NT - 16.03.1985, Síða 11

NT - 16.03.1985, Síða 11
Elísabet Einarsdóttir prestsfrú frá Holti ■ í fyrradag var kveðjustund í Fossvogskirkju eins og oftar. Prestsfrú frá Holti í Önundar- firði var kvödd þar áður en duft hennar væri flutt vestur þar sem það er í dag lagt til hinstu hvíldar við hlið dóttur fram undan kirkjudyrum í Holti þar sem hún var húsfreyja meira en fjórðung aldar. Elísabet Einarsdóttirsem hér er um rætt fæddist 22. nóvember 1906 að Ytri-Búðum í Bolunga- vfk. Foreldrar hennar voru Einar Jóhannesson frá Blámýr- um í Ögursveit og kona hans Ragnhildur Bjarnadóttir. Einar var sonur Jóhannesar Jónssonar bónda á Blámýrum og Guð- finnu Andrésdóttur konu hans. Ragnhildur var dóttir Bjarna Eiríkssonar á Hamarlandi í Reykhólasveit og var systir Friðriks Bjarnasonar hrepp- stjóra á Mýrum í Dýrafirði og Hjartar, föður Friðriks Hjartar skólastjóra og þeirra systkina. Elísabet var yngst sjö syst- kina. Elsta systir hennar var Kristjana, móðir þeirra Péturs- sona Sigurðar og Ágústs H. á Patreksfirði en næst í aldursröð var María, móðir Þorvaldar Garðars alþingismanns. Þriðja systirin var Sigríður kona Sig- urðar Pálssonar á Nauteyri en hin fjórða, Guðmunda Jóna, lést í blóma aldurs síns úr berkla- veiki sem víðar kom við sögu innan fjölskyldunnar. Elísabet Óuttist með foreldr- um sínum að Álfadal á Ing- jaldssandi 1913. Þarbjuggu þau um hríð. En er aldur færðist yfir þau og börnin flest uppkomin brugðu þau búi eftir að María giftist Kristjáni Eyjólfssyni for- manni í Valþjófsdal og fluttu inn í Dalinn 1920 og settust að þar við sjóinn sem nefnt var í Árnesi. Sú dvöl varð þó skemmri en ætlað var. Kristján fórst í fiskiróðri haustið 1921 og með honum Pétur Einarsson mágur hans. Eftir það fluttist María og foreldrar hennar til Flateyrar og þar varð heimili Elísabetar. Þar lifði hún sín æskuár og virtist heilsa hennar oft á völtum fæti. Elísabet giftist 29. september 1936 séra Jóni Ólafssyni í Holti. Hann var í Holti allan sinn prestsskap, 1929-1963. Þaðtelj- ast 27 ár sem Elísabet skipaði þar húsfreyjusæti. Þar fæddust börn þeirra 6 og uxu úr grasi þau sem varð lífs auðið. Það eru þau Ragnhildur húsfreyja á Gemlufalli í Dýrafirði, Sigríður húsfreyja og skrifstofumaður í Hafnarfirði, Guðrún kennari í Hafnarfirði, Friðrik Páll læknir á Akureyri og Einhildur hús- freyja á Isafirði. Þriðja barn þeirra í aldursröð vardóttir sem hét Guðný og dó ársgömul. Elísabet var kona hæglát og háttprúð. Ekki varhún skaplaus en tæpast mun henni hafa brugðist stilling. Ýmsir erfið- leikar urðu á vegi hennar eins og gengur. Maður hennar var t.d. árlangt að heimaná sjúkra- húsi vegna veikinda. Hún var traustur förunautur í hverri raun, tryggur vinur og staðfast- ur. Oftast sjáum við skamrnt fram á veginn og vitum fátt um hið ókomna. Mér kemur oft í hug að kunningi minn ræddi við mig um ábyrgðartilfinningu og hagsýni í makavali litlu eftir að þau sr. Jón og Elísabet giftust. Sagði Itann nt.a. að það væri fulíkomið ráðleysi af sr. Jóni að bindast svo heilsulitlum kven- manni. Sá hjúskapur reyndist raunar heillaráð en sá er svo illa spáði missti sjálfur heilsuna til- tölulega skömmu síðar. Þetta finnst mér umhugsunarverð saga og lærdómsrík um fánýti mannlegrar framsýni. Valt er að treysta á hana eina þó að góð sé. Við Önfirðingar minnumst Elísabetar með þakklæti fyrir þann hátt scm hún átti í prests- setrinu í Holti meðan hún var þar. Þegar þau hjón fóru úr Holti fluttu þau til Isafjarðar og áttu þar heima í 6 ár en fluttu til Hafnarfjarðar 1969. Síðustu árin dvaldi Elísabet á Sólvangi. Hana þraut minni og atgjörvi, mál og þrótt en aldrei tapaði hún jafnvægi og æðru- leysi og tók örlögum sínum jafnan með bros á vör. Þannig reyndist hún santferðamönnum vel til hinstu stundar þó að margt væri misst. H.Kr. Sigfús Davíðsson Fæddur 13.2.1903 Dáinn 8.3.1985 1 dag er til moldar borinn afi niinn, Sigfús Davíosson, fyrr- verandi bóndi að Læk í Holta- hreppi, Rangárvallasýslu. Hann var fæddur 13. febrúar 1903 að Kalmannstungu á Hvítársíðu. Foreldrar hans voru Davíð Sig- urðsson og Svanborg Ágústa Vigfúsdóttir. Afi minn var elst- ur fjögurra systkina, en þau sem eftir lifa eru: Sigurbjörg, Þórdís og Sveinbjörn sem öll eru búsett í Keflavík. Ég veit ekki mikið um bernsku afa, en ungur fluttist hann ásamt foreldrum sínum að Stokkseyrarseli í Stokkseyrar- hrepp, þar sem yngri systkini hans fæddust. Innan við ferm- ingu fór hann að Austvaðsholti í Landssveit til sumardvalar en dvöl þessi varð lengri. Svo fór að hann dvaldist þar meira og minna fram yfir tvítugt hjá þeim heiðurshjónum Ólafi og Guð- rúnu sem voru honum svo kær og hann talaði alltaf um með mikilli virðingu. Á þessum árum stundaði hann sjóinn á veturna en var í sveitinni á sumrin. Afi minn og amma hófu sinn búskap í Reykjavík en sveitin heillaði þau alltaf og fluttu þau fljótlega að Læk í Holtahreppi. Þrjú fyrstu æviárin mín dvaldi ég hjá þeim og naut umhyggju þeirra, svo og öll sumur fram yfir fermingu. Ég minnist afa míns sem hjartahlýs og réttláts manns. Hann var sívinnandi og ætlaðist líka til mikils af öllum sem hann umgekkst enda lærðum við börnin sem vorum í kringum hann að vinna. Verk hans bera þess líka glöggt nterki hve harð- duglegur hann var. í tvígang varð hann að byggja upp öil húsin á jörðinni sinni, íbúðar- hús jafnt sem útihús og ekki má gleyma jarðræktinni sern ekki var unnin með stórvirkum vélum fyrstu árin. Afi var auðvitað ekki einn að störfum því amma var ekki síður dugleg og svo börnin þeirra þegar þau fóru að geta hjálpað til. Á heimili afa og ömmu var alltaf margt um manninn enda stóð það ávallt opið öllum þeim sem koma vildu. Afa og ömmu varð sex barna auðið auk þess sem þau ólu upp tvö fósturbörn og eru þau öll á lífi. Með þessum línum kveð ég elskulegan afa minn sern var mér svo kær og ég heföi svo gjarnan viljað fá að njóta sam- vista við lengur. Elsku amma mín á nú um sárt að binda e.n eftir á hún minning- una um góðan mann. Megi góður guð blessa minn- ingu um heilsteyptan mann og veita ömmu minni styrk í sorg- um hennar. Margrét Karlsdóttir Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. Laugardagur 16. mars 1985 11 ■ Hér er Belmondo koniinn í hann krappann. Bjargvætturinn í Hitlersþýskalandi ■ Mestur allra ofurliuga (L’As des as). Frakkland 1982. Leikend- ur: Jean-Paul Belmondo, Marie-France Pisier, Rachid Ferrache, Gúnther Meisner, Benno Sterz- enbach. Hand- ritshöfundur og leikstjóri: Gérard Oury. Einu sinni var leikari, sent hét Jean-Paul Belmondo. Á sín- um yngri árum, þegar hann lék í myndum eftir menn eins og Godard, sýndi hann, að hann var snjall túlkandi. Árin liðu og hann varð friegari og frægari, og eftir því sem frægðin jókst, því sjaldnar reyndi hann að lcika. Nú er svo komið, að Jean- Paul Belmondo, scm enn er í fullu fjöri, gerir eina kvikmynd á ári og í þessum myndum er hann kominn í hörkukapphlaup við sjálfan sig. Myndin í ár verður nefnilega að draga að sér fleiri áhorfendur en myndin í fyrra. Og honum hefur yfirleitt tekist það. í þessum síðustu myndum sínum leikur Belmondo alltaf söntu persónuna, spaugsaman ævintýramann, sem hefur gam- an af slagsmálum og öðru slíku. Hér leikur hann fyrrum orrustu- flugkappa úr heimsstyrjöldinni fyrri og núverandi þjálfara ól- ympíuliðs Frakka í boxi. Sögu- sviðið er Hitlersþýskaland árið 1936, árið sem Jesse Owens pirraði ofurmennin sem mest. Jo Cavalier, eri svo heitir kappinn, lendir fyrir tilviljun í miðju gyðingavandamálinu, ogt ákveður af ævintýraþrá og hjarta- tagæsku að hjálpa litlum dreng að komast undan böðlunum. Það er ekki að sökum að spyrja, að upphefst hin herfileg- asta della, þar sem ýmsar frægar persónur koma við sögu, sjálfur Adolf og systir hans undurfríö. Stundum er þetta þokkalega skemmtilegt, stundum heldur langdregið. Og Belmondo er eins og hann á að sér að vera, syngjandi sæll og glaður. Um leikstjórann Gérard Oury er það að segja, að hann er dæmigerður formúlumaður og kann öll handtök, sem þar eru nauðsynleg. Annað og nieira getur hann ekki. Sumum finnst það kannski nóg. Öðrum ekki. Guðlaugur Bergniundsson. P.S. Ekki verður komist hjá 'því að minnast á það hneyksli, sem sýningareintak myndarinn- ar er. Hér er íslenskum áhorf- endum nefnilega boðið upp á enskt tal, sem eyðileggur gjör- samlega myndina. Vonandi kernur svona nokkuð ekki fyrir aftur. Þetta er móðgun. Notaðir traktorar á vildarkjörum Eigum ýmsar stærðir og gerðir af notuð- um traktorum, sem fást á sérstökum greiðslukjörum. IVI I l < Bildshöfða 8 - Símar 68-66-55 & 68-66-80 Hlyr og litríkur h vetur d Vertu hlýlega klædd í vetur í fallegum og hlýjum hnésokkum eða sokkabuxum frá IpDQC Fjölmargir klæðilegir litir Heildsölubirgðir:

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.