NT - 12.03.1985, Blaðsíða 5
jón Garðar
Viðarsson
skákmeistari
Norðurlands
1985:
Frá fréttarítara NT í Skagafirði, Ö.Þ.:
■ Jón Garðar Viðarsson frá
Akureyri sigraði eftir æsispenn-
andi keppni í opnum flokki á
Skákþingi Norðlendinga, sem
lauk á Akureyri á sunnudag.
Jónn Garðar hafði 5 og Vi
vinning, sem og næstu tveir
menn. En í 7. og síðustu umferð
bar Jón Garðar sigurorð af Þór
Valtýssyni í mikilli baráttuskák
og tryggði sér þar með sigurinn
á stigum.
Gylfi Þórhallsson, Norður-
, r_________________________^___
Þriðjudagur 12. mars 1985 5
Einn sem keppti fyrir 50
árum enn meðal keppenda
landsmeistari frá í fyrra, varð
að sættast á jafntefli í viðuréign
sinni við Ólaf Kristjánsson og
varð í öðru sæti. Þriðji varð Jón
Árni Jónsson. I 4. sæti varð
Ólafur Kristjánsson og 5. sæti
Sveinn Pálsson, báðir með 5
vinninga. Keppendur í opnum
flokki voru 40.
í unglingaflokki varð Páll
Jónsson frá Siglufirði sigurveg-
ari þriðja árið í röð, með 7
vinninga af 9 mögulegum.
Vann hann þannig bikarinn sem
keppt-var um til eignar. í 2., 3.
og 4. sæti voru: Sigurður Gunn-
arsson frá Siglufirði, Tómas
Hermannsson og Skafti Ingi-
marsson, báðir frá Akureyri,
með 6 og Vi vinning hver, en
stigaútreikningur réði sætum
þeirra.
í kvennaflokki bar Sveinfríð-
ur Halldórsdóttir ur Eyjafirði
sigur úr býtum, hlaut 3 vinn-
inga. Önnur varð Arnfríður
Friðriksdóttir og í 3. sæti Ásrún
Árnadóttir.
Hraðskákmeistari Norður-
lands varð Gylfi Þórhallsson,
hlaut 16 og Vi vinning af 22
mögulegum. Jón Björgvinsson
hafði jafn marga vinninga, en
Gylfi vann 3ja skáka einvígi
sem þeir tefldu saman. Hrað-
skákmeistari unglinga varð Páll
Jónsson með 20 vinninga af 22
mögulegum.
Aðalfundur Skáksambands
Norðurlands var haldinn meðan
mótið stóð yfir, og ákveðið að
næsta Norðurlandsmót verði
haldið á Siglufirði að ári. Einnig
samþykkti fundurinn að gera
Hjálmar Theódórsson á Húsa-
vík að fyrsta heiðursfélaga
Skáksambandsins, en nú eru
liðin 50 ár frá því hann tók fyrst
þátt í skákþingi Norðurlands.
Hjálmar lætur engan bilbug á
sér finna þótt kominn sé um
sjötugt og var nú enn meðal
þátttakenda í mótinu um helg-
ina.
í mótslok bauð bæjarstjórn
Akureyrar öllum keppendum
og skákstjórum til kvöldverðar
á Hótel KEA ogt þar fóru
verðlaunaafending og mótsslit
fram.
Maraþon í Dynheimum
■ Á laugardegi fyrir viku hófu sjötíu og átta ungmenni maraþondans í Æskulýðs-
heimilinu Dynheimum á Akureyri. Keppnin hófst kl. 10.00 árdegis og stóð til kl 14.00
á sunnudag, eða alls í tuttugu og átta klukkustundir. Ellefu ungmeyjar dönsuðu allan
tímann, en sú sem hlaut flest stigin var Hildigerður Gunnarsdóttir.
NT-mynd: Tómas L. Vilbergsson.
■ Leikendur í uppfærslu Kvennaskólans á Sjö
stelpum.
Sjö stelpur í
Kvennaskólanum
■ Leikfélag Kvenna-
skólans sýnir leikritið Sjö
stelpur um þessar mundir,
undir stjórn Ásdísar
Skúladóttur, í kjallara
Fríkirkjuvegar 11. Næstu
sýningar eru 12. og 14.
mars kl. 20.30.
Leikritið lýsir daglegu
lífi á upptökuheimili fyrir
stúlkur og segir frá sam-
skiptum þeirra og erfið-
leikum starfsmannanna.
Leikritið er eftir Erik Tor-
stensson, sem er dulnefni
og er það skrifað eftir
reynslu höfundar, sem
vann á slíku heimili.
Öllum 9. bekk-
ingum boðið í
Kaupfélagið
■ ÖUum 9. bekkjar
nemendum í grunnskólum
Rangárvallasýslu; frá
Skógaskóla, Hvolsvelli,
Hellu og Laugalandi - alls
um 80 nemendum - var
nýlega boðið í kynnisferð
í Kaupfélag Rangæinga á'
Hvolsvelli. Fyrir boðinu
stóð fræðslunefnd Kaupfé-
lags Rangæinga og töldu
menn það hafa heppnast
ágætlega.
Þessum 80 ungu Rang-
æingum var kynnt hin um-
fangsmikla starfsemi.
Kaupfélagsins, sem er:
Trésmiðja, húsgagna-
verksmiðja, vélsmiðja,
bílaverkstæði, prjóna-
stofa, saumastofa og sölu-
búðir í þrem deildum
ásamt skr.ifstofum. Að
skoðunarferð lokinni var
unga fólkinu boðið upp á
hressingu áður en öllum
var á ný ekið til skóla
sinna.
Njarðvíkurbær mótmælir:
Árás ríkisins á tekju-
stof na sveitarfélaganna
■ Bæjarstjórn Njarðvík-
ur hefur harðlega mót-
mælt þeim áformum að
fella niður landsútsvar af
olíufélögunum. í ályktun
sem bæjarstjórnin sam-
þykkti um þetta efni þann
5. mars s.l. kemur fram að
bæjarstjórnin telur eðli-
legra að ríkisvaldið sjái af
eigin tekjustofnum til
lækkunar gjalda olíufélag-
anna „frekar en að ráðast
á tekjustofna sveitarfélag-
anna sem svo mjög hafa
verið rýrðir á liðnum
árum'", eins og segir í
fréttatilkynningu.
Þá hefur bæjarstjórn
Njarðvíkur lýst yfir fyllsta
stuðningi við þá mörgu
aðila vinnumarkaðarins
og aðra „sem hafa snúið
bökum saman til að standa
vörð um atvinnulíf og af-
komu almennt á Suður-
nesjum" eins og segir í
ályktun frá sama bæjar-
stjórnarfundi. „Bæjar-
stjórn Njarðvíkur skorar
á alþingismenn og aðra
sem þetta varðar að gera
nú þegar ráðstafanir til að
draga úr þyí óöryggi sem
nú ríkir hjá fiskvinnslu-
fólki og öðrum þeim sem
við sjávarútveg starfa,"
segir ennfremur.
Uppáhaldsplata
htisbyggj andans!
Áður en þú velur þér efni í milliveggi í nýja húsið þitt
skaltu staldra \áð og íhuga hvaða kosti góður
milliveggur þarf að hafa
1. Hljóðeinangrandi
I lljóðeinangrun er eitt mikilvœgasta atriðið
þegar valið er á milli inismunandi milliveggja-
efna. Múrhúðaður veggur hlaðinn úr milli-
veggjaplötum frá B. M. Vallá hf. ttyggir einstak-
lega góða hljóðeinangrun.
2. Stcrkur
Góður milliveggur þarf að geta staðist marg\’ís-
legt álag, sérstaklega þarf hann að geta borið
þunga hluti sem hengdir eru á hann án þess
að naglinn losni með tímanum. Pú getur
hiklaust treyst milliveggjaplötunum frá okkur
fyrir veggklukkunni þinni!
3. Traustur
Pú verður að geta treyst veggjunum sem
umlykja fjölskylduna þína. Með hlöðnum
múrhúðuðum vegg öðlast þú öryggi sem önnur
milliveggjaefni veita ekki.
4. Fallegur
Múrliúðaður veggur er laus við öll samskeyti
og þú getur að sjálfsögðu málað hann, klætt,
\’eggfóðrað og flísalagt — á slíkum vegg njóta
þessi efni sín líka best!
Múrhúðaður veggur er glæsileg og vönduð
lausn sem er þó ckki dýrari cn veggur úr öðrum
óvaranlegri efnum.
Stærðir: Notkimannögulclkar:
50x50x5cm F>Tir minni hleðslur, Ld. íkringum baðkcr.
50x50x7 cm Fyrir allu venjulcga milliveggi í íbúóarhúsum
50x50xl0cm 25x50xl0cm Fvrir vcrslunar-, skrifstofu- og iðnaðar- húsnæði (þar scm loflhæð cr mikil og/eóa mildar kröfur gcrðar til hljóð- einangrunar).
25x50xl0cm (m/auknu hljóðcinangrunargildi)
Hefðbundinn, múrhúðaður milliveggur hlaðinn úr 7 cm
þykkum plötum.
Ilægt cr að vclja um 2 tcgundir fylliefha:
gjall cða vikur.
Gjallplötur: Par sem mikillar liljóðeinangninar
er óskað.
Vikurplötur: I’ar sem léttar og meðfærilegar
plötur eru nauðsynlegar.
Uppáhaldsplata liúsbyggjandans!
Haflr þú staðið í þeirri txú að allar ntilliveggja-
plötur séu eins, viljum við fidlvissa þig unt að
svo er ekki.
Við hjá B.M. Vallá hf. framleiðum eingöngu
vandaðar og sterkarplötur úr völdum hráefnum
og undir stöðugu gæðaeftirliti rannsóknarstofú
okkar.
Pægilcg kjör og örugg þjónusta
Auk þess að bjóða þér hagstætt verð og þægi-
lega greiðsluskilntála, sendum við þér ntilh-
veggjaplötumar ókeypis á byggingarstað innan
höfiiðborgarsvæðisins (eða til ílutningsaðila
búir þú utan þess).
Veldu vandaðan og öruggan vcgg —
pantaðu mlllivcggjaplötumar hjá okkur.
Steinaverksmiðja
Pantanir og afgreiðsla
Breiðhöfða 3, 110 Rcykjavík
Sími: (91) 68 50 06
BHVflLLAi
ir
Gæði og þjónusta
sem þú gctur trcyst! ?
I