komið út.
NT brá sér á eina af fjölmörgum
æfingum þeirra í I lollywood. og
tók þau tali.
Hvernig er með ykkar áhugamál
fyrir utan dansinn?
Bæði Richard og Helena litu
hálf undrandi upp og svör þeirra
beggja gáfu til kynna að ekki væri
hugsað unt annað en dansinn. ..Ég
er atvinnudansari í Svíþjóð, og
þegar maður er í atvinnumennsku,
kemst aðeins eitt að, og það er
dans og aftur dans," sagði
Richard.
Helen var á sama máli, en
sagðist hafa minni reynslu en
Richard. „Þetta er í fyrsta skipti
sent ég tek þátt í alþjóðlegri dans-
keppni, og ég var mjög ánægð
með árangur rninn. Héðan í frá
kem ég til með að helga líf niitt
dansinum, og stefni á atvinnu-
mcnnsku. í svipuðu fornti og Ric-
hard hefur fengist við."
Næsta spurning var skyldu-
spurning, frá síðasta tölublaði
föstudagsábótarinnar. Eruð þið
laus og liðug. eða eruð þið á föstu?
Helen skellti uppúr, en Richard
varð fyrri til að svara. „Já, ég á
kærustu heima, en hinsvegar verð
ég að taka það fram að íslensku
stelpurnar eru margar mjög
sætar." Það getur verið að þetta
séu vonbrigði fyrir cinhvern, en
það er þó alltaf sárabót, stelpur,
að hann hefur tekið eftir því að
íslenskar stelpur eru sætar.
„Jú, ég cr líka á föstu. Ég á
kærasta heima.". Þar fór það
strákar.
Hvernig er að ferðast saman:
Nú vann Richard, og þú lentir í
öðru sæti. Er cnginn rígur ykkar á
milli?
■ Örn Grétarsson einn af eig-
endum staðarins skenkir hér bjór-
líkið sem gestum staðarins er boð-
ið upp á. NT-mynd: Árni Bjarna
■ Gjáin er nýr bjórlíkisstaður,
þar sem Selfyssingar geta drukkið
sitt bjórlíki, en einungis fram til
klukkan 23:30.
Hvert viltu fara, og
hvað viltu gera ?
Broadway
■ Ríó tríó heldur uppi fjör-
inu, föstudag og laugardag, og
virðist ekkert lát vera á vin-
sældum þeirra félaga. Sunnu-
dagskvöldið verður síðan Út-
sýnarkvöld, þar sem ferða-
kynningásérstað. Ásunnudag
skemmtir Ríó tríó ekki, og
opið verður til klukkan 1 eftir
miðnætti. Broadway er til húsa
að Álfabakka 8, og síminn er
775(11)
HótelSaga
■ Súlnasalurinn verður lok-
aður vegna cinkasamkvæmis á
föstudagskvöld, en laugar-
dagskvöld veröur dansað í
Súlnasalnum, og mun JSB
koma fram í síðasta skiptið í
bili. Mímisbar verður opinn
alla helgina og þar mun dúett
Andra og Sigurbcrgs sjá um að
gestir geti notið stundarinnar
undir léttri tónlist. Stórvið-
burður verður á Sögu á sunnu-
deginum 10. febrúar. Þá verð-
ur keppt til úrslita í alþjóðlegu
danskeppninni, sem hófst
þann 7. Fyrr um daginn verður
annar áfangi keppninnar, en
hann er fyrst og fremst hugsað-
ur fyrir áhugafólk af yngri
kynslóðinni. Hótel Sagastend-
ur viö Hagatorg og síminn er1
20221.
Hollywood
■ Diskótck verður að vanda
í Hollywood, á tvcimur
hæðum, bæði föstudag og laug-
ardag. Heimsmeistarinn í diskó
dansi ásamt stúlkunni sem lenti
í þriðja sæti í sömu keppni
mun leika listir sínar öll kvöld
fram til 14. febrúar. Holly-
wood er til Itúsa að Ármúla 15.
Síminn er 81585.
Hótel Borg:
■ Orator, félag laganema
stendur fyrir diskóteki á föstu-
dagskvöld, eins og undanfarn-
ar helgar. Á laugardagskvöld
verður lokað vcgna einkasam-
kvæmis. Hljómsveit Jóns Sig-
urðssonar leikur síðan á
sunnudagskvöld, fyrir gömlu
dönsunum. Hótel Borg er til
Itúsa að Pósthússtræti 10, og
síminn er 11440.
Leikhúskiallarinn:
■ í leikhúskjallaranum verð-
ur diskótek bæði föstudags og
laugardagskvöld. Leikhús-
kjallarinn er við Hverfisgötu
og síminn 19636.
Upplýs-
ingar í
föstu-
dagsábót
f)
Þeir sem vilja koma upplýs-
ingrn í föstudagsábótina,
þurfaaðlátavitafyrirhádegi
á miðvikudag. Úppfysingar
eru vei þegnar, hvort sem
umeraðræðaskemmtistaði,
ölstofureðamatsölustaði.
Naust:
■ Naustið helgar þorranum
bæði föstudags og laugardags-
kvöld. Hljómsveit Guðmund-
ar Ingólfssonar leikur í Naust-
inu bæði kvöldin. Á sunnudag
verður einnig boðið uppá
þorramat í Naustinu. Naustið
stendur við Vesturgötu 6-8
síminn er 17759.
Safarí:
■ Þar verður diskótek bæði
föstudags og laugardagskvöld
að venju í Safarí. Safarí er við
Skúlagötu 30 og síminn er
11555.
Sigtún:
■ Diskótek báða höfuð helg-
ardagana föstudag og laugar-
dag. Opið verður frá klukkan
10-3 eftir miðnætti eins og lög
gera ráð fyrir. Grillið verður
einnig opið, þannig að soltnir
gestir geta satt hungur sitt.
Sigtún er við Suðurlandsbraut,
og síminn er 685733.
Þórscafé:
■ Þórskabarett verður á sín-
um stað hjá'þe’im í Þórscafé,
og einnig leikur Dansband
Önnu Vilhjálnts, ásamt hljóm-
sveitinni Pónik og Einar. Lok-
að verður á sunnudag. Þórscafé
er í Brautarholti 20, og síminn
er23334.
Glæsibær:
■ Þar spilar hljómsveitin
Glæsir föstudags- og laugar-
dagskvöld, og Olverið verður
opið alla helgina, og sunnudag
til klukkan eitt eftir miðnætti.
Glæsibær er við Álfheima, og
sfminn er 685660.
Traffík:
■ Dansað föstu-og laugar-
dagskvöld. Aldurstakmark er
16 ár. Á laugardag er tískusýn-
ing, og aðrar uppákomur.
Traffík er til húsa að Lauga-
vegi 116 og síminn er 10312.
✓
Artún:
■ Gömlu dansarnir verða á
dagskrá á föstudagskvöld.
Hljómsveitin Drekar leikur
fyrir dansi, ásamt söngkonunni
Mattý Jóhanns. Á laugardag
verður lokað vegna einkasam-
kvæmis. Ártún er til húsa að
Vagnhöfða 11 og er síminn
685090.
Ypsilon:
■ Diskótekið verður á fullu
alla helgina, undir stjórn þeirra
Krissa Fredd og Móses. Kráin
er opin alla helgina, með lif-
andi músík. Opið verður til
klukkan 3 eftir miðnætti föstu-
dag og laugardag, en kráin
verður opin til eitt eftir mið-
nætti á sunnudag. Ypsilon er
við Smiðjuveg 4 síminn er
72177.
Kópurinn:
■ Hljómsveit Birgis Gunn-
arssonar leikur fyrir dansi um
helgina. Kópakráin verður á
fullu, einnig sunnudag til
klukkan eitt eftir miðnætti.
Kópurinn er við Auðbrekku
12, og síminn er 46244.
Skálafell-Hótel Esju:
■ Föstudags og laugardags-
kvöld mun Haukur Morthens
ásamt félögum mæta og halda
uppi fjöri. Á sunnudagskvöld-
ið kemur Guðmundur Haukúr
og leikur létt lög ásamt hljóm-
sveitinni Ástandið. Hótel Esja
er við Suðurlandsbraut 2 og
Skálafell á 9. hæð Síminn er *
82200.
Klúbburinn:
■ Diskótek verður á tveimur
hæðum, bæði föstudags og
laugardagskvöld, en á mið-
hæðinni leikur hljómsveitin
Tvíl. Þá geta gestir slappað af
í kjallaranum, og notið tónlist-
ar. Klúbburinn stendur við
Borgartún 32, og síminn er
35355.
Oðal:
■ Diskótekið veröur opið frá
klukkan tíu bæði föstudags og
laugardagskvöld. Þá opnar
grillið einnig klukkan tíu. Öðal
við Austurvöll og síminn er
11630.
■ Er nýi staðurinn við Smiðju-
veg, þar sem Best var áður. Á
föstudag frá klukkan 21 til 2
eftir miðnætti leikur hljónt-
sveit Jóns Sigurðssonar fyrir
gömlu dönsunum. Laugar-
dagskvöld verður lokað vegna
einkasamkvæmis. Sunnudags-
kvöldið verður helgað sam-
kvæmisdönsum. Leikið verður
í diskótekinu, og er dansskóla-
fólk hvatt til þess að mæta. Ríó
er við Smiðjuveg 1. Kópavogi,
og síminn er 46500.
Föstudagur 8. febrúar 1985 6 Blsð II
ÁBÓT
Skemmtistaðir:
Diskódans í Hollywood: