NT - 29.03.1985, Síða 2
Févana nef nd í vanda
Föstudagur 29. mars 1985
Úthlutun listamannalauna 1985 lokið:
■ Úthlutunarnefnd lista-
mannalauna hefur nú lokið
störfum og tilkynni urn úthlutun
fyrir árið 1985 í gær. 89 lista-
menn hljóta laun í efra flokki,
30 þúsund krónur, en 20 í neðra
flokki, en í þeim flokki er
úthlutað 15 þúsund krónum.
Nefndin tók þá ákvörðun nú að
veita aðeins laun í neðra flokki
til listamanna, sem aldrei hafa
hlotið þau áður. Um efra flokk-
inn gildir hins vegar sú hefð að
þeir sem einu sinni hafa fengið
Íaun samkvæmt honum verða
ekki gerðir burtreka þaðan. í
efra flokknum var ekki um
neina fjölgun að ræða, raunar
fækkar þeim um þrjá frá í fyrra.
Tveir eru látnir af þeim sem þá
fengu laun í efra flokki, þeir
Björn Ölafsson og Sverrir Har-
aldsson og einn er fluttur úr
landi og þiggur ekki íslensk
listamannalaun, Manuela Wi-
esler.
Nefnarmenn kvörtuðu sáran
á blaðamannafundi sem haldinn
var í gær yfir því hve litlu fé þeir
hefðu úr að spila. Þeir töldu
rangnefni að tala um laun, frem-
ur væri um viðurkenningu að
ræða. Aðrir sjóðir hefðu tekið
við hlutverki listamannalaun-
anna að nokkru, starfslauna-
sjóðirnir. Hins vegar sinntu þeir
sjóðir ekki eldri listamönnum
sem hafa ávaxtað sitt pund vel,
en eiga e.t.v. ekki aðild að
lífeyrissjóðum.
Listi með nöfnum listamann-
anna verður birtur síðar.
■ Sigurður Helgason stjórnarformaður Flugleiða flytur skýrslu sína á aðalfundi félagsins, sem haldinn
var í Reykjavík í gær. NT.m,nd svemr
Flugleiðir högnuðust um
228 milljónir í fyrra
■ Nefndarmennirnir Halldór Blöndal alþingismaður og Gunnar
Stefánsson dagskrárstjóri útskýra úthlutun listamannalauna.
NT-mynd: Ari.
■ Flugleiðir högnuðust um
228 milljónir króna á síðasta
ári, þar af nam hagnaður vegna
sölu þriggja flugvéla á árinu 172
milljónum. Þetta er annað árið
í röð, sem félagið skilar hagnaði
og hefur afkoma þess ekki verið
Ríkisábyrgð fyrir
Stálfélagið hafnað?
■ Hvcrfandi líkur eru nú, að
sögn Sverris Hermannssonar,
iðnaðarráðherra, á að Stálfélagið
hf. fái ábyrgð ríkissjóðs fyrir láni
til byggingar stálbræðslu í Vatns-
lcysustrandarhreppi. Fjármála-
ráðherra lagði í haust fram frum-
varp um veitingu rikisábyrgðar á
45 milljóna króna láni, sem ætlað
var að fjármagna helming stofn-
kostnaðar stálbræðslunnar, en
frumvarpið hefur að undanförnu
setið fast í fjárhags- og viðskipta-
nefnd efri deildar. Ríkisstjúrnin
fjallaði í gær um ríkisábyrgðina á
fundi sínum, og mun vera að
endurskoða afstöðu sína til
málsins.
„Ég hef ekki trú á að þessi
ríkisábyrgð verði veitt að
óbreyttu," sagði Sverrir Her-
mannsson. „Þessi iðnaður hefur
átt mjög svo undir högg að sækja
undanfarin ár, og kemur þar
margt til, s.s. verð á stáli og
orkuverð. Ég held að útlitið sé
því miður mjög dökkt.“
Ríkisstjórnin tók ekki endan-
lega afstöðu til málsins í gær, en
það verður ennfremur rætt í
þingflokkum stjórnarflokkanna
næstu daga.
Hlutafé Flugleiða í Arnarflugi:
Hugsanlega afskrif-
að aftur á næsta ári
- segir Sigurður Helgason
■ Flugleiðir munu hugsan-
lega afskrifa aftur hlutafjár-
eign sína í Arnarflugi á næsta
ári, eins og gert var í ársbyrj-
un 1984.
Þetta kom fram í máli
Sigurðar Helgasonar stjórn-
arformanns Flugleiða á fundi
með freítamönnum í gær,
þar sem ársskýrsla Flugleiða
fyrir 1984 var kynnt.
Sigurður sagði, að árs-
reikningar Arnarflugs fyrir
síðasta ár lægju ekki fyrir
enn, en taprekstur væri fyrir-
sjáanlegur hjá fyrirtækinu.
Hlutaféð var einmitt afskrif-
að í fyrra vegna neikvæðrar
stöðu Arnarflugs.
Flugleiðir neyttu for-
kaupsréttar síns á hlutabréf-
um í Arnarflugi í fyrra, þegar
hlutafé þess fyrirtækis var
aukið. Flugleiðir keyptu fyrir
18 milljónir króna, og eru
þau bréf nú skráð sem eign í
ársreikningi fyrir 1984. Ein
ástæðan fyrir kaupunum
voru áætlanir, sem gerðu ráð
fyrir batnandi stöðu Arnar-
flugs.
Nýsköpun
íTogo
■ Togo-fararnir eru væntan-
legir aftur heim nú strax eftir
helgi. Hvað þeir Svavar og
Friðrik hafa skrafað vitum við
ekki en þykir dropateljara lík-
legt að staða ríkisstjórnarinnar
hafi komið til tals.
Það væri ekki ónýtt fyrir
Friðrik að geta spásserað sig
inn á landsfund Sjálfstæðis-
manna með nýsköpunarstjórn
í vasanum - væntanlega með
stóla fyrir sig og Þorstein í
pakkanum en sumir segja að
það sé stólaleysi sem hafi kom-
ið kosningaskjálfta sjálfstæðis-
manna af stað.
Hjörtur hefur áhrif
■ Áhrif af brottrekstri Hjart-
ar Pálssonar úr forstjórastöðu
Norræna hússins getur haft
hliðarverkanir hér heima.
Hjörtur mun, samkvæmt
heimildum NT, taka við sínu
gamla starfi hjá Ríkisútvarp-
inu, sem dagskrárstjóri, en
þeir sem ráðnir voru til að
leysa hann af munu síga í sessi.
Þá höfum við heyrt að Ríkis-
útvarpið áformi að senda mann
til Færeyja á laugardag til að
flytja hlustendum þáttarins
Hér og nú fréttir af vettvangi
átakanna.
r)árnámsferdin eml
adiilla. Hundurgen)
arþola beil fulllrúann
w II U»)a<U t KvbJ
r • dJWuaum ..
Nú þegar þeir hafa leyft hundahald í Reykjavík held ég þeir ættu að
banna það til sveita
betri frá árunum 1979-1980,
þegar miklir erfiðleikar voru í
rekstrinum. Hagnaður tveggja
síðustu ára nemur þó aðeins
30% af tapi undanfarinna ára,
reiknuðu á núvirði, en það var
1230 milljónir króna.
Þetta kom m.a. fram í skýrslu
Sigurðar Helgasonar stjórnar-
formanns Flugleiða á aðalfundi
félagsins, sem haldinn var í
Reykjavík í gær.
Sigurður Helgason sagði
meginástæðurnar fyrir batnandi
hag félagsins vera verulega
aukningu í flutningum og öðr-
um umsvifum. Þá voru greiddar
niður langtímaskuldir að nú-
virði yfir 400 milljónir króna, og
vaxtagjöld fyrirtækisins lækk-
uðu um meira en 100 milljónir
króna, miðað við það, sem þau
komust hæst. Einnig jukust af-
köst mikið, en þau eru mæld í
arðbærum farþegakílómetrum á
hvern starfsmann. Aukningin
varð 86% milli áranna 1980 og
1984.
Mikil fjölgun farþega
Farþegum í Norður-Atlants-
hafsfluginu fjölgaði um 20.3% á
síðasta ári og urðu þeir rúmlega
248 þúsund. Sætanýting á N-
Atlantshafsleiðum varð 80.5%,
en var 81.2% árið á undan.
Flugleiðir hófu áætlunarflug
til tveggja nýrra staða í Banda-
ríkjunum í fyrra, Detroit og
Orlando, og er það skýringin á
hluta farþegaaukningarinnar.
Mest varð aukningin hins vegar
í flugi til Baltimore og Chicago.
Meðaltekjur félagsins vegna
hvers farþega voru 2.4% minni
en árið á undan. Heildartekjur
félagsins af farþegaflutningum
yfir Norður-Atlantshafið urðu
þó 6.9% meiri en gert hafði
verið ráð fyrir.
Farþegar í Evrópuflugi Flug-
leiða voru rúmlega 194 þúsund,
sem er 26.5% aukning frá fyrra
ári. Þar sem það var langt
umfram áætlanir, þurfti að bæta
við fjölda aukaferða, einkum til
Norðurlandanna. Sætanýting
var 67%, á móti 59.6% árið á
undan. Heildartekjur af far-
þegaflutningum til Evrópu voru
9.6% meiri en gert hafði verið
ráð fyrir. Meðaltekjur fyrir
hvern farþega, mælt í dollurum,
lækkuðu hins vegar um 9.4%,
og kemur þar til sterk staða
dollars og aukin fjölbreytni í
sérfargjöldum.
Flugleiðir buðu í vor upp á
svonefndan Saga-Class, með
aukinni þjónustu og mæltist sú
nýbreytni vel fyrir.
Minnst aukningin varð í
innanlandsfluginu, eða 7.2%.
Farþegar voru liðlega 217 þús-
und og sætanýting 64.4%.
Áfangastaðir utan Reykjavíkur
í regiulegu áætlunarflugi voru
tíu.
Engar nýjar flugvélar
Flugleiðir festu kaup á tveim-
ur DC-8-63 farþegaþotum í
fyrra og í byrjun þessa árs var
ákveðið að festa kaup á þeirri
þriðju. Allar þessar vélar verða
búnar hljóðdeyfum síðar á árinu
til að fullnægja kröfum banda-
rískra flugmálayfirvalda um
hávaðatakmarkanir. Þar með
hefur verið mörkuð stefna um
næstu framtíð um notkun flug-
véla á Norður-Atlantshafsleið-
inni. Það kom fram í máli
Sigurðar Helgasonar, að flug-
vélartegund þessi hentar mjög
vel þeim aðstæðum, sem ríkja á
Norður-Atlantshafsmörkuðun-
um. Hann sagði einnig, að það
yrði engu að síður eitt af megin
verkefnum stjórnar félagsins að
gera framtíðaráætlanir um
endurnýjun flugflotans.
í máli Leifs Magnússonar
framkvæmdastjóra stjórnunar-
sviðs kom fram, að erfitt væri
nú að réttlæta kaup á sparneytn-
ari flugvélum, þar sem fjár-
magnskostnaður, sem þeim
fylgdi, mundi vega mun þyngra
en þeir kostnaðarþættir, sem
spöruðust. Nefndi hann sem
dæmi, að þegar sparneytnari
flugvélar voru á hönnunarstigi
fyrir 10 árum, hefði verið búist
við, að verð á hverju galloni af
eldsneyti yrði í ár 1.5$ og vextir
yrðu aðeins 6%. Eldsneytisverð
væri hins vegar 90 sent fyrir
hvert gallon og vextir væru um
12%.
Utlitið bjart
Sigurður Helgason gerði
hlutafjáreign ríkisins í Flugleið-
um að umtalsefni og sagði, að
það mat, sem ríkið hefði látið
gera á hlutabréfunum væri
óraunsætt. Sagðihann,aðmatið
hefði raunverulega ekki verið
framkvæmt á hlutabréfum í
Flugleiðum, heldur hefði það
verið mat á eignum félagsins.
Hann sagði, að það væri um 310
milljónum króna hærra en
fasteignamat. Stærri eignirseld-
ust aftur á móti á verði, sem
væri nærri fasteignamatinu og
því væri hér um ofmat að ræða.
Sagðist Sigurður ekki sannfærð-
ur um, að þetta væri rétt mat á
hlutabréfum. Hann sagði það
persónulega skoðun sína, að
hlutabréf ríkisins í Flugleiðum
ætti að selja hluthöfum og/eða
starfsmönnum, eða hvoru-
tveggja, og sagðist hann vænta
þess, að hægt yrði að hefja
samningaumleitanir við fjár-
málaráðuneytið um það.
Áætlanir Flugleiða fyrir árið
1985 gera ráð fyrir aukningu
farþega á öllum áætlunarleiðum
félagsins. í Norður-Atlants-
hafsfluginu er gert ráð fyrir
12% aukningu, 8-9% í Evrópu-
fluginu og 5-6% í innanlands-
fluginu. Áætlanir þessar hafa
staðist vel það, sem af er ársins
og var aukningin rúmlega 20%
á öllum flugleiðum fyrstu tvo og
hálfan mánuðinn.