NT - 09.03.1985, Blaðsíða 14

NT - 09.03.1985, Blaðsíða 14
Sjónvarp kl. 18. Stundin okkar ■ Meðal efnis í Stundinni okkar á sunnudag kl. 18 eru úrslit í hljómsveitakeppninni, karateæfing, nýja keiluhöilin í Öskjuhlíð skoðuð og forvitn- ast um keiluspil. Söngflokkur- inn Sexfaldar samlokur syngur og litið verður inn hjá skáta- flokknum Perlum. Kynnir er Ingibjörg Sveinsdóttir og er hún á myndinni. Guðmundur G. Hagalín Njörður P. Njarðvík Útvarp kl. 16.30 - laugardag: Bókaþáttur Njarðar P. Njarðvík helgaður Guðmundi G. Hagalín ■ Njörður P. Njarðvík verð- ur með Bókaþátt sinn f dag kl. 16.30 að venju. í þetta sinn er þátturinn helgaður Guðmundi G. Hagalín sem lést 25. febrú- ar sl. 86 ára að aldri. Af nógu er að taka til upp- lestrar þar sem bækur Hagalíns eru, því að hann var mjög afkastamikill höfundur. Hvorir eru hættulegri óvinirn- ir eða „Áfram“ njósnararnir? Laugardagur 9. mars 1985 14 ■ Áfram njósnari er fyrri laugardagsmynd sjónvarpsins ' og hefst sýning hennar kl. 21.10. Hér er um að ræða, eins og nafnið bendir til, eina af hinum víðfrægu „Áfram...“ myndum, sem mikilla vinsælda nutu í kvikmyndahúsum hér á landi á sínum tíma, og er þessi gerð 1965. Hún er í svart/hvítu. Klaufabárðarnir, sem við þekkjum svo vel, hafa nú brugðið sér í gerfi njósnara og er hlutverk þeirra að endur- heimta hernaðarleyndarmál, sem komist hefur í óvina hendur. Leikurinn berst víða og venju samkvæmt klúðra þeir öllu því, sem klúðrast getur, þó að stöku sinnum slampist þeir óvart til að kom- ast að einhverju sem að gagni getur komið. En oft má varla á milli sjá hvorir eru skaðlegri leyniþjónustunni, sem „Áfram" njósnararnir eiga að heita vinna fyrir, þeir eða óvin- irnir. Þýðandi er Guðni Kolbeins- son. Tekst loks að góma hinn f lökt- andiskugga? ■ Það vantar ekki að þau Charlie og Daphne eru vel vopnuð. En það þarf fleira til... Útvarp sunnudag kl. 13.30: Betlaraóperan endurflutt ■ 17. janúar sl. var flutt í útvarpi Betlaraóperan eftir John Gay. Margt þótti tíðind- um sæta við þann flutning, t.d. hafði útsendingin orðið að víkja af dagskrá fyrir stjórnmálaumræðum frá Al- þingi í tvígang áður en hún loks komst út á öldur ljósvak- ans, en biðin þótti hlustend- um þess virði, því að vel var að útsendingu staðið og var hún send út í steríó, fyrsta meiriháttar leiklistarupptaka sem útvarpið hefur flutt með þeirri tækni. Nú á morgun kl. 13.30 verður útsendingin endurtekin. Betlaraóperan var frum- flutt í London árið 1728. Hún var samin við vinsæl dægurlög og alþýðutónlist samtímans og skopstældi óperur Hándels sem voru mjög í tísku um þær mundir. í upptöku Ríkisút- varpsins er tónlistin hins veg- ar færð nær nútímanum og hefur Atli Heimir Sveinsson valið, samið og útsett lögin, auk þess sem hann stjórnar flutningi þeirra.' Efni óperunnar er í stuttu máli þetta: Herra Peachum er virðu- legur kaupsýslumaður, sem: hagnast á því að kaúpa þýfi af þjófum og selja þá svo í hendur vinar síns Lockit fangelsisverði þegar þeir eru ekki nægilega arðbærir. En dag einn kemur babb f bátinn þegar Pollý dóttir hans til- kynnir foreldrum sínum að hún hyggist ganga að eiga MacHeath kaptein sem móð- ir hennar telur einn skemmti- legasta mann í stigamanna- stétt. Slíkt hjónaband álítur herra Peachum ganga þvert á viðskiptalega hagsmuni sína og ekki batnar ástandið þegar á daginn kemur að MacHeath hefur verið í tygjum við Lúsí, dóttur Lockits. Leikstjóri Betlaraóperunn- ar er Hrafn Gunnlaugsson, þýðandi Sverrir Hólmarsson og þýðandi söngtexta Böðvar Guðmundsson. Fjölmargir listamenn annast flutninginn og vísast til dagskrárb.irtingar um þá. Tæknivinnu önnuðust Bjarni Rúnar Bjarnason og Hreinn Valdimarsson. ■ Lokaþáttur finnska sjón- varpsleikritsins Flöktandi skuggi er á sunnudagskvöld kl. 21.40 og er vonandi að hann verði venjulegum sjónvarps- áhorfanda skiljanlegri en ann- ar þátturinn, en þá var býsna erfitt að átta sig á því hvað væri að gerast. Það fór þó ekkert á milli mála að óhugnaður lá í loftinu og margar sögupersónurnar höfðu orð á því að þær væru hræddar. Þær töluðu um nálykt og að allt væri að sökkva í fen. Þetta er vísast skírskotun til þess tíma í Finnlandi, sem sagan á að gerast á, um alda- mótin síðustu, en þá var breitt bil milli ríkra og fátækra og Finnar lutu stjórn Rússa. En nú á morgun verður síðasti þátturinn og þá verður væntanlega greitt úr flækjunni sem orðin er og leyst málið um morðið á vændiskonunni ungu og fallegu, Önnu, sem komin var þrjá mánuði á leið. Þýðandi er Jóhanna Þráins- dóttir Sjónvarp laugardag kl. 21.10: Sjónvarp sunnudag kl. 21.40: Laugardagur 9. mars. 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð Ástriður Haraldsdóttir talar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonarfrá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Sthephensen kynnir. ( 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) Ósklög sjúklinga, frh. 11.20 Eitthvað fyrir alla Sigurður Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Ragnar Örn Pétursson. 14.00 Hér og nú Fréttaþáttur í viku- lokin. 15.15 Listapopp - Gunnar Salvars- son. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 íslenskt mál Jón Aðalsteinn Jónsson flytur þáttinn 16.30 Bókaþáttur Umsjón NjarðarP., Njarðvík á laugardag verður helgaður! Guðmundi G. Hagalín rithöfundi. 17.10 Á óperusviðinu Umsjón: Leif- ur Þórarinsson. 18.10 Tónleikar. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar 19.35 Á hvað trúir hamingjusam- asta þjóð í heimi? Umsjón: Valdís Óskarsdóttir og Kolbrún Halldórs- dóttir. 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans" eftir Jules Verne Ragnheiður Arn- ardóttir les þýðingu Inga Sigurðs- sonar (8). 20.20 Harmónikuþáttur Umsjón: Sigurður Alfonsson. 20.50 Þorrablót íslendinga í Barcel- ona Þáttur i umsjá Kristins R. Ólafssonar. 21.15 „Faðir og sonur“, smásaga eftir Bernard Mac Laverty Erling- ur E. Halldórsson les þýðingu sína. 21.35 Kvöldtónleikar Þættir úr sf- gildum tónverkum. 22.00 Lestur Passiusálma (30) 22.15 Veðurfregnir. Fréttir . Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Þriðji heimurinn Þáttur í umsjá Jóns Orms Halldórssonar. 23.15 Hljómskálamúsík Guðmund- ur Gilsson kynnir. 24.00 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinósson. 00.50 Frétlir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 10. mars 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Stefnumót við Sturlunga Ein- ar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 11.00 Messa í kirkju óháða safnað- arins Prestur: Séra Baldur Krist- jánsson. Organleikari: Jónas Þórir. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Leikrit: „Betlaraóperan" eftir John Gay Þýðandi: Sverrir Hólm- arsson. Þýðandi söngtexta: Böðv- ar Guðmundsson. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson valdi og samdi. Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson. Leikendur: Róbert Arnfinnsson, Guðmundur Jónsson, Harald G. Haralds, Þórhallur Sigurðsson, Emil Gunnar Guðmundsson, Helgi Björnsson, Karl Ágúst Úlfsson, Hrafn Gunnlaugsson, Þuríður Pálsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir,, Sigrún Edda Björnsdóttir, Edda, Þórarinsdóttir, Sigurjóna Sverris- dóttir, Ása Svavarsdóttir, Kristin Ólafsdóttir, Maria Sigurðardóttir og Pétur Einarsson. Undirleik arm- ast Sinfóniuhljómsveit Islands undir stjórn Atla Heimis Sveins- sonar. Aðrir hljóðfæraleikarar eru: Guðmundur Ingólfsson, Björn Thoroddsen, Skúli Sverrisson, Reynir Sigurðsson, Þórir Baldurs- son, Guðmundur Steingrimsson, Jóhann G. Jóhannsson, Graham Smith, Rúnar Þórisson, örn Jónsson, Rafn Jónsson, Hjörtur Howser, Þorleifur Gíslason, Jón Sigurðsson og Árni Áskelsson. (Áður flutt í janúar sl.) 15.45 Lúðrasveitin Svanur leikur Kjartan Óskarsson stjórnar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Um vísindi og fræði Lungna- æxli og reykingar. Þorsteinn Blöndal yfirlæknir flytur sunnu- dagserindi. 17.00 Frá Mozart-hátíð í Baden-Ba- den i fyrra 18.00 Vetrardagar Jónas Guð- mundsson rithöfundur spjallar við hlustendur. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. "18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Fjölmiðlaþátturinn Viðtals- og umræðuþáttur um fréttamennsku og fjölmiðlastörf. Umsjón: Hall- grímur Thorsteinsson. 20.50 Um okkur Jón Gústafsson stjórnar blönduðum þætti fyrir unglinga. 20.50 íslensk tónlist 21.30 Útvarpssagan: „Morgun- verður meistaranna" eftir Kurt Vonnegut Þýðinguna gerði Birgir Svan Símonarson. Gisli Rúnar Jónsson flytur (24). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kotra Umsjón: Signý Pálsdótt- ir. (RÚVAK). 23.05 Djassþáttur - Jón Múli Árna- son. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. nv Laugardagur 9. mars 14:00-16:00 Léttur laugardagur. Stjórnandi: Ásgeir Tómasson. 16.00-18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Barðason. Hlé 24:00-24:45 Listapopp Endurtekinn þátturfrá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 24:45-03:00 Næturvaktin Stjórnandi: Margrét Blöndal. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1. Sunnudagur 10. mars 13:30-15:00 Krydd í tilveruna. Stjórnandi. Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. 15.00-16.00 Tónlistarkrossgátan. Hlustendum er gefinn kostur á að svara einföldum spurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráða krossgátu um leið. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16:00-18:00 Vinsældalisti hlust- enda rásar 2 20 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son. Laugardagur 9. mars. 16.30 íþróttir Umsjónarmaður: Ing- ólfur Hannesson. 18.30 Enska knattspyrnan. Umsjón- armaður: Bjarni Felixson. 19.25 Þytur í laufi. 1 Landbúnaðar- < sýningin Breskur brúðumynda- flokkur, framhald fyrri þátta í sjón- j varpinu um félagana fjóra: Fúsa í frosk, Móla möldvörpu, Nagg og Greifingja. Þýðandi: Jóhanna Þrá- insdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Við feðginin Áttundi þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í þréttán þáttum. Þýðandi: Þrándur Thoroddsen. 21.10 Áfram njósnari (Carry on spying) s/h. Bresk gamanmynd frá 1965. Leikstjóri Gerald Thomas. Aðalhlutverk: Kenneth Williams, Barbara Windsor, Bernard Cribb- ins og Charles Hawtrey. Áfram- flokkurinn æðir yfir Evrópu og allt til Alsír til að endurheimta hernað- arleyndarmál sem lent hefur í óvinahöndum. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 22.35 Franski fíkniefnasalinn II (The French Connection II) Banda- rísk biómynd frá 1975. Leikstjóri John Frankenheimer. Aðalhlut- verk: Gene Hackman, Fernando Ray, Cathleen Nesbitt og Bernard Fresson. Popey Doyle, rannsókn- árlögreglumaður í New York, held- ur til Marseilles til að komast fyrir rætur heróínsmygls til Bandaríkj- anna. Myndin er sjálfstætt fram- hald „Franska fíkniefnasalans" . sem sjónvarpið sýndi 12. janúar s.l. Þýðandi: Bogi Arnar Finnboga- son. Myndin er ekki við hæfi barna. 00.40 Dagskrárlok. Sunnudagur 10. mars. 16.00 Sunnudagshugvekja Séra Hjalti Þorkelsson flytur. 16.10 Húsið á sléttunni 16. Nýir siðir Bandariskur framhalds- myndaflokkur. 17.00 Saga lífsins Endursýning Sænsk fræðslumynd gerð af Lenn- art Nilsson. Með smásjármyndum og annarri flókinni kvikmyndatækni er sýnt hvernig egg og sæði myndast, frjóvgun í eggrás kon- unnar og vöxtur fósturs i móðurlífi. Þýðandi og þulur: Jón O. Edwald. 18.00 Stundin okkar Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp- töku: Andrés Indriðason. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku Umsjón- armaður: Guðmundur Ingi Krist- jánsson. 20.50 Glugginn Umsjónarmaður: Sveinbjörn I. Baldvinsson. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 21.40 Flöktandi skuggi Lokaþáttur. Finnsk sjónvarpsmynd í þremur hlutum, gerð eftir sakamálasögu eftir Bo Carpelan. Þýðandi: Jó- hanna Þráinsdóttir. (Nordivision - Finnska sjónvarpið) 22.35 Von og vegsemd. Edward Elgar, 1857-1934 Bresk heimilda- mynd um tónskáldið Edward Elgar og verk hans. Myndinni var lokið árið 1984, en þá var liðin hálf öld frá láti þessa merka tónskálds. Rakin er ævi Elgars í máli og myndum og Sinfóníuhljómsveit Birmingham leikur kafla úr verkum hans, Simon Rattle stjórnar. Þýð- andi: Jóhanna Þráinsdóttir. 00.05 Dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.