NT - 29.03.1985, Blaðsíða 7
Stefán Guðmundsson alþingismaður:
Er það byggðastefnan
sem vandanum veldur?
■ Jón Baldvin Hannibalsson
form. Alþýöuflokksins kallar
þann áratug sem Framsóknar-
flokkurinn hefur verið í ríkis-
stjórn „áratug hinna glötuðu
tækifæra“. Offjárfesting í sjáv-
arútvegi og brjáluð byggða-
stefna, allt Framsókn að
kenna. Petta er sá söngur, sem
ákveðin öfl í þjóðfélaginu hafa
kyrjað nú um skeið. Hæst
hefur hér látið í Alþýðuflokkn-
um og Bandalagi jafnaðar-
manna, en því er þó ekki að
neita að dygga stuðningsmenn
hafa þeir átt í öðrum flokkum.
Framsóknarmenn hafa sem
fyrr staðið vörð um þá byggð,
sem fyrir er í landinu og eflt
þær hefðbundnu atvinnugrein-
ar, sem fætt og klætt hafa
þjóðina um aldir, jafn-
framt því sem þeir hafa stutt
að uppbyggingu nýrra greina.
Eitt af því fáa sem menn eru
__ sammála um, er að erlendar
skuldir séu orðnar of miklar.
Sjávarútvegurinn er ekki sá
sökudólgur sem menn hafa
viljað vera láta í þessum
efnum. Pað er mikill misskiln-
ingur, eða vísvitandi sett fram
til að blekkja. Við athugun
kemur í ljós, að sjávarútvegur-
inn aflar um 70-75% gjaldeyr-
istekna þjóðarbúsins en hlutur
hans í erlendum skuldum er
ekki nema um 16%. Hins veg-
ar er hlutur orkumála yfir
50%.
Hverjir hafa eytt og hverjir
aflað?
Hverjir samþykktu
innflutning togaranna?
Því hefur verið haldið fram
að of stór togarafloti væri fram-
sóknarmönnum að kenna.
Steingrímur Hermannsson
hafi sem sjávarútvegsráðherra
eftir forfeður okkar heldur
höfum við það að láni frá
börnum okkar.
Nýir herrar-nýir siðir
Sú margumtalaða upplýs-
ingabylting og tækniþróun
krefst nýrra siða. Fyrir ungt
fólk sem kemur á vinnumarkað
á næstu áratugum, verður
mikilvægast að vera „tölvulæs“
og hafa skilning til að bera á
þessari tækni sem ætlast verður
til að viðkomandi beiti.
Slík þekking og skilningur
kemur ekki af sjálfu sér.
Hér kemur til kasta mennta-
kerfisins, og standi það ekki
sína pligt þá gera það aðrir -
einkafyrirtæki og prívatskólar
og missir þannig hið opinbera
vald á menntakerfinu og frum-
kvæði í skólamálum.
En menntamálayfirvöld eru
í úlfakreppu. Þeir kennarar
sem eru hvað mikilvægastir í
þessari tækniþróun, eru einnig
þeir menn sem eru hvað eftir-
sóttastir á vinnumarkaðnum
og oft vel yfirborgaðir, eða
unnið þar hið versta verk með
innflutningi togara.
Nú vill svo til að frá árinu
1970 hafa allir flokkar farið
með sjávarútvegsmál, vissu-
lega í mislangan tíma. Ef
skoðaður er sá tími sem hver
flokkur hefur farið með völdin
í sjávarútvegsráðuneytinu
kemur í ljós, miðað við valda-
tíma og innflutning skipa, að
sá sem flest leyfi hefur veitt til
innflutnings skipa er Alþýðu-
bandalagið. { öðru sæti er sá,
sem nánast hefur viljað telja
sig sem hreina mey í þessum
efnum, Alþýðuflokkurinn. í
þriðja sæti er Sjálfstæðisflokk-
urinn. í fjórða sæti kemur svo
Framsóknarflokkurinn með
langfærstu skipin.
Það er með ólíkindum hvað
tekist hefur að blekkja í þessu
máli.
Ávöxtur erfiðisins
Fróðlegt er að athuga hvað
varð um þessi skip og hvernig
til tókst, skoða þá „brjáluðu
byggðastefnu", sem þessir á-
róðurskóngar og falsspámenn
eru að tala um.
Það er ekki óeðlilegt í þeirri
athugun að skoða einn stað í
hverju kjördæmi landsins utan
Faxaflóasvæðisins, staði sem
notið hafa byggðastefnunnar,
og athuga hvað fólkið er að
starfa á þessum stöðum.
Vöruútflutningur á landinu
öllu mun vera um 78.000 kr. á
mánn.
í Ólafsvík er vöruútflutningur
á mann um 270.000 kr.
í Bolungarvík er vöruútflutn-
ingur á mann um 200.000 kr.
Á Skagaströnd er vöruútflutn-
ingur á mann um 305.000 kr.
Á Þórshöfn er vöruútflutning-
ur á mann um 220.000 kr.
í Neskaupstað er vöruútflutn-
ingur á mann um 205.000 kr.
í Þorlákshöfn er vöruútflutn-
ingur á mann um 275.000 kr.
Það má sjá það hér, hvað
það fólk sem dreifbýlið byggir
starfar. Á mönnum virkilega
.að líðast með lævísum áróðri
raungreina- og tölvufræði-
kennarar.
Það hefur komið í Ijós að
ríkisvaldið treystir sér ekki til
að keppa við hinn frjálsa mark-
að hvað laun varðar, sérstak-
lega ekki á tímum spennu og
útþenslu eins og nú ríður yfir.
Þetta hlýtur að vera pólitísk
ákvörðun stjórnvalda hvers
tíma. Það getur ekki verið
náttúrulögmál að opinber
þjónusta verði ævinlega að láta
í minni pokann í átökum við
hinn frjálsa markað.
Hitt er annað hvort menn
vilja elta allar sveiflur markað-
arins eða bæta opinberum
starfsmönnum launamismun
með öðrum hætti.
Svo bregdast krosstré...
Án þess að taka afstöðu til
kjaramála kennara, þá verður
að fordæma þá truflun sem
varð á öllu skólastarfi fram-
haldsskólanna í mánuðinum.
Deiluaðilar, kennarar og ríkis-
valdið, verða að vinna því
öllum árum að ekki komi til
uppsagna né dulbúinna verk-
falla - annars verða orðin fögru
um glæsta tækniframtíð tóm
og tónarnir skrækir.
Þá má einnig benda á hversu
menntakerfið er úr tengslum
að koma því inn hjá stórum
hluta þjóðarinnar að þetta
fólk, sem að framleiðslunni
starfar, sé eitthvert sérstakt
vandamál og jafnvel byrði á
þjóðinni? Slík vanþekking á
högum þjóðarinnar er forkast-
anleg og þeim er smyrja áróð-
ursvélarnar til skammar.
Á hverju lifir þjóðin?
Það er eitthvað annað en
málefni sem ráða hugsun og
gerð þeirra manna sem telja að
Framsóknarflokkurinn hafi
unnið eitthvert óhappaverk
með því að standa flokka fast-
ast að útfærslu fiskveiðiland-
helginnar.
Tvisvar sinnum var fiskveiði-
landhelgin stækkuð á þessum
umtalaða „Framsðknarára-
tug“, úr 12 sjómílum í 50
sjómílur, og síðar í 200 sjómíl-
ur, eða úr 75 þús. ferkm. í 758
þús. ferkm. Fyrir þessa út-
færslu lögsögunnar er talið að
erlendar veiðiþjóðir hafi tekið
hér yfir 50% af öllum botnfisk-
afla okkar íslendinga. Þeir sem
telja þetta tímabil „ár hinna
glötuðu tækifæra“ ættu að fá
við atvinnulífið. í nýlegri
könnun kom fram að aðeins
6% þjóðarinnar hafa hlotið
fræðslu um sjávarútveg í skól-
um meðan 70% þjóðarinnar
hafa unnið við sjávarútveg.
Hvað á svoleiðis nokkuð að
þýða? Fornaldarsaga og Ijóða-
lestur eru ágætis fög svona sem
viðbit - en það hlýtur að vera
meginkrafa þjóðfélagsins að
afsprengi skólakerfisins viti
eitthvað um þetta sama þjóð-
félag að lokinni margra ára
skólagöngu.
Horhim björtum augum
til framtíðar
Vissulega geta menn litið
framtíðina björtum augum og
látið sig dreyma um þúsundir
manna í upplýsingaiðnaði og
aðrar þúsundir við framleiðslu
á tölvum og græjum. En það er
ekki aldeilis nóg að láta sig
dreyma - þótt það sé ljúft.
Það verður tafarlaust að
grípa til aðgerða. Fyrsta skref-
ið er stigið með 50 milljón
króna framlagi til rannsókna
og þróunarstarfa en það þarf
meiratil. Það verðuraðtryggja
að það fjármagn sem ætlað er
til nýsköpunar fari ekki í hefð-
sér leyfi frá störfum um sinn og
kynna sér á hverju þjóðin lifir,
áður en þeir taka við stjórn
hennar.
Nýsköpun atvinnulífsins
krefst aukinnar
menntunar
Er það röng byggðastefna
að hafa byggt Fjölbrautaskól-
ann á Akranesi, Menntaskól-
ann á ísafirði, Fjölbrautaskól-
ann á Sauðárkróki, Verk-
menntaskólann á Akureyri,
Menntaskólann á Egilsstöð-
um, Fjölbrautaskólann á Sel-
fossi og Fjölbrautaskóla
Suðurnesja?
Sú fjölgun sem átt hefur sér
stað í Háskóla íslands og hin-
um ýmsu sérskólum sýnir að
hér var aðstaða til menntunar
jöfnuð.
Ef skyggnst er til framtíðar
er það öllum hugsandi mönn-
, um ljóst, að það er bæði rétt og
okkur íslendingum nauðsyn að
fjárfesta meir í menntun en við
höfum áður gert, ætlum við
okkur að byggja hér það land,
sem getur boðið þegnum sín-
um hliðstæð lífskjör og gerast
best meðal annarra þjóð.
Er það virkilega álit fyrrver-
andi skólameistara Mennta-
skólans á ísafirði, Jóns
Baldvins, að uppbygging hinna
ýmsu mennta-, fjölbrauta- og
verkmenntaskóla sé „brjáluð
byggðastefna" og þar hafi
framsóknarmenn unnið hið
versta verk? Framsóknarmenn
þurfa ekki að biðja afsökunar
á sínum hlut að þeirri uppbygg-
ingu sem orðið hefur, m.a. til
að jafna aðstöðu til menntunar
í landinu.
Það er orðið meira en tíma-
bært fyrir þá sem harðast dæma
byggðastefnuna að átta sig á
því hvar fjármagnið verður til
í þessu landi. íslendingum er
nauðsynlegt að byggja landið
allt, þannig að sem best takist
að nýta gögn þess og gæði.
bundnar iðngreinar heldur í
það sem því er ætlað.
Þá verður að efla mjög alla
raungreinakennslu skólanna
og efla og örva rannsóknar-
starf íslenskra vísindamanna.
Það verður að styrkja íslenska
hugvitsmenn og hönnuði.
Hönnunarvinna er mjög dýr
og ekki á færi allra fyrirtækja
að standa að þróunarvinnu.
Ekki af sjálhi sér!
Verkefnin sem bíða eru fjöl-
mörg en þau verða ekki leyst
nema tekið sé á þeim af einurð.
Stjórnvöld hafa stigið fyrsta
skrefið með nýsköpunarfjár-
magni nú, en menn verða að
athuga að það er einungis
fyrsta skrefið.
Ef sækja á milljónir og millj-
arða í hátækniiðnað framtíðar-
innar er ekki nóg að fjárfesta
nokkrar milljónir núna. Það
verður að fjárfesta hundruði
milljóna, og þá ekki bara í alls
kyns tækjum og fyrirtækjum
heldur kannski fremur í
menntun og skólakerfinu. Við
skulum ekki planleggja tækni-
þjóðfélag fyrir börnin án þess
að gera þeim kleift að vera
tilbúin.
S. Alb.
Föstudagur 29. mars 1985 7
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Markaðsstj.: HaukurHaraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík.
Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Kvöldsímar: 686387 og 686306
og 35 kr. um helgar. Áskrift 330 kr.
Virðisaukaskattur?
■ í ítarlegri úttekt, sem NT birtir í dag um
virðisaukaskattsfrumvarp ríkisst j órnarinnar,
kemur m.a. fram að frá og með gildistöku slíkra
laga, myndi verð á matvörum hækka um 19% á
einum degi. Útgjöld heimila vegna húsnæðis, ljóss
og hita myndu einnig aukast.
Pessar hækkanir eru meðal mikilvægustu afleið-
inga þess, að virðisaukaskattur kæmi í stað gamla
söluskattsins, eins og nú er rætt um.
Það er þó sérkennilegt, að þegar um jafn
veigamiklar afleiðingar og þessar er að ræða, á sér
stað sáralítil almenn umræða um virðisaukaskatt.
Þetta er því einkennilegra, að upptöku virðisauka-
skatts myndi m.a. fylgja, að gjaldendum myndi
fjölga um meir en tíu þúsund frá því sem nú er og
alls myndi skatturinn beinlínis snerta um tuttugu
þúsund aðila í hagkerfi okkar.
Þar sem ákvörðun um virðisaukaskatt mun
verða tekin á næstu misserum, er ljóst að sú
ákvörðun mun mótast verulega af þeirri umræðu,
sem mun eiga sér stað á næstu mánuðum í
þjóðfélaginu. Eigi sér engin umræða stað, verður
ekki annað séð, en frumvarpið fari hljóðlega í
gegn. M.a. til að reyna að koma þeirri umræðu af
stað, birtir NT í dag þessa úttekt um virðisauka-
skattinn, sem mun snerta um tuttugu þúsund aðila.
Söluskattskerfi okkar íslendinga er óneitanlega
ekki gallalaust. Undanþágurnar og hátt skatta-
hlutfall hafa haft í för með sér, að tilhneiging til
skattsvika er veruleg. Pá eru hin svonefndu
uppsöfn unaráhrif söluskattsins alvarlegur galli á
kerfinu, en þessi áhrif vinna m.a. gegn sérhæfingu
og verkaskiptingu milli fyrirtækja.
Á hinn bóginn hefur söluskattskerfið einnig
mjög mikla kosti. Ber þar hæst, að kerfið er mjög
einfalt í framkvæmd og kostnaður við það er í
lágmarki.
Virðisaukaskattskerfið hefur marga aðlaðandi
kosti, s.s. að í því gætir engra uppsöfnunaráhrifa
og án undanþága myndi virðisaukaskatturinn vera
hlutlaus.
Á hinn bóginn verður virðisaukaskattskerfið
óhjákvæmilega mjög þungt í vöfum og dýrt í
framkvæmd. Gjaldendum mun fjölga um 120%,
þannig að aðeins það sýnir hve umfangsmikil
breytingin yrði.
Mikilvægasta afleiðingin við breytinguna yfir í
virðisaukaskatt er án efa sú að allar undanþágur
verða afnumdar, þar á meðal á matvörum.
Slíkri breytingu verður að mótmæla. Það má
ekki gera íslenskum heimilum þann óleik, að
hækka allar matvörur um tæp 20% á einum degi
án þess að til mótaðgerða kæmi. Slík hækkun
kæmi aðeins niður á þeim, sem minnst mega við
því að fá matvöruhækkanir.
Pá ber að hafa í huga, að samdráttar myndi
áreiðanlega gæta í innlendri matvöruframleiðslu í
kjölfar slíkrar hækkunar, en ætla má að þegar hafi
orðið nægilegur samdráttur á því sviði.
Hvað sem því líður, er ljóst að meiri umræða
r ,um virðisaukaskattinn er nauðsynleg.