NT - 29.03.1985, Side 21

NT - 29.03.1985, Side 21
 Föstudagur 29. mars 1985 21 Vinnudeilumar í Danmörku: Launþegar lokuðu þinghúsinu Frá Guðrúnu Ögmundsdóttur fréttaritara NT í Kaupmannahöfn ■ Launþegar slógu hring um Kristjánsborg-þinghúsið í Kaupmannahöfn í gærmorgun og lokuðuþar með öllum dyrum inn í húsið. Fyrsta umræða um lagasetn- ingu ríkisstjórnarinnar og Radi- kala átti að hefjast í gærmorgun en þingmenn komust ekki inn í Kristjánsborg vegna mótmæl- anna þar fyrir utan. Lögreglan var kölluð á stað- inn og tókst henni að koma helmingi þingmanna inn fyrir klukkan tíu en þá skyldu um- ræður um lögin hefjast. Meiri- hluti þingmanna verður að vera til staðar þegar tillögur um breytingar á dagskrá skulu bornar fram. Var rétt rúmlega meirihluti þingmanna í salnum þegar atkvæði voru greidd. Lögreglan leysti mótmælin upp kl. 10.30 og tókst þing- mönnum þá að hverfa til vinnu sinnar. Tveir voru handteknir en þeir voru látnir lausir síðdegis. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa hindr- að þingmenn í starfi og að stofna til óeirða. Viðurlög við því að hindra þingmenn í starfi eru allt frá 16 ára og upp í lífstíðarfangelsi. Mótmælastöð- ur héldu þó áfram fram eftir degi og var stór fundur haldinn fyrir utan Kristjánsborg á há- degi. Sven Auken, talsmaður Só- síaldemókrata, tók afstöðu gegn aðgerðum þessum ogsagði að það væri ólöglegt að hindra þingmenn, kosna af þjóðinni, í því að vinna verk sín, en hann sagðist skilja vel viðbrögð laun- þega - ríkisstjórnin hefði í raun- inni beðið um þetta. Ekki er talinn 100% meiri- hluti fyrir lögunum í þinginu, þar sem einn þingmaður Kristi- legra demókrata er ósammála lögum um skyldusparnað fyrir fólk með tekjur yfir 150.000 danskar krónur á ári, en þetta kemur ekki í ljós fyrr en við atkvæðagreiðslu á laugardag þegar önnur umræðan fer fram. Arabaríki styðja fraka Tunis-Reutcr. ■ Ríki í Arababandalaginu hafa lýst yfir stuðningi við íraka í stríðinu við írana. í ályktun stjórnarráðs Araba- bandalagsins segir að bandalag- ið muni reyna að finna lausn á stríðinu. 21 ríki á aðild að bandalaginu. í ályktun ríkjanna segir m.a. „Öll Arabaríki sýna samstöðu með Irökum og munu reyna í sameiningu að stöðva þetta stríð." írakar hafa nú viðurkennt að íranir hafi skotið sex sinnum langdrægum flugskeytum á Bag- dad í þessum mánuði en áður ásökuðu þeir hryðjuverkamenn um að bera ábyrgð á spreng- ingunum. Þeir saka nú arabíska svikara um að hafa útvegað írönum flugskeytin. írakar gerðu harðar loftárásir í íranskar borgir í gær, þar á meðal á Teheran. íranir segja að fjöldi manns hafi látist eða særst í loftárásunum. íranir hafa nú líka beðið Sameinuðu þjóð- irnar að fordæma íraka fyrir að nota efnavopn í stríðinu hvað eftir annað og ráðast á íbúða- hverfi. ■ „Við viljum koniast inn í Efnahagsbandalagið,11 sagði Fernando Moran utanríkisráð- herra Spánar á blaðamanna- fundi fyrir skömmu. Allt útlit er nú fyrir að hann fái vilja sínum framgengt og er þá von til þess að hýrni yfír andlitsdráttum hanS. Símamynd: POLFOTO Danmörk: Verkföllin breiðast út Guðrún ögmundsdóUir fréttantari NT í Kaupmannahöfn skrifar: ■ í gær lagði fólk víða niður vinnu í mótmæla- skyni við fyrirhugaða laga- setningu ríkisstjórnarinn- ar og til stuðnings frjálsum samningsrétti. Hér var einkum um að ræða háskólamenn, skrif- stofufólk í ráðuneytum og starfsfólk skóla, sjúkra- húsa og dagheimila og annarra sem ekki tilheyra þeim verkalýðsfélögum sem nú eru opinberlega í verkfalli. í dag mun fólk líka leggja niður vinnu á barnaheimilum og í skól- um og á flestum vinnu- stöðum verða fundir frá klukkan 11. Mikil óánægja er ríkjandi, bæði á meðal láglauna- og hálaunafólks og er undirskriftasöfnun í gangi á öllum vinnustöð- um. Þá verður haldinn stór fundur á vegum verkalýðs- félaganna fyrir utan Krist- jánsborg í dag og er búist við miklu fjölmenni. Aðalræðumaður verður Anker Jörgensen. Efnahagsbandalag Evrópu: Samkomulag um skilyrði fyrir Spán og Portúgal Hrússel-Keuler. ■ Utanríkisráðherrar Efna- hagsbandalagslandanna komu sér í gær saman um helstu skilyrði fyrir inngöngu Spán- verja í bandalagið og ruddu þar með brautina fyrir loka sarnn- ingaviðræðurnar sem áttu að fara fram í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum tals- manns bandalagsins reyndu ráð- herrarnir að koma sér saman um endanleg inngönguskilyrði fyrir Portúgala en utanríkisráð- herra Ítalíu, Giulio Andreotti, átti að hitta spænsku og portú- gölsku samninganefndirnar síð- ar til þess að fá svör þeirra við inngönguskilyrðunum. Samkomulag um inngöngu Spánar í bandalagið virtist fyrir- sjáanlegt eftir firnm daga við- ræður í síðustu viku en þá voru Frakkar sakaðir um að hindra samkomulagið. Ítalía, sem nú heldur um stjórnartauma bandalagsins, hótaði því að fresta frekar tveggja daga fundi sem átti að hefjast í dag en að tefja hann með frekari viðræð- um um inngöngu Spánar. Flugslys í Kolombíu Verkfall í Ecuador: Lögreglan beitti táragasi gegn náms- og verkamönnum Quito-Reuter. ■ Lögreglan í Quito í Ecuador beitti í gær tára- gasi til þess að tvístra stúd- entum og verkamönnum sem reistu götuvígi úr brennandi hjólbörðum til þess að trufla umferðina á meðan á eins dags allsherj- arverkfalli stóð í borginni, að sögn vitna. Opinberar heimildir segja að 60 hafi verið handteknir í höfuð- borginni og í Guayaquil 400 km suðaustur af höf- uðborginni en Samfylking vinstri sinnaðra verka- manna (FUT) sagði að hundruð manna hafi verið tekin til fanga. FUT, sem boðaði til verkfallsins til þess að krefjast 131% hækkunar á mánaðarlegum grunn- launum sem eru um 100 dollarar (um 4200 ísl.kr.), sögðu að verkfallið hefði heppnast vel. Innanríkisráðherrann, Luis Robles, sagði á hinn bóginn að verkfallið hefði misheppnast og aðeins 20% af starfandi verka- mönnumhlýtt kalliFUT. Ferðir strætisvagna í Quito féllu niður en verk- fallið virtist ekki hafa áhrif á starfsemi banka og opin- berra stofnana. Robles skipaði í fyrra- dag hersveitum og vopn- aðri lögreglu á vörð í öll- um helstu borgum til að koma í veg fyrir ofbeldi á meðan á verkfallinu stæði. Þær vopnuðu sveitir beittu svo tólum sínum gegn stúdentum fyrir utan for- setahöllina en ekki var tilkynnt að af því hefðu hlotist dauðsföll. Svíþjóð: Morðgátan enn Frá Guðrúnu Gardarsdóttur fréttarítara NT í Svíþjóð: ■ Ekkert hefur enn komiö fram sem leysir gátuna um hver frakinn Majid Husain var í raun og veru. En Husain fannst myrtur á hroðalegan hátt fyrr í þessum mánuði. Rannsóknum er enn haldið áfram og í haldi er 35 ára gamall íraki sem grunaður er um aðild að morðinu. Frásagnir hans eru fullar mótsagna og telur lögreglan það benda til þess að hann eigi örugglega aðild að morðinu. Komið hefur í ljós að hinn ákærði hefur haft ýmis tengsl við Líbýu ogm.a. veriðformað- ur samtaka sem hafa fengið fjárhagslega aðstoð þaðan. Hann er ennfremur talinn vera sá sem kynnti Husain fyrir hinni dularfullu Nínu sem lokk- aði Husain frá heimili sínu kvöldið sem hann hvarf. Rannsóknarlögreglan telur sig nú hafa fundið morðstaðinn. í síðastliðinni viku rannsökuðu tæknimenn rannsóknarlögregl- unnar íbúð í Stokkhólmi og fundu þá blóðleifar á ýmsum stöðum í íbúðinni. Tækni- mennirnir gátu þó ekki lokið störfum sínum því þegar þeir voru í miðju kafi ruddust inn þrír menn sem ráku þá á dyr með þeim orðum að þeir væru starfsmenn sendiráðs Líbýu og að íbúðin væri sendiráðsbústað- ur þeirra. Líbýska sendiráðið hefur staðfest þetta og mótmælt því harðlega að þeir séu á nokkurn hátt viðriðnir morðið. íbúðina keyptu þeir fyrir nokkrum vikum og var hún ekki í eigu þeirra þegar morðið var framið í janúarmánuði síðast- liðnum. Lögreglan telur því vafasamt að blanda Líbýu í málið að svo stöddu. En óneitanlega hindrar þetta störf rannsóknarlögregl- unnar því að sendiráðsstarfs- menn lúta ekki sænskum lögum og er því ekki unnt að yfirheyra þá. Hugsanlegarráðstafanireru þær að vísa þeim úr landi. íbúðin hefur ekki verið rann- sökuð að nýju en hæpið er að sendiráð Líbýu geti hindrað áfr- amhaldandi rannsóknir þar. Yfirráðasvæði Líbýu er aðeins í aðsetri sendiráðsins. Hver Husain var og hvort hann var einnig starfsmaður Líbýu erenn á huldu. Ýmsar getgátur eru þó á lofti, m.a. þær að þegar Husa- óleyst in hóf frásagnir sínar um íröksku upplýsingaþjónustuna í des- ember síðastliðnum hafi Líbýu- mennséðsigknúnatilað „þagga niður í honum“ í öryggisskyni. ■ Janos Kadar, leiðtogi ung- verska kommúnista, sagði í ræðu, sem hann hélt á síðasta degi flokksþings Kommúnista- flokks Ungverjalands í gær, að flokkurinn myndi halda áfram frjálslyndri efnahags- stefnu. Kadar flutti níutíu mínútna ræðu blaðalaust og svo líflega og skemmtilega að hann fékk þinggesti hvað eftir annað til að hlæja enda voru skrýtlúr í ræðunni. Eftir ræðuna stóð þingheimur upp og hyllti Kadar en hann stöðv- Bogota-Reuter. ■ Óttast er að yfir 20 manns hafi látið lífið þegar Fokker F-28 flugvél kol- ombiska flugfélagsins Sat- en flaug á fjall í Suður- Kolombíu í gærkvöldi, skömmu áður en hún átti að lenda í Florencia. Vélin var á leið frá Neiva til Florencia. Samkvæmt Re- uters-frétt í gærkvöldi virt- ist enginn hafa komist af. aði fagnaðarlætin og fékk fólk til að setjast. Kadar minntist m.a. á þá 5,5 milljón Ungverja sem fara árlega sem ferðamenn til út- landa. Hann sagði að sagt væri um þá að þeir yrðu þrisvar sinnum fegnir. Fyrst þegar þeir væru að undirbúa ferðina, síð- an þegar þeir kæmu til útlanda og að lokum þegar þeir kæmu aftur heim. Kadar lagði áherslu á að þrátt fyrir ýmsa efnahags- örðugleika í Ungverjalandi nú þyrfti enginn að óttast atvinnu- leysi. Þing ungverskra kommúnista: Kadarboðar framhaldá frjálsri efnahagsstefnu Budapest-Reuter

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.