NT - 09.03.1985, Blaðsíða 7

NT - 09.03.1985, Blaðsíða 7
Laugardagur 9. mars 1985 7 Lárus Hermannsson: „Réttarbót aldraðra“ Meginhlutverk þeirrar miö- stöðvar hefur verið kynningar- og upplýsingaþjónusta fyrir kennara. Jafnframt er hún gagnasmiðja þar sent kennarar geta útbúið eigið námsefni. Starfsemi þessi hefur mælst afar vel fyrir meðal kennara og aðsókn mörg þúsund kennara á hverju ári sannar að full þörf hefur verið fyrir þessa þjón- ustu. Möguleikar kennslumið- stöðvarinnar til að sinna kenn- urum og skólum utan Stór- Reykjavíkursvæðisins tak- markast þó mjög af þröngum fjárhag og iitlum mannafla. Skv. lögum ber Námsgagna- stofnun að sjá nemendum á skyldunámsstigi fyrir ókeypis námsgögnum. Aðstæður Námsgagnastofnunar valda því að þau námsgögn sem sú stofnun gefur út, duga engan veginn ein sér til að skóli verði vel búinn námsgögnum. Hér er því sveitarfélögum ætlað stórt hlutverk, en ljóst er, að aðstæður þeirra til að rækja það eru afar mismunandi. Því þykir rétt, að ríkið beri allan stofnkostnað af slíkum kennslugagnamiðstöðvum og tryggi jafnframt helnting af rekstrarkostnaði skv. nánari reglum sem setja þarf. Með þessari tillögu er alls ekki boðað að hverfa eigi frá því markmiði, að í framtíðinni rísi skólasöfn við alla skóla. Kennslugagnamiðstöðvar eru miklu fremur mikilvægt spor í þá átt. Hverjir eiga framtíðina? Síðast en ekki síst er hér um að ræða mannréttindamál. Það er óverjandi nteð öllu að börn okkar skuli hafa svo misjafna aðstöðu til náms eftir búsetu sem raun ber vitni. Nútíminn og framtíðin gera æ meiri kröf- ur til manna, bæði um fjöl- breytta og sérhæfða menntun. Það er því hvorki boðlegt börnum þessa lands að draga þau svo í dilka hvað varðar undirbúning undir lífið, né heldur hefur þjóðinefni á því. Því er brýnt að Alþingi sam- þykki þessa þingsályktunartil- lögu svoaðtryggjamegibörn- um okkar jafnari hlutdeild í framtíðinni. Reykjavík 6/3 1985 Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður fyrir Samtök um Kvennalista ■ Dálítinn hópur einstak- linga, hefur komið sér saman um að stofna félagsskap og heitir hann „Réttarbót aldr- aðra“. - Félagsstofnun hefur farið fram og fundur hefur verið boðaður, nú 12. þ.m. að Hofi við Rauðarárstíg kl. 3 e. hádegi. Nú eru ýmsir að velta því fyrir sér, hvað meint sé með þessum félagsskap, og er það ósköp eðlilegt. Þar sem ýmis- konar stofnanir séu fyrir hendi á höfuðborgarsvæðinu og ná- grenni, sem vinni einmitt í þágu hinna öldruðu og það þurfi því ekki frekar vitnanna við. Satt er það, að stofnanir eru starfandi, sem láta ýmis- konar líknar- og þjónustustörf til sín taka og er það vel. Samanber bæði Rauði kross íslands og Þjóðkirkjan, sem hafa unnið af kostgæfni að ýmis konar líknarmálum og þá að sjálfsögðu eins fyrir þá öldr- uðu. Því er rétt að táka skýrt fram, að þessi okkar nýstofn- aði félagsskapur er ekki stofn- aður eða hugsaður á neinn hátt sem ögrun við þér félagsstofn- anir, sem fyrir eru hér, eða annarsstaðar í nágrenninu. Heldur myndurn við vera reiðubúin, að vinna með öllum sem af heilum hug vilja fyrir þetta fólk starfa og sem við teljum ekki vera neina vanþörf á. Vegna þess sérstaklega að þau eru svo mýmörg verkefnin, sem þarf að finna góða lausn á, svo allt eldra fólk geti frekar en nú er, lifað áhyggjuminna lífi. Trúlega ættu flestir að vita það, að stöðugt verða þeir fleiri óg fleiri, sem lenda undir þeim hatti, að verða taldir-já, hvað á maður að segja, aldrað- ir, gamlir eða eldgamlir, en hvað svo sem við erum kölluð, eftir að við erum orðin fullorð- in. eða gömul, þá er það ekki aðalatriðið. Atriðið er það. að öllum þegnum þessa lands, sé gert mögulegt að lifa nokkurn- veginn sómasamlega. Þurfi ekki hálft í hvoru að svelta, til þess að draga fram lífið. Segi og skrifa Itversu skammarlegt það er fyrir þá sem úthluta lífeyri til þessa fólks nú í dag og lengi undanfarið. Og þó þetta sé sett á blað í þrem liðum, ellilífeyrir, tekjutrygg- ing og e.t.v. einhver uppbót, ef menn veröa þá hennar að- njótandi, verður summan 11- 12 eða 13 þús. krónur á mán- uði. Það er því ekki svo fjar- lægt að spyrja okkar háttvirtu alþingismenn, sem hljóta að ráða nokkuð miklu hér um, hvort þeir vildu ekki prófa sjálfir að reyna að lifa á þessari mánaðargreiðslu t.d. eins og svo sem eitt ár, þó ekki væri meira. Eitt af liðnu árunum okkar, var tileinkað öldruðum. þá vantaði ekki fögur orð og fag- urgalann bæði frá stjórnmála- mönnum og ýmsum öðruni, sem ekkert skyldi til sparað. í hverju liggja efndirnar, spyr sá sem ekki veit? Areiðanlega eru þær teljandi þingsályktun- artillögurnar sem fluttar hafa verið í háttvirtu Alþingi til að bæta kjör hinna öldruðu þegna þessa lands. Allsstaðar í okkar þjóðfélagi eru félagasamtök og ef ekki félagasamtök þá margskonar þrýstihópar sem verða að berj- ast með oddi og egg fyrir sínum launum, til lífsviðurvær- is. Og eins og við vitum, eru stööugar orrustur á vinnu- markaðnuni, gegn þeim öflum. sem ekkert vilja af hendi láta, til réttlátra lífskjara, sem og sýnir betur og betur, að þeir ríku skulu ríkari verða, en hinir fátæku fátækari. Eg hef minnst á félagasamtök og þrýstihópa. Ogerég þá kominn langleiðina þangað sem ég hugsaði mcr að fara með þcssu greinarkorni. Því mér finnst nú mælirinn vera fullur: Því við öll sem erum orðin fullorð- in og látum bjóða okkur þessa lífeyrisgreiðslusmán og annað óviðunandi, sem ekki verður tínt til nú: Myndum okkar samtök, eða þrýstihóp sem ráðandi menn þessa þjóðfélags, verða neyddir til að taka tillit til. Og það gerir ekkert til þó 'þeir fái að heyra það, að það er ekki nægilegt að vera mjúkmáll og loforðadrjúgur rétt fyrir kosningar. Það ætti að þurfa meira til. gerðum. Sagan hefur leikið flokkinn illa. Hann hefur af og til komist í stjórnaraðstöðu án þess að geta sýnt fram á áþreif- anlegan árangur af stjórnar- setu sinni. Þar stendur flokkur- inn veikt gagnvart Kvenna- framboðinu sem hefur hreinan skjöld gagnvart fortíðinni og mun væntanlega halda honum hreinum áfram. Annað er það líka sem stendur allaböllum fyrir þrifum. Flokkurinnásérmarx- iskar rætur og innan hans lifir góðu lífi kenningin um hina endanlegu alheimsbyltingu, ekki síst nú á síðustu tímum er harður og virkur Æskulýðs- fylkingarkjarni setur mark sitt á alla fundi þar. Þessi sögulegu tengsl fæla hins vegar mjög marga frá flokknum og konta í veg fyrir það að bandalagið eigi nokkra vaxtarmöguleika. Það má segja að Alþýðubanda- lagið sé neytt í stöðu komma- flokksins í íslenskri pólitík og meðtekur þessa stöðu sína ágætlega. T.d. stóð Guðrún Helgadóttir galvösk upp á Norðurlandaráðsþingi er Páll Pétursson kynnti hana sem talsmann sósíalista og komm- únistaflokka á Norðurlöndum. Alþýðubandalagið sættir sig sem sagt við þetta hlutverk og kemur væntanlega fljótlega að því að þingmenn þess geti rúntað um Reykjaneskjör- dæmi í einum fólksbíl til fundarhalda sinna. Alþýðubandalagið átti leik- inn á áttunda áratugnum þegar vinstri bylgjan var mögnuð upp af nýrri konuvitund sem gekk yfir Vesturlönd. Bandalagið breiddi út faðminn móti þess- ari bylgju en brjóstið reyndist hart viðkomu og framtíðin hrökklaðist í burtu. Hefði bandalagið gengið hreint til leiks á þessum árum þá væri Þjóðviljinn nú málgagn þess stóra jafnaðarmannaflokks sem spekúlantinn á Vesturgöt- unni er að hrúga upp um þessar mundir. Þá hefðu sprottið upp kommabrot til vinstri við Alþýðubandalagið og tekið þá stöðu sem Guðrún Helgadóttir hneigði sig fyrir á þingi Norðurlandaráðs. Ræðst á næstu misserum Því skal ekki haldið fram hér að flokkakerfið hafi fest sig í sessi á ný. En trúlega ræðst það á næstu misserum hverjir verða stórir og hverjir verða litlir, hverjir lifa og hverjir deyja. Á meðan verður hart barist eins og alltaf þegar margir berjast fyrir lífi sínu. Baidur Kristjánsson ■ A tímum Viðreisnar voru flokkar þeirra við það að fanga helming alls kjörfylgis. Nú er öldin önnur. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Markaösstj.: Hauktir-Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr. Flokkur framtíðar ■ Undanfarin misseri hafa miklar væringar verið með íslenskri þjóð. í kjölfar hrapandi þjóðartekna hefur baráttan um brauðið harðnað. Launafólk og atvinnurekendur hafa illa náð saman í samningum um kaup og kjör og vinnudeilur hafa leitt til verkfalla sem hafa orðið þungbær þjöðarbúinu og launafólk hefur staðið eftir jafnvel í verri sporum en fyrr. í stað þjóðarsáttar á erfiðum tímum höfum við upplifað sundrungu. í stað skilnings á þeirri varan- legu kjarabót fyrir alla þegna þessa lands sem það hefur í för með sér að ná niður verðbólgunni höfum við látið stundarhagsmuni ráða gerðum okkar. Launafólk hefur sýnt óbilgirni í kröfugerð með þeim árangri að sá ávinningur sem ríkisstjórnin hafði náð á haustmánuðum er rokinn út í veður og vind. Önnur átök hafa einnig sett svip sinn á íslenskt þjóðlíf. Blöð Sjálfstæðisflokksins hafa verið iðin við að kynda undir kötlum úlfúðar og illinda í garð bændafólks. Þéttbýlisbúum er talin trú um að orsakir bágra lífskjara liggi í offjárfestingu í landbúnaði. Þess er krafist að útflutningsbætur og niðurgreiðslur verði þegar í stað afnumdar og jafnvel er gengið svo langt að krefjast þess að fólk landsbyggðarinnar verði allt flutt hingað á suðvesturhornið. Gjörsamlega er horft fram hjá því að mikil framleiðsla í landbúnaði er arfur frá tímum Viðreisn- arstjórnar, þegar bændur voru óspart hvattir til að auka framleiðslu sína. Vandinn nú er að afnema bæturnar á nokkrum tíma þannig að breytingin leggi ekki hundruð bændaheimila í rúst. Ríkisstjórnin hefur enda afráðið að vinna að afnámi útflutningsbót- anna á næstu fimm árum. Þessi tími er nauðsynlegur til þess að bændur geti aðlagað framleiðslu sína nýjum aðstæðum. Niðurgreiðslur eru af öðrum toga. Þær eru ekki styrkur til bænda heldur neytenda og gerir þeim kleift að kaupa góða og ódýra vöru vægu verði. Við erum ein þjóð í einu landi og mjög nauðsynlegt er að við slíðrum sverðin og vinnum saman að því átaki að bæta hér kjörin til frambúðar. Þess vegna verðum við að ná þjóðarsátt sem felur það í sér að leitað verði leiða til þess að bæta kjörin án beinna peningalaunahækkana. Við þurfum að leggja af allt hnotabit um takmarkaða þjóðarköku og sameinast þess í stað um það að stækka kökuna með því að leita nýrra leiða í atvinnulífinu. Þá þurfum við að leggja af allan ríg milli dreifbýlis og þröngbýlis. Sáttahugur með skilningi verður að móta viðhorf vor. Allir landsmenn verða að vinna saman. Velgengni eins er velgengni allra. Þéttbýlisbú- ar verða að skilja að kjör bænda þarf að bæta, jafnt sem annarra, og jafnframt þurfa þeir að skilja nauðsyn þess að halda öllu landinu í byggð. Framsóknarflokknum er best treystandi til að leiða þessa þjóð í átt til framtíðar. Innan hans mætast í sátt og samlyndi fulltrúar ólíkra stétta. Innan hans ríkir gagnkvæmur skilningur milli borgarbúans og dreifbýlisbúans. Framsóknarflokkurinn er miðju- flokkur sem teflir því besta fram úr marxisma og frjálshyggju í þeirri blöndu er best tryggir viðhald velferðarsamfélagsins án þess að öllu sé steypt í viðjar lamandi ríkisafskipta. Þess vegna hljótum við að efla Framsóknarflokkinn. Flokk ólíkra stétta, flokk dreifbýlis og þéttbýlis, flokk þeirra er huga að framtíðinni, flokk þjóðarinnar allrar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.