NT

Ulloq

NT - 29.03.1985, Qupperneq 3

NT - 29.03.1985, Qupperneq 3
Tillögur og fyrirspurn- ir á Alþingi Kostnaður vegna stóriðjunefndar Geir Gunnarsson spyr iðnaðarráðherra um kostnað vegna samninga- nefndar um stóriðju og vegna stóriðjunefndar og vill vita heildarkostnað vegna hvorrar nefndar, sundurliðun eftir árum 1983 og 1984, sundurliðun eftir verkefnum, þóknun til einstakra ráðunauta, ferðkostnað og annan kostnað. Oskað er skrif- legs svars. Réttarstaða heima- vinnandi fóiks Maríanna Friðjónsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þar sem lagt er til að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að skipa sjö manna nefnd sem hafi það verkefni að meta þjóð- hagslegt gildi heimilisstarfa og gera úttekt á hvernig félagslegum réttindum og mati á heimilisstörfum er háttað samanborið við önn- ur störf í þjóðfélaginu. Er lagt til að niðurstöður og tillögur til úrbóta skuli liggja fyrir Alþingi eigi síðar en 1. janúar 1985. Auglýsingatekjur af Ríkisútvarpi Maríanna Friðjónsdóttir hefur flutt tillögu til þings- ályktunar um að fella niður söluskatt af aug- lýsingatekjum Ríkisútvarps- ins og verði fjármálaráð- herra falið það verkefni. I greinargerð er bent á að á síðasta ári hafi Ríkisútvarp- ið greitt 46,6 milljónir í söluskatt á meðan dagblöðin og flest tímarit hefðu verið undanþegin söluskatti. Er bent á að ýmis blöð, sem vart teljast menningarleg eða fræðandi, séu undan- skilin söluskatti. Atvinnumál á Norðurlandi eystra Kolbrún Jónsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um atvinnu- mál á Norðurlandi eystra þar sem skorað er á ríkis- stjórnina að láta vinna nú þegar tillögur til úrbóta í atvinnumálum þar sem tekið verði á eftirfarandi atriðum: Leiðum til úrbóta á þessu ári svo komist verði hjá frek- ari brottflutningi fólks og atvinnuleysi á svæðinu, markmiðum sem stefna beri að í náinni framtíð í sam- vinnu við atvinnumála- nefndir í kjördæminu, fjár- mögnun í þeim tilgangi að efla atvinnulífið með því að stofna þróunarsjóð sem hlíti stjórn heimamanna og upp- byggingu iðnaðar þar sem fyrirtækjum gefst kostur á atvinnuhúsnæði til leigu. Vélstjóranám Skúli Alexandersson spyr menntamálaráðherra hve margir nemendur hafi verið innritaðir á 1., 2., 3., og 4. stig til vélstjóranáms á árun- um 1976-1985 og hve margir hafi lokið námi á hverju stigi á þeim tíma. Þá er og spurt hversu margir nemendur hafi farið í nám í vélgæslu á sama tíma og lokið því. Er óskað eftir sundurliðuðum svörum eftir skólum. Sýningar í Þjóðleikhúsinu Karvel Pálmason spyr menntamálaráðherra um hversu margar sýningar á vegum Þjóðleikhússins hafi verið á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi á sl. 5 árumoghversumargir leikarar eða leikstjórar hafi verið látnir leikfélögum úti á landi í té á sama tíma. Föstudagur 29. mars 1985 3 Skemmtiþættir ffyrir sjónvarpið boðnir út? ■ Lista- og skemmtideild sjónvarpsins vinnur nú að könn- un á kostnaði vegna útboðs á sex 30 minútna þáttum með léttu efni. Tillaga Jóns Þórarinssonar þess efnis var samþykkt í út- varpsráði 9. mars sl. Forsendur hennar munu vera þær að talið er að stúdíó sjónvarpsins anni ekki þeim verkefnum sem stofn- unin hefur fé til að láta vinna. „Þetta er áhugavert mál og mjög í þeim anda sem ég hef viljað vinna eftir og lagt til í hvert sinn sem ég hef lagt fram árs áætlanir í útvarpsráði, þ.e. að það sé boðið út efni ef til eru peningar fyrir meiru en það starfsfólk, sem hér er ráðið kemst yfir,“ sagði Hinrik Bjarnason yfirmaður Lista- og skemmtideildar í samtali við NT í gær. Hann sagði reyndar ekki ljóst hvort svo væri nú, við því hefðu ekki fengist hrein svör. En hann liti svo á að hér væri um að ræða verkefni, sem ekki væri unnt að vinna innan sjónvarps- ins enda teldi hann óeðlilegt að bjóða út verk sem hægt væri að láta fastráðið starfsfólk sjón- varpsins vinna. „Ég tel það skyldu mína í starfi að sjá til þess að undir- menn mínir hjá stofnuninni hafi næg verkefni, en jafnframt að ef fé er fyrir hendi til þess að láta vinna meira en það þá verði það boðið út. Við færum ekki fé á milli ára,“ sagði Hinrik Bjarna- son. „Ég get ekki svarað því, út- varpsráð er yfirstjórn dagskrár- stefnunar hér og það er þess að ráðstafa dagskrárfé," sagði Hörður Vilhjálmsson fjármála- stjóri aðspurður um málið. ■ Þorbjörn Karlsson prófessor, formaður Fulbright stofnunarinnar á íslandi veitir viðtöku íslandskortinu sem Sólrún B. Jensdóttir afhenti fyrir hönd menntamálaráðherra. Milli þeirra á myndinni eru f.v. Robert Breman framkvæmdastjóri og Dan Simpson frá bandaríska sendiráðinu. NT-mynd: Sverrir. Fulbright stofnunin í nýju húsnæði ■ Fulbright stofnunin hefur tekið til starfa í nýju húsnæði að Garðastræti 16 í Reykjavík, en áður var stofnunin til húsa 'a Neshaga í húsnæði Menningar- stofnunar Bandaríkjanna. Að sögn Wincie Jóhannsdóttur starfsmanns stofnunarinnar rýmkast mjög um hana við hús- næðisskiptin. Starfsemi Fulbright stofnun- arinnar er tvíþætt, hún veitir íslenskum námsmönnum styrki til náms og rannsókna í Banda- ríkjunum og Bandaríkjamönn- um sömu fyrirgreiðslu hérlend- is. Ennfremur veitir hún upplýs- ingar um nám og einstaka há- skóla í Bandaríkjunum og veitir ráðgjöf þar að lútandi. Skrif- stofan er opin alla virka daga kl. 12-16 og á fimmtudögum til kl. 19. Blaðamönnum var boðið að skoða hið nýja húsnæði þegar það var tekið í notkun. Við það tækifæri afhenti Sólrún B. Jens- dóttir skrifstofustjóri í mennta- málaráðuneytinu stofnuninni íslandskort að gjöf fyrir hönd Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra. Akureyri: Fulltrúi ís- lands í kyn- skiptingu - á vinnumarkaði i samnorrænu verkefni Fra freftarítara NT á Akureyri HÍÁ: ■ Akureyri hefur verið valin sem fulltrúi íslands í samnorrænu verkefni um kynskiptingu á vinnumark- aði, og hefur bæjarráð Ak. lýst sig samþykkt þátttök- unni. í skýrslu jafnréttisnefndar á Akureyri kemur fram að félagsmálaráðuneytið og Jafnréttisráð íslands hafa valið höfuðstað Norður- lands til þátttöku í verkefn- inu, sakir fjölbreytts at- vinnulífs og öflugs skóla- starfs. Norræna ráðherra- nefndin mun kosta verkefn- ið að verulegum hluta, þó er gert ráð fyrir að félagsmála- ráðuneytið og viðkomandi bæjarfélag standi straum af kostnaði innanlands. Hlutur bæjarfélagsins yrði að leggja til aðstöðu fyrir innlendan verkefnisstjóra og skrif- stofuaðstoð. Jafnréttisnefnd Akureyr- ar mælir eindregið með því að þessu boði verði tekið. Nefndin telur þetta mikil- vægan lið í norrænu sam- starfi og hafi auk þess mikið kynningar- og auglýsingar- gildi fyrir Akureyri, þar eð þau fimm norrænu bæjarfé- lög sem þátt taka í verkefn- inu verða mikið í sviðsljós- inu næstu 4-5 árin. Bent er á að" könnunin „Vinnumar- kaðurinn á Akureyri og at- vinnuþátttaka kvenna", nýt- ist vel í þessu verkefni og auðveldi á margan hátt skip- ulagsvinnu þess og framkvæmd. Hjálparsveit skáta á Fjöll- um stofnuð ■ Stofnuð hefur verðið Hjálp- arsveit skáta á Fjöllum, H.S.F. Heimili hennar og varnarþing er á Grímsstöðum í Fjallahreppi í N-Þingeyjarsýslu. Tilgangur með stofnun sveitarinnar er að stunda almenna björgunar-, leitar- og hjálparstarfsemi, þeg- ar verðmæti eða mannslíf eru í hættu. Hjálparsveitin á Fjöllum er sú átjánda sem gengur til liðs við Landssamband hjálpar- sveita skáta, og jafnframt sú afskekktasta. 1 fréttatilkynn- ingu frá Landssambandinu segir að starfsvæði sveitarinnar sé stórt og oft og tíðum erfitt yfirferðar. Nær allir verkfærír karlmenn í hreppnum,: þar sern eru 25 manns, taka þátt í störfum sveit- arinnar. Formaður er Sigurður Axel Benediktsson, bóndi á Grímsstöðum. Áttatíu og fimm ára gamall bóndi í Mývatnssveit: Leggur f ram 100 þúsund til kaupa á Kolbeinsey - Ekki nema árs eftirlaun sem ég gaf, segir Jón Sigtryggsson Hagstofa íslands: Strikar menn út af tölvu- listum ■ Hagstofa fslands vekur athygli á því að þeir einstaklingar sem óska eftir að nöfn þeirra verði af- máð úr skrám sem Hagstofan færir og kann að verða beitt til þess að senda út dreifibréf, happdrættis- miða og annað efni af svipuðu tagi, geta snúið sér til Hagstofunnar með beiðni þarað lútandi. Samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 13. gr. laga nr. 63/1981 um kerfis- bundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni er skylt að verða við óskum manna um að nöfn þeirra séu máð af skrám sem notaðar eru til útsendingar dreifibréfa, tilkynninga, auglýs- ■ „Þetta eru nú ekki nema eins árs eftirlaunin mín sem ég gaf. Það tapa margir atvinn- unni ef Kolbeinsey verður seld burt, margar konur vinna við að verka aflann sem togarinn færir að landi en hafa enga vinnu ef hann fer,“ sagði Jón Sigtryggsson, áttatíu og fímm ára bóndi á Syðri-Neslöndum Mývatnssveit, en hann hefur tilkynnt bæjaryfírvöldum á Húsavík að hann hyggist leggja fram 100 þúsund krónur sem hlutafjárframlag vegna þeirra aðgerða sem bæjaryfirvöld muni beita sér fyrir til þess að eignast skipið þegar til upp- boðs kemur. Jón kvaðst vona að fleiri gerðu slíkt hið sama og sam- einuðust um að leggja sitt af mörkum til þess að ekki þyrfti að koma til þess að togarinn yrði seldur burt á uppboði. Það þarf mikið til að greiða úr þessum vanda en með góðum vilja er mikið hægt að gera. Bjarni Aðalsteinsson, bæjarstjóri á Húsavík, sagði að ekki væri enn búið að setja viðmiðunarverð á skipið þann- ig að erfitt væri að segja til um hvaða upphæðir væri um að ræða. Umræður við ýmsa aðila á Húsavík um mögulegar að- gerðir í málinu verða sennilega á næstu dögum og einnig verð- ur bráðlega rætt við stjórnvöld og fulltrúa Fiskveiðisjóðs.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.