NT - 29.03.1985, Síða 8
Dag-
bók
Kvenfélag Háteigssóknar
■ Fundur þriðjudagskvöldið
2. apríl í Sjómannaskólanum.
Steinunn Gísladóttir sýnir
tertuskreytingar. Allar konur í
sókninni velkomnar.
Ásmundarsafn
■ Ásmundarsafn við Sigtún
verður lokað fram í maí vegna
framkvæmda við safnahúsin.
Ný sýning verður opnuð í lok
maí og mun hún bera^firskrift-
ina „Konan í list Ásmundar
Sveinssonar".
Ásmundarsafn.
■ Hið íslenska sjóréttar-
félag:
Fundarboð
■ Fræðafundur verður hald-
inn í Hinu íslenska sjóréttarfé-
lagi þriðjudaginn 16. aprfl n.k.
og hefst hann kl. 17:00 í stofu
201 í Árnagarði, húsi heim-
spekideildar Háskólans (Ath.
breyttan fundarstað).
Fundarefni:
Sjálfstæður réttur áhafnar til
björgunarlauna?
Framsaga verður um nýleg-
an dóm Bæjarþings Hafnar-
fjarðar, sem tengist þessu efni,
og síðan verða umræður af því
tilefni.
Fundurinn er öllum opinn
og eru félagsmenn og aðrir
áhugamenn um sjórétt og sjó-
vátryggingarétt hvattir til að
fjölmenna.
Gerðuberg:
Fundur um Eþíópíu á
vegum Amnesty
Intemational
■ í tegnslum við sýningu
Amnesty International, al-
þjóðlegu mannréttinda-
samtakanna, í Menningarmið-
stöðinni Gerðubergi, gengst
íslandsdeild Amnesty fyrir al-
mennum fundi laugardaginn
30. mars kl. 16.00 í Gerðu-
bergi. f>ar munu Árni Gunn-
arsson og Bernharður Guð-
mundsson segja frá Eþíópíu,
landi, þjóð og félagslegu
ástandi, en þeir voru báðir
nýlega í landinu. Er áhugafólk
um mannréttindamál, í Amn-
esty og utan, hvatt til að koma
á fundinn til að kynnast betur
þessari fornu menningarþjóð,
sem hefur verið svo ofarlega á
baugi í fréttum. Fyrirfundinn,
kl. 15.00 verða í setustofu
Gerðubergs sýnd myndbönd
sem alþjóðasamtökin hafa gert
um baráttuna gegn pyntingum
og um starfsemi sína. Er>
Gerðuberg opið um helgar kl.
14-18 og á virkum dögum kl.
16-22.
Árnað heilla
■ 90 ára.
Um helgina, laugardaginn
30. mars og sunnudaginn 31.
mars eiga hjónin Vilborg
Árnadóttir og Pétur Teitsson
90 ára afmæli. Þau bjuggu
áður á Bergsstöðum á Vatns-
nesi en eru nú búsett á
Hvammstanga og taka á móti
gestum laugardaginn 30. mars
kl. 14:30 til kl. 17:00 í félags-
heimilinu á Hvammstanga.
Föstudagur 29. mars 1985
8
ndur haf
Snerist hugur
í bjórmálinu
Ölvun við akstur um allt land?
■ Fyrir nokkrum árum skrif-
aði ég grein í eitt dagblaðanna,
þar sem ég hvatti ráðamenn
þessa lands að leyfa fram-
leiðslu á áfengum bjór til útf-
lutnings og sölu í ÁTVR.
Á síðastliðnu sumri dvaldi
ég nokkurn tíma í Bandaríkj-
unum og snérist mér þá algjör-
lega hugur, en þar kynntist ég
bjórmenningu sem hugmyndin
er að innleiða hér á landi.
f Bandaríkjunum er bjór
eingöngu til sölu í áfengisversl-
unum og betri matsölustöðum
og hótelum. Pað að bjór sé
aðeins seldur í ÁTVR, breytir
engu um flæði bjórsins yfir
Takk, Stein-
grímur
þú hjóst
á hnútinn
■ Ég get ekki látið hjá líða
að þakka Steingrími Her-
mannssyni forsætisráðherra
fyrir það að höggva á hnútinn
í kennaradeilunni. Það sýndi
sig enn og aftur í þessari deilu
að sjálfstæðismenn eru alls
ófærir að leysa friðsamlega
deilur sem komu upp við
launafólk og þarf ekki annað
en að vitna til haustsins til þess
að sjá það. Þá héldu framsókn-
armenn reyndar um of að sér
höndunum en vitað var að
bæði Steingrímur og fleiri fram-
sóknarráðherrar voru mjög
ósáttir við ýmsar harðar
ákvarðanir sjálfstæðisráðherr-
anna. Ég held að við höfum nú
forsætisráðherra sem er mjög
treystandi til að bera klæði á
vopnin og laða til samstarf
ólíka hagsmunahópa í þjóðfé-
lagi okkar. Ég vil ekki láta hjá
líða að þakka honum fyrir það
að leysa kennaradeiluna þegar
allt virtist vera að hlaupa í
hnút.
Gamall kennari.
Steingrímur hjó á hnútinn.
Sendum ekki
skatteítirlitinu
svona boðskort
Stöndum saman um hciöarlcg framtöi
IJÁItMÁIARÁIMJNl Ylll)
Samkeppni um vitlaus-
ustu auglýsingarnar
Bréfkorn frá Eiríki og Auðu til Alberts og co.
■ Það cr murgt brcfið scm
Albcrt blcssaður hcíur scnt
okkur Auðu minni og það á
prcnti Og núna þcgar framtal-
ið okkar cr farið (cg læddist
mcð það á síðustu stundu). þá
lang; r okkur Auðu að scnda
þcssar linur i þakklartisskyni
til stjórnarhcrra og unnarra
Dándimanna.
Þctta vcröur icyndar ógn
sundurluust og bara um at-
burði líðandi stundar. cins og
þcir segja svo fallcga i fjolmiðl-
unum.
Nú ciga ba-ndur að fá þús-
undkall fyrir hvcrn kálf scm
þcir skcra Það cr nú munur
cða smánarvcrðlaunin scm scla-
dráparar fá hjá Birni D.
Samnorræn lciksýning ku
hafa vcrið haldin i Þjóð-
lcikhúsinu. Lcikstjóri Páll
minn á Höllustóðum. Frum-
sýnt lcikritið Pappírspúkinn
Sviðsmcistarar Jón Baldvin og
Árni Johnscn.
Jon formaður lagstur i lands-
hornaflakk cr okkur sagt mcð
annan trúð mcð scr.
F.r það satt scm okkur Auðu
cr fortalið. að Rikisútvarpið
okkar. Háskólinn og ríkissjóð-
urinn þinn Albcrt minn scu nú
i harðri samkcppni um vitlaus-
ustu auglýsingar ársins í sjón-
varpi'.’
Sumir scgja. að vinur litla
mannsins sc týndur. Er það
satl?
..Stcingrimur stcrki" hvcnær
kcmur þú til að hrcssa okkur
þurrbrjósta. og horga þó ckki
\æri ncma auglýsingakostnað-
inn þinn Albcrt minn?
öðru hvoru cr vcrið að tala
um að ..fækka bændum."
Hvaða aðferðum á að beita við
fxkkunina?
Eg las í Mogganum minum.
að hið opinbcra og bankarnir
hafi aukið mannafía sinn yfir
2007o síðustu árin. Já. gott cr
að hafa atvinnutxkifarrin.
I Suðurlandi. scm cr blað
okkar Stcina stóllausa. las cg
þctta: ..Milliliður tekur aöeins
kr. II.356.00 fvrir að koma
cinu nauti í frystikistu ncyt-
andans " Það cr cins og cg hcf
alltaf sagt og við i íhaldinu:
Milliliðirnir cru ómissandi.
Er það satt að cinhvcrjir
scndlar Reagans hafi sést á
vappi á Þórshöfn og horft mjög
til fjalla?
()g cnn spyrjum við: Er það
virkilcga satt að (icir hafi sctt
Þorstcini minum stölinn fvrir
dyrnar?
Mikið list okkur Auðu vcl
að fá niðurgrciddar kartoflur.
Ekki má hcfta innflutning-
inn á þcim útlcndu. þaðskcrðir
frclsið og svo cru þær islcnsku
svo svcito og þær utlcndu
..boðlcgri" scgja fínu vcitinga-
mcnnirnir i hcnni Rcykjavik.
Nú xtti að ganga gctur að
lækka saufcnu. hara scnda
þyrlur yfir hjarðirnar og frcta
á þxr Mcð kvcðju til dóms-
málaráðhcrrans og frú Sórcn-
scn.
Það glcpur okkur Auð-
bjorgu mina að nýtni og hag-
ræðing er ckki fyrir bí i landi
okkar. I Vcstfirðingi lásum
við:
..Skclvinnsla og harnagæsla
i sláturhúsinu. Hvaö varðar
sjavarfang. þá hcfur kaupfc-
lagið hafið skclvinnslu og cr
hón til húsa i sláturhúsinu eins
og barnagæslan á staðnum."
Aldcilis crum við undrandi
á hvi að kA.nn-.livl-.l,.....r
„Sjá hér hve illan enda...“
landsbyggðina og inn á heimil-
in.
Bjórflaskan er mjög sak-
leysisleg, og þar með besti
felustaður Satans, og veit ég
að það verður mikil ógæfa fyrir
íslensku þjóðina ef hann kemst
í bjórflösku inn á hvert heimili
í landinu.
Ég tók nefnilega oft eftir því
í Bandaríkjunum, að það þótti
ekkert athugavert við það þótt
menn drykkju áfengan bjór
þótt þeir ækju bifreið, má vera
að það sé leyfilegt þar.
Hér vil ég mynna á, að þegar
Kóreu-styrjöidin geysaði fór-
ust fleiri menn í umferðarslys-
um í Bandaríkjunum, heldur
en þeir sem féllu í stríðinu. En
hvernig verður ástandið hér á
landi ef bjórfrumvarpið verður
samþykkt? Númer eitt, ölvun
við akstur um allt land.
Forráðamenn okkar keppast
við að segja landsmönnum, að
þjóðin sé skuldum vafin og
hvert mannsbarn á landinu
skuldi núna 4 til 5 þúsund
krónur í erlendum gjaldeyri,
þjóðin er sem sagt á heljar
þröminni.
Ég spyr því ráðamenn þess-
arar þjóðar, er hægt að lög-
leyfa sterkan bjór í slíku landi,
sem leiðir af sér böl og eykur
útgjöld ríkisins um ótaldar
milíjónir?
Nei, ríkisstjórn íslands og
alþingismenn, hugsið um að
efla og skapa arðvænlega at-
vinnuvegi í landinu til upp-
byggingar og betra lífs í land-
inu, en ekki öfugt, það á ekki
að eyða tíma í fánýtt hjal á
Alþingi þjóðarinnar um fánýt
mál eins og bjór og nýjar
útvarpsstöðvar sem enginn í
þessu litla landi hefur gagn af.
Magnús Guðmundsson
Patreksfirði.
Nafnnúmer: 6257-7908.
■ Þegar við Gudda, konan
mín, erum háttuð á kvöldin
les ég venjulega dálitla stund í
NT áður en við förum að sofa
en hún tekur prjónana sína með-
an ég les. Stundum les ég
upphátt fyrir Guddu mína.
Þegar ég var að lesa NT í
gærkvöldi, sá ég í blaðinu bréf
frá Eiríki og Auði til Alberts
& Co., og ég las það
upphátt. Að lestri loknum
sagði Gudda: „Ég held við
ættum að bregða fyrir okkur
betri pennanum og skrifa sold-
inn póst um hið 'einstæða
safnaðarlíf hér í byggðarlag-
inu". Ég kvaðst hafa lítinn
áhuga fyrir að bera svoddan
ósköp út á torg og gatnamót,
en Gudda mín var að nudda
þar til ég lét undan, enda er
hún sauðþrá, kerlingin.
Hér í byggðarlaginu eru tvö
trúfélög. Ég ætla ekki að nafn-
greina þau eða byggðarlagið,
enda nöfn og staður auka-
atriði.
Fyrir öðrum söfnuðinum
ræður séra Steinþór. I upphafi
prestsskapar síns var hann
mjög vinsæll, en nú hefur mjög
skipt um til hins verra, því séra
Steinþór er farinn að boða
kenningar sem ganga þvert á
barnatrú safnaðarfólksins, og
er nú allt í upplausn og ringul-
reið í söfnuðinum og sækja nú
fáir kirkju til séra Steinþórs.
En, eins og segir í einni ágætri
æfisögu: „Kerlingin vill gifta
og gifta“, eins vill séra Steinþór
messa og messa, þótt æ færri
sálir vermi kirkjubekkina.
Víkjum þá að hinum söfnuð-
inum. Fyrir u.þ.b. 15 mánuð-
um réðst til safnaðarins nýr
prestur, Þorlákur að nafni, og
fyrst í stað dýrkaði safnaðar-
fólkið hann svo mjög að það
mátti vart vatni halda af hrifn-
ingu. En fljótlega fór að
brydda á því að séra Þorlákur
var mjög óánægður með préd-
ikunarstólinn, og kvað hann
það svívirðu mikla að bjóða
ungum og fallegum presti upp
á slíkt stólskrifli. í hverri ein-
ustu stólræðu nú síðustu mán-
uði hefur séra Þorlákur suðað
og tuðað um að fá nýjan préd-
ikunarstól. Þetta þykirsafnað-
arlimum þunn kenning, enda
sívaxandi óánægja með séra
Þorlák. Er nú svo komið að
surnir gera því skóna að hann
missi hempuna þegar safnað-
arfundurinn verður haldinn í
apríl.
Fólk með skyggnigáfu í
söfnuði séra Þorláks tók eftir
því fyrir nokkrum vikum að
púki hafði tekið sér bólfestu á
kirkjubitanum. Er honum svo
lýst að hann sé toginleitur,
hárið aftursætt og hýjungur í
vöngum. Púkinn virtist þrífast
vel á bitanum, því hann fitnaði
stöðugt. Kvöld eitt í vikunni,
sem Norðurlandaráðsþing stóð
yfir, var aftanandakt í kirkj-
unni hjá séra Þorláki. Þetta
kvöld lék óvenjumikill vindur
undir púkanum og ærslaðist
hann mjög á bitanum. Fóru
svo leikar að hann gætti sín
ekki og hlunkaðist niður á
gólf. Skreiddist síðan inn í
krókbekkinn og bar sig aum-
lega. Þar hefur hann húkt
síðan, og er mjög tekinn að
horast.
Með kærri kveðju.
Gísli og Gudda.
■ Fyrsti strætisvagninn í Reykjavík. Var tillitssemin
meiri í Haoa?
Tillitsseml í strætó
■ Ég er ein þeirra sem ferð-
ast mikið með strætisvögnun-
um og hef ávallt gert. Ég
minnist þess að hérna áður
voru í vögnunum ýmsar
áminningar til farþega, svo
sem um að ferðast ekki í
vögnunum óhreinlega til fara.
Þetta hefur mikið skánað á
síðustu árum frá því sem var,
þótt enn sé það til að fólk sé
ekki búið að hafa fataskipti,
t.d. eftir að hafa unnið allan
daginn í fiskvinnu. Þetta leynir
sér sjaldnast á lyktinni. Ég
vona að fólk sem þetta les
hvetji ættingja eða börn sem
þannig vinnu stunda að hafa
með sér föt til að klæðast á leið
úr og í vinnu. Það er sjálfsögð
tillitssemi, sé ferðast með
strætisvögnunum.
Einnig voru hér áður auglýs-
ingar sem hvöttu börn til að
láta fullorðnum eftir sæti sitt,
þegar margt er í vögnunum.
Þetta er því miður orðið
sjaldgæft, því krakkar sitja
sem fastast þótt gamalmenni
eða konur með börn eigi í hlut
og standi í fullum vögnunum,
það er helst að eldra fólkið
sýni tillitssemi. Þetta þarf að
breytast og mættu SVR-menn
gjarna hvetja til þess með
áminningum í tilkynninga-
formi í vögnunum.
Hulda.
Skrifh) lil:
NT
Lesendasiðan
Síðumúla 15 108 Reykjavík
...•t* hringitiwMS8S30ð
millikl. 13og 14