NT - 03.03.1985, Blaðsíða 19

NT - 03.03.1985, Blaðsíða 19
fimm hundruð metra hæð og það skiptir miklu máli að sólin sé á réttum stað til að ná dýpt í myndirnar. Hvað mannamyndir snertir þá byrjaði ég á þessu til að nýta tímann yfir veturinn sem ekki var eins heppilegur til útimyndatöku. Smám saman h'efur þetta svo orðið umfangsmeira og ég hef lært að meta þetta svið ljósmyndunar. Ég finn líka að Islendingar eru nijög duglegir að fara á stofu og láta mynda sig. Þetta er miklu ríkari hefð hér á landi en víða annars staðar. Það virðist heldurekki hafa minnkað þrátt fyrir það að fólk hafi eignast betri og betri myndavélar sjálft. Ekki berþóað vanmeta myndirsem teknar eru af fjölskyldumeðlimum í heimahúsum því gott augnabliksskot getur verið óborganlegt þar sem maðurinn er í sínu rétta umhverfi. Ljósmyndatæknin hefur líka þróast svo hratt á undanförnum árum og vélarnar eru orðnar þannig að hver og einn getur tekið betri myndir en áður. Aðalatriðið fyrir byrjendur er að ganga markvisst til verks og skjóta ekki út og suður heldur byrja smátt og færa svo út kvíarnar. JÁÞ

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.