NT - 16.03.1985, Qupperneq 1
■ Helgi Ólafsson nýbakaður stórmeistari í skák og Jóhann Hjartarson skákmeistari komu heim frá
Kaupmannahöfn í gær. Myndin er tekin við komuna til Keflavíkur, það er Þorsteinn Þorsteinsson, forseti
Skáksambands íslands, sem afhendir stórmeistaranum blómvönd, en Jóhann horfir brosleitur á. Sjá nánar bls. 2.
NT-mynd: Sverrir
Afleysingakennarar ekki
gripnir upp af götunni
Reikna með einhverjum kennurum til vinnu eftir helgi segir Guðni Guðmundsson rektor MR
■ „Ég reikna með að eitt-
hvað af þeim kennurum sem
sögðu upp komi tii vinnu eftir
helgi og því hef ég ekkert farið
út í það að ráða nýja kennara,“
sagði Guðni Guðmundsson
rektor MR er NT spurði hvort
hann ætlaði að fylgja hvatn-
ingu Ragnhiidar Helgadóttur,
menntamálaráðherra, í því
efni.
Guðni rektor kvaðst heldur
enga trú hafa á því að hægt
væri að grípa upp kennara af
götunni, til að fylla í skörðin,
því hann ætti fullt í fangi með
að manna skólann á haustin
þegar að skólaárið væri að
hefjast.
Sveinn Ingvarsson konrek-
tor MH sagði að það væri tómt
mál að tala um að leysa þessi
mál með afleysingakennur-
um, það sæju allir sem þekktu
til málsins, þar fyrir utan feng-
ist ekki fólk því þegar væri
erfiðleikum bundið að manna
skóla.
„Ég er ekki farinn að auglýsa
eftir kennurum,“ sagði Björn
Bjarnason rektor MS og
kvaðst hann ekki vita hvort til
þess kæmi. Vonaðist hann til
að einhverjir kennarar snéru
til baka eftir helgina.
„Það blasir við stúdenturr.
að þeir útskrifast ekki í vor ef
þetta leysist ekki fljótlega, því
þeir eiga eftir erfiða áfanga,
td. eðlisfræðibrautin," var
staðhæfing Sveins Ingvarsson-
ar. Sagði hann að það færi í
vöxt að foíeldrar hringdu og
spyrðu hvað væri til ráða, „það
er óþægileg staða því við vitum
ekki hvað er til ráða, né hve-
nær þetta leysist eða hvernig.“
Guðni rektor sagði að svo
framarlega sem kennarar
kæmu til vinnu eftir helgina
ætti að vera hægt að ná því upp
sem tapast hefði. Hann kvaðst
ekki hafa hugsað dæmið til
enda, ef kennarar mættu ekki.
í engum þessara þriggja
skóla var hægt að fá upp ná-
kvæmar tölur um hvað margir
nemendur hefðu hætt vegna
kjaradeilu kennara og ríkisins.
1 MR hefur enginn hætt eftir
því sem rektor best veit, rektor
MS sagðist hafa á tilfinning-
unni að þeir væru ekki margir
en í MH fengust þau svör að
það væri töluvert um það að
nemendur hefðu hætt.
Félagshyggju-
framboð til
borgarstjórnar:
Hugmynd-
in dauð
■ Hugmyndir um sameig-
inlegt framboð félags-
hyggjuflokka við næstu
borgarstjórnarkosningar í
Reykjavík hafa verið uppi í
flestum eða öllum minni-
hlutaflokkunum. Sam-
kvæmt heimildum NT mun
forustulið allra sömu flokka
hafa hafnað hugmyndinni og
er talið að hún sé úr sögunni.
Töluverður áhugi hefur
verið fyrir slíku framboði
einkum meðal grasrótarinn-
ar svonefndu, en talið er að
flokksböndin reynist henni
yfirsterkari. Hvort um ein-
hvern sameiginlegan mál-
efnagrundvöll og yfirlýsing-
ar um vilja til samstarfs eftir
kosningar verður að ræða er
ekki Ijóst.
Lögreglan:
Skaut sauðfé úr
þyrli ii gæslun nar
- þrjátíu og tvær kindur lágu í valnum
■ Meðlimir víkingasveitar
lögreglunnar fóru með þyrlu
Landhelgisgæslunnar í gær,
vestur í Barðastrandasýslu. Til-
gangurinn með ferðinni var að
hreinsa tvö svæði í sýslunni af fé
vegna riðuveiki, sem ekki hafði
tekist að smala. Lögreglu-
mennirnir skutu á kindurnar
með rifflum, úr þyrlunni, og
lágu 32 kindur í valnum áður en
yfir lauk. Menn verða sendir
þegar færi gefst til þess að
hreinsa upp hræin.
1 samtali við Stefán Skarp-
héðinsson sýslumann á Patreks-
firði í gær, kom fram að kinda-
drápið var liður í stærri aðgerð,
og hefur undirbúningur staðið
lengi. „Hér er ekki um að ræða
neinn hasarleik," sagði Stefán.
„Þetta er hreint drápsæði, að
skjóta féð í haganu'm úr þyrlu í
tugatali á færi. Fólk hér er alveg
rasandi yfir þessu - hefur aldrei
vitað neitt þessu líkt áður,"
sagði bóndi í Barðastrandasýslu
í samtali við NT í gær varðandi
aðgerðir lögreglunnar.
„Þetta var gert að beiðni
sýslumannsins á Patreksfirði,"
sagði Sigurður Árnason, í
stjórnstöð Landhelgisgæslunn-
ar. Hann kvað þarna vera um
tvö svæði að ræða. Sigluneshlíð-
ar rétt fyrir utan Brjánslæk og
Tálkna rétt fyrir utan Patreks-
fjörð - sem búið ætti að vera að
hreinsa af fé fyrir þó nokkru
síðan vegna riðuveiki. Kindurn-
ar hafi verið þarna í allan vetur,
og ekki náðst þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir, og þess vegna mun
hafa verið gripið til þess ráðs að
skjóta þær.
ísrael:
Mistök
að drepa
ekki
Arafat!
-sjábls.21
Frönsk-
íslensk
rokkhátíð
—sjábls. 12
Frelsi
gróðaafla
er drepandi
-sjábls. 7
EBE:
36 milljarðar
til rannsókna
- sjá bls. 21