NT

Ulloq

NT - 29.03.1985, Qupperneq 23

NT - 29.03.1985, Qupperneq 23
UM HELGINA íslandsmótið í fimleikum ■ íslandsmeistaramótiö í fim- leikum 1985 verður haldið í Laug- ardalshöll dagana 30. og 31. mars, þ.e. á morgun og sunnudaginn. Kcppni hefst báða dagana klukk- an 14.00. Á morgunverður keppt í frjáls- um æfingum - fjölþraut, en á sunnudag verða úrslit á einstök- um áhöldum. Meðal keppenda verða Hanna Lóa Friðjónsdóttir og Arnór Di- ego Hjálmarsson sem urðu Ung- lingameistarar um síðustu helgi (sjá bls. 22), Hulda Ólafsdóttir og Davíð Ingason Islandsmeistar- ar 1984, Kristín Gísladóttir ís- landsmeistari 1983, Guðjón Gíslason Unglingameistari 1984 og Atli Thorarensen kemur frá Svíþjóð til að taka þátt í mótinu. ■ Pálmar Sigurðsson fyrirliði Hauka smellir kossi á bikarinn góða. Það er ekki að sjá annað en fyrirliðinn kunni vel að meta bikarínn og það sem hann er tákn fyrir, sigur í Bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins. Hið sama var að segja um félaga Pálmars, enda þessi bikar fyrsti „stóri“ titill liðsins. NT birtir fleiri myndir frá þessum skemmtilega viðburði á morgun. NT-mynd: Svemr. Bikarúrslitin í körfunni: lisstu mal Id rei itri ina' í - á sigur og það gerði útslagið sagði Pálmar Sigurðsson eftir 73-71 sigur - Haukar bikarmeistarar Fræðslufundur ÍBR um knatt- spyrnumenn ■ Á laugardaginn, 30. mars, verður haldinn fræðslufundur á vegum íþróttabandalags Reykja- víkur í Kiwanishúsinu í Brautar- holti 26, 3. hæð. Viðfangsefni fundarins er knattspyrnumenn, næring, keppni, meiðsli ogfleira. Þrír sérfræðingar halda fyrirlestra á fundinum að loknu stuttu ávarpi Júlíusar Hafstein formanns ÍBR. Sérfræðingar eru: Grímur Sæm- undsen læknir og knattspymu- maður, Jón Gíslason næringar- fræðingur og Stefán Carlsson bæklunarskurðlæknir. Dagskráin er þannig: 1. Orkubúskapur og keppni. 2. Mataræði og næring. 3. Þrek og kraftþjálfun knattspyrnu- manna. 4. Nárameiðsl knattspyrnumanna, greining, meöferð, fvriibyggjandi aðgerðir. 5. Liðbandaáverkar á hnc-greining og meðferð. 6. Sálfræði í hópíþróttum, kynning. Fundurinn stendur frá kl. 13 til 18, þátttaka tilkynnist ÍBR eða KRR í síma 35850. Innanhúss- meistaramótið í sundi: Allir bestu með ■ Innanhússmeistaramótið f sundi verður haldið um helgina í Sundhöll Reykjavíkur. Þarverða 130 keppendur frá 12 félögum, 32 fararstjórar og þjálfarar, og synt verða 297 einstaklingssund og 29 boðsund. Á mótinu verður allt besta sundfólk landsins, utr.n einn, Árni Sigurðsson úr Vest- mannaeyjum, sem kemur heim eftir helgina frá Bandaríkjunum. Meðal þeirra sem mæta verða Guðrún Fema Ágústsdóttir Ægi, Bryndís Ólafsdóttir HSK, Eð- varð Þór Eðvarðsson Njarðvík, Ragnheiður Runólfsdóttir ÍA, Tryggvi Helgason HSK sem kem- ur frá Bandaríkjunum, og syst- kinin Ragnar og Þórunn Kristín Guðmundarbörn sem koma frá Danmörku. Keppni hefst klukkan 20 í kvöld, undanrásir kl. 9 í fyrramál- ið, úrslit klukkan 15, undanrásir kl. 9 á sunnudagsmorgun, og úrslit kl. 15. ■ „Við trúðum því allan tím- ann að við mundum vinna bikar- inn, og misstum aldrei þá trú. Það held ég að hafi gert útslagið þarna í lokin,“ sagði Pálmar Sigurðsson ein aðalhetja Hauka úr Hafnarfirði í gærkvöld, en þá urðu Haukar bikarmeistarar í körfuknattleik með því að sigra KR 73-71 í úrslitaleik í Laugardalshöll. „Ég vil þakka KR-ingum kærlega fyrir drengi- legan, skemmtilegan og spenn- andi leik, þeir hafa frábært lið sem á eftir ða láta mikið að sér kveða í framtíðinni,“ sagði Pálmar ennfremur. Pálmar, sem lengst af hefur verið aðalhetja Haukanna, kom mjög við sögu í lok leiksins, þrátt fyrir að vera í mjög strangri gæslu. Tæp mínúta var til leiksloka, Haukar höfðu yfir 71-69, og Pálmar var með bolt- ann í baráttu við tvö KR-inga sem gættu hvers fótmáls hans. Þegar Pálmar gafst endanlega upp á því að reyna að senda boltann til félaga sinna, sneri hann KR-ingana fallega af sér á leið að körfunni og lagði bolt- ann snyrtilega ofan í . Fjögur stig skildu , 22 sekúndur til leiksloka, og KR-ingar náðu aðeins að skora tvö stig. Haukar byrjuðu betur, náðu forystu 14-9 og 20-13, en þá tóku KR-ingar leikinn í sínar hendur. Þeir jöfnuðu og náðu svo forystu 37-26, en Haukar minnkuðu muninn aðeins fyrir hálfleik, og þá var staðan 47-41 KR í hag. Haukar hófu svo síðari hálfleik með látum, jöfnuðu 53-53, og komsut yfir 60-57. KR-ingar svöruðu með fjórum stigum í röð, en næstu fimm stig voru Hauka, 65-61. Haukar höfðu svo yfir 67-63, en góður kafli KR-inga færði þeim forystu á ný, 69-67. Stíf vörn KR gekk nærri Haukum þarna, eins og oft í leiknum, og loks tóku Haukarnir til bragðs að gefa háa bolta inná hinn risavaxna ívar Webster, sem skoraði tvisvar í röð, 71-69, og lokamínútunni hefur verið lýst. Leikurinn var dæmigerður bikarleikur, mikil barátta og mörg mistök. Leikurinn var þó skemmtilegur allan tímann, afar spennandi, og oftar en ekki sáust skemmtileg tilþrif. Góð vörn var aðal KR-inga, og skynsamlegur leikur hafði næst- um fært þeim sigur. En Hauk- arnir voru betri, og náðu að knýja fram sigurinn, sem var langþráður eftir erfiða keppni undanfarið, og vonbrigði í úr- slitum íslandsmótsins. Frábær miðherji, ívar Webster, sem tók á milli 15 og 20 fráköst í leiknum og skoraði grimmt var það sem setti Haukana helst flokki ofar KR-ingum, en skyn- semi og dugnaður KR-inga vann upp í þann mun. Bestu menn Hauka voru Webster, Pálmar, Kristinn Kristinsson og svo Henning Henningsson sem barðist eins og Ijón allan tímann í vörninni. 1 KR liðinu var meiri jöfnuður, Birgir Mikaelsson var þó þeirra hættulegastur í sókn, og Jón Sigurðsson og Guðni Guðnason voru eitraðir í vörn. Stigin: Haukar: Webster 26, Pálmar 17, Hálfdán Markússon 8, Kristinn Kristins- son 8, Henning 5, ólafur Rafnsson 5, ívar Ásgrímsson 4. KR: Birgir M. 21, Þor- steinn Gunnarsson 16, Gudni 16, Jón 9, Matthias Einarsson 6 og Birgir Jóhanns- son 5. Dómarar voru Kristinn Albertsson og Jóhann Dagur Björnsson, og kom það á óvart að þeir skyldu látnir dæma, þvi nokkrír eru taldir þeim hæfari. Þeir leystu sitt hlutverk allvel, þrátt fyrir ad valda ekki spennunái í lokin. ■ fþróttafélag stúdenta varð í fyrrakvöld bikarmeistari kvenna í blaki, sigraði Breiðablik 3-1 í úrslitaleik í Digranesi. Hér sést Þóra Andrésdóttir fyrírliði ÍS taka við bikarnum góða úr höndum Þorvalds Sigurðssonar fulltrúa NT-mynd: Sverrir. ■ Það var sannkölluð bikarstemmning í úrslitaleiknum í kvennaflokki í Bikarkeppni KKÍ gærkvöld. Hart var barist, en lítið skorað. íþróttafélag stúdenta hafði betur.vann íþróttafélag Reykjavíkur 25-24, eftir að hafa haft yflr 15-14 í hálfleik. Kolbrún Leifsdóttir skoraði mest fyrír ÍS, 9 stig, en Guðrún Gunnarsdóttir skoraði 10 stig fyrir ÍR. Myndin er af sigurvegurunum. NT-mynd: Svenír. 29. mars 1985 23 Zico fer heim tilFlamengó ■ ítalska íþróttablaðið „La Gazzetta Dello Sport“ segir í gær að ítalska 1. deildarfélagið Udinese sé búið að selja brasilísku stórstjörnuna Zico aftur til Flamengo í Brasilíu, félags- ins sem hann lék með lengst af. Blaðið segir að samning- urinn I hafi veriðgerður þeg- ar Zieo fór í frí heim til Brasilíu fyrr í þessum mán- uði og verði endanlega gengið frá honum 14. apríl. Enginn vildi tjá sig um málið hjá Udinesc í gær en Zico sagði á blaðamanna- fundi fyrír 10 dögum að hann vildi helst vera hjá félaginu þar til samningur- inn rynni út 1986. La Gazzetta hafði eftir forseta Flamengo í Rio de Janero George Helal, að félagið hefði útvegað sér mest af þeim 2,3 milljón- um dollara sem það þyrfti að borga fyrir Zico, sem nú er 32 ára gamall. ítalska blaðið segir að Flamengo hafl þegar reitt fram hluta af fénu og hitt muni Udin- ese fá 14. apríl. Tekst FHað sigra Sabací kvöld? ■ í kvöld leika FH og Metaloplastika Sabac fra Júgóslavíu síðari leik sinn í undanúrslitum Evrópu- keppni meistaraliða í handknattleik. Leikurinn hefst klukkan 20.30 í Laugardalshöll. FH-ingar eiga mögu- leika á að sigra í leiknum í kvöld, nái þeir toppleik og áhorfendur „kæfi“ Júgóslavana. En það þarf það allt og gott betur. Metaloplastika Sabac er af mörgum talið besta félagslið heims í hand- knattleik í dag, - enda hefur liðið átt landsliðs- menn Júgóslavíu innan sinna raða. Júgóslavar urðu sem kunnugt er Ól- ympíumeistarar í hand- knattleik sl. sumar. í FH- liðinu eru „aðeins“ þrír landsliðsmenn, Krístján Arason, Þorgils Óttar Mathiesen og Hans Guðmundsson, og nái þeir sér á strik, Haraldur og Sverrír loki markinu og aðrír gerí sitt allra besta er von um sigur. Eitt er þó víst, að ef handboltaunnendur vilja sjá frábært félagslið í handknattleik, fá þeir vart annað eins tækifæri til þess á næstunni.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.