NT - 29.03.1985, Síða 9
Föstudagur 29. mars 1985
Reykingamenn eru
oftar frá vinnu
Söfnum öskunni
í glerkrukku
- fjórir dagar eftir
Þessi mynd sýnir niðurstöður rannsóknar sem bandarísk heilbrigðisyfirvöld létu gera
á 42000 fjölskyldum. Kannaðar voru reykingavenjur og fjöldi tapaðra vinnudaga
meðal fjölskyldumeðlima sem orðnir voru 17 ára og voru í föstu starfi. Rannsóknin
sýndi að reykingafólk er oftar forfallað frá vinnu en fólk sem ekki reykir og fjöldi
fjarvistardaga eykst með auknum reykingum.
Tapaðir vinnudagar
a mann a ari
Sígrettur
■ Allt of lengi hefur hið út-
lenska og óíslenskulega orð
„sígaretta“ verið notað í ís-
lensku máli. Þegar uppfinn-
ingamenn nýyrða reyndu á sín-
um tíma að taka upp orðið
„vindlingur" í staðinn varð það
að lúta í lægra haldi fyrir
útlenda orðinu, þrátt fyrir ein-
arða baráttu ýmissa góðra
manna.
Nú á allra síðustu misserum
hefur hins vegar komið til
sögunnar annað nýyrði sem
vonandi kemur til með að
standa sig betur í 'samkeppn-
inni um hylli tungunnar. Hér
er að sjálfsögðu átt við orðið
„sígretta“ sem er svo líkt hinu
viðtekna heiti þessara eitur-
nagla, að allir skilja tafarlaust
hvað við er átt, en hefur auk
þess þann stóra kost að minna
á andlitssvip eiturlyfjasjúkling-
anna sjálfra.
1 þessum reykingapistlum
verður nýyrðið að sjálfsögðu
notað.
■ Það er kominn föstudag-
ur. Þá er kannski kominn
tími til að fara að hagnýta sér
þá skrá sem við höfum gert
yfir reykingarnar. í dag og á
morgun ætla ég bara að
reykja þær sígrettur sem eru
merktar 1 eða 2 á reykinga-:
skránni, en sleppa þristun-
um. Á sunnudaginn ætla ég
að fækka tvistunum og á
mánudaginn er ætlunin að
sleppa þeim alveg. Það er
líka síðasti reykingadagur-
inn.
Það er samt ekki víst að
þesi aðferð, að fækka sígrett-
unum smám saman, henti
þér. Mér er sagt að það sé
afar persónubundið, sumir
eiga auðveldast með að
snögghætta, en öðrum fellur
betur að hætta í áföngum, ef
svo mætti að orði komast og
fá þannig dálítinn tíma til að
venjast tilhugsuninni.
En jafnvel þótt þú ákveðir
að reykja í venjulegu um-
fangi allt til loka, skaltu samt
skoða reykingaskrána þína,
tii að reyna að komast að
raun um, hvenær og við
hvaða aðstæður þér muni
líða verst.
Frá og með deginum í dag
söfnum við öskunni úr ösku-
bökkunum okkar, með sí-
grettustubbum og öllu
saman. Þetta ætlum við að (
eiga til minja. Við skulum
safna þessu öllu í glerkrukku
með loki og setja dágóðan
skammt af vatni út í. Ég ætla
reyndar að koma mér upp
tveim krukkum, annarri
heima en hina ætla ég að
geyma hérna úti í glugganum
hjá skrifborðinu.
Þegar svo kemur að því að
löngunin í eins og eina síg-
rettu er alveg að bera mann
ofurliði, þá er ekki annað en
að skrúfa lokið af krukkunni
og lykta af ósómanum, til að
allt fari vel.
Kannski er þó mikilvægast
af öllu að búa sér til skrá yfir
ástæðurnar fyrir því að við
ætlum að hætta. Við eigum
að halda áfram að færa inn á
hana nýjar og nýjar rök-
semdir, eftir því sem þær
skjóta upp kollinum í hugum
okkar.
Þessar ástæður eru sjálf-
sagt alveg nógu margar til að
fyila heila pappírsörk. Mér
finnst til dæmis ekkert gam-
an að geta ekki hreyft mig úr
sporunum, nema ganga fyrst
úr skugga um að sígrettu-
pakkinn sé á sínum stað í
brjóstvasanum, þar sem
hann hefur verið síðastliðin
17 ár, og helst einn eða tveir
til vara í öðrum vösum. Það
er ekkert frelsi. Galeiðu-
þrælar Nikótínusar keisara
eru ekki frjálsir. Þeir eru
barðir áfram miskunnarlaust
ekkert síður en stéttarbræð-
ur þeirra í Rómaveldi hinu
forna. Og það sem verra er;
þeir grátbiðja knékrjúpandi
. um hvert högg.
Ég get líka vel hugsað mér
að fá 4.500 krónur í viðbót til
ráðstöfunar á mánuði. Það
er hreint ekki afleit kaup-
hækkun. Það má kannski
segja að þarna höfum við
fundið okkar eigin skatta-
lækkunarleið.
Og hvað um heilsuna; tó-
bakshóstann, krabbahætt-
una, kransæðastíflur,
lungnaþembur, blóðtappa,
úthaldsleysi, þreytu og
andarteppu? Eða bragðskyn-
ið og lyktarskynið... og
svo.....framvegis.
Námskeið í skyndihjálp
■ Rauðakrossdeild Kópavogs gefur
bæjarbúum og þeim sem hafa áhuga
kost á námskeiði í almennri skyndi-
hjálp.
Námskeiðið verður í kennslusal
hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíð
Kópavogsbraut 1 oghefst 11. apríl kl.
20.00. Það verður 5 kvöld, samtals 24
kennslustundir. Þátttaka tilkynnist í
síma 41382 eða 46626 kl. 14-19.
Á þriðjudagskvöldið lýkur sýning-
um á fræðslumyndum um skyndi-
hjálp. Væntanlega hefur sú hugmynd
vaknað hjá mörgum að ekki væri úr
vegi að fara á námskeið í skyndihjálp.
Nú er tækifæri sem menn ættu ekki að
láta sér úr greipum ganga. Það gerist
allt of oft að menn koma ekki fyrr en
eitthvað er búið að koma fyrir en því
miður, það er of seint að byrgja
brunninn þegar barnið er dottið ofan
í hann.
Þess má geta að námskeiðinu lýkur
með verkefni sem hægt er að fá metið
í fjölbrautaskólum og iðnskólum.
Frá Rauðakrossdeild Kópavogs.
MARKVISS SKYNDIHJALP VIÐ MEÐVITUNDARLAUSA
ef hann
andar
Alhugið hvorl hmn slas-
aöi er meövitundarlaus.
- talið við hann
- ýtið við honum
Athugið hvort hinn með-
vitundarlausi andar með
þvi að hlusta eftir andar-
drættinum eða leggia
aðra hondina á brjost-
kassann og ftnna hvort
hendurnar hreyfast fyrir
áhrif andardrattarins
Leggið hann i læsta hlið-
arlegu.
ef hann andar ekki
Opnið ondurveg
og hmm um hokuna
Hokunm er siðan ýtt
fram og hofuðið sveigt
eins langt aftur og unnt
er.
Við það lyftist tungan
fram og öndunarvegur-
innopnast Hlustiðsiðan
með eyrað fast við nef og
munn hins meðvitundar-
lausa
ef hann fer að anda
Ef hann andar
ekki ennþá . .
. . r
Öndunarvegurinn er
opnaöur með þvi aö taka
annarri hendi um enmö
beitið blástursaöferömni
á frábæru verði
★ Sterkir og einfaldir ★ Lág hleösluhæð (92 cm)
★ Nýtísku hönnun . ★ Litur: Grænir
500 lítra kr. 10.700.-
650 lítra kr. 12.000.-
800 lítra kr. 13.500.-
Það grær eftir
þann græna
Hafið samband við sölumenn okkar,
sem veita allar nánari upplýsin**'