NT - 29.03.1985, Síða 5

NT - 29.03.1985, Síða 5
Ómar Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri á Hcllissandi með brak sem rekið hefur. NT-mynd: Ámi Bjurna. mikið hefði borist í land daginn áður. Sneri hún þá ásamt fleiri smábátum til hafnar en áður en heim kom var aftur kallað til skipverja og þeim sagt að frystihús á Rifi gæti tekið við 8 ■ Leifur Jónsson, formaður Slysavarnardeildarinnar á Hellis- sandi og stjórnandi leitarinnar í gær ásamt Adolf Steinssyni, lögregluvarðstjóra á Ólafsvík, í stjórnstöð Slysavarnarfélagsins. NT-mynd: Árni Bjarna, tonnum frá þeim og hélt bátur- inn þá út aftur. „Þau voru dýr þessi 8 tonn,“ sagði einn leitarmanna og sjó- maður á trillu dapur í bragði þegar NT ræddi við hann og fleiri á hafnargarðinum í Rifi í gærdag. Þegar NT innti hann eftir hvort þetta yrði til þess að menn hyrfu frá því að fara á sjó á litlum bátum töldu fæstir að svo myndi verða. „Þetta erþað sem hefur alltaf verið að gerast allar aldir og heldur áfram að gerast. Á sjó í dag og uppi á fjöllum á morgun, það veit enginn slíkt fyrirfram. Þetta er lífsbaráttan.“ „Hann fór rólega“ Það hefur væntanlega verið Hringur Hjörleifsson, fram- kvæmdastjóri fiskiðjunnar Búrfells, sem síðastur manna í landi sá til Bervíkur heiman að í stofu hjá sér í Rifi. Hann tók eftir bátnum tíu mínútum eða korteri fyrir átta og segir svo frá í samtali við NT að hann hafi fylgst með bátnum þar til klukkuna vantaði nokkrar mínútur í átta. „Hann fór auðsjáanlega ró- lega og ég gat ekki séð að það væri neitt að,“ sagði Hringur, en það var fiskiðja hans sem ætlaði að kaupa fiskinn af Ber- víkinni og er talið að hún hafi verið með þau átta tonn sem um var talað og ekki meira. Aflanum átti að landa í Ólafs- vík og flytja með bíl yfir á Rif. Hringur fylgdist því aðeins með bátnum að þarna var á ferðinni afli sem hann ætlaði að taka á móti. Á sama tíma og Hringur fylgdist með Bervíkinni hafði ■ Hér verður aldrei fullleitað. Gunnar Hauksson, einn ieitarmanna. NT-mynd: Ami Bjama. skipstjóri hennar samband við höfnina í Ólafsvík og tilkynnti að sér myndi seinka en til- greindi ekki hversu mikið Hvað þá hefur verið að er ekki vitað en vont var í sjó þannig að báturinn fór hægt yfir. „Ég þurfti svo að fara niður í frystihús klukkan svona fjór- ar mínútur í átta,“ sagði Hringur. 25 mínútum yfir átta hringdi Hringur svo í höfnina á Ólafsvík og var þá sagt að Bervíkin væri ekki komin. Hann vakti þá athygli á því að hann hafði séð hana um átta- leytið en var sagt að hún hefði tilkynnt seinkun. „Mér fannst þetta þá alveg standast áætlun og ekkert athugavert þó henni seinkaði um 10 til 15 mínútur. Hún hefði átt að vera komin korter til tuttugu mínútum yfir átta til hafnar,“ sagði Hringur. Það var svo laust upp úr hálf níu að Hugborgin sigldi fram á gúmbjörgunarbátinn sem skot- ist hefur upp fyrir sjálfvirkan sleppibúnað. Þá vissu skipverj- ar á henni ekkert úr hvaða bát björgunarbáturinn væri en sáu að hann var mannlaus og sló óhug á áhöfnina. Haft var samband við Ólafsvíkurhöfn og fengust þar þær upplýsingar að Bervíkin hefði enn ekki skilað sér til hafnar. Stundu síðar hófst leit Það var svo svolítilli stund síðar, eða laust upp úr klukkan níu að haft var samband við Slysavarnarfélagsdeildirnar Sæbjörg í Ólafsvík og Björg á Hellissandi og hófst þegar leit. Fram á þriðja tímann aðfararnótt fimmtudagsins leituðu á þriðja tug báta úr báðum plássum á sjó og gátu þeir með dýptarmælum sínum numið að báturinn væri að öllum líkindum á hafsbotni þar sem björgunarbáturinn fannst. Samtímis þessu voru á ann- að hundrað manns að leita í fjörum á svæðinu allt frá Brimnesi og að Ólafsvíkurenni eða um 7 kílómetra strand- lengju. Leitarskilyrði voru afar slæm. í gærmorgun leituðu sveitirnar svo einungis af landi en þyrla Landhelgisgæslunnar sveimaði yfir svæðinu í þrjá tíma fyrir hádegi en sá ekkert. Gott skyggni var en leitarskil- yrði að öðru leyti slæm áfram. Síðdegis í gær bættust við leitarmenn frá Slysavarnar- félagsdeildum í Grundarfirði og Hólmarar koma til leitar í dag. Bervíkin SH-43 var 36 tonna eikarbátur smíðuð á ísafirði 1954. Aflaskip og veiddi á snurvoð. Föstudagur 29. mars 1985 5 Flokkur mannsins stefnir í stjórn Lagdi fram lista á deildarfundi í gær ■ Flokkur mannsins hefur undanfarna daga gengið í hús á Akureyri, og tekið gangandi vegfarendur tali. Með þessum samtölum hafa flokksmeðlim- irnir verið að kynna skoðanir sína á hvernig mætti bæta starf- semi Akureyrardeildar KEA. Á deildarfundi Akureyrardeild- arinnar sem haldinn var í gær, voru lagðir fram tveir listar. Listi stjórnar og listi frá Flokki mannsins. Á fundinum í gær- kvöldi voru kjörnir 120 fulltrúar sem sitja síðan aðalfund, en á honum er stjórn Akureyrar- deildarinnar kjörin . „Mikið af fólki hefur hringt í mig og kvartað undan ágengni og starfsaðferðum hjá þeim sem leggja fram mótframboðið. Við í stjórninni leituðum eftir samkomulagi um einn lista sem allir gætu sætt sig við, en því var ekki svarað. Ég er ekki á móti því að rætt sé um samvinnuhreyf- inguna, og öll gagnrýni á hana er vel þegin, en ég leyfi mér að efast um að þessar starfsaðferðir séu þær réttu,“ sagði Þóroddur Jóhannsson formaður Akureyr- ardeildar KEA í samtali við NT í gærkvöld. Ryk: Slökkvilið kallað til ■ Norðanrok í höfuð- borginni orsakaði tals- verðar annir hjá Slökkvi- liði Reykjavíkur í gærkvöld. Ástæðan var sú að rokið bar með sér ryk sem gerði eldvarnarkerfi virk. Meðal annars var slökkviiiðið kallað að Al- þingishúsinu og í verslun- ina Hagkaup. Að sögn slökkviliðsmanna er það viss gæðastimpill fyrir eld- varnarkerfin, að þau skuli vera svona næm að ryk setji þau í gang. Nýir vatnsmælar fyrir Hitaveitu Akureyrar: Tilboði upp á 2.7 m. tekið - kostnaðaráætlun var 1.7 m. ■ Stjórn Hitaveitu Akureyrar samþykkti á fundi sínum á mið- vikudag að fela Wilhelm V. Steindórssyni hitaveitustjóra að ganga til samninga við Harald Helgason pípulagningameistara um breytingar á hemlagrindum og uppsetningi á rúmmetramæl- um í öllum bænum, alls tæplega 3 þúsund inntök. Helgi Haralds- son átti lægst þriggja tilboða í verkið og hljóðaði það upp á tæplega 2.7 milljónir króna. Wilhelm V. Steindórsson hafði hins vegar lagt til á sama fundi, að öllum tilboðunum yrði hafnað, þar sem þau voru langt yfir kostnaðaráætlun Hitaveit- unnar, sem hljóðaði upp á rúm- lega 1.7 milljónir. Endurskoðuð áætlun Hitaveitunnar hljóðaði aftur á móti upp á 2.3 milljónir. Hæsta tilboðið var upp á 4.8 milljónir og miðboðið var upp á tæpar 3 milijónir. Wilhelm sagði í samtali við NT, að hann hefði lagt til að leitað yrði samninga á frjálsum grunni við verktaka um gagn- kvæmt hagkvæman samning, sem tryggði öruggan framgang verksins. Hann sagði, að sam- kvæmt útreikningum sínum ætti að vera hægt að framkvæma verkið fyrir 1.5 milljónir króna með því að ráða pípulagninga- menn til Hitaveitunnar á þeim kjörum, sem byðust á markað- inum. Verk þetta er liður í að koma á breyttu sölufyrirkomulagi hjá Hitaveitunni. Verkið skal hefj- ast eigi síðar en 15. apríl og því skal lokið 31. maí. Félagsstofnun: Dansiball hjá hagsmunafélagi ■ Hagsmunafélag Garð- búa við Háskóla íslands gengst fyrir dansleik í Fé- lagsstofnun Stúdenta í kvöld. Gleðin hefst kl. 22.00 og stendur til kl. 03.00. Tónlistin verður í hönd- unt hljómsveitarinnar Grafík og einnig koma þau Jakob Magnússon og Ragnhildur Gísladóttir ásamt hljómsveit. Borgarfjörður: Þrír sluppu ómeiddir úr bíl- veltu - en bíllinn eyðilagðist Frá Magnúsi Magnússyni, fréttarítara NT í Rorgarfirði: ■ Fólksbíll af Subarugerð valt út af veginum skammt frá Sturlu-Reykjum í Reykholtsdal skömmu eftir hádegið í gær. Þrír ungir menn voru í bílnum og sluppu þeir ómeiddir en bílstjórinn, piltur um tvítugt, fékk vægt taugaáfall. Slysið bar að með þeim hætti að bíllinn var að koma úr lúmskri beygju sem þarna er og missti bílstjórinn vald á honum með þeim afleiðingum að hann endastakkst og lenti á hvolfi út í skurð. Bíllinn er mikið skemmdur ef ekki ónýtur.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.