NT - 12.03.1985, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 12. mars 1985 6
Gunnlaugur Ingvarsson:
Morgunblaðiðog Guðs ríki
Varðhundahlutverkið er algjört
■ Égmá til með að láta íljós
ánægju ntína með NT og þau
viðsýnu þjóðmálaskrif sem
undanafarið hafa átt sér þar
stað. Bæði finnst mér leiðarar
blaðsins skeleggir og einnig oft
dálkurinn „í tíma og ótírna".
Blaðið bcr orðið af í þessum
efnum í Flóru íslenskra dag-
blaða. Sérstaklega finnst mér
blaðinu liafa tekist vel upp við
það þjóðþrifaverk að taka
stórasannleik þeirra
frjálshyggjumanna í karphús-
ið. Stórisannleikur þessi tröll-
ríður nú okkar þjóðfélagi og
virðist oft á tíðum albúinn til
þess aö kasta fyrir róða ís-
lenskri menningu og þjóðerni
í staðinn fyrir óheft fjármagns-
frelsi og ýmsar kreddukenn-
ingar og auövitað fleiri og
fullkomnari herstöðvar.
„Bandaríkjunum allt", (sbr.
íslandi allt).
Leiðari NT frá 8. febrúar
um beinar árásir Morgunblaðs-
ins á ýmsa þjóöholla kirkjunn-
ar menn fyrir baráttu þeirra
fyrir friði og afvopnun fannst
mér svo sannarlega vera orö í
tírna töluð. Árásir þessar eru
vægast sagt ósmékklegar og
endurspegla þröngsýni Morg-
unblaðsins og blinda og heilaga
trú þess á það, að allt sé gott
og blessað sem hernaðarhauk-
arnir í Bandaríkjastjórn aðhaf-
ast. Hvar, hvenær og hvernig
sem er.
Þessi sífellda þjónkun, rétt-
læting og varðhundahlutverk
Morgunblaðsins við hernaðar-
stefnu Bandaríkjastjórnar og
ímyndaðra hagsmuna þess
hvar sem er í heiminum á sér
engin takmörk. Allt frá íslandi
til Nicaragua og allt frá þanka-
gangi friðsamra sveitapresta á
Islandi til stjörnustríðsáætlana
Bandaríkjastjórnar, alls staðar
er rauði þráðurinn sá sami á
síðum Morgunblaðsins. Ekki
má orðinu halla um stefnu eða
athafnir æðstu ráðamanna þar
vestur frá, ekki einu sinni
efast. Ekki ein einasta ráðstöf-
un þessara manna er gagnrýni
verð í hernaðarmálum. Frið
má því ekki ræða opinberlega
nema undir vissum for-
merkjum að mati Mogga.
Gagnrýni og vandlætingar-
tónn blaðsins í garð sumra
kirkjunnar manna, sem hafa
talið friðar- og afvopnunarmál
vera verðug viðfangsefni krist-
inna manna, eru helst í ætt við
blaðamcnnsku sem ritskoðuð
flokksmálgögn Austur-Evr-
ópublaða beita kirkjunnar
menn þar í löndum. Varö-
Árásir þessar eru vægast sagt ósmekk-
legar og endurspegla þröngsýni Morg-
unblaðsins og blinda og heilaga trú
þess, að allt sé gott og blessað sem
hernaðarhaukarnir í Bandaríkjastjórn
aðhafast, hvar, hvenær og hvernig sem
er.
Björn S. Stefánsson
Dýrmætar kartöflur
■ Islenskarkartöflurerudýr-
ar miðað við innfluttar kartöfl-
ur. Samt mælti enginn með því
í löngum umræðum um
kartöfluverslun á Alþingi í
fyrra, að innflutningur yrði
gefinn frjáls, á meðan íslensk-
ar matarkartöflur væru til. Það
gerðu ncytendasamtökin ekki
heldur. Deilurnar á Alþingi
voru um það, hvaða fyrir-
komulag á innflutningi væri
heppilegast, þegar innlcndar
kartöflur væru þrotnar. Þó að
íslenskar kartöflur séu dýrar,
þykja þær samkvæmt þessu
dýrmætar.
Ekkert land í Evrópu er eins
illa sett og ísland með ræktun
matjurta til eigin þarfa og með
aðdrætti á þeim. Kartöflur og
rófur eru einu jurtirnar, sem
ræktaðar eru hér og ná að
endast allt árið, ef vel árar.
Neysla á kartöflum hefur dreg-
ist saman hér á landi sem víðar
með bættum efnahag. Þá hefur
fólk tekið að matreiða kartöfl-
ur í annarri mynd en áður og
kaupir þær þá steiktar eða
hálfsoðnar. Kartöflubændur
komu sér upp aðstöðu á Sval-
barðseyri og í Þykkvabæ til að
vinna þannig eigin kartöflur
eða innfluttar. I slíkri mynd
teljast þær iðnaðarvara og
gilda þá um innflutning þeirra
ákvæði samninga um fríversl-
un með iðnvarning.
í vetur reyndust kartöflu-
verksmiðjurnar ekki standast
samkeppni við innflutning.
Þegar þannig stóð, mæltu sum-
ir með því, að innflutningur á
unnum kartöflum yrði stöðv-
aður með því að synja um
gjaldeyrisleyfi. Aðrir litu svo
á, að slík innflutningsstöðvun
væri óheimil, þar sem hún
bryti í bág við fríverslunar-
ákvæði um iðnvarningog spillti
málstaö íslendinga erlendis.
Ríkisstjórnin ákvað heldur að
styrkja stöðu innlendu verk-
smiðjanna með því að greiða
niður verð innlends hráefnis.
Með því er kostnaður lagður á
almenning sem skattgreiðend-
ur, með innflutningsbanni
hefði kostnaðurinn lagst á
neytendur með hærra verði.
Innflutningur á unnum
kartöflum, þegar innlendar
kartöflur eru nógar, þrengir
hlut garðyrkjunnar og rýrir
enn það öryggi, sem þjóðin
nýtur með ræktun eigin mat-
jurta. Ráðstöfun ríkisstjórnar-
innar er því í samræmi við það
öryggissjónarmið sem nýtur al-
menns stuðnings, að innlend
framleiðsla skuli ráða mark-
aðnum, eins og hún endist.
Hins vegar vantar, að ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar sé sett
fram í samhengi við slíkt
öryggissjónarmið. Án slíks
samhengis lítur út eins og ein-
ungis sé hlaupið til og bjargað
til bráðabirgða sérhagsmunum
tveggja verksmiðja og eigenda
þeirra, sem leggja þeim til
hráefni. Um þetta efni ætti að
hafa fastmótaðar reglur um,
hvernig bregðast skuli við
mikilli uppskeru til þess meðal
annars að koma í veg fyrir, að
íslensk stjórnvöld megi verða
vænd um að bregðast þeim
málstað, sem þau hafa gengist
undir með fríverslunarsamn-
ingum.
Björn S. Stefánsson
Hlutverk
íslands í víg-
búnaðar-
kapphlaupinu
■ Þaðcrgreinilegtaðnokk-
urt líf hefur færst í umræðuna
um vígbúnaðarkapphlaupið í
heiminum og stöðu íslands í
þeint málum öllum. Það er
alveg ljóst mál að hlutverk
herstöðvarinnar í Keflavík
hefur breyst gífurlega á síð-
usta áratug, frá því að vera
varnarstöð ntiðað við hefð-
bundið stríð, yfir í það að
vera stöð sem getur tekið við
kjarnorkuvopnum og hefur
það hlutverk að vera hlekkur
í keðju kjarnorkuárásar-
stöðva í mögulegu kjarnorku-
stríði.
Undirritaður hlýddi á
myndurn prýtt erindi sem
Gunnar Gunnarsson starfs-
maður Öryggismálanefndar
flutti á sunnudaginn og sam-