NT


NT - 12.03.1985, Side 23

NT - 12.03.1985, Side 23
 T Þriðjudagur 12. mars 1985 23 f þróttir Framlengt og Haukar unnu Úrslitakeppnin í körfunni: Lokatölur 81-80 í æsispennandi leik ■ „Ég veit ekki hvað fólk vill ef það hefur ekki gaman af svona körfubolta," sagði Einar Bollason þjálfari Hauka eftir sigur sinna manna á Val í öðrum leik liðanna í úrslita- keppninni í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Haukar sigr- uðu 81-80 eftir framlengdan leik. Það þarf því þriðju viður- eignina milli liðanna til að skera úr því hvort liðið leikur til úrslita um íslandsmeistara- titilinn og fer hún fram á mið- vikudaginn í Hafnarfirði. í upphafi var jafnræðí með liðunum, Haukar þó ívið ákveðnari og leiddu með 4-6 stigum þar til 7:50 mín. voru eftir af fyrri hálfleik að Vals- menn komust yfir 24-23. Valsmenn voru yfir það sem eftir var utan að Haukar jöfn- uðu 30-30 þegar 4:30 voru til hlés og staðan þegar flautan gall 38-37 Val í hag. í seinni hálfleik var jafnt 43-43 síðan á öllum tölum uppí 55-55 en þá tóku Haukar kipp skoruðu 6 á móti einu. Valur jafnaði 61-61 en Haukar voru sterkari á næstu mínútum og þegar 3 mín. voru eftir höfðu þeir 9 stiga forskot, 71-62. En Einar gaf Valsmönnum tóninn með 3-stiga körfu og með gífurlegri baráttu tókst Valsmönnum að stela boltan- um af Haukum í tvígang og Kristján og Tómas skoruðu úr hraðaupphlaupum og Kristján að auki úr víti og staðan allt í einu orðin 72-70 fyrir Hauka er 32 sekúndur voru eftir. í næstu sókn Hauka komst Leif- ur inní ónákvæma sendingu og grýtti boltanum fram á Krist- ján og Kristinn braut faglega á honum. Kristján fékk tvö víta- skot þegar 4 sek. voru eftir af venjulegum leiktíma og hon- um urðu ekki á nein mistök heldur jafnaði 72-72. Haukar gátu ekki skorað og því þurfti að framlengja. Framlengingin byrjaði af krafti og Kristinn náði forystunni fyrir Hauka. Jóhannes Magnússon skoraði næstu tvær körfur með góðum langskotum og Valsmenn leiddu 76-74. Webster skoraði og jafnaði, úr vítum, Tómas kom Val aftur yfir en Pálmar svaraði með hraðaupphlaupi 78-78. Pegar 43 sekúndur voru eftir náði Pálmar frákasti, skoraði og um leið var brotið á honum. Hann fékk því víti að auki sem hann nýtti til hins ýtrasta, 81-78 fyrir Hauka, Jó- hannes skoraði 80-81 og það reyndust síðustu stigin í leikn- um. Torfi Magnússon meiddist illa í leiknum, tognaði á ökkla og spurning hvort hann geti verið með á miðvikudaginn. Torfi lenti í villuvandræðum, fékk 4. villuna fjótlega í seinni hálfleik og fór útaf. Hann hafði leikið mjög vel fram að því. Tómas og Jón fóru á kostum og Kristján var góður. Leifur hirti 10 fráköst, var hæstur Valsara en Tómas náði 4 og varði tvö skot, bakvörðurinn. Webster náði sér á strik í seinni hálfleik en var frekar daufur í þeim fyrri. í>á fór Pálmar hinsvegar á kostum. Hálfdán hitti vel og Kristinn skoraði á mikilvægum augna- blikum. Jón Otti og Sigurður Valur komust ágætlega írá erfiðu verkefni, gerðu vissulega sín mistök en é heUdina Utið var þeirra hlutur allgóður. Stigin í leikn- um skoruðu: Haukar: Webster 25, Pálmar 19. Hálf- dán 12, Krístinn 9, Henning 9, og Ólafur 7. Valur: Krístján 16, Tómas 14, Torfi 12, Jón 11, Leifur 9, Einar 8, Jóhannes 8 og Björn 2. Sagt eftir leikinn: Torffi Magnússon, þjálfari Vals ■ „Okkur vantaði þá bar- áttu sem þarf til að vinna svona leik í seinni hálf- leiknum. Baráttan kom ekki fyrr en of seint og við rétt náðum að jafna. í framlengingunni vorum við mjög óheppnir með skot, sérstaklega tvö mjög góð sem rúlluðu á hringnum en vildu ekki ofaní. Pað verð- ur gaman að leika í Firðin- um á miðvikudaginn." Einar Bollason, þjálfari Hauka: „Það stendur sem ég sagði eftir tapið í Firðinum um daginn: Hafnfirðingar fá annan leik þar. Það er ekki hægt annað en vera hreykinn af strák- unum að vinna jafn sterkt lið og Valsmenn hafa, á útivelli eftir tap á heima- velli. Þessi tvö lið eru að mörgu leyti lík, keyra upp hraðann og leikskipulag þeirra býður uppá mikla möguleika, þau leika opinn og skemmtilegan körfu- bolta,“ sagði Einar og var að vonum ánægður. ■ Þessir tóku flest fráköst í leik Hauka og Vals. Hér hefur ívar' Webster betur, eins og reyndar í leiknum og í fráköstunum, og skorar gegn Val. ívar hirti 18 fráköst, en Leifur Gústafsson sem er til Vamar hirti 10 frákÖSt. NT-mynd Svcrrír. Nico Claesen til MW? ■ Hoilenska liðið MVV í Maastricht er að kanna mögu- leikana á að fá Nico Claesen í sínar raðir fyrir næsta keppn- istímabil. Eric Gerets stakk upp á því við stjórn félagsins að þeir fengju Claesen til liðs við liðið. Gerets og Claesen þekkjast vel frá þeim tíma þegar þeir léku báðir í Belgíu. Claesen leikur um þessar mundir með Vfb Stuttgart. Honum hefur ekki gengið rieitt sérstaklega vél hjá þeim, áð- eins skorað 9 mörk þetta keppnistímabil. Hann er ekki lengur leikmaður belgíska landsliðsins og eru það honum mikil vonbrigði. Claesen er samningsbundinn hjá Stuttgart í eitt keppnistímabil í viðbót. Claesen: „MVV vekur áhuga minn, ég veit að félagið ætlar sér mikið og þar að auki er félagið ekki langt frá heimili mínu í Belgíu. Ég er samnings- bundinn í eitt ár í viðbót hjá Stuttgart og virðast þeir vera ánægðir með mig og sennilega ekki reiðubúnir að sleppa mér. Það hefur verið mér frekar erfitt að aðlagastþýska fótbolt- anum en það er nú að koma.“- MVV er um þessar mundir að leita að reyndum, sterkum varnarmanni. Ef allt gengur upp hjá liðinu ætti það að koma mjög sterkt til leiks næsta keppnistímabil. Þess má geta í lokin að Claesen tognaði á hné á æfingu hjá Stuttgart fyrir helgi og leikur því varla með á næst- unni. Þurfti hann að gangast undir uppskurð. ■ Nico Claesen. ■ Jónas Jóhannesson skorar gegn KR eftir að hafa tekið eitt margra frákasta sinna. Jónas var drjúgur í Ieiknum, hirti fjölmörg fráköst Og skoraði talsvert. NT-myndSvemr. Urslitakeppni úrvalsdeildarinnar: Besta liðið í úrslit Njarðvíkingar sigruðu KR-inga 94-82 og leika gegn Haukum eða Val í úrslitunum ■ Besta lið úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik er komið í úrslit á íslandsmótinu í körfuknatt- leik. Njarðvík sigraði KR ör- ugglega á fjölum Laugardals- hallar í gær, liðið sem sigraði sannfærandi í stigakeppni úr- valsdeildarinnar, og þurfti að- eins tvo leiki til að afgreiða KR. Úrslitin í gær urðu 94-82 Njarð- vík í hag, og það er best að láta Jón Sigurðsson þjálfara og leikmann KR botna þennan inngang; „Liðið sem vann var hreinlega miklu betra“. „Ég var ekki ánægður með leikinn hjá okkur. Sérstaklega var sóknin slök í fyrri hálfleik. Liðið var ekki nógu ákveðið, og þess vegna náðúm við ekki að bíta þá af okkur fyrr en það voru 6-8 mínútur eftir,“ sagði Gunnar Þorvarðarson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn. Fyrri hálfleikur var jafn. KR- ingar byrjuðu betur, komust í 8-4 og 10-6, en þá breyttu Njarð- víkingar stöðunni í 14-10 og voru yfir eftir það. Munurinn í fyrri hálfleik varð mestur sjö stig, en var oftast tvö til fjögur. í hálfleik var staðan 41-37 Njarðvík í hag. Njarðvíkingar smá juku mun- inn eftir því sem leið á síðarii hálfleik, og höfðu tíu stiga for- skot um miðjan hálfleikinn. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og staðan 70-84, fékk ísak Tómasson, sem skorað hafði grimmt í fyrri hálfleik en ekkert í þeim síðari, fimmtu villuna, og það eins og kom á Njarðvíkinga. Þeir glopruðu boltanum í hendurnar á sterkri pressuvöm KR, og allt í einu var munurinn aðeins 6 stig, 80-86. En þá tók Vaiur Ingimundarson til sinna ráða, skoraði næstu fjögur stig, og Gunnar þjálfari önnur fjögur. Valur átti svo síðasta orðið, og sigurinn var öruggur, 94-82. Leikurinn var skemmtilegur og lengst af vel leikinn. Valur Ingimundarson var besti mað- ur Njarðvíkurliðsins, en þeir léku einnig mjög vel ísak Tóm- asson (í síðari hálfleik) og Gunnar Þorvarðarson. Jónas Jóhannesson var sterkur í vörn, og enginn veikur hlekkur í liðinu, þó flestir fengju að spreyta sig. Birgir Mikaelsson var langbestur KR-inga, en Jón Sigurðsson, Guðni Guðna- son og Þorsteinn Gunnarsson áttu góða kafla. Furðulegt hve Þorsteinn fékk að spila lítið. Stigin: Njarðvík: Valur 28, ísak 15, Jónas 14, Gunnar 12, Árni Lárusson 6, Ellert Magnússon 6, Hafþór óskarsson 2 og Helgi Rafnsson 1. KR: Birgir M. 26, Guðni 16, Jón 15, Matthías Einarsson 10, Ástþór Ingason 7, Þorsteinn 6, Birgir Jóhannsson 2. Leikinn dæmdu Robert Iliffe og Hörð- ur Túliníus og gerðu vel. Athyglisvert að varnarmaðurinn á sinn rótt hjá Bret- anum. Atli var frábær Frá Guðmundi Karlssyni fréttamanni NT í V-Þýskalandi: ■ Atii Hilmarsson og fé- lagar í Bergkamen sigruðu eitt toppliða fyrstu deildar- innar í handknattleik hér í V-Þýskalandi, Schwabing stórt á sunnudag, 25-17. Bergkamen, sem er í botnbaráttunni, náði topp- leik á heimavelli, en enginn lék þó betur en Atli Hilm arsson. Atli skoraði f glæsileg mörk í leiknum, þar af eitt víti, og átti nokkrar línusendingar sem gáfu mörk. Atli fékk mjög lofsamlega dóma í fjöimiðl- um eftir leikinn, og var sagt að þetta hefði verið hans langbesti leikur á tímabilinu.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.