NT - 29.03.1985, Síða 4

NT - 29.03.1985, Síða 4
Föstudagur 29. mars 1985 4 Fréttir Arangurslaus leit þrjú hundruð manna að skipverjum Bervíkur SH: „Það verður aldrei fullleitað“ ■ Brotist yfir fjörugrjótið. Á meðan lemst sjórinn í heljartökum, kaldur og ógnvænlegur. NT-mynd: Ámi Bjarna. Slær óhug á mann - segir Árni Kristinsson skipstjóri sem sá Bervík skömmu fyrir slysið ■ „Alveg furðulegt að svona eigi sér stað við ekki verri aðstæður. Maður hefði talið að ejtthvað hafi gefið sig en getur ekkert fullyrt um það,“ sagði Árni Kristinsson skipstjóri á Svaninum, en hann og fáeinir aðrir stóðu í húsi vigtarmanna á bryggjunni á Rifi og horfðu á Bervíkina nokkrum mínútum áður en hún hvarf í sæ. Enginn sá þegar bátnum hvolfdi. NT hitti Árna Kristinsson niðri í lúkar á Svaninum í gærdag þar sem hann og aðrir skipverjar ræddu atburðina yfir kaffibolla. „Óneitanlega slær óhug á mann þegar það gerist rétt við bæjardyrnar að kunningj- ar manns fara svona,“ sagði Árni og félagar hans tóku í sama streng. „Ég horfði á hann svolitla stund og mér fannst ekkert athugavert við þetta. Við höfðum verið að landa og ég fór svo upp á vigt. Það var látlaust rennerí af smábátum hérna. Pað að enginn sér þetta lýsir því að engum hefur þótt neitt athugavert við bátinn,“ sagði Árni ennfrem- ur. Bátur Árna, Svanurinn, er einn margra norðanbáta sem gerir út frá Snæfellsnesinu og sagði Árni að þetta væri 10. vetrarvertíð hans á þessum slóðum en sjálfur er hann Hríseyingur. ■ Tíunda vetrarvertíðin héðan. Árni Kristinsson frá Hrísey. NT-mjnd: Árni Bjarna. ■ Yfir þrjú hundruð manns tóku þátt í leitinni í gær að skipvcrjum Bervíkur frá Ólafs- vík sem saknað hefur verið síðan í fyrrinótt, og verður leit haldið áfram í dag. Hvasst var í veðri í gærdag, bræla á mið- um og brunagaddur sem tor- veldaði leit því hálka var mikil á grjóti í fjörunni þar sem leitað var. „Það verður aldrei,“ svaraði Gunnar Hauksson aðspurður hvenær hann teldi að það yrði fullleitað í hafnargarðinum, þegar NT hitti hann að máli þar á vettvangi í gærdag. Mikið stórgrýti er í garðinum og liggja víða göng og gjótur milli þeirra og langt inn í garðinn. Er ekki loku fyrir það skotið að sum göngin nái alla leið í gegn. „Þetta er í fimmta eða sjötta sinn sem við förum yfir þetta en hér eru allsstaðar holur sem hægt er skríða inní og mikið þarf að leita,“ sagði Gunnar ennfremur. Tugir manna voru við leit á hafnargörðunum tveimur og var þar gengið milli allra steina og reynt að líta ofan í allar gjótur. Allt bendir til þess að Bervík hafi hvolft mjög skyndilega aðeins fjögur til fimmhundruð metrum frá nyrðri enda hafn- argarðsins á Rifi og slysið orðið svo skyndilega að enginn hafi náð að senda út neyðarkall eða komast í björgunarbát. Á þessum stað fann áhöfn Hugborgar frá Ólafsvík gúm- björgunarbát Bervíkur. Hann var mannlaus og virðist enginn hafa komið í hann en báturinn var bundinn við eitthvað á hafsbotni sem talið er að sé flak skipsins. Ekki var hægt að kafa þar niður í gærdag vegna hvassviðris en dýpt sjávar á þessum stað er innan við 20 metrar samkvæmt mælingu varðskips. Það litla sem rekið hefur í land frá Bervíkinni er lestar- hlerar og svokallaðar uppstill- ingar af dekki. Hættuleg röst Hvað valdið hefur slysinu er ekki vitað en í samtali við NT nefndi Leifur Jónsson leitar- stjóri og formaður slysavarna- félagsdeildarinnar á Hellis- sandi að lestarstíur gætu hafa bilað þannig að aflinn hafi runnið ið til í lest og jafnvægi bátsins raskast. Brotsjór gekk svo þarna yfir, enda niu vindstig. í samtali við NT sagði Stein- ar J. Lúðvíksson sem hvað gerst þekkir sögu sjóslysa í landinu að einmitt á þessum stað sé röst í sjónum sem mikið brjóti á og geti brotið í logni. Þarna hafi tveir vélbátar farist á öldinni, Dagmar 1940 og Sunnlendingur 1903. Vont var í sjó á miðviku- dagskvöldið og lenti að minnsta kosti einn annar smá- bátur í Breiðafirðinum í brotsjó en komst klakklaust til hafnar. Einn 27 tonna bátur sem gerir út frá Ólafsvík, Siggi Bjarna NK, beið í vari drekk- hlaðinn sunnan jökuls alla nóttina og komst svo til hafnar í fylgd með varðskipi um há- degisbilið í gær. Mátti veiða 8 tonn Bervíkin hélt til veiða á mið- vikudagsmorgun en fékk þau skilaboð rétt síðar að fisk- vinnslan gæti ekki tekið við meiri afla þar eð einstaklega

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.