NT - 03.03.1985, Blaðsíða 17

NT - 03.03.1985, Blaðsíða 17
Sunnudagur 3. mar* 1085 1 7 „Eg fer á ballið“ ■ Auðvitað er það „Óskar“ sem styttan er af. Hjá honum er dómnefndin sem velur „Óskar“ kvöldsins. ^ Ef þú heitir Óskar,,,, ■ y x • . x * ■ ^ ^ i ii • x • ® Dómnefndin ífullu Qöri, — þa ferou auovitað a bioballið! ■ í kvöld, laugardagskvöld halda þeir í Félagsstofnun stú- denta svonefnt „bíóball", og er það í fyrsta sinn sem gengist er fyrir slíku, en heiðurinn á Stúdentaleikhúsið. Þarna verður kappnóg af uppákom- um, sem auðvitað verða með allt öðru sniði en á „venjuleg- um" böllum. Má þar nefna að ballið er tileinkað „Óskari" og fá allir þeir sem geta fært sönnur á að þeir heiti Óskar og tilkynnt hafa komu sína í síma 17017 milli kl. 13 og 15 laugardaginn 2. mars frítt á ballið! Seinna. um kvöldið verður valinn Ósk-, ar kvöldsins og honum afhent- ur farandgripur til varðveislu ásamt öðrum heiðri sem hon- um verður sýndur. f anddyri Félagsstofnunar- innar verður tekið á móti gest- um með hlýlegu viðmóti, þeim færður hinn þekkti Hollywood £okteill sem að sjálfsögðu er innifalinn í miðaverðinu. Þá munu Jóhann G. og Stefán Jökuls leika á píanó til skiptis í anddyri á meðan gestir geta látið drauminn rætast við „Óskabrunninn". Aðalsalur- inn verður skreyttur sérstak- lega, þar verður leikin ný og gömul bíótónlist ogsérþjálfað- ar sætavísur munu sjá um sölu á frekarfrumlegum veitingum. í hliðarsal verða bíósýningar af ýmsu tagi og má þar nefna fræðslumyndir, teiknimyndir og leiknar indverskar stór- myndir (ótextaðar). Hápunktur kvöldsins verður svo þegar Óskar kvöldsins verður valinn eins og áður hefur komið fram en um svipað leyti verður flugeldasýning. Aðgangseyrir verður kr. 280,- og rennur hagnaður ballsins til eflingar Stúde'nta- leikhússins en það hyggur á margvíslega dagskrá á þessu ári. ■ Samskipti kynjanna hefur á hinum ýmsu tímum verið eitt helsta viðfangsefni sálfræðinga, félagsfræðinga, heimspekinga og rithöfunda - ekki síst leikritahöfunda. Og er það að vonum. Mikið er í húfi fyrir bæði kynin að þau séu sem eðlilegust og bjóði uppá sem minnstan misskilning og sem fæsta árekstra. En þarna vill hnífurinn oft standa fastur í kúnni, því mönnum hefur reynst erfitt í framkvæmdinni að vera eðlilegir án þess að bjóða upp á misskilning og meiriháttar árekstra. Og gildir það um bæði kynin - en þó einkum karlkynið. Fleira kemur tií. Báðum kynjum virðist eðlilegt að kúga hvort annað, þótt með nokkuð ólíkum hætti sé. Á hinn bóginn finnst mjög fáum karlmönnum gaman að láta kúga sig, sumar konur afturámóti virðast njóta þess (að vera kúgaðar) og styðja karlmanninn drengilega í kúgarahlutverkinu ef þær bara hreint og beint kúga hann ekki til þess. Aðferðirnar eru líka ólíkar. Aðferð karlmannsins er næsta augljós, ef ekki yfirborðsleg. Aðferð konunnar er langtum lúmskari, ef svo mætti segja, og get ég bent á einskonar dæmi því til áréttingar. Konan ein getur blandað saman píslarvætti (væntanlega af því að hún sé kúguð) og hlutverki hins fullkomna kúgara (og fer létt með það), þannig að kúgun karlmannsins sé nánast hlægileg sýndarmennska þegar grannt er skoðað og upp er staðið. Samt hélt hann allan tímann í karlmennsku sinni að hann væri hinn mikli kúgari. Satt að segja er það ekki fallega gert að blekkja hann svo herfilega, og það kannski í blóma lífsins. Um þetta hefur Strindberg skrifað nokkuð góð leikrit. Mr. Just Enough segir einhversstaðar: „Women are possessive about men, men are possessive about themselves“. Með öðrum orðum: Karlmaðurinn á í stöðugri frelsisbaráttu jafnframt því að gegna hlutverki kúgarans á heimilinu af sæmilegri reisn. Þetta með konur skýrirsig sjálft - þó mætti nefna dæmi til glöggvunar þeim sem ekki eru of sleipir í enskunni. Konur hafa tilhneigingu til að greiða mönnum sínum, færa þá í frakkann og klippa „veiðihárin" úrnösum þeirra. Fáirkarlmenn hafa smekk fyrir þessu nema þeiríhjartasínu, nýrumoglifur hafi viðurkennt ósigur sinn fyrir hinni kvenlegu kúgun og misst hæfileikann að vera „possessive about themselves.“ Auðvitað „spilar margt“ inn í hugtakið „kúgun“, sem svo hefuráhrifásamskiptikynjanna 1 sem frægt er orðið. Eitt af því er afbrýðisemin svonefnda - sem er reyndar einskonar kúgun,endafræg aðendemum. Hún lýsir sér gjarna á þann hátt að konur verða vitlausar ef körlunum dettur í hug að „taka í“ utan landhelgi, ef svo má segja - og öfugt. Hápunktur afbrýðiseminnar er þó þegar körlunum dettur ekkert slíkt í hug en konurnar finna út að þeim hafi einmitt dottið það í hug (einkum ef körlunum hefur dottið í hug að fara í göngutúr án þeirra eða mæta einhversstaðar án þess að fá greiðslur fyrir) - og verða þá gjarnan enn vitlausari en í því tilviki sem þær höfðu nokkra ástæðu til (ígóðvilja sagt). Þetta er hin ekta afbrýðisemi. Og þarna komum við einmitt aftur að grunnhyggni karlmannsins. Ef konan heldur framhjá honum uggir hann ekki að sér, enda finnst heilbrigðum íslenskum karlmanni það óhugsandi. Hann er því óviðbúinn og varnarlaus, einsog^ fyrri daginn. Ef karlmaður er afbrýðisamur er það venjulega af ástæðulausu og fyrir misskilning (kannski hefur Um samskipti kynjanna i. ■ . --- konan hans unnið það eitt sér til sakar að vera falleg) - en hafi hann raunverulega ástæðu til þess „fattar" hann það sjaldnast (nema konan leggi sig alla frani við að troða því inn í hausinn á honum og verður hann þá gjarna óskaplega spældur ef ekki snaróður og jafnvel hættulegur. Lúber hann konu sína þá ósjaldan, enda er honum lítt skiljanlegt hvernig henni getur dottið annaðeins í hug. Slíkar barsmíðar fara ekki vel í litteratúr, sem betur fer verð ég að segja). Sumir þjóðflokkar suðrænir hafa það tiÞsiðs að berja konur sínar reglulega og þá helst daglega, og er það haft fyrir satt að lítið sé þar um kvennaofbeldi og ekki annað framhjáhald en saklausir tilburðir karlmannsins í þá veru, svona rétt einsog til að sanna eigin karlmennsku fyrir sjálfum sér og feimnu og rjóðu bossalínunni í þarnæsta húsi í leiðinni eða þá túristavalkyrjum norðursins, og þá í þeini óeigingjarna tilgangi að viðhalda góðurn orðstír hins suðræna karlstofns. Ber ekki á öðru en eiginkonur þeirra afkomenda rómversku hersveitanna láti sér þetta vel lynda og hvarfli ekki einu sinni að þeim að setja upp píslarvættissvip, enda yrði karlpeningurinn þá alveg óður og létu þær hafa aukaskammt af vel útilátnu pústri. Eða þá hann örvinglaðist yfir skilningsleysi konunnar. Vonast ég til að ég hafi leitt mönnum fyrir sjónir ýmis vandkvæði á því að koma á eðlilegum skilningi án árekstra í samskiptum kynjanna. Nema þá að meðtaka ofbeldi annarshvors kynsins sem hreina guðsblessun - því ef við, bræður, ætluðum okkur þá dul að keppa við konurnar á þessum vettvangi erum við dæmdir til að lúta í lægra haldi, jafnvel þó við höldum að því sé öfugt farið. Oddur Björnsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.