NT - 09.03.1985, Blaðsíða 8

NT - 09.03.1985, Blaðsíða 8
w Laugardagur 9. mars 1985 8 .Vettvangur Gerður Steinþórsdóttir borgarfulltrúi: Fjárhagsstaðan í blóma eftir skatt- píningu og hækkun þjónustugjalda Leiguíbúðum þarf að fjölga Við gerðum að tillögu okkar að hlutur borgarinnar til leiguíbúða hækkaði um helming yrði 30 milljónir í stað 15 milljóna. Staðrcyndin er sú að þrátt fyrir hagstæðar söluíbúðir. eins og í Verkamannabústöðum, er ávallt hópur fólks, og hann furðustór, sem um lengri eða skemmri tíma verður eða þarf að leigja, hvort sem honum er það ljúft eða leitt. Ástæð- urnar geta verið margskonar, oft fjárhagslegar en almenni húsnæðis- markaðurinn er, auk hárrar leigu, oft býsna óöruggur. Ég vil nefna nokkrar tölulegar upplýsingar úr Árbók Félagsmála- stofnunar 1983 um þörfina eða öllu heldur neyðina í húsnæðismálum. I árslok lágu fyrir 623 umsóknir um leiguhúsnæði frá fólki á aldrinum 16-66 ára. Það árið fengu 88 úthlutað húsnæði, og á sama ári bárust hvorki meira né ntinna en 238 nýjar umsókn- ir. Þessi mynd talar sínu máli. Hún sýnir að ekki má koma til stöðnunar í byggingu leiguhúsnæðis eða að keypt verði eldra húsnæði í þessu skyni. Því miður hefur lítil eða engin aukning orðið á leiguíbúðum borgar- innar síðasta áratug fyrir þennan aldurshóp. Leikskólarýmum fjölgað Vík ég nú að hinum sívinsælu dagvistarmálum. Við lögðum til að framlag borgarinnar yrði hækkað um 7,4 milljónir yrði 46.035.000 í stað 39.635.000 kr. Tillaga okkar gekk út á byrjunarframkvæmdir í nýju hverfi í Ártúnsholti og viljum við benda á að uppbygging þess hverfis er komin lengra á veg en í Grafarvogi. en þar verður núna byrjað á nýju dagvistar- heimili. í Ártúnsholti er núna búið í um 400 íbúðum og búið er að úthluta yfir 100 íbúðum í Verkamannabú- stöðum og verður flutt inn í þær síðar' á þessu ári. Er talið líklegt að hverfið verði fullbyggt um áramót. Þar er gert ráð fyrir dagvistarheimili. Við sjáum engin rök fyrir því að bygging dagvistarheimilis í Grafarvogi eigi að hafa forgang fram yfir heimili í Ár- Séð yfír austurhluta Reykjavíkur. túnsholti og hekla HF. hefur opnað nýja bííasölu að Brautarholti 33 fyrir NOTAÐA BÍLA undir nafninu: BÍLASALAN BJALLAN - Mjög rúmgóöur sýningarsalur - - Aögengilegt útisvæöi ■ - Reyndir sölumenn - - Notaleg aöstaöa fyrir viöskiptavini Tökum allar notaðra bíla í umboössölu. Úrval skiptíbíla HEKLU HF. VERIÐ VELKOMIN í NÝJA „BJÖLLU" SALINN [_ BlLASTÆOI [___________ Bíia- saian bjallan 1 Hekla hf. LAUCAVECUR BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 621240 FhIheklahf Laugavegi 170 -172 Sími 212 40 því var þessi tillaga okkar borin fram. {fyrsta sinn á þessu kjörtímabili á að verja dágóðri upphæð til byggingar dagvistarheimila og ber að fagna því. í fyrsta sinn er fjárhagsáætlun félags- málaráðs ekki skorin niður við trog. í fyrra áætlaði ráðið rúmar 38 milljón- ir til dagvistarheimila en raunin varð 24 milljónir, þar af hlutur borgarinnar rúmar 18 milljónir (18.380 millj) þegar upp var staðið, árið 1983 varði borgin 15 milljónum í þennan mála- flokk. í ár er varið myndarlegri upphæð til að Ijúka þremur heimilum, en á næsta ári verður aðeins eitt heimili opnað, í Grafarvogi, auk heimilis í Stangarholti, en nýting á þeirri lóð hefur verið mjög umdeild. Fyrirtæki nokkurt hefur fengið hluta fyrirhugaðrar dagvistarlóðar gegn því að byggja á eigin kostnað fokhelt dagvistarheimili. Rétt er að fram komi að höfuðþungi er núna lagður á leikskólarými, 210 talsins, en aðeins munu bætast við 34 dagvistarpláss. Allar kannanir benda hins vegar til þess að mikil þörf sé fyrir lengri vistun barna á dagvistarheimilum en fjóra eða fimm tíma. í ræðu sinni við framlagningu fjár- hagsáætlunar staldraði borgarstjóri við mikinn kostnaðarmun á dagvistar- plássi og leikskólaplássi, og varð þessi samanburður honum tilefni til almennra hugleiðinga um sparnað í rekstri! (Sá munur sem hér kemur fram á barnafjölda, hlýtur að vekja okkur borgarfulltrúa til umhugsunar um það, hvort ekki sé rétt, á meðan margir bíða, að leggja áherslu á að veita sem flestum einhverja úrlausn í stað þess að veita fáum einungis það besta, sem völ er á. Þetta á ekki aðeins við um þá þjónustu, sem veitt ^gjtarnaheimilum heldur hvarvetna þar sem við teljum, að tiltækir fjár- munir hrökkvi ekki til að veita öllum, sem rétt eiga á, viðunandi úrlausn. Ég get bætt því við, að nú er unnið að samanburði á ýmsum kostnaði, sem höfuðborgir Norðurlanda hafa hver af sínum rekstri og þar hafa kostir leikskólanna hér vakið verðskuldaða athygli. Inn í slíkan samanburð vantar ýmis atriði sem skekkja því miður mynd- ina. Leikskólarnir hafa átt við mikinn starfsmannavanda að glíma. í niður- stöðum athugunar á hreyfingu starfs- fólks sem dagvistardeild gerði, kom fram að árið 1984 unnu 223 starfs- menn við fó.strustörf á leikskólunum, en á þessum sama tíma hættu 136 sem er 61%. Af 27 forstöðumönnum hættu 8 sem er 34%. Að sjálfsögðu var hér í sumum tilvikum um hreyf- ingu á starfsfólki á milli heimila að ræða, en þessi öra breyting hlýtur að Síðari hluti setja mark sitt á alla starfsemi leik- skólanna, og vera borgarfulltrúum umhugsunarefni. Eitt þeirra þriggja heimila sem nú er í byggingu er úti á Eiðisgranda. Þar bætast aðeins við 17 dagvistarpláss, en þar bíða 177 eftir dagheimilis- plássi. Fjölgun leikskólarýma mun fyrst og fremst koma til móts við þarfir þeirra sem betur eru settir. Allir eiga jafnan rétt á leikskólaplássi, og er tekið inn eftir röð, mér þykir rétt að fram komi að 40% þeirra barna sem eru á biðlista leikskóla eiga heimavinnandi móður. Varðandi byggingarnar sjálfar geri ég ekki athugasemd. í þeim öllum er eldhús og því auðvelt að breyta dvalartíma barna án breytinga á hús- næði. Sjálfumgleði sjálfstæðismanna í 10 ára áætluninni um uppbygg- ingu dagvistarheimila var gert ráð fyrir um 160 heilsdagsrýmum á ári. Þessi hápunktur núna þýðir 139 pláss fyrir 264 börn. Áður en ég hverf frá uppbyggingu dagvistarheimila get ég ekki iátið hjá líða að minnast á sjálfumgleði sjálfstæðismanna varð- andi þennan málaflokk og þeirra mikla frumkvæði. Staðreyndin er sú að á þessu kjörtímabili hafa þeir aðeins byggt - byrjað og lokið við - tvö ný heimili, bæði við Hraunberg. Hins vegar hafa fleiri heimili rekið á fjöru þeirra, eins og heimili Sumar- gjafar, Ný Grænuborg, og svo hafa þeir fetað í fótspor fyrrverandi meiri- hluta að nota skólana undir starfsemi skóladagheimila. Því má með sanni segja að meirihlutinn sé ófeiminn við að skreyta sig með stolnum fjöðrum, og er nú þessum uppáhalds ummælum Davíðs og Markúsar Arnar um síð- asta meirihluta vísað til föðurhús- anna. Sérfræðiaðstoð Við borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins gerðum tillögu um ráðningu fóstru í fullt starf til að veita sérfræði- aðstoð við börn með sérþarfir eins og það er orðað. Borgin hefur fjórar slíkar stöður sem eru nýttar á þeim heimilum sem mestir eru erfiðleikar hverju sinni. Ósk þessi er fram komin vegna þess að á einu skóladagheimili borgarinnar er þriðjungur barna sem á sérstaklega erfitt, og telur sálfræði- deild að þessi börn þurfi á einstak- lingsbundinni hjálp að halda, a.m.k. eina stund á dag. En önnur heimili geta ekki „lánað“ starfsmann. Varðandi fjölgun starfsfólks á öðr- um deildum félagsmálastofnunar ger- um við tillögu um ritara í hálft starf í hverfi I sem mundi létta á meðferðar- fulltrúum sem hafa ærið að gera. Hér er einnig gerð tillaga um meðferðar- fulltrúa í hálft starf í ellimáladeild. Umfang þessa málaflokks hefur vaxið mjög undanfarin ár, og hafa verkefn- in hlaðist á allt of fátt starfsfólk ellimáladeildar. Því er það orðið brýnt að fjölga starfsfólki þar, þrátt fyrir húsnæðisþrengsli. Á Mæðra- heimilinu starfar enginn með fag- menntun. Þar dveljast konur sem eiga oft í miklum erfiðleikum. Það kæmi að verulegu gagni að í stöðu sóknarkonu kæmi fóstra til að að- stoða og kenna konunum umönnun barna. Að lokum gerðum við tillögu um unglingaathvarf í Seljahverfi sem oft hefur verið til umræðu í félags- málaráði. Hvorki útideild né ung- lingaathvarf er í Breiðholti og einung- is tímaspursmál hvenær það kemur. Hér var gerð tillaga urn að stíga lítið skref, að fundið yrði leiguhúsnæði og hafin starfsemi næsta haust. Við gerð- um tillögu um 1 milljón króna en

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.